Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.2009, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.2009, Page 3
Morgunblaðið/Einar Falur Yoshitomo Nara „Þegar ég teikna og mála þá er það grafalvarleg vinna. En þegar ég sýni verkin þá þarf að vera ákveðið jafnvægi milli alvarleikans og leiksins.“ Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is F jöldi trékassa í mismunandi stærðum situr á gólfi eins salarins í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Sums staðar er þeim staflað upp og á milli þeirra glittir á einum stað í skúlptúr sem sýnir stóreygt barn. Á kassa opnast dyr, hann er veggfóðraður að innan og þar er mál- verk í gylltum ramma af barni með lokuð augu; á öðrum kassa eru göt og ef gægst er inn má sjá hvítan hund. Ef kíkt er inn um gat aftan á sama kassa grillir í svartan hund í myrkri. Kassarnir líkjast þeim sem eru venjulega not- aðir til að flytja listaverk milli landa en þessir eru hluti af viðamikilli innsetningu japanska myndlistarmannsins Yoshitomo Nara en sýn- ingin var opnuð á fimmtudaginn var og kallast Innpökkuð herbergi. Á hliðar sumra kassanna hafa verið hengdar teikningar og málverk eftir Nara, sumar myndanna eru skissulegar og gerðar á bréfs- efni af hótelum og á umslög, aðrar myndir hafa verið hengdar á veggina umhverfis kassastæð- una. Í myndum Nara mætast á furðulegan hátt sakleysi æskunnar og áreiti, vanlíðan og jafnvel ofbeldi sem áhorfandinn tengir við heim hinna fullorðnu. „Kill The Poor“ er skrif- að á eina mynd af stóreygu barni, „Love Me Tender - Kill me Softly“ stendur á annarri og svipurinn ber merki um vonleysi. „Finnst þér það,“ spyr Nara og glottir. Hann hefur gert hlé á óreglulegri uppheng- ingu innrammaðra mynda á annan langvegg salarins og ég spyr hann um þennan árekstur heima barna og fullorðinna. „Mér finnst þetta ekki mjög hættulegur heimur,“ svarar hann svo. „Þetta er ekki þrívíð og raunveruleg veröld heldur eru hún tvívítt hugarfóstur mitt. Þetta er myndlist.“ Í anda barnabóka og teiknimynda Verk Yoshitomo Nara hafa verið sett upp í söfnum og galleríum víða um heim á síðustu árum; talað hefur verið um sigurför lista- mannsins. Hann er fimmtugur, nam fyrst við listaskóla í heimalandinu en síðan við listaka- demíuna í Düsseldorf í Þýskalandi á árunum kringum 1990. Myndheimur Nara er iðulega tengdur við svokallaða japanska popplist. Í af- ar lofsamlegum dómi í The Los Angeles Times fyrir nokkrum árum talar gagnrýnandinn um „varnarleysið og þögla þjáninguna“ sem birtist í verkunum. Gagnrýnendur tala einnig um mörg lög af merkingu, þar sem ekkert er sem sýnist. Árið 2003 hóf Nara að vinna náið með hópi hönnuða og listamanna í Osaka í Japan sem kalla sig Graf, en þeir hafa í sameiningu hann- að litla kofa og ýmiss konar óvenjuleg rými, sem verða vettvangur myndheima Nara inni í sýningarsölum, þar á meðal hér í Hafnarhús- inu. Einn liðsmanna hópsins kom með Nara til landsins til að aðstoða hann við þann þátt sýn- ingarinnar. „Raunsæislegar myndir sem hefðu þessar vísanir í ofbeldi eða heim fullorðinna væru undarlegri, hættulegri ef til vill, en mínar myndir eru meira í anda barnabóka og teikni- myndasagna,“ segir Nara og vill smeygja sér undan umræðum um hættulegan heim sem ég reyni að draga hann inn í. Hann bætir við að þótt teiknimyndasögur í manga-stíl hafi lengi verið afar vinsælar í Japan, og verði sífellt þekktari á Vesturlöndum, þá sæki hann ekki í þann heim heldur miklu frekar í mynd- skreyttar barnabækur og barnamyndir. „Manga er samþætting mynda og frásagnar en ég hef áhuga á stökum myndum sem segja alla söguna og vekja hughrif með áhorfand- anum.“ Hann bætir glottandi við að fólki sem hafi mikinn áhuga á manga þyki ekki alltaf mikið til um sínar myndir. Sýningar Nara tóku miklum breytingum þegar hann hóf að vinna með Graf-hópnum og skapa furðuveraldir innan sýningarsalanna. Hvers vegna fór hann þá leið? „Þetta er allt einn leikur,“ segir hann og brosir. „Þegar ég teikna og mála þá er það grafalvarleg vinna sem ég einbeiti mér óskipt- ur að. En þegar ég sýni verkin þá þarf að vera ákveðið jafnvægi milli alvarleikans og leiks- ins.“ - Eins og í verkunum sjálfum? Hann svarar með brosi. Segir síðan að hinn dæmigerði hvíti sýningarsalur sé of fullkominn fyrir sig, of hreinn og tær. „Ég er hinsvegar ekki fullkominn maður. Allir þekkja hina full- komnu malargarða við búddamusterin í Japan. Þegar ég var strákur var mér treyst fyrir því að raka einn slíkan garð og láta hann vera óaðfinn- anlegan, formrænt séð. Mér fannst garðurinn hinsvegar of hreinn þannig. Þess vegna tók ég lauf og dreifði yfir hann, það fannst mér betra. Fólk er ekki fullkomið og það vil ég að sjáist í myndunum.“ Upplifunin af verki Nara í Hafnarhúsinu er ekki í samræmi við hina formhreinu ímynd búddahofanna. „Formrænn hreinleiki getur orðið leiðinlegur … reyndar bý ég á hljóð- látum stað úti í sveit og þar er ekkert nema það nauðsynlegasta í kringum mig og eig- inkonuna. En þá gengur mér reyndar mjög vel að vinna.“ Pönk gott fyrir 17 ára unglinga En hvað með áhrifavaldana? Eru þeir japönsk menning og vestræn í bland? „Ég held að það sé allt mögulegt. Ég ólst upp í litlum bæ í Norður-Japan þar sem var ekki hægt að sjá neinar myndir. Þar var ekk- ert safn og engar „alvöru“ myndir að skoða, engar frummyndir. En foreldrar mínir fóru oft með mig á bókasafnið og þar naut ég þess að skoða myndir frá öllum heiminum í bókum, það hafði mikil áhrif á mig. Síðan var bandarískur herflugvöllur í ná- grenni við bæinn minn og þar var útvarpsstöð þar sem var leikin bandarísk tónlist daginn út og inn. Þegar ég var smástrákur var ég dæmigert lyklabarn; þegar ég kom heim úr leikskólanum og svo grunnskólanum var ég einn heima og kveikti strax á útvarpinu. Ég skildi ekki fréttirnar á japönsku rásunum en þessa tónlist gat ég skilið og notið. Þegar ég var orðinn unglingur fór ég síðan að leita að þessari sömu tónlist á hljómplötum. Þetta hafði áhrif á mig, rokktónlistin, auk mynda- bóka. Þegar ég var 17 ára kynntist ég pönktónlist og hún hafði gríðarleg áhrif á mig. Þá fann ég loksins eitthvað sem passaði fyrir mig. Pönk er gott fyrir 17 ára unglinga!“ segir Nara og brosir. Ég samsinni, enda er þarna snertiflöt- ur á milli okkar. Þegar ég spyr Nara út í hina fornu list Jap- ana, grafíkina, ukyo-e prentin af stríðs- mönnum, listamönnum og erótískum ævintýr- um, kinkar hann kolli. „Já, stundum hef ég samsamað mig þörfinni að baki ukyo-e verkum, listafólkinu og þeirri sköpun. Ukyo-e var list fyrir alþýðuna, ekki fyrir keisarann og aðalinn. Mér finnst líka að mín myndlist sé fyrir fólkið, fyrir alþýðuna.“ Í dag eru stór og áhrifamikil gallerí í Japan og áhugi á samtímalist hefur aukist verulega á nokkrum árum. „Nú er ungt fólk farið að kaupa myndlist, af einskærum og alvarlegum áhuga. Það er ekkert langt síðan söfn og pen- ingamenn vildu kaupa verk frægra vestrænna listamanna, til að sýna hvað þeir gætu, en nú hefur raunverulegur áhugi tekið yfir og lista- lífið í Japan er ennfremur orðið miklu áhuga- verðara,“ segir Yoshitomo Nara. Mín myndlist er fyrir fólkið „Mér finnst þetta ekki mjög hættulegur heim- ur,“ segir myndlistar- maðurinn Yoshitomo Nara. Verk hans hafa vakið mikla athygli á undanförnum árum og verið sýnd víða um heim; stóreyg börn í ill- skiljanlegum heimi. Inn- setning Nara var opnuð í Hafnarhúsinu í vikunni. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 Lesbók 3MYNDLIST T omio Koyama er galleristi Yshitomo Nara í Japan og kom með honum hing- að til lands. Hann er einn kunnasti galleríeigandinn þar í landi, er með um 50 listamenn á sínum snærum, álíka marga jap- anska og erlenda, en þeirra á meðal eru Rich- ard Tuttle, Erwin Wurm, Laurie Simmons, Er- nest Neto og Stephan Balkenhol. Koyama sýnir jöfnum höndum innsetningar, málverk, teikningar og ljósmyndir í galleríunum í Tók- ýó og Kyoto, en einnig rekur hann verslanir með bókum, upplagsverkum og gjafavöru sem byggist á verkum listamanna gallerís- ins. Þá tekur hann reglulega þátt í mörgum helstu listkaupstefnum Evrópu. „Síðasta áratuginn hafa viðskipti með samtímamyndlist verið afar lífleg í Japan,“ segir Koyama þegar hann er spurður um stöðu myndlistarinnar þar í landi. „Auðvitað hefur komið bakslag í markaðinn síðasta ár, en á meðan samdrátturinn hjá evrópskum og bandarískum galleríum er 30% þá er hann ekki nema 8% hjá okkur.“ Koyama segir að áhugi á alþjóðlegri sam- tímalist hafi kviknað seint í Japan en á síðustu árum hefur markaðurinn orðið tilbúinn og nú hefur myndast nokkuð stór hópur ástríðufullra kaup- enda, sem kaupa og safna myndlist inn á heimili sín og fyrirtæki. Koyama setur að með- altali upp sýningar með japönsku listamönnunum sínum á tveggja ára fresti en með þeim er- lendu á þriggja ára fresti. Flestir eru einnig á mála hjá öðrum galleríum, í Evrópu og Bandaríkjunum. „Ég er þannig bara einn af galleristum Nara, hann vinnur til dæmis með mjög góðu fólki í Þýskalandi, í New York og Los Angeles. Verk Nara njóta líka mikillar hylli á Vesturlöndum og hann sýnir víða; hann á sér marga aðdáendur. Það er líka áhugavert hvernig áhrif japanskrar og vest- rænnar menningar mætast í verkum hans, sem eru þó afar persónuleg.“ Mikill áhugi á samtímalist Kunnur galleristi í Japan Tomio Koyama Þetta er ekki þrívíð og raunveruleg veröld heldur eru hún tvívítt hugarfóstur mitt. Þetta er myndlist. Birt með leyfi Galerie Zink, München/Berlin. Banging the Drums, málverk eftir Bara frá 2007. Birt með leyfi Galerie Zink í München og Berlín.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.