Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2009, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2009, Qupperneq 12
þöggun sem tætir sálir í sundur sem aðeins sterkustu eldar lifa af. Í áratugi ferðaðist hún djúpt og dýpra inn í hjarta eigin hrynjandi. Krumpaða gyðjan Bi Kidude Bi Kidude er kynlegur kvistur og líklega er ein- faldasta leiðin til að sannfærast um það að slá nafni hennar inn í Google. Líf hennar er sveipað goðsagnakenndri slæðu, enginn getur sagt til um aldur hennar og æviatriðin eru oftast óstað- fest. Þó liggur fyrir að hennar rétta nafn er Fatuma Binti Baraka og hún hefur ferðast um lendur Afríku, ein og með hljómsveit, frá árinu 1920. Hún á því að baki áttatíu og átta ára starfsaldur í tónlist, og þá getur maður byrjað að spekúlera um fullan aldur hennar. Myndir af henni tjá þessa staðreynd – hún er tekin og tog- uð, sólbökuð kolsvört en með stingandi hvöss augu sem hafa greinilega séð ýmislegt bæði fal- legt og hrikalegt. Bi Kidude er svört gyðja sem storkar lögmálum aldurs og náttúru, enda er lýsingin á henni kröftug í ljóði Patel: Ég trúi á Bi Kidude eins og ég trúi ekki á guð. En ef guð væri níutíu og fimm ára, tinnusvört Swahili-kona sem segist vera eitt hundrað og tuttugu ára, með munninn fullan af brotnum og týndum tönnum hendur æðóttar eins og banyan-tré og trommu á milli fótanna […] ef guð opnaði faðm sinn fyrir kaldhæðni, losta, andstæðum, ástarsorg, breyskleika; ef guð sveipaði basli sínu um sig eins og herðaslá úr flaueli, umraðaði frumeindum heimsins með takti úr eigin iðrum þá gæti ég kannski trúað á þann guð. Gildi orðanna Ég hitti Patel í Stokkhólmi í sumar á rithöf- unda- og þýðendaráðstefnunni WALTIC en sænska rithöfundasambandið átti veg og vanda af skipulagningu hennar. Þetta var óvenju viða- mikil ráðstefna: Yfir 600 rithöfundum, þýð- endum og bókmenntafólki var boðið til hennar og markmiðið var að skapa sameiginlegan um- ræðugrundvöll til að undirstrika gildi orðanna í alþjóðasamfélagi. Háleitt markmið, vissulega, enda ekki að spyrja að Svíum þegar kemur að slíku. En þrátt fyrir fáeinar mínútur þar sem glitti í vestrænan „við/þið-hroka“ var ráð- stefnan kraftmikil, opin og lífleg. Tveir að- alræðumenn ollu engum vonbrigðum og miðl- uðu þeirri staðreynd sem ætti að vera augljós öllum á hverjum degi en er það ekki – að grunn- bygging manneskja er alltaf keimlík, sama hvort hún er frá Íslandi, Afríku eða Asíu. Fyrri ræðumaðurinn var rúmlega fimmtugur rithöf- undur, Mia Couto að nafni. Hann er frá Mósam- bík og á að baki langan og vel heppnaðan skáld- og smásagnaferil og er almennt talinn einn af fremstu rithöfundum Afríku. Couto var spakur, lágstemmdur og skemmtilegur og miðlaði með- al annars því til ráðstefnugesta að rithöfundar ættu að sýna fram á nýjar leiðir til að sjá hlut- ina, sjá inn í þá og sjá bakvið þá. Gráhærða gyðjan Nawal El Saadawi Síðari ræðumaðurinn var tæplega áttræð, grá og bogin kona með geislandi og lifandi egypsk augu. Hún heitir Nawal El Saadawi og ferill hennar hefur einkennst af baráttu fyrir rétt- indum kvenna sem hefur skilað henni bæði fangelsisdómi og útlegð í lengri tíma. El Saa- dawi heillaði ráðstefnugesti upp úr skónum með því að vera kjaftforari, pólitískari, fyndnari og ljúfari en flestir aðrir sem tóku til máls. Hún blés – rétt eins og Mia Couto – á tilhneigingu ráðstefnuhaldara til að sérgreina stöðu hennar í heiminum: „Þið eruð alltaf að spyrja: „Hvernig Eftir Davíð A. Stefánsson david@ljod.is Ég hef aldrei áður séð konu ríða trommu eins og gyðja ríður tígrisdýri eins og sköpunin ríður alheiminum. Ég hef aldrei séð konu ríða trommu á þennan hátt. Ég hef aldrei séð listamann hvorki karl né konu hvergi á jarðarkringlunni eiga hljóðfæri sitt eins og greri það út úr kviðnum eins og væri það logsoðið við lærin. H ér kemur kraftmikil og ljóðræn lýs- ing, mikil tilfinning, beljandi ástríða fyrir orðum, bæði prent- uðum og töluðum, fyrir takti og tónlist og afrískri leðju – hér koma Bi Kidude og Shailja Patel, tvær kjarnakonur tveggja kynslóða og tveggja landa Afríku. Þær birtast báðar í Reiðkonu tromm- unnar (Drum Rider: A Tribute to Bi Kidude) – Patel sem höfundur þessa langa og pólitíska ljóðs, en Kidude sem viðfang þess, sem forn- eskjan sem ýtti við Patel og fyllti hana inn- blæstri. Bi Kidude er hjartað og sálin í tónlistarhefð eyjunnar Zanzibar út af austurströnd Afríku. Hún er að minnsta kosti níræð, kannski miklu eldri, enginn veit það fyrir víst. Leiðir þeirra lágu saman þegar Kidude þrumaði tónlist sína yfir almenningi einhvers staðar í Afríku, eftir það varð ekki aftur snúið og Patel er nú sjálf orðin að einskonar frumkrafti sem vekur at- hygli fjölmiðla hvert sem hún ferðast. Hún er kölluð ljóðræna útgáfan af Arundhati Roy (sem er aktívisti og höfundur bókarinnar Guð hins smáa) því Patel fjallar um heimsvaldapólitík, kynjapólitík og trúarbrögð í gegnum ljóða- formið og ekki síst í gegnum kraftmikinn og blaðlausan flutning. Shailja Patel er fædd og uppalin í Keníu en rætur hennar liggja einnig til eyjunnar Zanzib- ar í gegnum föðurættina: „Ég var alls ekki legin upp úr ljóðum sem barn, hvorki heima né í skólanum. En frá því ég var fjögurra eða fimm ára var ég heilluð af orð- um og farin að skrifa þau upp úr bókum áður en ég vissi hvað þau þýddu. Upp úr því að ég lærði að lesa og skrifa fór ég strax að skrifa eigin ljóð. Það er sterk munnleg hefð í Keníu sem lá alltaf í loftinu, án þess að vera beint skilgreind sem ljóðlist.“ Hvað með Bi Kidude og munnlegu ljóða- og tónlistarhefðina í Zanzibar? „Ég er alls ekki alin upp við þá hefð. Ég sá Bi Kidude einfaldlega koma fram fyrir nokkrum árum og tengdi sterkt við nærveruna og kraft- inn í flutningi hennar og framkomu – þetta tengdist allt mér sem listamanni og hvernig ég vildi þróast.“ Einnar konu leiksýning Shailja hefur vakið athygli víða um heim fyrir ljóð sín, enda ekki á hverjum degi sem koma saman svona margir þættir í einum og sama gjörningnum: Sterk og afgerandi rödd, vel brýnd orð, kraftmiklar ljóðmyndir, pólitísk af- staða og mannúðleg viðhorf gagnvart heims- valdastefnu og fjölmenningu. Shailja hefur ferðast víða með sitt ljóðræna uppistand og þessi misserin undirbýr hún nýja sýningu sem hún kallar Einnar konu leikhús og fjallar um sögu Zanzibar. Í áratugi hóf hún trommu sína á loft þrammaði frjóa mold yfir lengdir og breiddir Tansaníu til að koma fram. Í áratugi barði hún frá sér skelfingu, móðgunum, háðsglósum, er að vera kvenrithöfundur? Hvernig er að vera kvenrithöfundur frá Egyptalandi? Hvernig er að vera kvenrithöfundur frá Egyptalandi sem hefur lent í útlegð og fangelsi?“ Þetta er bara bull! Ég er miklu meira en allt þetta! Ein manneskja er miklu flóknari en svo að hún geti fallið undir svona stífar skilgreiningar!“ Ég spurði Shailju Patel um þessa sömu tilhneig- ingu og hennar afstaða var mildari: „Þetta er tilhneiging alls staðar í heiminum, ekki bara á Vesturlöndum. Maður vill jaðra hinn aðilann með því að gera hann framandi. En ég er viss um að ef þú kæmir til Afríku þá yrðir þú spurður: „Hvernig er að vera rithöf- undur frá lítilli eyju þar sem alltaf er kalt?“ Og þar fram eftir götunum. Þetta getur auðvitað verið hvimleitt, en við skulum ekki eyða tíma í að reiðast þessari tilhneigingu. Að hitta nýja manneskju án þess að grípa til fordóma og staðalímynda er flókinn og krefjandi atburður. Við hugsum allt í tengingum, t.d. ef ég hef lesið ævintýri frá Íslandi mun ég strax tengja þig við það þegar við hittumst fyrst.“ Hlutverk rithöfundarins „Hlutverk okkar sem rithöfundar – einkum þeirra sem vinna í alþjóðlegu samhengi – er að viðurkenna,“ bætir Patel við, „að þegar við hitt- umst eru ákveðnar sögur sem við viljum segja til að gefa af okkur vissa ímynd. Við þurfum að hlusta grannt á sögurnar en reyna svo að kom- ast að kjarna hvers annars – hann liggur á bak við sögurnar. Þær hafa hugsanlega ekkert með það að gera hver manneskjan er í raun og veru. Dansararnir hrista mjaðmir fyrir konurnar sem þernurnar þjóna. Vaxkenndar, fölar, bikiníklæddar ferðakonur við sundlaugina á Hótel Serena. Konur sem skima líkama sinn daglega í leit að glæpsamlegri fitu gnægtaholdi sem á að útrýma. Konur úr hinu sorglega systralagi fitusogs og lýtaaðgerða úr hinum þögla dauðafaraldri anorexíunnar. Konur sem hafa lært að fegurð er sjálfstortíming. Þrjár gyðjur og karlmaður Patel, El Saadawi, Kidude, Couto. Allt mann- eskjur úr „öðrum heimi“ (eða hinum þriðja heimi, ef eitthvað er að marka viðteknar flokk- anir í orðræðunni). Manneskjur sem við reyn- um stundum að líta til þegar við viljum skilja aðra menningarkima. Ég tek upp skáldsögu eftir Couto og verð því miður sjálfkrafa meðvit- aður um að ég er að lesa „afríska“ skáldsögu. Hún rennur út úr sínum eðlilega fasa sem „skáldsaga“ eða „listaverk“ og í huga mér verð- ur hún að fulltrúa allra fimmtíu og þriggja landa Afríku þar sem þrífast óteljandi and- stæður. Hvenær las ég síðast „evrópska“ skáld- sögu? Hvenær dró ég ályktanir um Evrópu út frá dönsku ljóði? Hvenær varð hún svona rík, tilhneigingin til að flokka og jaðra? Við þurfum báðar nálganir. Við þurfum að lesa verk frá „framandi“ löndum sem hrein og klár bókmenntaverk, og á sama tíma er sjálf- sagt og fallegt að meðtaka nýja vídd með því að lesa um framandi menningu. Bara gæta að al- hæfingunum. Rétt eins og skáldsögur Braga Ólafssonar, Steinunnar Sigurðardóttur og Hallgríms Helgasonar eru aldrei fulltrúar ís- lenskrar menningar, ekki stólpar einhvers sem hægt er að kalla „íslenskt“ – við viljum helst ekki að um okkur sem þjóð séu dregnar álykt- anir út frá einu bókmenntaverki eða tveimur. Ljóðið Reiðkona trommunnar er öflugt bók- menntaverk sem tilbiður hið frumstæða í dans- inum og hið kraftmikla í fornum helgisiðum. Það er beljandi kraftmikil lýsing á Bi Kidude og tónlistararfi hennar, sorgleg lýsing á að- stæðum kvenna í þjónustustörfum á Zanzibar, úttekt á útlitsdýrkun vestrænna kvenna, ádeila á umskurð kvenna og ekki síst yfirlýsing um Guð og það að trúa á leyndar víddir tilver- unnar. „Eins og sköpunin ríður alheiminum“ Shjailja Pater „[...]frá því ég var fjögurra eða fimm ára var ég heilluð af orðum“. Hér er rætt við skáldið Shailju Patel, sem er skil- greind sem ljóðræna út- gáfan af Arundhati Roy. Kjarnakonu frá Keníu er lætur sig heimsvalda- og kynjapólitík varða í ljóð- rænu uppistandi. Við þurfum að hlusta grannt á sögurnar en reyna svo að komast að kjarna hvers annars – hann liggur á bak við sögurnar. Höfundur er bókmenntafræðingur og ljóðskáld og rekur fyrirtækið Yddarinn.is. www.shailja.com | www.nawalsaadawi.net | www.waltic.com MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 12 LesbókBÓKMENNTIR É g var alin upp í hindúatrú,“ svarar Shailja, „og þar er mikið um gyðj- ur og allskyns guði. Hver þeirra stendur einfaldlega fyrir ólíkar hliðar á okkur sjálfum og það hver við erum. Ég nota þetta mikið sem uppsprettu í minni list, kraftinn í helgisiðunum og gildi þess að sjá inn í hið efnislega. Vestræn trúarbrögð sjá Guð og hið and- lega gjarnan sem framandi afl sem komi að utan og inn. Ég trúi að við höf- um öll aðgang að vídd sem liggur fyrir utan okkar mannlega veruleika og að einhver hugmynd sem við getum kallað Guð sé alltumlykjandi og yfirnátt- úrulegt afl. Burtséð frá þessu þá trúi ég fyrst og síðast á sannleika, réttlæti og vilja hvers einstaklings til að útvíkka sig og þjóna heiminum. Þessi vilji getur birst í gegnum myndlist, tónlist, bók- menntir og allt annað sem gerir okkur kleift að opna okkur og stækka sem manneskjur.“ Patel og trúar- hugmyndir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.