Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.2009, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.2009, Qupperneq 4
F rá því að Antichrist, nýjasta kvikmynd Lars von Trier, var frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Cannes í vor hefur her- skari óánægðra fagáhorfenda keppst um að úthrópa verkið, enda þótt jákvæðari raddir hafi einnig heyrst. Sú tilfinningaólga sem mynd- in hefur komið af stað, en inn í viðbrögðin bland- ast bæði reiði og vandlæting, kom skýrt fram á blaðamannafundi í kjölfar sýningarinnar í Can- nes þar sem kvikmyndaskríbent einn missti bókstaflega stjórn á sér og tók að ausa skömm- um yfir Trier (en á hljóðupptöku af fundinum má hlusta á heimasíðu NY Times). Þá hlaut Antichrist afskaplega neikvæðar viðtökur hjá frönskum kvikmyndagagnrýnendum og hvarf líka fljótt úr bíóum. Bandarískir stórblaðamenn skrifuðu hins vegar langar bloggfærslur frá Cannes sem líkjast einna helst póst-trámatísku vitundarflæði, eða kalli eftir áfallahjálp. Þá reit þekktur bandarískur kvikmyndagagnrýnandi er sá myndina í Cannes að Trier hefði gert hræðilega mynd en það hefði verið þess virði að fljúga yfir Atlantshafið til að sjá hana. Hugarástand á heljarþröm Þetta eru þó allt vægir dómar og framsettir með jafnaðargeði í samanburði við skrif breska menningarummælandans Christopher Hart í breska dagblaðið Daily Mail, en grein hans frá 20. júlí ber yfirskriftina, „Hvað þarf eiginlega til svo að mynd sé bönnuð núorðið?“ Þar veður Hart á súðum um hversu ógeðfelld og gjörsnauð listrænu gildi Antichrist sé, en einnig svo full að yfirflæðir af ómennsku, ofbeldi, klámi og við- bjóði. Að sögn Hart er myndin óréttlætanleg, hún ber hnignun menningarinnar ótvírætt vitni og Trier á að hans mati skýrlega heima á geð- sjúkrahúsi. Grein Harts kemst reyndar fyrst á flug þegar hann tekur fram að það komi honum ekki á óvart að „svona myndir séu gerðar í Evr- ópu“ og tekur því næst að rekja þá ríkisstyrki sem myndin hefur hlotið, allt frá Danska kvik- myndasjóðnum til menningarprógramma ESB, og klykkir út með því að myndin sé sennilega liður í tilraun Evrópusambandsins til að grafa undan hefðbundnum breskum lífsgildum og menningu. Aðrir gagnrýnendur í Bretlandi hafa hins vegar hafið myndina upp til skýjanna og ljóst er að þar skiptast menn í tvær fylkingar. Þannig segir Sukhdev Sandhu í Daily Telegraph að verkið sé „gegnsýrt af harmi“ og þótt of snemmt sé að hylla það sem „meistaraverk“ sé myndin „fræknasta afrek Triers“ til þessa. Verk sem er jafn djarft og tilraunakennt sem hér um ræðir, mynd sem hættir öllu til eins, og gerir það í krafti meginstraumsfrægðar leik- stjórans, staðsetur sig sjálfkrafa á hættulegum mörkum, en enginn vafi leikur hins vegar á að Antichrist er stórmerkilegt framlag til sam- tímalegrar kvikmyndamenningar. Maður sér lærðar ritgerðir í kvikmyndafræði spretta úr hverjum rammanum á fætur öðrum, þetta er kvikmynd sem er meðvituð um pólitík við- tökufræðanna. Spurningin reynist hins vegar MYNDIR VIKUNNAR BJÖRN ÞÓR VILHJÁLMSSON Umdeild „Antichrist er stórmerkilegt framlag til samtímalegrar kvikmyndamenningar.“ Heilagt stríð Antichrist (2009) | Lars von Trier MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 4 Kvikmyndir M att gamla Bellamy og kátum köppum hans í Muse er ekki alls varnað. Nán- ast frá upphafi ferils hefur Bellamy unnið að því að búa tónlist sinni æ íburðarmeiri búning og orð eins og epískt, dramatískt og stórt eru sem sérsniðin fyrir þetta undrabarn. Og aldrei hefur hann flogið hærra en nú, en nýjasta plata sveitarinnar, The Resistance, kom út rétt fyrir helgi. Ellefta lagið, nei afsakið verkið, kallast „Exogenesis: Symphony, Pt. 3: Redemption“ og segir líklega allt sem segja þarf um þær slóðir sem Muse er komin á. En þetta þó ekki einhver flippuð, óhlutbundin sýra að hætti Mars Volta, heldur eru lögin þvert á móti haglega samin og byggð. Einkar melódísk þar sem allir litir regnbogans renna í gegn á tilkomumikinn hátt. Nafn hinn- ar merku sveitar Queen kemur helst upp í hugann. Hér er verið að skapa nútíma progg, en Muse nær einhvern veginn, á undraverðan hátt, að fara ekki yfir ásættanleg mörk smekk- vísinnar. Jafnvægi er til staðar en svei mér þá, það þarf ekki mikið til að sólin fari að brenna okkar mann. Ég meina, Camille Saint-Saëns og Chopin koma við sögu og yfir fjörutíu mús- íkantar tóku þátt í þríleiknum sem rekur lestina! Síðasta plata Muse, Black Holes and Revelations, kom út 2006 og hófu menn að skrafa um þessa plötu hér á meðan tónleikaferðalag þeirrar plötu var enn í gangi. Ekki vantaði víst hugmyndirnar hjá Muse-liðum, og sögðust þeir eiga yfrið nóg af efni. Háværasta hvíslið snerist um fimmtán mínútna míní-rokkóperu í þremur hlutum sem Bellamy sagðist hafa verið að dútla við í smáskömmtum um langa hríð (og prýðir hún plötuna, ber titilinn Exogenesis, og sér um að loka henni). Á tíma var rætt um óhefð- bundnar útgáfuleiðir, eins og lenska er í dag, en fallið var frá þeim hugmyndum (að vísu var hún gefin út sem iTunes LP, nýtt skráarsnið sem býður upp á fjölskrúðugra og myndvænna niðurhal). Hinn 23. september hefja Bellamy og co svo upphitunarlotu fyrir „stærstu“ hljómsveit heims, U2, tónleikaferðalag sem mun eiga sér stað á austurströnd Bandaríkjanna, svona að mestu. Það er nú ekki nema við hæfi að sveit sem er farin að teygja sig svona langt til stjarnanna opni fyrir Írana. Það verður þá at- hyglisvert að fylgjast með gengi Bellamys; en um hæfileika þessa drengs þarf ekki að fjöl- yrða, jafnvígur á gítar og píanó og söngröddin er kapítuli út af fyrir sig. Helst að það þurfi að skerpa aðeins á sjarmanum, og þar ætti Bono gamli Vox að reynast betri en enginn í ráðgjöf. Ætli Chris Martin sé farinn að skjálfa? arnart@mbl.is Metnaður Muse nær epískum hæðum á The Resistance. PLÖTUR VIKUNNAR ARNAR EGGERT THORODDSEN Hærra, meira, stærra The Resistance | Muse Á yfirborðinu er hún kannski ekki ýkja merkileg, tónlistin sem Arctic Monkeys hafa lætt frá sér. Nokkurs konar síð- Libertines/Strokes-rokk, með hinu og þessu saman við. Engu að síður er það dagljóst að leiðtogi sveit- arinnar, Alex Turner, er snillingur; þar sem partur af sjarmanum er nokk- urs konar kæruleysi – eiginlega grand- varaleysi – gagnvart því sem má og ekki má, saman með ósvik- inni ástríðu gagnvart tónlist. Þessi frískleiki stafar af fyrstu plötum sveitarinnar, Whatever People Say I Am, That’s What I’m Not (2006) og Favourite Worst Nightmare (2007), en sú síðari er sannkallað meistarastykki. Þriðja plata sveit- arinnar, Humbug, kom út fyrir stuttu og er upptökustjóri sjálfur Josh Homme, leiðtogi eyðimerkurrokkssveit- arinnar Queens of the Stone Age. Útkoman er á vissan hátt torræðari og myrkari en fyrri verk, og auðsýnilegt að stöðnun er ekki eitt- hvað sem hugnast hinum frjóa og fríska Turner. Humbug | Arctic Monkeys Bresk eyðimörk? Dylan snýr við blaðinu POPPKLASSÍK ÁRNI MATTHÍASSON Þ egar Bob Dylan fór í hljóðver í ágúst 1963 að taka upp The Times They Are A-Changin’ var hann eftirlæti þjóð- lagahreyfingarinnar bandarísku og í miklum metum hjá þeim sem litu á tónlist sem baráttutæki gegn kapítalisma og kúgun. Lögin á plötunni féllu líka vel að þeirri ímynd, ekki síst titillagið, en málið er bara það að um það leyti sem hann lauk við plötuna tveim mánuðum síðar var hann orðinn leiður á að semja lög um óréttlæti og bar- áttusöngva og far- inn að leita að nýju yrkisefni og nýjum tjáningarmáta. The Times They Are A-Changin’ kom út í janúar og fékk fína dóma. Í febrúar fór Dylan í tónleikaferð þvert yfir Bandaríkin, byrjaði í New York og lauk ferðinni í Kaliforníu, og á þeirri ferð fór mikill tími í akstur. Dylan nýtti þann tíma til lagasmíða og skrifta, en hann hlustaði líka á útvarpið á leiðinni og féll gersamlega fyrir Bítlunum þegar hann heyrði lagið I Wanna Hold Your Hand í útvarpinu einn daginn og þegar hann sneri aftur til New York að ferð- inni lokinni var eitt það fyrsta sem hann gerði að verða sér úti um rafmagnsgítar. Næst á dagskrá hjá Dylan var tónleikaferð um Evrópu sem lauk í Grikklandi og þar lagði hann drög að næstu plötu, sat við lagasmíðar í þorpi utan við Aþenu. Hann sneri aftur til New York um vorið, hélt í hljóðver 9. júní og tók upp fjórtán lög í einni lotu. Ellefu af þeim enduðu á Another Side of Bob Dylan sem kom út í ágúst. Another Side of Bob Dylan er merkileg skífa fyrir lögin sem á henni eru, til að mynda „Chi- mes of Freedom“, „My Back Pages“, „All I Really Want to Do“ og sérstaklega „It Ain’t Me Babe“. Fyrir Dylan-áhugasama er hún ekki síst merkileg fyrir það að vera einskonar brú frá því gamla yfir í hið nýja, fyrsta platan þar sem hinn raunverulegi Dylan er að koma í ljós, sá Dylan sem hvarf innávið og tók að kanna innviði hugans í stað þess að semja yf- irborðskenndar mótmælavísur, sem sagði skil- ið við miðstéttarungmenni sem fengust við það í frístundum að vera verkalýðshetjur; nokkuð sem margir hafa aldrei fyrirgefið. Á næstu plötu, Bringing It All Back Home, sem kom út í byrjun árs 1965, kom þetta enn betur í ljós því á henni var allt fullt af rafmagni og óskiljan- legum ljóðum, en það er önnur saga. arnim@mbl.is É g fékk næstum því aðsvif þeg- ar ég las um þátttakendur í þessu verkefni, sem er að undirlagi Neils Finns, leiðtoga Crowded House. Johnny Marr, Ed O’Brien og Phil Selway úr Radiohead og Jeff Tweedy, John Stirratt, Glenn Kotche og Pat Sansone úr Wilco. Eddie Vedder komst ekki! Auk þess má nefna Lisu Germano, KT Tunstall og landa Finns, hina nýsjálensku Bic Runga. En hvað var allt þetta lið að gera saman á Nýja-Sjálandi? Takandi upp tvöfalda plötu í hljóðveri Finns í Auckland? Jú, tildrögin liggja í tón- leikaplötu, sem ber nafnið 7 Worlds Collide, og kom út 2001, en þar rúll- uðu þátttakendur í gegnum vel valin tökulög. Í þetta sinnið lá áherslan hins vegar í frumsömdu efni, og var því moðað saman á þrem- ur vikum. Óhætt er að segja að margir plúsar hafi getið af sér einn risastóran plús; tónlistin flæðir óheft og nátt- úrulega fram og aðdá- endum upptalinna listamanna er hér með vinsamlega bent á að kynna sér þetta mál. The Sun Came Out | 7 Worlds Collide Kanónur á hverju strái Tónlist

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.