Árroði - 01.10.1947, Blaðsíða 11

Árroði - 01.10.1947, Blaðsíða 11
JÓN HJÁLMARSSON : Dýrtíðin og afkoma Álþýðunnar Þótt nokkur hin síðari ár hafi verið hin mestu góðæri, er nú svo komið atvinnulífi þjóðarinnar, að við erum vart samkeppnisfær með útflutningsvörur okkar á erlendum mark aði. Norðmenn, sem eru aðalkeppinautar okkar í framleiðslu sjávarafurða, bjóða nú framleiðslu sína fyrir helmingi lægra verð en við þurfum nauðsynlega að fá fyrir okkar framleiðslu, svo að hún 'beri sig. Þessi stað- reynd lítur dálítið einkennilega út, þegar þess er gætt, að hin síðustu ár hafa verið okkur sérlega hagstæð, en hlutskipti Norð- manna var á þessum sömu árum áþján og eyðilegging. Ástæðurnar fyrir því, að svo er komið fyrir okkur, er sú, að dýrtíð er og hefir verið í landinu og miklum mun meiri en í nágrannalöndum okkar, þar sem þjóð- félagsbyggingin á annað borð hrundi ekki alveg í síðustu styrjöld. Það er augljóst mál, að þetta ástand er með öllu óþolandi. Feit- metisskorturinn í heiminum verður ekki ætíð til að 'bjarga afurðasölu okkar, enda þótt svo yrði í ár. Og ef við á komandi árum fram- leiðum sömu vöru á helmingi hærra verði en keppinautar okkar, er augljóst að ekkert verður af okkur keypt og okkar biður eigi annað en hrun. Ef atvinnulíf vort á að geta orðið blómlegt í framtíðinni, þá verðum við að geta framleitt vörur vorar á eigi hærra verði en samkeppnisþjóðir okkar gera. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð, var svo komið að eigi var lengur hægt að fresta að taka skýrt markaða afstöðu til sölu- vandamáls íslenzkra afurða og dýrtíðarinn- ar. Aðgerðir hennar í þessum málum miðuð- ust við að reynt yrði að koma í veg fyrir að framleiðslukostnaður hækkaði frá því sem þá var. Þannig átti að reyna að halda í horfinu þar til hin nýju og fullkomnu at- vinnutæki, sem þjóðin hefir nú þegar fest kaup á, væru komin í notkun og farin. að skapa verðmæti. Með því að þau eru full- komnari og afkastameiri en þau, sem við nú höfum, má fullvíst telja að þau lækki tilkostn- aðinn allverulega, þar sem hver einstakling- ur, sem við framleiðsluna vinnur, afkastar mun meira verki en nú er. Þegar eftir myndun þessarar ríkisstjórnar snérust kommúnistar öndverðir gegn henni og létu ekkert tækifæri ónotað til árása á hana. Sérstaklega beyttu þeir sér skelegglega fvrir því að ónýta allar gerðir hennar, er stemmdu að þvi að hafa hemil á dýrtíðinni. Og mikils þurfti við! Kommúnistar skáru upp herör í verkalýðssamtökunum og hvöttu til verkfalla. Mestu hugsuðir kommúnista lögðu höfuð sín í bleyti og sjá — þeim tókst að sjóða saman alláferðafallega skáldsögu um það, að barátta stjórnarinnar gegn dýrtíðinni Framhald á bls. 14. ÁRROÐI 1 1

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.