Morgunblaðið - 05.01.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.01.2009, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009 íþróttir Á ferðinni Íslandsmeistarinn í skvassi, Kim Magnús Nielsen, leikur með enska 1. deildarliðinu Heart. Grunnskólakennarinn flýgur utan tvisvar í mánuði til að spila deildarleiki 2 Íþróttir mbl.is Morgunblaðið/Ómar Gleði Nýárssundmót Íþróttasambands fatlaðra fyrir börn og unglinga fór fram í Laugardalslaug í gær. Mótið fór fyrst fram árið 1984 og hefur það fest sig í sessi sem einn af stórviðburðum ársins hjá ÍFÍ. Jón Margeir Sverrisson úr íþróttafélaginu Ösp hlaut Sjómannabikarinn fyrir besta afrekið. »7 TVÍSÝNT er með þátttöku Einars Hólm- geirssonar með íslenska landslið- inu í handbolta gegn Egypta- landi á morgun. Varð skyttan örvhenta fyrir meiðslum í nára í gær. Þetta stað- festi Guðmundur Þórður Guð- mundsson, landsliðsþjálfari Íslands, við Morgunblaðið í gær. „Einar meiddist í nára og óljóst á þessari stundu hversu alvarleg meiðslin eru og hve lengi hann verður frá. Það verður þó að teljast ólíklegt að hann spili gegn Egypta- landi. Þetta kemur þó allt í ljós. Sama hvað, þá á ég samt enga von á því að kalla í nýjan mann í landsliðs- hópinn í stað Einars,“ sagði Guð- mundur. Einar kom lítið við sögu í leiknum við B-lið Svíþjóðar í gær en skoraði þó eitt mark. Auk hans hefur Guð- mundur tvo aðra leikmenn í stöðu hægri skyttu í landsliðshópnum, þá Ásgeir Örn Hallgrímsson og Rúnar Kárason. thorkell@mbl.is Einar meiddist í Svíaleiknum Einar Hólmgeirsson Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson thorkell@mbl.is Nýlega var greint frá því að stjórn handknatt- leiksdeildar Stjörnunnar hefði tilkynnt leik- mönnum sínum að ekki yrði hægt að standa við launaliði gerðra samninga og félagið stæði ekki í vegi fyrir þeim leikmönnum sem vildu róa á önnur mið. Hefur staða handknattleiksdeildar Stjörn- unnar verið afar slæm í allan vetur. Fannar Þór er þó fyrsti leikmaðurinn í karlaliðinu sem heldur annað. Áður hafði þó meistaraflokkur kvenna þurft að sjá á eftir hinni austurrísku Birgit Engl og línumanninum Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur, sem reyndar er farin í atvinnumennsku til Dan- merkur. Ekki auðveld ákvörðun „Þó ég hafi verið að skipta aftur yfir í mitt gamla lið, þá get ég nú ekki sagt að þessi ákvörð- un hafi verið neitt sérstaklega auðveld,“ sagði Fannar Þór við Morgunblaðið í gær og blæs jafn- framt á þær sögusagnir að félagsskipti hans komi til vegna þess að Stjarnan getur ekki greitt leik- mönnum laun fyrir að leika fyrir félagið. „Nei, þetta snerist aldrei um nein laun, heldur fyrst og fremst metnað. Ég gekk til liðs við Stjörnuna á ákveðnum forsendum síðasta sumar og þá hafði félagið ákveðin markmið. Þau voru öll endurskoðuð núna og metnaður manna var mis- jafn. Ég var hins vegar ekki sáttur við það, vildi að allir stefndu jafnt hátt og þess vegna ákvað ég að skipta um lið,“ sagði Fannar Þór og greindi jafn- framt frá því að flest félögin í úrvalsdeildinni hefðu haft áhuga á að fá hann í sínar raðir. Hins vegar hafði gamla félagið, Valur, orðið ofan á að lokum. „Ég þekki allt út og inn á Hlíðarenda og leik- mannahópurinn ósköp svipaður og í fyrra þegar ég var í liðinu. Ég hlakka því bara til þess að tak- ast á við það verkefni að spila fyrir Val að nýju.“ Fannar Þór hefur náð samkomulagi um að leika með bikarmeisturum Vals út þessa leiktíð og verður formlega gengið frá félagsskiptum hans á næstu dögum. Ætti hann því að vera orðinn lög- legur með Val þegar félagið mætir Haukum í 12. umferð N1-deildar karla 22. janúar. Er Valur sem stendur í 2. sæti deildarinnar með 15 stig, einu stigi á eftir Fram. Haukar eru í 3. sæti með 14 stig í þessari jöfnu deild. Fannar kominn aftur í Val  Flest félögin í úrvalsdeildinni vildu fá hann í sínar raðir  Valdi sitt gamla félag eftir stutt stopp hjá Stjörnunni  Peningar skiptu engu máli að sögn Fannars FANNAR Þór Friðgeirsson handknattleiksmaður hefur snúið aftur heim til uppeldisfélags síns, Vals, eftir stutta dvöl hjá Stjörnunni í Garðabæ. Fannar gekk til liðs við Stjörnuna fyrir núverandi tímabil, hefur leikið 10 leiki fyrir félagið í N1-deildinni og er markahæstur Stjörnumanna með 50 mörk. „SENNILEGA verður farið að ræða við mig um nýjan samning um leið og ég kem út til Dan- merkur,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsmaður og leikmaður danska hand- knattleiksliðsins GOG. Hann á eitt ár eftir af samningi við félagið en forsvarsmenn GOG ætla sér stóra hluti undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara og hyggjast styrkja liðið verulega. Það eru spennandi tímar fram- undan. Engin ástæða að skipta um lið „Ég sé enga ástæðu til þess að skipta um lið nema að eitthvað af þeim stærstu í Evrópu hafi sam- band. Auðvitað stefni ég á að leika með einu þeirra. Ég á mörg ár eft- ir, get vonandi spilað í 10 ár til við- bótar, fram á 37 ára aldur eins og Ólafur Stefánsson,“ segir Snorri, en ítarlegt viðtal er við hann á miðopnu íþróttablaðsins. Þar segir Snorri m.a. að hann hafi látið sig dreyma um atvinnumennsku í handbolta frá því hann var barn. iben@mbl.is »4-5 Framlengir Snorri hjá GOG? Snorri Steinn Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.