Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.2009, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.2009, Qupperneq 8
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Þ essi uppgjörspistill fjallar að- allega um það sem vantaði, svo hægt verði að færa okk- ur það ef nokkur kostur er á eftir tvö ár. Eða þurfum við að bíða svo lengi? Gætu ekki vel verið forsendur fyrir ár- legri alþjóðlegri bókmenntahátíð í Reykjavík? Lítið ljóðabókafélag á borð við Nýhil heldur sína ljóðahátíð árlega, er eitthvað sem kemur í veg fyrir að stóra systir sé jafn dugleg? Tungumál voru nokkuð í umræðunni á hátíðinni. Sérstaklega enskan, en bæði Ngugi Wa Thiong’o og Luis López Nieves röktu hvernig það ágæta tungumál væri verkfæri kúgaranna í þeirra heimalönd- um. En þótt við Íslendingar séum laus við tungumálakúgun þá erum við samt sem áður fangar okkar eigin takmörkuðu tungumálakunnáttu, enda endist mann- eskjunni ekki ævin til þess að læra nema brot af tungumálum veraldarinnar. Lykill- inn að þessu vandamáli eru þýðingarnar en þær vantaði sárlega á þessari hátíð. Aðeins þrjár þýddar bækur komu út á meðan á hátíðinni stóð, auk þess sem ein til viðbótar hafði komið út um vorið, sam- bærilegar tölur fyrir árið 2007 voru ellefu nýþýddar bækur auk endurútgáfu á Van- sæmd J.M. Coetzees. Eitthvað virðist vanta upp á boðskiptin á milli forlaganna og hátíðarinnar þarna. Vissulega þarf að passa að láta forlögin ekki ráða of miklu, það gæti gert hátíðina of markaðsmiðaða, en þarna verður að finna milliveg. Það er nefnilega erfið til- finning að uppgötva fjöldann allan af úr- valshöfundum sem maður getur ekki lesið. Og sjaldan fá erlendir höfundar sambæri- lega athygli fjölmiðla og á bókmenntahá- tíð. Það vekur furðu um hver jól hversu litla athygli jafnvel lykilþýðingar úr heimsbókmenntunum fá í fjölmiðlum landsins, þarna er bókmenntahátíð dýr- mætt tæki sem ber að nýta. Það getur líka verið erfitt að missa af einhverju, sérstaklega þegar manni er sagt eftir á að þarna hafi átt sér stað sann- kölluð galdrastund, eins og reyndin var með spjall Sjóns við Junot Díaz. En er enginn að skrásetja hátíðina? Kannski var nóbelsverðlaunahöfundur framtíðarinnar að stíga sín fyrstu skref á hátíðinni, það þyrfti að vera skjalfest. Stór hluti lands- manna fær heldur enga alþjóðlega bók- menntahátíð heim að dyrum, en ber Bók- menntahátíð í Reykjavík ekki líka ákveðnar skyldur gagnvart landsbyggð- inni? Hugsanlega er hellingur af efni til í hirslum, en það er lítið gagn að því þar. En auðvitað má deila um eitt – eru þetta endilega bara vandamál bókmenntahátíð- ar? Mætti RÚV vera duglegra? Eða vef- varp þessa miðils, sem var með fjórar sjónvarpsfréttir um síðustu hátíð en enga núna? Auðvitað eru peningar alls staðar af skornum skammti, kannski er ágætt að halda bara í horfinu. En skilin sem urðu með hruninu kölluðu ekki bara á sparsemi heldur líka á nýja hugsun. Þá hugsun má oft finna í bókmenntum, en til þess þurfa þær að vera okkur aðgengilegar. Horfnar galdrastundir Bókmenntahátíð í Reykjavík, sem lauk um síðustu helgi, var um margt ágætlega heppn- uð og skemmtileg hátíð. Norræna húsið er alltaf notalegt og Iðnó eitt göldróttasta hús landsins – en um leið eitt það vannýttasta. En alltaf saknar maður þó einhvers. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 8 LesbókBÓKMENNTIR Morgunblaðið/Einar Falur Í svefnherbergisdyrunum Helgi Þorgils með hluta safnsins. Neðst til vinstri er teikning eftir Alan Johnston, þar fyrir ofan teikning eftir Milan Kunc og yfir henni mynd eftir Helmut Federle. Yfir dyrunum er málverk eftir Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur og Milan Kunc. Til hægri eru verk eftir Dieter Roth, efst, undir því eftir Nicola Vitale, og til hægri eftir Salvo, Gianpaolo Truffa, William Anthony, Peter Angerman og stóra málverkið er eftir Federico Herrero. É g las bók um sögu Rómar og þar var Júlíus Sesar hetja. Svo las ég aðra bók um sögu Rómar eftir annan sagnfræðing og þá var hann harðstjóri. Loks las ég þriðju bókina og þá var hann sitt lítið af hvoru. Þetta var mér stað- festing á því að mannkynssagan er bara ein grein skáldskaparins.“ Þetta segir Luis López Nieves okkur á hádegisfundi í Norræna húsinu, en hann hefur haldið áfram að skálda mannkynssöguna í bókum sínum. Hjarta Voltaire, sem kom út á ís- lensku í fyrra (og hann notar alltaf íslenska titilinn í samræðum okkar), var fyrst í því sem hann segir mér nú að verði á endanum þríleikur sagna sem allar verða skrifaðar í formi tölvupósta og taka á álita- málum í mannkynssögunni, en lúta þó lögmálum skáldskaparins. Þögn Galíleó er nýkomin út í Púertó Ríkó og þar fjallar hann um uppruna sjónaukans, sem ansi margir virtust finna upp nánast samtímis. Hann er ekki enn byrjaður á þriðju bókinni en er þó með hugmynd. „Ég er ekki viss – þetta er bara hug- mynd sem kannski gengur ekki upp þegar ég byrja að skrifa. En ég fékk sjokk þegar ég frétti af því að Bandarískur taugasérfræðingur hefði keypt typpi Napóleons fyrir fúlgu fjár og geymir það heima hjá sér.“ Það á enn eftir að koma í ljós hvort López Nieves skrifar þessa sögu og eins hvort hún verður kennd í grunnskólum líkt og Hjarta Voltaire. „Kennararnir segja að ef þeir láta nemendurna fá hefðbundnar skáldsögur vilji þeir ekki lesa, en þessi virkar, þetta eru tölvupóstar og það tengist því sem krakkarnir eru að gera alla daga.“ Sjálfur hefur hann hins vegar komið að kennslu á háskólastigi, en hann kom á fót ritlistarnámi á MA-stigi í Púertó Ríkó. „Þú kennir tækni, rétt eins og í blaðamennsku,“ segir höfund- urinn, sem hefur einmitt kennt blaðamennsku líka. „Þú getur ekki kennt blaðamanni að hugsa, að vera forvitinn, að hætta að vera vitlaus og naívur, rétt eins og í skriftum þá þurfa að vera hæfileikar til staðar. En það sem rithöfundur myndi læra sjálfur á tuttugu árum lærir hann á tveimur árum í MA- náminu. Þetta er samanþjappað. Og við kennum ekki bara hvað á að gera, heldur líka hvað ber að forðast. Hvernig ber að forðast klisjur og fyrirsjáan- leika,“ segir hann og tekur dæmi: „Maður gengur inní herbergi þar sem konan hans er með öðrum manni. Hann er vopnaður og það eru tveir mögu- leikar, hann skýtur þau eða skýtur þau ekki. En þá segi ég við nemendurna: Nei, finnið þriðja mögu- leikann.“ Kafka kvaddur López Nieves er ánægður með hátíðina, sérstaklega það að hér hefur hann nóg við að vera þegar hann er ekki sjálfur að lesa eða halda fyrirlestra, ólíkt sum- um hátíðum. Svo hafði ég mjög gaman af íslenska höfundinum og norska höfundinum [Steinari Braga og Johan Harstad] sem lásu upp sama kvöld og ég, þótt ég skyldi ekki orð,“ segir hann og hlær og við ræðum í lokin lítillega um bókmenntir eyþjóðanna okkar tveggja. „Ég hef alltaf verið mjög upptekinn af Íslandi, allt frá því ég las Sjálfstætt fólk fyrir 30 árum. Svo er ég nýbúinn að lesa Njálu og var mjög hrifinn.“ En í rómönsku Ameríku vofa skuggar yfir. Höfundar gullaldarinnar, sjöunda og áttunda ára- tugarins, þegar bókmenntir frá rómönsku Ameríku komust á kortið. López Nieves nefnir Gabriel Garcia Marquez, Julio Cortázar, Mario Vargas Llosa, Car- los Fuentes og Jose Luis Borges. „Þetta var kyn- slóðin sem kom okkur á kortið, frábærir höfundar. En þeir eru líka skrímsli, skuggi þeirra er svo stór, það vilja allir skrifa eins og Borges,“ segir López Nieves og hefur greinilega kveikt á því að Laxness sé mörgum íslenskum höfundum svipaður skuggi. „Sjálfur var ég lengi með Kafka á heilanum og ég hreinlega þurfti að kveðja Kafka og hef ekki lesið hann í tuttugu ár, áhrifin voru orðin of mikil.“ as- geirhi@mbl.is Sagan skálduð áfram Morgunblaðið/Kristinn Luis López Nieves „En þeir eru líka skrímsli, skuggi þeirra er svo stór, það vilja allir skrifa eins og Borges“. Sjálfur var ég með Kafka á heilanum og ég hreinlega þurfti að kveðja Kafka

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.