Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.2009, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 Lesbók 11
Á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16
mætast elstu minjar um búsetu í Reykjavík
og nýjasta margmiðlunartækni.
Úrval af fallegri gjafavöru í safnbúðinni.
Opið alla daga frá kl. 10-17.
www.minjasafnreykjavikur.is/www.reykjavik871.is
LISTASAFN ÍSLANDSÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Óþekkt augnablik
Greiningarsýning á ljósmyndum frá tímabilinu 1900-1960
úr Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni.
Leitað er aðstoðar safngesta við greiningu myndefnis.
Aðgangur ókeypis fyrir börn.
www.thjodminjasafn.is.
Söfnin í landinu
Sumarsýning á nýlegri íslenskri
hönnun úr safneign
Húsgagnageymsla safnsins
opin almenningi
Opið fim. til sun. kl. 13 - 17
Lyngási 7 • 210 Garðabær
sími 512 1526
www.honnunarsafn.is
Aðgangur ókeypis
LISTASAFN ASÍ
29. ágúst til 20. september
Valgerður Hauksdóttir
Áttir og áttleysur
Ný grafíkverk og ljósmyndir
ATH. Síðasta sýningarhelgi
Opið 13-17 alla daga nema mánud.
Aðgangur ókeypis
Freyjugötu 41, 101 Rvk
www.listasafnasi.is
28. ágúst - 1. nóvember
Lífróður
- Föðurland vort hálft er hafið
Sjávarútvegsmyndavika
21.-26. september
Sýningar Kvikmyndasafns Íslands í
Bæjarbíói í tengslum við Lífróður
Opið 11-17, fimmtudaga 11-21,
lokað þriðjudaga
www.hafnarborg.is
Aðgangur ókeypis
Leiðsögn sunnudag kl. 15
ANDANS KONUR
Gerður Helgadóttir
Nína Tryggvadóttir
París – Skálholt
Opið alla daga kl. 12-18
Aðgangur ókeypis
Hveragerði
FALINN FJÁRSJÓÐUR: GERSEMAR Í ÞJÓÐAREIGN?
10.7. - 18.10. 2009
Sýning á verkum úr söfnum ríkisbankanna þriggja
ásamt völdum kjarna úr verkum Listasafns Íslands.
SUNNUDAGSLEIÐSÖGN
Dagný Heiðdal listfræðingur með leiðsögn kl. 14.
HÁDEGISLEIÐSÖGN
þriðjudaga kl. 12.10 -12.40, föstudaga kl. 12.10-12.40
SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir
og gjafavara frá erlendum listasöfnum.
Allir velkomnir! ÓKEYPIS AÐGANGUR. www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Sýningar opnar alla daga:
Handritin - sýning á þjóðargersemum, saga þeirra og hlutverk.
ÍSLAND::KVIKMYNDIR, 100 íslenskar kvikmyndir til að horfa á.
Að spyrja Náttúruna - dýrasafn og aðrir munir í eigu Náttúrugripasafnsins.
Þjóðskjalasafn Íslands - 90 ár í Safnahúsi. Merk skjöl úr sögu þjóðarinnar.
Gögn frá valdatíma Jörundar hundadagakonungs fyrir 200 árum.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00 -17.00.
www.thjodmenning.is
Listasafn: Flökkuæðar - Loftfar
Opnaði 4. sept.
Inga Þórey Jóhannsdóttir
Bíósalur: Eggert Guðmundsson
- Verk í eigu bæjarbúa - Opnaði 4. sept.
Bátasafn: 100 bátalíkön,
Byggðasafn: Völlurinn
Opið virka daga 11.00 - 17.00,
helgar 13.00 - 17.00
Ókeypis aðgangur
reykjanesbaer.is/listasafn
VÍKINGAHEIMAR
Skipið Íslendingur og
sögusýning
- Söguleg skemmtun
VÍKINGABRAUT 1 - REYKJANESBÆ
Opið alla daga frá 11:00 til 18:00
Sími 422 2000
www.vikingaheimar.com
info@vikingaheimar.com
É
g er ekki tónlistargrúskari, ekki ein af
þeim sem grúska sérstaklega eftir
ferskri tónlist. Yfirleitt rekur nýja tón-
list á fjörur mínar fyrir þvílíka tilviljun, eða að
grúskaravinir mínir uppgötva einhverja snilld
og heimta álit. Ég er þess vegna þeim mun
þakklátari fyrir góða tónlist þegar ég finn
hana, því hún fer yfirleitt mjög flókna leið áður en hún berst mér til eyrna.
Sú tónlist sem er nú í hvað mestum metum síðan ég rakst á hana í sumar er
komin frá norskri stúlku að nafni Jenny Hval. Jenny þessi semur undir lista-
mannsnafninu Rockettothesky; skrítna, leyndardómsfulla og töfrandi tónlist sem er eiginlega engu
lík. Lagið „Grizzly Man“ étur sig inn í heilann og neitar að fara úr þessum hlýju heimkynnum, en
það er bara gott og blessað enda frábært lag.
Talandi um Grizzly.
Grizzly Bear á klárlega eina af plötum ársins. Veckatimest heitir gripurinn og kom út í maí. Ég var
aldrei neitt sérstaklega hrifin af sveitinni, fannst hún ekki skera sig úr fjöldanum. Það breyttist
hins vegar með breyttum hljómi og áherslum á Veckatimest. Platan er fyrst og fremst skemmtileg,
státar af grípandi lögum og einkennilegum melódíum sem gera plötuna áhugaverða alveg frá byrj-
un til enda.
Sú íslenska plata sem hefur síðan verulega gripið mig að undanförnu er platan Where Do We
Float From Here með raftónlistarmanninum Ruxpin. Jónas Þór Guðmundsson er hans rétta nafn og
er þetta hans sjöunda útgáfa. Tónlistin minnir á bestu parta Boards of Canada og Aphex Twin og er
í senn draumkennd og teknísk. Ruxpin hefur hingað til verið eitt best geymda leyndarmál íslensku
raftónlistarsenunnar en nú er vonandi að það breytist og hann fari að láta meira á sér bera – enda
vel að athyglinni kominn.
Hlustarinn | Hildur Maral Hamíðsdóttir
Grizzly Bear eiga
klárlega eina af
plötum ársins.
Höfundur er tónlistargagnrýnandi fyrir rjominn.is, starfsmaður hjá Skífunni og Gogoyoko og starfar
aukinheldur fyrir yfirstandandi RIFF-hátíð
LAUGARDAGUR | Barnafólk getur hafið helgina á því að skella sér
til Grindavíkur þar sem leikritið Horn á höfði verður sýnt kl. 14 í
dag, en það er Grindvíska atvinnuleikhúsið sem setur upp. Um er
að ræða leikrit eftir þá Berg Þór Ingólfsson og Guðmund Brynj-
ólfsson sem fjallar um tvo vini, Björn og Jórunni. Björn litli vaknar
einn morguninn með horn á höfðinu og fær í kjölfarið Jórunni til
að hjálpa sér að komast að ástæðunni, því hann langar ekki að
líta út eins og geit. Í leit sinni að sannleikanum renna þau inn í at-
burðarás á mörkum ævintýris og veruleika.
Eigi menn ekki börn eða vilji
einhverra hluta vegna ekki sækja
Grindavík heim er nóg um að vera
á höfuðborgarsvæðinu, fyrir unga sem aldna. Kl. 15 verður til
dæmis opnuð sýningin Heilbrigð æska, pönkið og Kópavog-
urinn 1978-1983 í Tónlistarsafni Íslands við Hábraut 2 í Kópa-
vogi. Tilgangur sýningarinnar er að varpa ljósi á pönkmenn-
inguna sem myndaðist í Kópavogi á árunum 1978-1983. Auk
þess verður farið yfir sögu
pönksins á Íslandi og verða mun-
ir frá tímabilinu til sýnis.
Fjölmargar leiksýningar verða
á fjölunum í kvöld, til dæmis
Söngvaseiður, Frida … viva la vida, Harry og Heimir og Húm-
animal.
Áhugamenn um rokktónlist geta svo lokið miklum menning-
ardegi með því að skella sér á tónleika hljómsveitarinnar Retrön
sem hefjast á Grand Rokk kl. 22.
SUNNUDAGUR | Áhugamenn
um knattspyrnu eru ekki lík-
legir til stórræðanna á morg-
un þegar tveir grannaslagir
af stærri gerðinni verða á dagskrá enska boltans. Annars
vegar er um að ræða leik Manchester United og Manchest-
er City og hins vegar baráttuna um Lundúnir – leik
Chelsea og Tottenham.
Þeir sem ekki hafa áhuga á boltasparki geta þó fundið
sér ýmislegt til dundurs, fjölskyldufólk getur til dæmis
farið á Kardemommubæinn í Þjóðleikhúsinu kl. 14 eða kl.
17, eða á Söngvaseið í Borgarleikhúsinu kl. 14.
Þá má ekki gleyma Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykja-
vík sem verður á dagskrá alla helgina, en upplýsingar um
hana má finna á riff.is þar sem allir ættu að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi. Góða helgi! jbk@mbl.is
HELGIN | Eitthvað fyrir alla, konur og karla
Bíó, bolti, leikhús og pönk