Morgunblaðið - 05.01.2009, Blaðsíða 2
2 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009
EIÐUR Smári Guðjohnsen lagði
upp eitt marka Barcelona þegar lið-
ið sigraði Mallorca, 3:1, í spænsku
1. deildinni í knattspyrnu á Camp
Nou-vellinum í Barcelona á laug-
ardagskvöldið þar sem Diego Mara-
dona, landsliðsþjálfari Argentínu,
var á meðal áhorfenda.
Eiður Smári lék allan tímann á
miðjunni og átti fínan leik. Eiður
var mjög duglegur, var mikið í bolt-
anum og spilaði einfalt og hann
sýndi mikla óeigingirni þegar hann
lagði boltann fyrir fætur Andres
Iniesta á 75. mínútu þegar Iniesta
kom Börsungum í 2:1. Það var síð-
an Yaya Toure sem innsiglaði sigur
Barcelona á lokamínútunni en
Thierry Henry skoraði fyrsta mark
liðsins og jafnaði metin eftir að
gestirnir höfðu náð óvænt foryst-
unni.
Pep Guardiola, þjálfari Barce-
lona, var ánægður með sigur sinna
manna en Lionel Messi var fjarri
góðu gamni vegna lítilsháttar
meiðsla.
,,Það er ekki auðvelt að spila á
móti ellefu varnarmönnum en mín-
ir menn sýndu mikla þolinmæði og
brugðust vel við eftir að hafa lent
undir snemma leiks. Liðið er í frá-
bæru formi en þrátt fyrir að staða
okkar í deildinni sé góð er ekkert í
hendi ennþá,“ sagði Guardiola en
eins og Börsungar spila um þessar
mundir er erfitt að ímynda sér ann-
að en að liðið hrifsi titilinn úr hönd-
um Real Madrid og fari langt í
Meistaradeildinni en Barcelona
mætir Lyon í 16 liða úrslitunum í
næsta mánuði.
Barcelona verður í eldlínunni
annað kvöld en þá sækir það Atle-
tico Madrid heim í fyrri leik liðanna
í átta liða úrslitum spænsku bik-
arkeppninnar. gummih@mbl.is
Eiður lagði
upp eitt mark
ÞJÓÐVERJAR lögðu Grikki í tveim-
ur vináttulandsleikjum í Þýskalandi
um helgina en Þjóðverjar eru að
undirbúa sig fyrir að verja heims-
meistaratitilinn á HM sem hefst í
Króatíu síðar í mánuðinum.
Þjóðverjar höfðu betur í fyrri
leiknum, 31.28, og í gær gerðu
Þjóðverjar betur þegar þeir fögn-
uðu sigri, 27:22. Pascal Hens lék
sinn fyrsta leik með þýska liðinu í
gær eftir meiðslin sem hann hlaut í
leik gegn Íslendingum á Ólympíu-
leikunum í sumar. Hens skoraði 3
mörk en Sprenger var markahæst-
ur Þjóðverjanna með 6 mörk og
Dominik Klein skoraði 4 mörk en
hann var markahæstur í fyrri leikn-
um með 6 mörk. gummih@mbl.is
Endurkoma
hjá Hens
STÓRLEIKUR 4. umferðar í ensku
bikarkeppninni verður án efa við-
ureign grannliðanna Liverpool og
Everton en dregið var til fjórðu um-
ferðarinnar í gær. Liðin mætast í
úrvalsdeildinni á Anfield hinn 19.
þessa mánaðar og nokkrum dögum
síðar mætast þau aftur á sama stað.
Á Old Trafford verður annar
stórleikur þegar Englandsmeist-
arar Manchester United taka á móti
Tottenham.
Arsenal sækir Cardiff heim en 1.
deildar liðið komst óvænt í úrslit í
fyrra þar sem það tapaði fyrir
Portsmouth.
Portsmouth mætir Histon eða
Swansea takist liðinu að vinna Bri-
stol City og Chelsea tekur á móti
Ipswich að því gefnu að liðið vinni
Southend í endurteknum leik.
Sjá dráttinn í heild á bls. 6.
Liverpool
gegn Everton
Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson
thorkell@mbl.is
„Það er nú reyndar þannig já, að ef
ég mæti ekki í leiki þá töpum við yf-
irleitt. Það er samt í sjálfu sér ekki
óeðlilegt því ég keppi í fyrsta flokki
og ef ég mæti ekki í leiki þarf sá sem
er í öðrum flokki að spila í mínum
flokki og allir að spila einum flokki
upp fyrir sig,“ sagði Kim, en flokk-
arnir eru fimm.
„Yfirleitt er leikið á fimmtudögum
og þá flýg ég bara út í þessa leiki.
Þar sem ég bý og vinn á Íslandi get
ég samt ekkert verið að fara í alla
leiki. Þannig að ég vel úr leiki. Leik-
ina sem ég spila vinnum við gjarnan
kannski 3:2 meðan algeng úrslit eru
5:0 þegar ég er ekki til staðar.
Þetta kom eiginlega upp í sumar
að mér bauðst að spila með þessu fé-
lagi. Þá lék ég á sumarmóti í Eng-
landi vegna sambanda við vin minn
þarna úti. Ég þurfti að sanna mig á
þessu móti en í kjölfarið bauðst mér
að gera samkomulag við Heart.“
Skilningsríkir
skólastjórnendur
Kim Magnús vinnur sem kennari í
Réttarholtsskóla og hafa skóla-
stjórnendur verið mjög hjálplegir á
allan hátt svo Kim geti spilað með
Heart.
„Ég er afar þakklátur fyrir þann
skilning, ekki síst í ljósi þess að ég
byrjaði bara að kenna þarna í haust.
Þegar ég fer út að spila fer ég samt
jafnan út á fimmtudagsmorgni og
kem aftur á föstudegi, þannig ég er
nú ekki lengi frá í einu. Nemendur
mínir eru farnir að sýna skvassinu
áhuga og fæ ósjaldan spurningar um
hvernig mér gekk og spurt er um úr-
slit í næstu tímum eftir leiki með
Heart.“
Kim segir þó enga af nemendum
sínum æfa skvass en hann fái þó
mikið af spurningum frá þeim um
íþróttina. „Við erum svo að plana
einhvern dag á næstu mánuðum þar
sem hægt er að kynna íþróttina fyrir
krökkunum. Ég þjálfa hjá Skvass-
félagi Reykjavíkur. Þar og hjá öllum
þeim félögum sem iðka þetta sport
viljum við alltaf auka vegsemd
íþróttarinnar og fá fleiri iðkendur.“
Með mikið efni í höndunum
Kim varð Íslandsmeistari 12 ár í
röð frá árinu 1993 til ársins 2004. Þá
tók hann sér þriggja ára hlé og var
það þá Róbert Fannar Halldórsson
sem var Íslandsmeistari árin þrjú,
eða þar til Kim tók spaðann fram að
nýju og vann sinn þrettánda Íslands-
meistaratitil í fyrra, 2008.
Kim þjálfar líka iðkendur í skvassi
á öllum aldri. Þar á meðal er Þor-
björn Jónsson sem er, að mati Kims,
einn sá allra efnilegasti í bransanum.
„Hann er gríðarlegt efni og ég held
að það líði ekki á löngu þar til ég
tapa fyrir honum. Ég held að það
gæti allt eins gerst á þessu ári. Ætli
ég verði ekki að geyma eins og alla-
vega eitt tromp uppi í erminni svo
hann hafi mig ekki alveg strax. Það
styttist samt í það. Ég er líka orðinn
38 ára og hann alveg 20 árum yngri
en ég.“
Hvergi hættur
Þrátt fyrir að eiga aðeins tæp tvö
ár í fertugt er Kim hvergi hættur.
„Ég hætti um tíma, meðan við hjón-
in vorum í barneignum og svona.
Fyrir um tíu árum var ég hálf-
atvinnumaður og var að fljúga út.
Þannig fyrst þetta bauðst núna og
ég er kominn í þetta aftur á fullu og
nálægt því að komast í ensku úrvals-
deildina. Skvassið er mjög virt íþrótt
í Englandi og landið eiginlega vagga
íþróttarinnar. Sem dæmi um það eru
um 9 þúsund skvasssalir í landinu og
andstæðingar mínir í úrvalsdeildinni
ef við í Heart komumst þangað, yrðu
engir aukvisar,“ sagði Íslandsmeist-
arinn og atvinnumaðurinn í skvassi,
Kim Magnús Nielsen.
Morgunblaðið/Ómar
Á ferð og flugi Grunnskólakennarinn Kim Magnús Nielsen hefur leikið með enska liðinu Heart í deildakeppninni þar í landi í vetur.
Stefnir á úrvalsdeild
Íslandsmeistarinn í skvassi, Kim Magnús Nielsen, leikur með enska 1. deildar
liðinu Heart Flýgur utan tvisvar í mánuði til að spila leiki með félaginu
EINN allra fremsti skvassmaður Ís-
lands, Kim Magnús Nielsen, hefur frá
því í haust leikið með enska félaginu
Heart, þrátt fyrir að búa og vinna á
Íslandi. Heart er nýliði í næstefstu
deild Englands í skvassi, en er þó í
efsta sæti deildarinnar sem stendur
og stefnir á úrvalsdeildina. Kim
Magnús gæti þó haft úrslitaáhrif um
það, því Heart vinnur nær alltaf þeg-
ar Kim leikur með liðinu en tapar
þegar hann kemst ekki í leiki. Morg-
unblaðið spjallaði við Kim Magnús.
Í HNOTSKURN
»Kim Magnús Nielsen hefur13 sinnum orðið Íslands-
meistari í skvassi. Nú síðast
2008.
»Hann leikur með félaginuHeart í næstefstu deild
Englands, 1. deild, og er Heart
í efsta sæti deildarinnar sem
stendur.
»Samhliða atvinnumennskukennir Kim í Réttarholts-
skóla og þjálfar iðkendur hjá
Skvassfélagi Reykjavíkur.
MAGNÚS Ingi Helgason stóð uppi sem sigurvegari í einliðaleik karla á
fimmta meistaramóti TBR af tíu í badminton, sem fram fór um helgina.
Bar Magnús Ingi sigurorð af Helga Jóhannessyni í tveimur lotum, 21:15 og
22:20, en Helgi var nýlega útnefndur badmintonmaður ársins 2008. Þeir fé-
lagar, Magnús Ingi og Helgi sameinuðu svo krafta sína og unnu Njörð Lud-
vigsson og Ástvald Hreiðarsson í úrslitum í tvíliðaleik karla 2:1.
Í einliðaleik kvenna var það systir Magnúsar, Tinna Helgadóttir sem var
hlutskörpust og lagði hún Halldóru Jóhannsdóttur að velli, 21:16 og 21:11.
Tinnu tókst hins vegar ekki að vinna úrslitaleikinn í tvíðaliðaleik, þar sem
hún keppti með Hönnu Maríu Guðbjartsdóttur. Töpuðu þær stöllur í úrslit-
um fyrir Elsu Nielsen og Vigdísi Ásgeirsdóttur.
Systkinin Magnús Ingi og Tinna voru hins vegar fremst meðal jafningja í
tvenndarleik og unnu þar Atla Jóhannesson og Snjólaugu Jóhannesdóttur í
úrslitum. thorkell@mbl.is
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Góður Magnús Ingi Helgason vann
þrefalt um helgina á fimmta meist-
aramóti tímabilsins.
Systkinin Magnús Ingi og
Tinna Helgabörn sigursæl
Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl. is , Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is
Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.