Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.2009, Blaðsíða 7
-
t-
í
arinn sjálfur, og klúbburinn í myndinni heitir Mo
Pitkin’s House of Satisfaction sem er klúbbur
Hartmans í alvörunni, en þaðan er titill mynd-
arinnar líka kominn.
„Ég leik aðalsöguhetjuna sem heitir Jesse eins
og ég þannig að hann er svolítið alter-egó. Ég er
hins vegar hvorki ömurlegur faðir né dópisti, þótt
ég sé vissulega tónlistarmaður,“ segir Hartman
og hlær, en auk þessa spilar hann sína eigin tón-
list í myndinni og notar gamalt myndefni úr sínu
eigin lífi, þar á meðal brot úr vinsælum viðtals-
þætti í bandarísku sjónvarpi sem hann fór eitt
sinn í.
Óhætt er að segja að Hartman sé allt í öllu í
The House Of Satisfaction því auk þess að leik-
stýra og leika aðalhlutverkið skrifaði hann hand-
ritið, framleiddi og samdi tónlistina.
Þetta lítur kannski svolítið fáránlega út. . Ég
hafði líka áhyggjur af því fyrirfram að menn
myndu halda að þessi mynd snerist ekki um neitt
nema sjálfan mig. Það kom mér því þægilega á
óvart að fólk sem hefur séð myndina er ekki á
þeirri skoðun. Staðreyndin er líka sú að upp-
haflega ætlaði ég ekki að leika aðalhlutverkið – ég
er ekki leikari og hef aldrei leikið í mynd áður.
Undanfarin ár hef ég leitað að rétta manninum í
hlutverkið en svo þegar á hólminn var komið
fannst mér skynsamlegast að leika þetta sjálfur.
Það var líka miklu auðveldara að leikstýra sjálf-
um mér en sumum hinna leikaranna. Þannig að
eftir á að hyggja er ég mjög sáttur við þessa
ákvörðun mína,“ segir Hartman að lokum.
ni.
Þetta lítur kannski svolítið
fáránlega út. Ég hafði líka
áhyggjur af því fyrirfram
að menn myndu halda að
þessi mynd snerist ekki um
neitt nema sjálfan mig.
The House Of Satisfaction verður sýnd í Há-
skólabíói 23. september kl. 22.40 og 24. sept-
ember kl. 20.40, en í kjölfar þeirrar sýningar
verða umræður um myndina sem Hartman mun
taka þátt í. Þá verður myndin sýnd í Hellubíói
hinn 25. september kl. 22.20.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 Lesbók 7BÓKMENNTIR
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
F
yrir rúmri viku varði Fern Nevjinsky
doktorsritgerð sem var lögð fram
samtímis við Háskóla íslands og Sor-
bonne-háskóla í París. Ritgerðin nefn-
ist Þrá og ástríða í leikverkum Jó-
hanns Sigurjónssonar. Hún er rituð á frönsku
en ítarlegt ágrip fylgir á íslensku.
Fern var um árabil dósent í sálfræði við há-
skólann í Rúðuborg og starfaði auk þess sem
sálgreinir. Á miðjum aldri hóf hún nám í nor-
rænum bókmenntum við Sorbonne og nýtir
hún sér þekkingu sína á sálgreiningu til að
nálgast leikrit Jóhanns á nýstárlegan hátt í
doktorsritgerðinni, sem hún hefur unnið að í
sex ár. Fyrstu tvö árin vann hún að ritgerðinni
í París, þá í eitt á Íslandi, þá aftur í eitt ár í
París en hefur síðan verið búsett hér. „Það er
ekki hægt að finna þau gögn sem ég þurfti að
nota í Frakklandi – og svo eru ekki margir þar
sem tala íslensku. Ég vildi búa hér,“ segir hún.
Þegar Fern las verk Jóhanns í fyrsta skipti
segir hún hafa blasað við sér hvað þráin og
ástríðan gegna mikilvægu hlutverki.
„Þráin er aðalþemað, ekki aðeins í leikrit-
inum heldur líka í ljóðum og bréfum. Ég vildi
skoða hvað býr að baki þessari þrá. Jafnvel í
fyrstu leikritunum, eins og Rung lækni og
Bóndanum á Hrauni, tjáir aðalpersónan þrá
sína mjög sterkt. En þegar eitthvað kemur í
veg fyrir að henni sé fullnægt breytist þráin og
verður ástríða.“
Ástríður segir að hún birtist í öllum leikrit-
unum, og ein tegund hennar er dauðaþráin.
„Í leikritum Jóhanns er hetjan venjulega vel
gefin og hún vill sífellt fá meira og meira,
ástríðan tekur yfir, það er allt eða ekkert.“
Nevjinsky segir að í öllum leikritum Jó-
hanns sé trektlaga form; persónum fækkar og
efni samræðna þrengist. Fjalla-Eyvindur er
dæmigerður hvað þetta varðar. „Í byrjun
verksins er fjöldi fólks í fallegum bæ en í loka-
þættinum eru Eyvindur og Halla einangruð og
allt hættulegt, bæði náttúran og mennirnir.“
Það er athyglisvert hvernig Fern nálgast
efnið því hún hefur unnið sem sálgreinir og
beitir hér slíkri skoðun á bókmenntapersónur.
„Ég vildi finna rauða þráðinn sem rennur
gegnum verkin. Þætti sem birtast í öllum leik-
ritunum.“ Hún sýnir ítarlegar töflur í dokt-
orsritgerðinni, þar sem eru tengingar á milli
verka út frá einkennum í persónusköpum og
nálgun. „Þetta eru allt persónur hér,“ hún
bendir, „og hér skoða ég formgerð leikritanna.
Ég vann að vissu leyti á sama hátt og ég gerði
sem sálgreinir,“ segir hún og brosir. Nema í
leikritum er fólkið skáldað.
„Það var spurt út í það í doktorsvörninni,“
segir hún og hlær. „Persóna í leikriti er ekki
pappír, við heyrum hvað hún segir og sál-
greinir rýnir einmitt í það sem sagt er. Þegar
maður les allt sem rithöfundur hefur skrifað er
það rétt eins og sálgreinir sem fer yfir allar
upplýsingar um fólkið sem hann vinnur með og
hvað það hefur sagt. Ég hef ákveðna hugmynd
um það hvað þráin skipti miklu fyrir Jóhann.
Því kom ég með tilgátu. Og eftir að hafa lesið
bréf og ljóð auk leikritanna fékk ég staðfest-
ingu á tilgátunni. Síðast, og það er ekki mjög
mikilvægt, er það hvað ég vissi um líf Jóhanns.
Það mikilvæga er það sem hann skrifaði. Sem
betur fer er mikið til af bréfum hans – en því
miður er ekki ennþá búið að gefa þau öll út.“
Dauðinn er sínálægur
Í doktorsritgerðinni beinir Fern Nevjinsky
sérstaklega sjónum að Galdra-Lofti og greinir
niður í kjölinn samband Lofts við aðrar per-
sónur leiksins og hvernig þessi tilfinninga-
sambönd tengjast þrá Lofts eftir þekkingu.
„Leikritið um Galdra-Loft gerist á svo stutt-
um tíma, aðeins tveimur dögum. Loftur er
ekki nema 21 árs gamall og glímir við erfið
fjölskylduvandamál. Móðir Lofts dó þegar
hann var ungur og faðir hans elskar hann að-
eins ef hann fullnægir kröfum hans.
Þarna birtast þættir sem eru í öllum leikrit-
unum, eins og vangaveltur um trúna. Jóhann
segir Guð vera til en í Galdra-Lofti og í Bónd-
anum á Hrauni má sjá að Guð er ekki góður,
hann yfirgefur menn og er ekki almáttugur.“
Dauðann segir hún sínálægan í verkunum.
„Þegar Jóhann var 19 ára skrifaði hann
bróður sínum um þennan draum. Hún les úr
bréfinu: „Ég var sjálfur djöfullinn og ég stóð
frammi fyrir augliti drottins. Þá blygðaðist ég
mín og ég iðraðist alls þess illa og ég grét svp
sárt, svo sárt. Ég skreið að fótum Guðs og bað
um fyrirgefningu en Guð hristi kaldlega að
mér hendina og sagði: vík frá mér … nú skildi
ég hvers vegna andskotinn er vondur, og ég
aumkvaði andskotann.“
Það sama er í síðasta þætti Galdra-Lofts.
Loftur segist vera sekur og jafnvel Guð geti
ekki fyrirgefið sér.“
Finnst Nevjinsky vera beint samband milli
persónulegra skrifa Jóhanns og verkanna?
Hún kinkar kolli. „Jóhann sagðist vilja
skrifa allt sem væri sárt og dapurt inn í leik-
ritin, til að geta verið glaður og brosað með
vinum sínum.“
Annað þema kallar Nevjinsky „Don Juan
þekkingarinnar“ en það er hugmynd eftir
Nietzsche, þegar fara þarf til undirheima til að
öðlast frekari þekkingu. Þetta má sjá í leikrit-
inum um Rung lækni og Loft; þema sem þekk-
ist úr Faust. „Annaðhvort fara menn til að
berjast við dauðann, eins og Rung, eða til að
vita meira og meira. Það er þekkingarþráin.
En það er alltaf refsing, og refsingin er dauð-
inn. Því Dauðinn hefnir sín þegar maður skor-
ar hann á hólm.“
Hún kemur aftur að þránni.
„Bæði í leikritunum og ljóðunum er þráin
aðalþemað, og líka hugsun um dauðann. Ég
held að Jóhann hafi óttast að hann myndi
deyja mjög ungur. Ég held hann hafi verið
með hjartasjúkdóm. Í ljóðunum skrifar Jó-
hann alltaf um æsku og dauða, en aldrei um ei-
lífð; hann sagði alltaf að æskan væri mjög stutt
og þráin uppspretta lífsins.
Tímabilið um 1910 var mjög erfitt fyrir
hann. Fjalla-Eyvindur var ekki tilbúinn og
hann var ekki orðinn þekktur höfundur, til-
finningalífið var erfitt og hann var fátækur.
Hann fullyrðir þá að þráin sé uppspretta lífs-
ins. En manneskjan er vanmáttug og getur
ekki fullnægt þrá sinni. Svo lífið er draumur og
þessi draumur er lygi. Það er aðeins til einn
veruleiki: dauðinn. Þráin sigrar aldrei.
Á þessum tíma skrifaði hann ljóðið Bikarinn
– hann var mjög ungur þegar hann skrifaði
„bak við mig bíður dauðinn“. Þessi lífsafstaða
Jóhanns mótar verk hans alla tíð.“
Þýðir leikrit Jóhanns á frönsku
Fern Nevjinsky segist vera að undirbúa þýð-
ingar á leikritum Jóhanns á frönsku.
„Ég vil svo gjarnan sjá verk hans sett á svið
í Frakklandi,“ segir hún. „En það þarf líka að
sýna leikrit Jóhanns hér, það er helst að
Fjalla-Eyvindur sé settur upp en það er alls
ekki nóg. Rung læknir ætti til dæmis að vera
einfaldur í uppsetningu, þar eru bara þrjár
persónur. Hins vegar væri erfitt að sviðsetja
Mörð Valgarðsson – en það leikrit er kjörið
fyrir kvikmynd eða sjónvarpsmynd, það þyrfti
ekki að breyta orði.“
Þegar þráin verður ástríða
Morgunblaðið/Einar Falur
Skáldið og sálgreinirinn „Hann var fallegur maður hann Jóhann Sigurjónsson,“ sagði Fran Nevjinsky.
Sálgreinirinn Fern Nevj-
insky hefur varið dokt-
orsritgerð um þrá og
ástríður í leikritum Jó-
hanns Sigurjónssonar.
Hún segir þrána vera
aðalþemað, ekki aðeins
í leikritum, heldur einnig
í ljóðum og bréfum.
Persóna í leikriti er
ekki pappír, við heyrum
hvað hún segir og sál-
greinir rýnir einmitt í
það sem sagt er.
þeirra sem eru ekki svo trúaðir og öfugt, það eru
engin landamæri.
Kvikmyndin segir ekki sögu úr einu tilteknu
trúarsamfélagi heldur koma ýmiskonar persónur
við sögu. Ég vildi sýna að innan þessara samfélaga
er líka fólk með tilfinningar, langanir og kenndir.“
Eyes Wide Open var nýlega tekin til sýninga í
Ísrael og fór í almenna sýningu í Frakklandi á
sama tíma.
„Hún hefur verið svolítið umdeild hérna í Ísr-
ael,“ segir Tabakman. „Það hefur verið forvitni-
legt að sjá hvað viðbrögðin hafa verið ólík í þessum
löndum. Myndin nýtur velgengni í Frakklandi, er
ekki umdeild eins og hér – en það kemur líklega
ekki á óvart …“ Þá var kvikmyndin sýnd á kvik-
myndahátíðinni í Toronto um liðna helgi og fékk
þar góða dóma.
Áhugi á ísraelskum kvikmyndum
Þegar Tabakman er spurður út í stöðuna í ísra-
elskri kvikmyndagerð segir hann að síðasta ár hafi
verið óvenjulega gott.
„Næstum 30 myndir voru framleiddar, sem er
langt yfir meðaltalinu. Andinn í faginu er góður og
þetta eru fínir tímar fyrir ísrealska kvikmyndagerð.“
En hefur almenningur áhuga á því sem landar
þeirra eru að sýna í kvikmyndunum?
„Ég held það sé fylgst nokkuð vel með því sem
við heimamenn erum að gera á þessu sviði. Sitt-
hvað gott hefur gerst í kvikmyndagerðinni hér á
síðustu árum og fólk kann að meta það, eins og
sést líka á síauknum áhuga erlendis frá.“
Sem dæmi nefnir hann að eftir að Eyes Wide
Open var valin til sýninga í Cannes og Toronto
hefur borist fjöldi boða um sýningar á öðrum kvik-
myndahátíðum.
„Ég hefði svo gjarnan viljað fylgja myndinni til
Reykjavíkur,“ segir Tabakman. „En ég er á kafi í
verkefnum hér heima og farinn að undirbúa nýja
mynd – við erum að taka fyrstu skrefin og það er
allt mjög leynilegt svo ég segi þér ekkert um hana!
En ég verð bara að fylgja nýju myndinni til
Reykjavíkur í staðinn, þegar hún verður tilbúin.“
Ég vildi sýna að innan
þessara samfélaga er líka
fólk með tilfinningar, lang-
anir og kenndir.
Kvikmyndin Eyes Wide Open verður sýnd í Há-
skólabíói 21. september klukkan 16.40, 22.sept-
ember klukkan 22.40 og 26. september klukkan
14.00. Þá verður hún sýnd í Hellubíói 24. sept-
ember klukkan 22.20.
J
óhann Sigurjónsson (1880-1919) var
leikritahöfundur og ljóðskáld. Hann
ólst upp á Laxamýri í Aðaldal, nam í
þrjú ár við Lærða skólann í Reykjavík og
hélt 19 ára gamall til Kaupmannahafnar
að læra dýralækningar. Jóhann hætti námi
árið 1902 til að helga sig bókmenntunum
og skrifaði á íslensku og dönsku.
Fyrsta leikrit Jóhanns nefnist Skugginn
og var hvorki gefið út né sviðsett. Rung
læknir kom út hjá Gyldendal árið 1905,
Bóndinn á Hrauni var sett á svið á Íslandi
árið 1908 en Jóhann sló síðan í gegn með
Fjalla-Eyvindi, sem var tekið til sýningar í
Danmörku árið 1912 og kvikmyndað árið
1917. Galdra-Loftur var frumsýndur árið
1915 og síðasta leikrit Jóhanns, Mörður
Valgarðsson, sem byggist á Njálssögu, var
tekið til sýningar í Kaupmannahöfn árið
1918.
Leikskáldið