Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.2009, Page 1
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009
STOFNUÐ 1925
31. TBL. 85. ÁRGANGUR
Norðfjarðarsaga II, tímabilið 1895-1929
holar@simnet.is
Norðfjarðarsaga
frá 1895 til 1929
Norðfjarðarsaga
frá 1895 til 1929
Glæsilegt tveggja binda verk eftir Smára Geirsson.
Fjallað er um þéttbýlið og dreifbýlið við Norðfjörð; þróun
byggðar á svæðinu, atvinnusöguna og margs konar
félagsmálastarfsemi.
Um 400 ljósmyndir prýða bækurnar,
auk korta og uppdrátta.
LESBÓK
Þráin og ástríðan Persóna
í leikriti er ekki pappír» 7
8Safnarinn Helgi Þorgils:Er alltaf með jólasýningu úr safninu til að hafa friðsæl jól
V
etrarstarf menningarstofnana hófst með trukki.
Af óvenjulegum krafti miðað við stöðu þjóðar-
búsins, stöðu heimilanna. Það er engu líkara en
mótlætið hafi kallað fram hvata til sameiginlegs
átaks meðal almennings um að standa vörð um það sem
íslenskt er, um þjóðlega siði – um menninguna í öllum
sínum myndum. Samkvæmt fréttum gærdagsins er
600% aukning í sölu hannyrðabóka, 200% aukning í sölu
bóka um ræktun. Sjálfhjálparbækur seljast hins vegar
ekki, fólk er hætt að trúa á töfralausnir. Gamli Birtingur
er fyrirmyndin; allir rækta nú garðinn sinn á nýjan leik,
horfa heim að eigin ranni.
Aðsókn á allar þær hátíðir sem staðið hafa undan-
farnar vikur hefur verið í samræmi við þennan breytta
þankagang. Fólk nýtir sér það sem er í boði; tekur feg-
inshendi þeim verðmætum sem liggja í menningarlífinu
og erfitt er að gjaldfella – jafnvel í efnahagshruni. Það
upphlaup sem varð við frumsýningu Þjóðleikhússins á
Fridu … viva la vida um síðustu helgi var því óvænt and-
streymi við sýningu sem flestir væntu mikils af. Þarna
var um nýtt íslenskt leikrit að ræða, mikið í lagt og við-
fangsefnið víðfrægt; skothelt módel að því er virtist. Allt
kom þó fyrir ekki. Vitaskuld er þetta þó ekki í fyrsta sinn
sem leiksýning fær neikvæða dóma. Það var annað sem
vakti athygli; samfélagið hefur ekki þolinmæði lengur
gagnvart vina- og fjölskyldutengslum í mannahaldi. Öf-
ugt við það sem áður var er stjórnendum ekki lengur
stætt á að líta til vina eða vandamanna við ráðningar í
menningargeiranum frekar en í öðrum þáttum þjóðlífs-
ins. Sama hversu hæfir viðkomandi vinir eða fjölskyldu-
meðlimir eru – hagsmunaáreksturinn af nástöðunni er
einfaldlega óhjákvæmilegur.
Hrunið hefur kennt okkur margvíslegar lexíur. Og þetta
er ein þeirra. Krafan um að menningarlífið lúti lögmálum
trúverðugleika á sama rétt á sér og krafan um að við-
skipta- og stjórnmálalíf lúti slíkum lögmálum. fbi@mbl.is
Upphlaup og óvænt andstreymi
ORÐANNA HLJÓÐAN
FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR
Samfélagið hefur ekki þolin-
mæði lengur gagnvart vina- og
fjölskyldutengslum í mannahaldi.
Tvívíð hugarfóstur:
Myndlist Yoshitomo Nara;
stóreyg börn í illskiljanlegum heimi3 5Lisbeth Salander:Samkenndin meðstúlkunni eykst