Árroði - 01.10.1947, Blaðsíða 22

Árroði - 01.10.1947, Blaðsíða 22
— Þá er það spegillinn. Hann reikna ég á tuttugu krónur. — Afsakið! Eg ér tilneyddur að blanda mér í embættisverk yðar, en spegilinn takið þér ekki heldur! — Hann er kannske líka þinglesinn? — Nei, það er hann því miður ekki. — Það er ágætt! — Mætti ég biðja yður vegna konunnar minnar að hafa ekki svona hátt. Hún getur haldið, að hér sé drúkkið og haldnar skál- ræður, og svo kemur hún ef til vill ekki út úr herberginu fyrir jól. — Hvers vegna get ég ekki tekið spegil- inn ? — Gjörið svo vel að líta á skjalið, sem fest er aftan á hann! — Það er kaupsamningur, já, einmitt. Og hann er enn ekki greiddur að fullu, svo hann tek ég þá ekki heldur. En það er eng- inn pappír á þessum stól, svo ég ætti að geta tekið hann! — Tekið! Þér notið alveg rétta orðið. En sparið þér bara pappírinn, því yður að segja er stóllinn og sófinn þarna þinglesin eign yngsta sonar míns. Hérna eru skjöl yfir það! — Þér þekkið hlutina, maður minn. Ég fer að halda, að götin í veggfóðrinu séu veðsett! — Eigið þér grammófón? — Já, auðvitað! Ég á tvo. — Hvar eru þeir? — Annar á neðri hæðinni, hinn uppi á lofti. Svo er líka mandólín í húsinu hérna við hliðina. — Það get ég auðvitað ekki tekið! — Jú, það gætuð þér hæglega, en það yrði bara kallað innbrot. — Það er þá víst ekki meira hérna? En ef til vill í svefnherberginu ? — Þér ætlið þó ekki að fara að ónáða kon- una mína? Hún hefur reyndar gullhjarta, en það liggur bara anzi leiðinlega í henni. Á R R O Ð I Utgefandi: Félag ungra jafnaðarmanna, Reykjavik. Ristj. og ábyrgðarm.: Pétur Pétursson frá Mýrdal. Ritnefnd: Jón Hjálmarsson, Benedikt Björnsson, Jón Ingimarsson. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H.F. — Ég verð að sjá svefnherbergið. — Gjörið þér svo vel, yður er það guðvel- komið, bara ef þér fáið hana til að opna fyrir yður, því ekki opnar hún fyrir mér! — Ég hef rétt til að skipa yður að láta hana opna. — Eruð þér ekki sjálfur giftur, herra full- trúi ? — Jú, það er ég? — Hvernig getið þér fengið það af yður að neyða nokkurn mann til þess að standa fvrir framan svefnherbergisdyrnar hjá kon- unni sinni og sárbiðja hana að opna, og vita það, að hún opnar alls ekki? — Nei, þá fer ég bara aftur. Það var á- nægja að hitta yður, herra Friðreksen. — Sömuleiðis! Það er mér alltaf sönn á- nægja að sjá fulltrúann hérna, vertð þér sælir! — Anna, Anna, komdu út úr svefnherberg- inu, nú er allt í lagi. Fulltrúinn er farinn! — Er hann farinn, Edvard? — Já hann er farinn, við getum þess vegna óhrædd flutt silfurmunina, píanóið og út- varpið aftur út úr svefnherberginu. Ég er búinn að koma þessu öllu í lag! L. 7. þýddi lauslega 22 ÁRROÐI

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.