Árroði - 01.10.1947, Blaðsíða 9

Árroði - 01.10.1947, Blaðsíða 9
ÞORSTEINN SVANLAUGSSON : Hvað er stjórnmálaflokkur? ÞaS er ekki óalgengt að heyra mönnum vera lastmælt og lítilsvirta fyrir það, að starfa framarlega í einhverjum stjórnmálaflokki, og að vera flokksbundinn, það finnst mörgum hrein vitleysa. En væri ekki gaman að reyna að yfirvega ofurlítið hvað hlutverk stjórnmálaflokks er, og þá um leið hlutverk hvers einstaklings inn- an flokksins. Og ef við í því sambandi legðum fyrir okkur tvær spurningar og reyndum að svara þeim án þess að hugsa um hin mismunandi sjónarmið og skoðanamun hinna mörgu stjórnmálaflokka, þá held ég að margur mað- urinn, er telur það ljóð á ungum manni eða ungri stúlku að skipta sér af stjórnmálum, mundi skipta um skoðun sína. Spurningarnar yrðu þá: Hvað er stjórnmálaflokkur ? Hvað hef ég að gera í stjórnmálaflokk? Fyrri spurningin „Hvað er stjórnmálaflokk ur“ má svara með þessum fáu orðum: „Stjórnmálaflokkur er sá flokkur, er legg- ur til ráð og skipuleggur leiðir til að stjórna bæjarfélögum eða þjóðinni í heild.“ Hér á landi eru starfandi fjórir stjórn- málaflokkar, með misjafnar stefnuskrár og sjónarmið. En skulum við ætla, að þeim sé öllum sameiginlegt, og það er, að allir vilja þeir landinu okkar, íslandi, það bezta. Um stefnur flokkanna er svo deilt, bæði í blöðum, á mannfundum og í útvarpi þjóð- arinnar. I stjórnmálaflokkunum er ekki nema lítill hluti af Islendingum, sem eru félagsllega flokksbundnir menn, en þessir fáu menn, er mynda stjórnmálafélögin ráða svo mestu um öll framboð á mönnum til bæjar- og þing- kjörs, og gjörðir þeirra þar, ásamt stefnuskrá og áhugamálum hvers flokks á hinum ýmsu tímum. A meðan stendur allur þorri Íslendinga utan við félagsskap stjórnmálamannanna og bíður eftir ráðum og gjörðum þeirra, en get- ur engu til leiðar komið, þótt þeim mislíki það er þeir gera. Og komum við þá að seinni spurningunni „Hvað hef ég að gera í stjórnmálaflokki?“ Við vitum að hver og einn stjórnmálaflokk- ur samanstendur af svo og svo mörgum ein- staklingum. Þessir einstaklingar allir saman mynda svo flokkinn, en flokkurinn vex og dafnar eftir félagsþroska og áhuga meðlim- anna. Er það því eitt skilyrði fyr.ir dugandi og góðan félagsskap, að félaginu hlotnist góðir félagsmenn, bæði hvað snertir gáfur og getu einstaklingsins fyrir öllu því bezta, er hann ÁRROÐI 9

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.