Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.2009, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.2009, Page 6
tekin í rokkklúbbi í East Village sem ég stofnaði og á ásamt bróður mínum. Þar kemur mjög und- arlegt fólk fram, til dæmis grínistar og fatafellur, og þetta fólk kemur líka fram í myndinni sem gef- ur henni yfirbragð sem er svolítið í anda Andy Warhol,“ segir Hartman og bætir því við að sagan sjálf sé einnig nokkuð persónuleg. „Hún fjallar um útvatnaðan tónlistarmann sem býr á götum Cleveland-borgar í Ohio, sem er borg í anda Jim Jarmush að vissu leyti. Þessi maður er dópisti og mjög langt leiddur sem slíkur. Hann ákveður því að fara til New York til þess að reyna að sættast við fjölskyldu sína sem hann yfirgaf 13 árum áður. Það felur meðal annars í sér að hafa uppi á syni sínum sem hann hefur aldrei séð – hann hafði nefnilega yfirgefið ófríska eiginkonu sína. Hann veit hins vegar ekki hvernig hann get- ur fundið þau þannig að það eina sem honum dett ur í hug að gera er að fara á klúbbinn sem hann var vanur að spila á. Málið er hins vegar að hann hefur stolið 250.000 dollurum frá eiturlyfjasölum Cleveland, peningum sem hann ætlaði að gefa syni sínum að gjöf í stað hinna glötuðu ára. Dóp- salarnir eru eðlilega ekki ánægðir með þetta og eru á eftir honum. Þannig að þetta er svona smá „film-noir“ með áhrifum frá vestrunum.“ Hvorki ömurlegur faðir né dópisti Sagan á ýmsar skírskotanir í raunveruleikanum, þannig heitir aðalsöguhetjan Jesse líkt og leik- Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is M ér fannst þetta mjög góð hugmynd, að frumsýna myndina í Reykjavík,“ seg- ir Hartman þegar blaðamaður spyr hann hvernig honum hafi dottið í hug að heimsfrumsýna The House Of Sat- isfaction á Íslandi. „Ég hef frumsýnt myndir bæði á Sundance og á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Þessi mynd er hins vegar mjög persónuleg, og í vissum skilningi svo- lítið lítil, þannig að það hefði verið hætta á að hún týndist á slíkum stórhátíðum. Ég held líka að þessi mynd höfði fremur til þeirra sem hafa virki- legan áhuga á kvikmyndum, en ekki bara þeirra sem eru að leita að myndum sem gætu slegið í gegn í Hollywood. Fyrir mér er Reykjavík líka svo mikil rokk-borg, þótt ég hafi að vísu ekki kom- ið þangað.“ Persónuleg mynd The House Of Satisfaction er fyrsta mynd Hart- mans í fullri lengd, en hann á að baki nokkrar stuttmyndir. Ein þeirra, Happy Hour, vakti tölu- verða athygli á kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 1993. Hann segir að þessi fyrsta „alvöru“ mynd sín sé afar persónuleg. „Sagan er sambland af brotum úr mínu eigin lífi og skálduðum atburðum. Myndin er að mestu Maðurinn sem gerir allt sjálfur Þúsundþjalasmiður „Þetta lítur kannski svolítið fáránlega út,“ segir Hartman sem gerir nánast allt sjálfur í myndinn Bandaríski leikstjórinn Jesse Hartman heimsfrum- sýnir sína nýjustu mynd, The House Of Satisfaction, á RIFF. Í kjölfarið heldur hann svo tónleika þar sem hann leikur meðal annars tónlistina úr myndinni. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 6 LesbókKVIKMYNDIR H inn ísraelski leikstjóri kvikmyndarinnar Eyes Wide Open, Haim Tabakman, er 34 ára gamall. Hann nam kvikmyndagerð við háskólann í Tel Aviv, þar sem hann býr og hlaut hlotið mikið lof fyrir tvær stuttmyndir, Free Loaders, sem var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2003, og The Poet’s Home, sem var einnig valin til sýninga í Cannes ári síðar. Eyes Wide Open er fyrsta kvikmynd Tabak- mans í fullri lengd en hún var eini fulltrúi ísra- elskrar kvikmyndagerðar sem valin var til sýn- inga á kvikmyndahátíðinni í Cannes í ár. Hún var einnig sýnd á hátíðinni í Toronto um liðna helgi og hefur víðast hvar fengið góða dóma. Efni kvikmyndarinnar hefur vakið mikla athygli, for- boðið ástarsamband tveggja karlmanna í sam- félagi strangtrúaðra gyðinga í Ísrael. „Sagan er sögn af vandvirkni og ríkri tilfinningu fyrir stað- setningunni, og með afar góðum leik,“ skrifaði Ma- nohla Dargis, gagnrýnandi The New York Times, og bætti við: „Þögul andstaða slátrarans gegn ástmanni sínum og siðferðislögregla samfélagsins eru mótuð á fallegan hátt, með fáum orð- um og sannfærandi tilfinn- ingum.“ Gagnrýnandi Variety sagði myndina spennu- þrungið tilfinningadrama. Tabakman hefur einnig starfað sem kvik- myndatökumaður og klippari, en hann klippti meðal annars kvikmynd David Volachs, My Fat- her, My Lord, sem vakti mikla athygli en hún ger- ist í samfélagi strangtrúaðra gyðinga. Slátrari og ástmaður hans Leikstjórinn Tabakman A uk þess að frumsýna mynd sína hér á landi ætlar Jesse Hartman að spila tónlist fyrir landsmenn. Tónleikarnir verða á Batteríinu fimmtudagskvöldið 24. september kl. 21, en þeir eru hluti af tónlist- arhátíðinni Réttir. „Ég ætla að spila tónlistina úr myndinni, þótt hún muni að vísu ekki hljóma nákvæm- lega eins og í myndinni,“ útskýrir Hartman. „Þannig að ég verð bara einn með kassagít- arinn og syng. Það eru hins vegar nokkrar hljómsveitir sem flytja tónlist í myndinni, þótt tónlistin sé öll eftir mig. Mér finnst hins vegar að mörgu leyti betra að flytja þau einn með gítarinn því þá virka textarnir betur, bæði eru þeir fyndnir og svo segja þeir ákveðna sögu. Þannig að þetta verður svolítið eins og uppistand,“ segir Hartman. „Ég held að það verði mjög gaman fyrir fólk að sjá myndina, og koma svo og heyra lögin úr henni. Þetta verður flottur pakki.“ Eins og uppistand Heldur tónleika á Batteríinu Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is E in af áhugaverðum kvikmyndum sem sýndar eru á kvikmyndahátíðinni í Reykjavík þessa dagana er Eyes Wide Open eftir ungan ísraelskan leikstjóra, Haim Tabakman. Þessi fyrsta kvikmynd Tabakmans í fullri lengd fjallar um harla við- kvæmt efni, efni sem er nánast tabú; samkyn- hneigð innan samfélags strangtrúaðra gyðinga. „Efnið er meira en tabú, samkynhneigð fyr- irfinnst einfaldlega ekki í lífssýn strangtrúaðra,“ segir Tabakman þegar hringt er í hann til Tel Aviv og hann spurður út í myndina. „Að þeirra dómi er samkynhneigð bara hugmynd, skáldskapur. Það er engin samkynhneigð innan strangtrúaða sam- félagsins, í kreddunum … Ef þú færð slíkar hugmyndir er sagt að illur ávöxtur hafi mengað þig. Það er árás á kjarna þinn sem mannveru, eitrun, ef þú segist vera samkyn- hneigður.“ Afstaða strangtrúaðra gagnvart kynlífi er að ekkert sé til sem heitir ánægja af slíku eða þrá, hvað það varðar, heldur er kynlíf eingöngu stundað til að geta börn. Það kemur ekki á óvart að sagan í Eyes Wide Open veki andmæli. Þetta er saga um fordæmda ást. Myndin gerist í Jerúsalem, í samfélagi strangtrúaðra hassídagyðinga. Aaron er vinsæll slátrari og er hamingjusamlega giftur konu sem nefnist Rivka, börnin eru fjögur. Hann auglýsir eftir aðstoðarmanni og þá birtist Ezri, námsmaður sem vantar vinnu en veit ekkert um starf slátr- arans. Ezri er fallegur og fínlegur og slátrarinn hrífst af honum; strangar reglur samfélagsins hætta að halda aftur af honum þegar hann verður ástfanginn af aðstoðarmanninum. Tabakman ítrekar að tragedía sögunnar, sem geti gerst hvar sem er, sé þessi staðreynd, að margir trúaðir álíti samkynhneigð ekki bara synd, heldur að hún fyrirfinnist hreinlega ekki. Efniviður kvikmyndarinnar þykir því eflaust óþægilegur víða í Ísrael þar sem eru stór samfélög strangtrúaðra. Hugsaði um tilfinningasambandið „Ég reyndi meðvitað að nálgast efni myndarinnar ekki sem eitthvað sérlega viðkvæmt eða erfitt,“ segir Tabakman. „Það kemur sumum á óvart að það var ekki erfitt að fjármagna myndina. Erlend- ir aðilar voru býsna áhugasamir og lögðu fram lungann af fénu. Framleiðandinn og handritshöf- undurinn voru búnir að vinna lengi að undirbún- ingnum áður en ég slóst í hópinn. Myndin var í fimm eða sex ár á teikniborðinu. Varðandi efni myndarinnar reyndi ég fyrst að hugsa um sambönd fólks almennt séð, út frá sam- mannlegum þáttum, og síðan fór ég að hugsa um ástarsambandið sem samkynhneigt – og að það myndaðist innan lokaðs strangtrúaðs samfélags. Ég einbeitti mér fyrst að aðalatriðum tilfinninga- sambandsins en hellti mér að því loknu út í rann- sókn á ytri aðstæðum mannanna, hvernig ég þyrfti að færa söguna inn í þetta tiltekna umhverfi.“ Tabakman segist ekki vera alinn upp í strang- trúuðu samfélagi en þekki ágætlega til innviða þeirra þar sem hann eigi vini með þann bakgrunn. „Hér eru margir mismunandi hópar strangtrú- aðra, sem fara eftir mismunandi kennisetningum þótt grunnurinn sé sá sami. Hugmyndafræðin get- ur verið býsna ólík. En það má segja að þessi sam- félög séu eins og menningarleg og félagsleg gettó, þau eru á jaðri ísraelsks samfélags. En svo eru staðir þar sem þau blandast hinu stærra sam- félagi. Strangtrúaðir vinna víða í fyrirtækjum Þar sem samkyn- hneigð er ekki til Ástfangnir slátrarar Aðstoðarmaðurinn Ezri fylgist grannt með handbragði slátrarans Aarons þar sem hann hlutar sundur kjúklinga. Í kvikmyndinni kviknar ást milli slátraranna, í samfélagi sem viðurkennir ekki samkynhneigð. Kvikmynd ísraelska leikstjórans Haim Tabakman, Eyes Wide Open, fjallar um forboðið ástarsamband karlmanna í samfélagi strangtrúaðra gyðinga. Haim Tabakman

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.