Morgunblaðið - 05.01.2009, Blaðsíða 3
Íþróttir 3
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009
GUÐJÓN Þórðarson sá strákana sína í Crewe
gera 2:2 jafntefli á útivelli gegn Millwall í 3.
umferð ensku bikarkeppninnar á laugardaginn
en Guðjón var að stýra liðinu í fyrsta skipti eft-
ir að hann var ráðinn knattspyrnustjóri þess
um jólin. Liðin verða því að mætast aftur á
Gresty Road, heimavelli Crewe, á þriðjudag-
inn í næstu viku.
Dennis Lawrence kom lærisveinum Guðjóns
yfir með skallamarki á 12 mínútu en Millwall,
sem er í þriðja sæti í 2. deildinni á meðan
Crewe situr á botninum, komst yfir með
tveimur mörkum á síðustu fimm mínútunum í
fyrri hálfleik.
Danny Shelley jafnaði fyrir Crewe eftir
klukktíma leik og þar við
sat. Guðjón var ánægður
með baráttuandann í sínu
liði. ,,Ég var ánægður með
hvernig leikmenn mínir
komu til baka í seinni hálf-
leik. Þetta voru góð úrslit
og leikmenn sýndu mikinn
baráttuanda eftir að hafa
fengið á sig tvö mörk undir
lok hálfleiksins. Markvörð-
urinn hefði getað gert betur. Hann gerði mis-
tök en þú verður að komast yfir þau og það
gerði hann,“ sagði eftir leikinn.
gummih@mbl.is
Guðjón ánægður með fyrsta leikinn
Guðjón Þórðarson
MANCHESTER United komst auðveldlega
áfram í ensku bikarkeppninni í gær þegar
liðið sigraði 1. deildar lið Southampton,
3:0, á St. Marys-vellinum í Southampton og
mætir því Tottenham á heimavelli í fjórðu
umferð keppninnar.
Hinn ungi Danny Welbeck skoraði fyrsta
markið á 20. mínútu en stundarfjórðungi
síðar var leikmanni Southampton vikið af
velli fyrir brot á Nemanja Vidic. Nani
bætti við öðru marki fyrir Englandsmeist-
arana á 48. mínútu þegar United fékk víta-
spyrnu á silfurfati frá Mike Riley dómara
og Darron Gibson innsiglaði sigurinn með
þriðja markinu 10 mínútum fyrir leikslok
en sigur liðsins hefði
hæglega geta orðið
stærri.
Cristiano Ronaldo var
hvíldur og Wayne Rooney
lék aðeins í rúmar 20
mínútur en United tekur
á móti Chelsea í ensku
úrvalsdeildinni um næstu
helgi en áður en til þess
leiks kemur sækir Man-
chester-liðið Derby heim á miðvikudag í
fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum
ensku deildabikarkeppninnar.
gummih@mbl.is
Auðvelt hjá United á St. Marys
Danny Welbeck
Nottingham Forest, sem er á með-
al neðstu liða í ensku 1. deildinni
og skipti á dögunum um stjóra í
brúnni, gerði sér lítið fyrir og lagði
Manchester City á borgarvellinum
í Manchester, 3:0. ,,Ég var auðvit-
að hundóánægður með frammi-
stöðu liðsins en það virtist vera að
leikmenn Nottingham Forest væru
tilbúnari í leikinn, þeir voru hungr-
aðri og höfðu meiri baráttuvilja og
því fór sem fór,“ sagði Mark Hug-
hes, knattspyrnustjóri Manchester
City, eftir leikinn. Staða hans
versnaði fyrir vikið en hún þótti
ekki góð því Manchester-liðið er í
13. sæti úrvalsdeildarinnar. Engan
bilbug er þó að finna á Hughes
enda þekktur baráttumaður; ,,Ég
tel mig vera rétta manninn í þetta
starf. Ég þarf að fá tíma til að
byggja upp gott lið,“ sagði Hug-
hes.
15 færi en aðeins eitt mark
Það reiknuðu flestir með stór-
sigri Chelsea gegn smáliði Sout-
hend þegar liðin öttu kappi á
Stamford Bridge en annað kom á
daginn. Liðin skildu jöfn, 1:1, og
jafnaði Peter Clark metin á loka-
mínútu leiksins.Salomon Kalou
hafði komið Chelsea yfir á 31. mín-
útu.
,,Mistökin hjá okkur voru að ná
ekki að skora annað markið en ég
skil ekki hvernig menn fóru að því
að skora ekki fleiri mörk. Við feng-
um 15 góð marktækifæri en nýtt-
um bara eitt þeirra og var refsað
fyrir það. Lið mitt lék vel úti á
vellinum en síðan fór allt í vaskinn
þegar upp að markinu kom,“ sagði
Luiz Scolari, knattspyrnustjóri
Chelsea.
Torres mættur á skotskónum
Albert Riera og Fernando Tor-
res tryggðu Liverpool 2:0 útisigur
á Preston þar sem Steven Gerrard
lék allan tímann fyrir Liverpool og
Torres lék síðasta stundarfjórð-
unginn eftir að hafa verið frá
keppni síðan í byrjun nóvember.
Sammy Lee aðstoðarstjóri Liver-
pool hrósaði Gerrard í hástert eftir
leikinn en fyrirliðinn hefur átt erf-
itt uppdráttar síðustu dagana eftir
uppákomu á krá í Southport þar
sem til átaka kom og Gerrard var í
kjölfarið birt ákæra fyrir líkams-
árás. ,,Hann er frábær knatt-
spyrnumaður. Hann hefur gengið í
gegnum mótbyr síðustu dagana en
hann sýndi mikla fagmennsku.
Hann er frábær sendiherra fyrir
félagið og við munum styðja hann,“
sagði Lee.
Van Persie fyrirliði setti tvö
Arsenal gerði út um leikinn gegn
1. deildarliði Plymouth í seinni
hálfleik en eftir markalausan fyrri
hálfleik skoraði Robin Van Persie
tvö mörk auk þess sem gestirnir
skoruðu sitt hvort markið og loka-
tölurnar, 3:1. Van Persie var með
fyrirliðabandið í stað Manuels
Almunina og hélt upp á það með
því að skora tvö mörk en Arsenal
réði lögum og lofum í leiknum.
,,Ég verð að hrósa mínu liði því
það tók leikinn alvarlega en
Plymouth-liðið lék vel og það er
greinilegt að munurinn á milli liða
úr úrvalsdeild og 1. deildarinnar er
að minnka,“ sagði Arsene Wenger
knattspyrnustjóri Arsenal eftir
leikinn. gummih@mbl.is
City-menn niðurlægðir
Ríkasta lið heims lá fyrir Forest Southend náði jöfnu á Stamford Bridge
Reuters
Fögnuður Robert Earnshaw, framherji Nottingham Forest, fagnar marki sínu gegn Manchester City.
Í HNOTSKURN
»Hartlepool var fyrsta liðiðtil að koma á óvart í bik-
arnum en liðið sem leikur í 2.
deildinni lagði úrvalsdeild-
arlið Stoke, 2:0.
»Utandeildarliðið BlythSpartans tekur á móti
Blackburn í 3. umferð bik-
arkeppninnar í kvöld.
EINS og jafnan þegar úrvalsdeild-
arliðin hefja keppni í bikarkeppninni
verða óvænt úrslit og engin breyting
varð á því. Manchester City, ríkasta
félag heims, steinlá á heimavelli fyrir
Nottingham Forest, 3:0, Southend,
sem leikur í 2. deild, náði 1:1 jafntefli
gegn Chelsea, og það á Stamford
Bridge, og Hartlepool, sem leikur í 2.
deild, sló út Stoke með 2:0 sigri. Fjör
var á mörgum völlum í elstu bik-
arkeppni veraldar og spennan mikil í
mörgum leikjum.
Eggert Gunn-þór Jóns-
son lék allan tím-
ann í vörn Hearts
sem gerði marka-
laust jafntefli á
heimavelli gegn
grönnum sínum í
Hibernian en lið-
in áttust við í Ed-
inborgarslag í skosku úrvalsdeild-
inni.
Wayne Bridge skrifaði umhelgina undir fjögurra og
hálfs árs samning við Manchester
City eftir að Chelsea og Manchester
City höfðu náð samkomulagi um
kaupverð sem er talið vera 10 millj-
ónir punda.
Leon Osman skaut Everton áframí fjórðu umferð ensku bik-
arkeppninnar en miðjumaðurinn
knái skoraði eina markið þegar
Everton lagði Macclesfield á útivelli.
Undir lokin munaði minnstu að
heimamönnum tækist að jafna metin
en Tim Howard, markvörður Ever-
ton, kom sínum mönnum til bjargar.
Andy Johnsonvar hetja
Fulham en fram-
herjinn skoraði
bæði mörkin í 2:1
sigri liðsins á
Sheffield Wed-
nesday og sig-
urmarkið tveimur
mínútum fyrir
leikslok.
Afonso Alves skoraði bæði mörkMiddlesbrough í 2:1 sigri liðsins
á utandeildarliðinu Barrows. ,,Ég
vissi vel að þetta yrði ekki auðveldur
leikur. Við hefðum getað unnið með
fimm til sex marka mun en leikurinn
hefði líka getað endað 2:2,“ sagði
Gareth Southgate, stjóri Middles-
brough.
Stuart Down-ing, kant-
maðurinn skæði
hjá Middles-
brough, mun að
öllum líkindum
fara fram á að
verða sölulista hjá
félaginu í dag.
Downing, sem hefur leikið 21 leik
með enska landsliðinu, er sagður
ósáttur í herbúðum liðsins og vill
reyna fyrir sér á öðrum vígstöðvum
en Tottenham hefur sýnt mikinn
áhuga á að fá hann í sínar raðir.
James Milner hélt upp á 23 afmælisitt í gær með því að tryggja
Aston Villa sigur gegn 3. deildar lið-
inu Gillingham í 3. umferð ensku bik-
arkeppninnar. Milner skoraði bæði
mörk Aston Villa og sigurmarkið úr
umdeildri vítaspyrnu stundarfjórð-
ungi fyrir leikslok. 3. deildar liðið
stóð svo sannarlega uppi í hárinu á
úrvalsdeildarliðinu sem mátti hafa
sig allan við að innbyrða sigur.
Fólk sport@mbl.is
Grétar Rafn Steinsson lék allan tímann með Bolt-
on sem tapaði fyrir Sunderland, 2:1. Kenwyne
Jones og Djibril Cisse komu Sunderland í 2:0 og
kom síðara markið eftir aukaspyrnu sem dæmd
var á Grétar Rafn sem í kjölfarið fékk gula spjald-
ið. Ebi Smolarek minnkaði muninn fyrir Bolton 11
mínútum fyrir leikslok.
Hermann Hreiðarsson sat sem fastast á
varamannabekknum hjá
Portsmouth en bikarmeist-
ararnir hófu titilvörnina með því
að gera markalaust jafntefli á
heimavelli gegn 1. deildar liði
Bristol City.
Enginn Íslendingaslagur
var á Loftus Road í Lundúnum
þar sem QPR og Burnley gerðu
markalaust jafntefli. Heiðar
Helguson var ekki í leikmannahópi QPR en Jó-
hannes Karl Guðjónsson lék allan tímann á miðj-
unni og þótti standa vel fyrir sínu en liðin verða að
mætast aftur á Turf Moor, heimavelli Burnley.
Gylfi Þór Sigurðsson var eini Íslendingurinn
sem kom við sögu hjá Reading þegar liðið tapaði
fyrir Cardiff, 2:0. Steve Coppell, knattspyrnu-
stjóri Reading, ákvað að hvíla þá Brynjar Björn
Gunnarsson og Ívar Ingimarsson en Gylfi Þór var
í leikmannahópnum og lék 11 síðustu mínúturnar.
Aron Einar Gunnarsson var að vanda í liði Cov-
entry og lék allan tímann þegar liðið vann ut-
andeildarliðið Kidderminster, 2:0.
West Ham, sem enn er í eigu Björgólfs Guð-
mundssonar, komst auðveldlega áfram eftir 3:0
sigur á Barnsley á Upton Park. Hetia Ilunga,
Mark Noble og Carlton Cole gerðu mörkin fyrir
heimamann. gummih@mbl.is
Misjafnt gengi Íslendingaliðanna
Ívar og Brynjar Björn hvíldir hjá Reading Hermann enn á bekknum
ÞAÐ gekk upp og ofan hjá Íslendingaliðunum í 3.
umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu sem
leikin var um helgina. Tvö þeirra féllu úr leik, Read-
ing beið lægri hlut fyrir Cardiff í Wales og Bolton lá
á Leikvangi ljóssins fyrir Sunderland.
Aron Einar
Gunnarsson