Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2009, Page 2
S
aga hvalveiða við Ísland síðastu áratugi er
saga af skrautlegri innanlandspólitík sem þó
hefur fyrst og fremst ráðist á alþjóðlegum
vettvangi. Árið 1986 tók gildi hvalveiðbann
Alþjóðahvalveiðiráðsins sem Íslendingar samþykktu
skilmálalaust. Íslendingar gengu síðan aftur úr
ráðinu árið 1992 þegar ljóst varð að ráðið myndi ekki
samþykkja að tekið yrði til við hvalveiðar í atvinnu-
skyni að nýju. Meginkrafa Íslendinga í hvalveiðimál-
inu er að viðurkenndur sé réttur þeirra til staðbund-
innar stýringar hvalveiða, enda hafi Íslendingar sýnt
fram á að þeir stýri veiðum sínum á sjálfbæran hátt
og að fylgt sé ráðgjöf viðurkenndra vísindastofnana á
borð við Hafró, NAMMCO og vísindanefnd Alþjóða-
hvalveiðiráðsins.
Árið 2002 gengu Íslendingar aftur í Alþjóðahval-
veiðiráðið og árið 2003 hófust aftur vísindaveiðar á
hrefnu. Þrátt fyrir að vera í Alþjóðahvalveiðiráðinu
og þrátt fyrir að undirgangast samþykktir þess, þar á
meðal bann við hvalveiðum, hafa Íslendingar, í sam-
ræmi við sjávarútvegsstefnu sína fyrr og nú, áskilið
sér rétt til að hafa fyrirvara á samþykktum ráðsins,
sem sumir meðlimir þess telja raunar brot á al-
þjóðalögum. Á grundvelli þessa fyrirvara hófu ís-
lensk fyrirtæki atvinnuveiðar á hvölum að nýju árið
2006 þegar Einar K. Guðfinnsson, þáverandi sjáv-
arútvegsráðherra, gaf út reglugerð þess efnis að
veiða mætti 9 langreyðar og 30 hrefnur. Hrefnukjötið
var selt til verslana og veitingastaða hér heima og
eftir nokkurn barning tókst að sögn loksins að koma
langreyðunum á markað í Japan. Sá útflutningur
stangast raunar á við alþjóðlegan sáttmála um versl-
un með dýr og plöntur í útrýmingarhættu (CITES),
sem Íslendingar eru aðilar að. Íslendingar eru hins
vegar ekki brotlegir í þessu máli vegna þess að þeir
gerðu á sáttmálanum þann fyrirvara að þeir við-
urkenni ekki skilning CITES á því að allar hvalateg-
undir séu ýmist í útrýmingarhættu eða væru í útrým-
ingarhættu væri verslun með afurðir af þeim ekki
háð ströngum skilyrðum.
Veiðikvótarnir voru ekki endurnýjaðir árið 2007,
né árið 2008. Í viðtölum við ráðamenn 2007 kom fram
að ekki væri hættandi á að gefa út veiðikvóta vegna
viðskiptahagsmuna Íslendinga erlendis. Ekki er
hægt að túlka þetta öðruvísi en svo að viðskiptahags-
munir þjónustufyrirtækja og fjármálastofnana hafi
vegið þyngra en prinsíppið um sjálfsákvörðunarrétt
þjóðarinnar og svæðisbundna stjórnun veiða.
Einar K. Guðfinnsson lét það svo vera sitt síðasta
verk sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að
blessa reglugerð um veiðiheimildir næstu 5 árin fyrir
hrefnu og langreyði. Þessi reglugerð birtist á þeim
tíma í sögu þjóðarinnar að Íslendingar telja það ekki
skipta miklu að huga að viðskiptahagsmunum sínum
erlendis. Fyrir vikið er hægt að standa á sjálfs-
ákvörðunarréttinum fullum fetum. Einnig hafa hags-
munasamtök í útgerð og fiskvinnslu, sem og sveit-
arfélög ýmisleg, haldið úti auglýsingum í blöðum og
útvarpi þar sem hvalveiðar eru sagðar bjarga bágum
þjóðarhag. Hvergi er minnst á að hrefnuveiðar verða
aðeins stundaðar á fjórum bátum og að útflutningur
hvalaafurða er í raun háður stórkostlegum hindr-
unum vegna alþjóðasamninga. Aðildarþjóðir að CI-
TES-sáttmálanum líta svo á að allir hvalastofnar,
hvar sem er í heiminum, séu í útrýmingarhættu.
Það þarf því nokkurn áróðurskraft til að halda því
fram að hvalveiðar muni breyta þjóðarhag Íslendinga
svo um munar. Sem stendur eru meiri tekjur af út-
flutningi hrossa en hvala. Þjóðarhagsmunum og
hagsmunum þess eina fyrirtækis sem stendur að
stórhvalaveiðum, Hvals hf., er einnig þráfaldlega
blandað saman. Hvatt er til hvalveiða með dramb-
semi sem er spegilmynd af þeim útrásargorgeir sem
þessi þjóð fór hvað flatast á. Sú trú að fyrirtæki og
hagsmunir þeirra séu jafnframt hagsmunir þjóð-
arinnar allrar varð Íslendinum ekki til gæfu.
Hins vegar er ljóst að hrefnustofnarnir við landið
eru í góðu ásigkomulagi. Hafrannsóknastofnun telur
að það megi veiða 200 dýr árlega án þess að hafa
minnstu áhrif á stofninn. Langreyðarstofninn metur
hún svo að hann sé nú álíka stór og áður en veiðar
hófust þótt það breyti því heldur ekki að langreyð-
arstofninn á heimsvísu er enn langt frá sínu besta eft-
ir gegndarlausa ofveiði í Suðurhöfum á eftirstríðs-
árunum. Ef Íslendingar vildu virkilega sýna
heiminum hve ábyrgir þeir eru í staðbundnum
ákvörðunum sínum væri einfaldast að beita sér í
dýraverndunarmálum og t.d. mótmæla áformum
Japana um veiðar á hnúfubak. Slíkt virðist hins vegar
ekki koma til greina og mikill áróður er rekinn gegn
frjálsum alþjóðlegum félagasamtökum sem huga að
náttúru- og dýravernd. Þetta hefur virkað vel hér
heima en mjög erfitt er að sjá að röksemdir Íslend-
inga styrkist við þetta á alþjóðavettvangi. Auglýs-
ingaherferð hvalveiðisinna er beint inn á við og höfð-
ar fyrst og fremst til hræðslu almennings við
kreppuna. Það er skýrt merki um bágt ástand þjóð-
arsálarinnar hve vel áróðurinn virkar en hann mun
engu breyta um vígstöðu Íslendinga í alþjóðlegu
samhengi. kbj@crymogea.is
Hvalir gegn kreppu
Morgunblaðið/Ómar
Hvalveiðar „Sem stendur eru meiri tekjur af útflutningi hrossa en hvala.“
FJÖLMIÐLAR
KRISTJÁN B. JÓNASSON
Hvatt er til hvalveiða með
drambsemi sem er spegil-
mynd af þeim útrásargor-
geir sem þessi þjóð fór
hvað flatast á.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009
2 LesbókSKOÐANIR
ENDURFUNDIR
31. janúar – 30. nóvember
Spennandi leikir og
verkefni fyrir fjölskyldur
og skólahópa!
SÝNING FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
Suðurgata 41 101 Reykjavík sími 530 2200 www.thjodminjasafn.is/endurfundir Opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11–17· · · ·
Á sýningunni má sjá gripi sem fundust
við fornleifarannsóknir á mörgum helstu
sögustöðum þjóðarinnar sem styrktar
voru af Kristnihátíðarsjóði 2001–2005.
B
ókmenntafíklar eiga gott í vænd-
um annað kvöld þegar franska
kvikmyndin Ástir á Café de Flore
(Les amants de Flore) verður sýnd í
Sjónvarpinu. Kvikmyndin er frá árinu
2006 og segir sögu franska rithöfund-
arins stærðfræðingsins og heimspek-
ingsins Simone de Beauvoir allt frá því
hún hefur nám í Sorbonne-háskóla í Par-
ís í lok þriðja áratugar síðustu aldar og
til dauðadags.
Í myndinni koma margir af helstu bók-
menntajöfrum Frakklands um miðja síð-
ustu öld við sögu enda átti de Beauvoir í
ævilöngu ástarsambandi við heimspek-
inginn og rithöfundinn Jean-Paul Sartre.
Þau Sartre og de Beauvoir voru tíðir
gestir á kaffihúsinu Flore í París sem er
á horni Saint-Germain breiðstrætis og
Rue St. Benoit en meðal annarra fasta-
gesta á Flore voru rithöfundarnir Albert
Camus og Francois Mauriac. Jean-Paul
Sartre og Simone de Beauvoir giftust
aldrei og eignuðust engin börn. Sartre
lést árið 1980 og de Beauvoir fjórum ár-
um síðar. Þau hvíla bæði í Pere Lac-
haise-kirkjugarðinum í París. Skrif de
Beauvoir eru enn talin með þeim merk-
ari á sviði kynjafræði og tilvist-
arheimspeki og ber þá helst að nefna,
Les Mandarins, Le Deuxième Sexe og
Pour Une Morale de L’ambiguïté.
hoskuldur@mbl.is
Franskur
hugsuður
Simone de Beauvoir
MEÐMÆLIN
Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi menningar, Fríða Björk Ingvarsdóttir, fbi@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent
Í
slensk stjórnvöld höfðu í upphafi 20.
aldar miklar áhyggjur af ofveiði
hvala hér við land. Í þrjá áratugi
stunduðu Norðmenn umfangsmiklar
veiðar á hval frá bækistöðvum sínum á
Vest- og Austfjörðum. Svo freklega
gengu þeir á stofnana að stórhveli nán-
ast hurfu af miðunum. Alþingi bannaði
því hvalveiðar við Ísland árið 1913 en
banninu var aflétt 1928. Á millistríðs-
árunum sneru Norðmenn aftur en
veiddu hvali hér í miklu minna mæli en
áður. Enn birtust svo Norðmenn að
seinna stríði loknu og veiddu hér
hrefnu þangað til útfærsla landhelg-
innar hrakti þá á brott. Í aldarfjórðung
hefur hvalur hérlendis verið friðaður.
Samt er sú trú lífseig að Íslendingar
hafi jafnan sótt björg á hvalamið. Saga
stórhvalaveiða Íslendinga spannar hins
vegar aðeins 35 ár. Saga hrefnuveiða í
stórum stíl er álíka löng.
ÞETTA HELST
Hvalfriðunar-
landið Ísland
Björg í bú? Vinnsla á hrefnukjöti.