Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2009, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2009, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 Lesbók 5TÓNLIST E r ein almagnaðasta hljómsveit nýbylgju- rokksögunnar, The Pixies, skellti í lás árið 1993 var leiðtoginn, Black Francis, ekkert að bíða boðanna heldur hóf strax að dæla út sólóefni – starfsemi sem hefur staðið með miklum blóma fram á þennan dag. Vissulega hefur eitthvað verið um órækt inn á milli en til eru þeir sem sverja og sárt við leggja að þegar Francis hefur hlúð hvað best að nái list hans hærri hæðum en nefnd hljómsveit. Sólóplötur Francis eru tæplega tuttugu og hefur hann ým- ist verið skráður einn fyrir þeim eða ásamt sveit sinni The Catholics. Nýjasta verkefni sitt vinnur hann hins vegar með seinni eig- inkonu sinni, Violet Clark, en sam- an skipa þau dúettinn Grand Duchy. Fyrsta breiðskífa hans, Pe- tits Fours, kom út fyrir stuttu. Clark spilar á bassa, hljómborð og syngur og Francis sér um restina. Tónlistin víkur nánast ekki neitt frá hljóðheimi Francis/ Pixies, kannski ögn eldhúslegri og næfari nálg- un og svo er auðvitað kvenmannssöngrödd í völdum lögum. Nafnið Grand Duchy vísar til Luxemburg en Francis segist hafa ákveðið blæti gagnvart smá- ríkjum. Sagði hann í viðtali að þau hjúin hefðu ákveðið að setja alla hugsanlega peninga sem fengjust af verkefninu í húseign í Luxemburg því að þangað ætluðu þau að flytja í fyllingu tímans!? Með börnin sín fimm... Aðrar fréttir af Francis eru þær að hann upptökustýrði komandi plötu hinnar ágætu sveitar Art Brut sem kallast mun Art Brut vs. Satan. Í haust vann hann þá tónlist við svart hvítu myndina Der Golem og var afraksturinn kynntur í Castro leikhúsinu í San Francisco. Tón- listin kemur mögulega út í sér- stökum kassa í ár. Petits Fours | Grand Duchy Brúðkaupsvísur E ngin breiðskífa bresku hljómsveit- arinnar The Cure kristallar hina eilífu togstreitu sveitarinnar um hvað og hvernig hún eigi að vera betur en Kiss Me, Kiss Me, Kiss Me frá árinu 1987. Gerð að- eins þremur árum eftir að The Cure öðlaðist óvæntar vinsældir eftir að hafa kúvent al- gjörlega tónlistarstefnu sinni úr þunglama- legu og sí-angurværu nýbylgjurokki platna á borð við Seventeen Seconds og Pornography yfir í daður við sprelligosalegt klísturpopp glysáratugarins mikla. Robert Smith hafði sannað það árið 1984 þegar sveitin gaf út smá- skífuþrennuna Let́s Go to Bed, The Walk og Lovecats að hann væri fullfær um að semja vinsældavæna poppslagara væri hann upp- lagður fyrir slíkt. En þar komum við einmitt að þessari eilífu togstreitu Roberts Smiths, einvalds The Cure, er virðist hafa andúð á öll- um merkimiðum og leggur sig fram við að gera hluti þvert á allar væntingar til hans. Þannig fylgdi sveitin poppslagaraþríleik sín- um árið 1984 með hinni stórfurðulegu milli- bilsástandsplötu The Top síðar það sama ár er hljómaði ekkert eins og þau lög er vinsæl höfðu verið. Ári síðar varð The Cure svo óvænt risastór stærð í poppheimum um allan heim með plötunni Head on the Door, að- allega vegna ótrúlegs aðdráttarafls poppslag- aranna In Between Days og Close to Me. Enginn vissi því í hvorn fótinn sveitin myndi stíga með næstu plötu. Samþjöppuð sundrung Þegar kom að upptökum fyrir Kiss Me, Kiss Me, Kiss Me var sveitin bæði samþjappaðri og sundurleit- ari en nokkru sinni fyrr. Sköpunargleðin var gífurleg og fær hljóðfæraleikari með sinn auðþekkjanlega stíl í hverri stöðu … nema einni. Gíf- urlegt bil hafði myndast á milli stofnfélaganna tveggja Roberts Smiths og Lol Tolthurst vegna alkóhólisma þess síðarnefnda er lagði þá lítið sem ekkert fram til sveit- arinnar. Spennan á milli þeirra er auðheyr- anleg í lögum á borð við upphafslagið The Kiss, sem er auðvitað vísun Roberts Smiths í hnignandi samband þeirra, og líking við svik Júdasar við Jesú, og í laginu Shiver and Shake þar sem textinn er beinn níðsöngur til Lol. Sagan segir að Robert Smith hafi látið þennan fyrrverandi besta vin sinn standa í beinni augnlínu við sig þegar hann söng síð- ar- nefnda lagið inn. Þar má m.a. finna textabrotin: „your just a waste of time/your just a babbling face/your just three sick holes that run like sore/your a f**king waste!“ Frumlegur trommuleikur Aukin áhrif trommarans Boris Williams eru svo á meðal þess sem gerir plötuna sérstaka. Þarna hafði hann verið í hljómsveitinni í tvö ár og hafði greinilega unnið sér aukið rými í tónlistinni með frumlegum trommuleik sín- um. Ótrúleg færni hans skilar sér best í lög- unum If Only Tonight We Could Sleep og Like Cockatoos. Þar blandar hann inn í rokkið áhrifum frá indverskum trommuhefðum auk þess að brjóta blað með því að innlima sam- plerinn sem eina af fjölmörgum trommum settsins. Stíll hans, að raða töktum upp í sí- endurtekin mynstur, nær að blómstra hér og einkennir sveitina á öllum bestu plötum henn- ar. En það sem gerir plötuna stórkostlega er fjölbreytileiki hennar sem tilkominn er að- allega vegna tvíeðlis Roberts Smiths, að vilja ekki sleppa takinu á nýfundnum vinsældum sínum né að vera listræn sveit á kantinum. Þess vegna er hún stútfull 18 laga, tvöföld vín- ylplata, þar sem bestu lögin eru ekkert endi- lega þau sem fengu útvarpsspilun. Hún fangar tilfinningalitróf The Cure fullkomlega. Reið- ina í lögum á borð við Fight, angurværðina í How Beautiful You Are og ærslafulla poppið í slögurunum Just Like Heaven, Why Cańt I Be You? og Hot Hot Hot. biggi@mbl.is E inn af höfuðsnillingum rokksögunnar er án efa hinn sérlundaði Todd Rundgren og þó að umsvif hans hafi farið lágt undanfarna áratugi (þó að mikil hafi verið) réttlætir iðju- semi hans á þeim áttunda öll þau lofsorð sem lokið hefur verið á hann. Þann áratug fór þessi „eins manns Bítla- sveit“ algjörum hamförum. Rundgren hafði hlaupið af sér hornin með hljómsveitinni Nazz á þeim sjöunda en hóf þann áttunda (eða lauk þeim sjöunda) með plötunni Runt (1970). Meistaraverk Rundgrens, Something/ Anything?, kom út tveimur árum síðar og ári síðar annað eins þrekvirki, A Wizard, a True Star. Þá ber og að geta plötunnar Her- mit of Mink Hollow (1978) í þessu samhengi. Árið 1973 hafði hann þá stofnað hljómsveit, Utopia, sveit sem einbeitti sér að hinu svofellda leikvangarokki eða „arena-rock“; straumlínulöguðu og upphöfnu rokki sem var flutt með bravúr á íburðarmiklum tónleikum eins og lenska var á þeim tíma. Rundgren átti svo eftir að fjarlægjast þennan „geira“ eða áherslur öllu heldur, eins og svo margir. Allur þessi inngangur leiðir okkur svo að umfjöll- unarefninu, nýjustu sólóplötu Rundgrens, en þar sækir hann þetta svið heim á nýjan leik eins og undirstrikað er í titlinum. Rundgren slóst í hóp endurreistrar Cars (The New Cars eins og hún var kersknislega kölluð) fyrir um þremur árum og fyllti þar í skó leiðtogans Ric Ocasec. Með þeirri sveit komst Rundgren á bragð- ið á ný en líta má á Arena sem eins lags æfingu, Rundgren reynir sig kímileitur við ofhlaðið rokk og virðist meðvitaður um hvað hann er að gera allan tímann. Kannski furðuleg nálgun en ekki svo í til- felli þessa ugluspegils. Arena | Todd Rundgren Dulþrösturinn syngur Þ essi plata er mjög skrítin. Hún eiginlega gengur ekkert upp svona,“ segir Rich- ard Princeton, söngvari Glasgow- sveitarinnar The Phantom Band. „Og ég meina, ég er í hljómsveitinni!“ Þannig svaraði söngvarinn til í nýlegu spjalli við dægurtónlistarbiblíuna Mojo sem birti fyrir stuttu greinargerð um „Níu listamenn sem vert er að fylgjast með á árinu 2009.“ Fyrsta breið- skífa sveitarinnar, Checkmate Savage, kom út fyrir stuttu og ægir þar saman öllu og engu; alls kyns stílar og stefnur, gamalt sem nýtt flýtur um í súpu sem er vel bragðgóð þrátt fyrir hrá- efni sem ætti kannski ekkert að passa saman. Þessi uppskrift minnir reyndar óneitanlega á aðra hljómsveit skoska sem bar og svipað nafn. Hún kom reyndar frá Edinborg, nefnilega The Beta Band. „Þetta hafa verið stöðugar hártoganir í meira en fimm ár,“ viðurkennir mæddur Princeton. „Meðlimirnir sex koma úr afar ólíkum áttum og það var alltaf verið að prófa að blanda hinu og þessu saman í eitt lag. Þetta er nið- urstaðan. Verði ykkur að góðu!“ Svo þetta sé greint eins og exó- tískt rauðvín er súrkálsrokkið þýska og „nokkurs konar“ þjóðlaga- tónlist einna mest einkennandi. Bragðið er þó margslungnara en það, inn í fléttast alls kyns minni úr popp- sögunni og eftirbragðið er langt og ljúft. Og á einhvern ótrúlegan hátt ná Phantom-liðar að halda melódíunni miðlægri allan tímann, þrátt fyrir allar skógarferðirnar. Meðlimir eru allir í fastri vinnu meðfram sveitinni – enn sem komið er a.m.k. – en ekki er langt síðan sextettinn kom sér saman um nafnið The Phantom Band, nafn sem er tilvísun í erf- iðleikana sem fylgdu því að kokka upp nafn. Fé- lagsskapurinn hefur þannig heitið ýmsum nöfn- um í gegnum tíðina, m.a. NRA, Les Crazy Boyz, Tower of Girls, Wooden Trees og Robert Red- ford. Kassettur og brenndir diskar í mistak- mörkuðu upplagi liggja í valnum eftir þenna nafnaflakkstíma en menn fóru að taka rækilega eftir félagsskapnum þegar hann starfaði sem Robert Louis Stevenson fyrir rúmum þremur árum. Það var svo árið 2006 sem The Phantom Band varð til og undir því heiti kom út sjötomm- an „Throwing Bones“. Fljótlega komst litli ris- inn Chemikal Underground, ein öflugasta neð- anjarðarútgáfa Skotlands á bragðið en undir hennar hatti eru t.a.m. Delgados, Mogwai og Arab Strap. Þetta er því orðið „alvöru“ og þegar er farið að tala um plötuna sem frumburð þessa árs. Hljómborðsleikarinn, sem heitir því skemmtilega nafni Andy Oxford, er þó ekkert sérstaklega bjartsýnn. „The Phantom Band er samansafn af neikvæðum nöldurseggjum sem eru haldnir stórkostlegri sjálfseyð- ingarhvöt, auk þess sem þeir hafa ekki hugmynd um í hvorn fótinn þeir eiga að stíga,“ segir hann. Þar hafið þið það. Er þetta ekki hið fræga skoska viðhorf; napurt, neikvætt, glettið en kirfilega niðri á jörðinni, allt í senn? arnart@mbl.is Checkmate Savage | The Phantom Band PLÖTUR VIKUNNAR ARNAR EGGERT THORODDSEN Vofur Riddarar ókennilega borðsins sækja fram til sigurs á nýrri plötu sinni. Dásamlegt rugl Litróf lækningarinnar POPPKLASSÍK BIRGIR ÖRN STEINARSSON Sjöunda hljóðversplata The Cure, Kiss Me, Kiss Me, Kiss Me kom út 1987. Reiði og sköpunargleði einkenndu plötuna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.