Morgunblaðið - 05.01.2009, Blaðsíða 4
4 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009
FORRÁÐAMENN úrvalsdeildarliðs Þórs frá Ak-
ureyri hafa samið við leikmanninn Konrad Tota og
mun hann leika með liðinu út leiktíðina. Tota er
frá Kanada en hann er einnig með pólskt rík-
isfang. Hann er 28 ára og rétt um 2 metrar á hæð
og leikur í stöðu framherja. Tota hefur komið víða
við á ferlinum en hann lék í Slóveníu fyrri hluta
vetrar með Bratislava og skoraði þar um 10 stig
að meðaltali í leik.
Margir af lykilmönnum Þórs hafa glímt við
meiðsli í vetur og er Tota ætlað að styrkja liðið í
baráttunni undir körfunni.
Bandaríski leikstjórnandi liðsins, Cedric Isom,
handarbrotnaði í síðasta leik liðsins fyrir jól. Ekki
er vitað hve lengi hann verður frá vegna þeirra
meiðsla en á heimasíðu félagsins er greint frá því
að Isom sé á leið til landsins frá
Bandaríkjunum eftir stutt jóla-
leyfi.
Fyrsti leikur Þórs á nýju ári
verður gegn Íslandsmeistaraliði
Keflavíkur á Akureyri. Þórsarar
eru sem stendur í 9. sæti Ice-
land Express-deildarinnar með
8 stig að loknum 11 umferðum.
Átta efstu liðin komast í úr-
slitakeppnina í vor en ÍR og
Breiðablik eru í næstu sætum
þar fyrir ofan með 10 stig. Keflavík er í 3. sæti
með 14 stig, Grindavík er í öðru sæti með 20 stig
en KR er á toppnum með fullt hús stiga, 22, eftir
11 umferðir. seth@mbl.is
Konrad Tota samdi við Þór frá Akureyri
Cedric
Isom
ÓLAFUR Stefánsson, nýkrýndur íþróttmaður árs-
ins, verður í eldlínunni með heimsúrvali á mið-
vikudagskvöldið. Ólafur verður þar í góðum hópi
sem mætir heimsmeisturum Þjóðverja í leik sem
háður verður í Stuttgart en Þjóðverjar eru að und-
irbúa sig fyrir þátttöku í heimsmeistaramótinu
sem haldið verður í Króatíu síðar í mánuðinum.
Eins og kunnugt er komst Ísland ekki í úrslita-
keppni HM þar sem liðið komst ekki í gegnum um-
spilið gegn Makedóníu sl. sumar.
Gamlar kempur
Gamlar kempur eru í heimsúrvalinu sem Mark-
us Baur hefur valið en hann mun jafnframt leika
með liðinu og þá eru í því fyrrum stjörnur þýska
landsliðsins eins og Stefan Kretzschmar, sem var
Ólafur í heimsúrvali
Nancy, lið Veig-ars Páls
Gunnarssonar beið
lægri hlut fyrir
fjórðu deildar lið-
inu Romorantin í
frönsku bik-
arkeppninni í
knattspyrnu um
helgina. Tapaði Nancy í víta-
spyrnukeppni, 4:2, eftir framlengdan
leik. Veigar Páll sem nýlega fékk út-
hlutað treyju númer 9 hjá félaginu, er
í fríi í Bandaríkjunum og lék því ekki
með Nancy um helgina.
Skautafélag Akureyrar (SA) ogBjörninn áttu að mætast í tveim-
ur leikjum í Íslandsmóti kvenna í
meistaraflokki um helgina. Það fór þó
svo að fyrri leik liðanna var frestað,
en þann síðari vann SA með þriggja
marka mun, 6:3.
Forráðamenn spænska knatt-spyrnuliðsins Real Madrid eru
ekki á eitt sáttir með þær reglur
UEFA að félagið megi ekki skrá bæði
Klaas-Jan Huntelaar og Lassana
Diara til keppni í meistaradeild Evr-
ópu. Reglur kveða á um að aðeins nýr
leikmaður sem áður hefur leikið í
Evrópukeppni á leiktíðinni geti verið
löglegur.
Real Madrid virðist því þurfa aðgera upp á milli Huntelaar sem
nýlega gekk til liðs við félagið frá
Ajax og Diarra sem kom frá
Portsmouth, hvor þeirra nýtist betur
í meistaradeildinni. Real Madrid
dróst gegn Liverpool í 16 liða úrslit-
um keppninnar.
Maria Rieschfrá Þýska-
landi hrósaði sigri
í svigi á heimsbik-
armóti í Zagreb í
Króatíu í gær.
Þetta var þriðji
heimsbikarsigur
Riesch í röð og er
hún efst að stigum
í samanlögðum
greinum. Nicole Gius frá Ítalíu varð
önnur í dag og Sarka Zahrobska frá
Tékklandi varð í þriðja sæti.
Umboðsmaður danska knatt-spyrnumarkvarðarins Kaspers
Schmeichels hefur greint frá því að
skjólstæðingur hans vilji gjarnan yf-
irgefa herbúðir Manchester City
núna í janúar og finna sér nýtt félag.
Það er þó ekki talið líklegt að
Schmeichel sé falur fyrir minna en
eina milljón punda, sem samsvarar
tæplega 177 milljónum íslenskra
króna.
Francesco Totti, fyrirliði og lyk-ilmaður í ítalska liðinu Roma,
segist verða klár í slaginn með Róm-
arliðinu síðar í þessum mánuði en
hann hefur átt við meiðsli að stríða í
læri undanfarnar vikur. Hann verður
því með Roma-liðinu þegar það etur
kappi við Arsenal í 16 liða úrslitum
Meistaradeildarinnar sem þau hefj-
ast í næsta mánuði.
Kieron Dyer lék síðustu 20 mín-úturnar með West Ham þegar
liðið sigraði Barnsley, 3:0, í ensku
bikarkeppninni. Þetta var fyrsti leik-
ur Dyers með West Ham í 17 mánuði
og aðeins fjórði leikurinn sem hann
tekur þátt í með liðinu frá því hann
var keyptur frá Newcastle.
Sundkonan Erla Dögg Haralds-dóttir hefur verið útnefnd
íþróttamaður Reykjanesbæjar fyrir
árið 2008. Erla Dögg átti góðu gengi
að fagna í sundlauginni en hún setti
mörg Íslandsmet á árinu. Þetta er í
þriðja sinn sem hún hlýtur þessa við-
urkenningu en hún varð einnig fyrir
valinu 2005 og 2007.
Fólk sport@mbl.is
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Fjarlægja þurfti beinflís undan sin á
framanverðu vinstra hné, nokkuð
sem hefur þjakað hinn 27 ára gamla
handknattleiksmanna á fjórða ár, al-
veg sérstaklega síðasta árið eða svo.
Aðgerðirnar tvær hafa haldið Snorra
frá keppni frá því í ágúst sl. „Ég hef
aðeins spilað þrjá leiki og gat alls
ekki beitt mér í þeim vegna verkja í
hnénu,“ segir Snorri sem vonast til
að síðari aðgerðin hafi heppnast.
„Binni [Brynjólfur Jónsson] hefur
örugglega ekki klúðrað þessari að-
gerð,“ segir Snorri sposkur á svip en
fyrri aðgerðin var gerð í Danmörku
hjá lækni á vegum danska liðsins
GOG, sem Snorri er á mála hjá.
Nú er endurhæfing á fullri ferð og
Snorri vonast til að getað farið að
spila með GOG í dönsku deildinni
snemma í næsta mánuði. „Seinni að-
gerðin var miklu stærri en sú fyrri
sem virtist hafa verið lítið meira en
tattú og strik á hnéð. Enda var ég
fyrir vikið fljótari að ná mér þá en
núna, að minnsta kosti upp að
ákveðnu marki. Ég fann miklu meira
fyrir hnénu eftir síðari aðgerðina. Nú
tæpum mánuði eftir hana finn ég
ennþá fyrir en á allt annan hátt en
eftir þá fyrri. Þar af leiðandi bind ég
vonir við að ná fyrsta leik GOG eftir
HM hléið 7. febrúar. Ég ætla samt
ekki að spila nema að vera klár í slag-
inn, ætla ekki að taka neina óþarfa
áhættu,“ segir Snorri sem fór til
Danmerkur á milli jóla og nýárs í
skoðun hjá liði sínu GOG þar sem
menn voru ánægðir með aðgerð
Brynjólfs.
Fín aðgerð hjá Brynjólfi
„Greinilegt var að doktor Brynj-
ólfur hafði gert aðgerð og það fína að
þeirra mati,“ segir Snorri sem heldur
til Danmerkur í dag eftir að hafa ver-
ið meira og minna hér á landi í end-
urhæfingu frá því að aðgerðin var
gerð 9. desember.
„Upphaflega átti þetta að vera
smáaðgerð og ég að verða átta vikur
frá keppni. Þess í stað hef ég misst af
öllu leiktímabilinu til þessa. Þar af
leiðandi langar mig til þess að ná eins
miklu af síðari hlutanum og kostur
er. En ég er ekkert farinn að láta
reyna á sinina en þegar til Danmerk-
ur kemur fer ég í það. Eftir það kem-
ur betur í ljós hvar ég stend ná-
kvæmlega og hversu góðar vonir ég
get gert mér um að spila í byrjun
febrúar.
Allur þessi ferill sem ég hef gengið
í gegnum kennir manni það að rétt sé
að leita eftir fleiri skoðunum þegar
slæm meiðsli koma upp, ég tala ekki
um þegar þau verða hálfkrónísk,“
segir Snorri sem nú horfir bjartsýnn
fram á veginn á nýju ári.
Stefnt á atvinnumennsku
frá barnsaldri
Snorri er 27 ára gamall og hefur
verið atvinnumaður í handknattleik í
sex ár, fjögur ár í Þýskalandi hjá
Grosswallstadt og GWD Minden og
en síðustu tæp tvö ár með GOG frá
Svenborg á Fjóni. Hann segir að allt
frá barnsaldri hafi hann ætlað sér að
verða atvinnumaður í íþróttum. Sem
barn þótti honum þetta vera fram-
andi og heillandi heimur. „Eskihlíðin,
þar sem ég átti heima, var mitt annað
heimili lengi vel. Segja má að Vals-
heimilið hafi verið mitt aðalheimili ár-
um saman. Strax eftir skóla var aðal-
málið að komast á æfingu í
Valsheimlinu. Ég mætti yfirleitt
fyrstur og tók þátt í öllum æfingum
og æfði síðan líka sjálfur.
Ég vissi svo sem ekki mikið í þá
daga um líf atvinnumanns í íþróttum.
Ég horfði upp til þessara stóru karla
sem voru í landsliðinu og öfundaði þá.
Ég fór með pabba á allar landsliðsæf-
ingar sem ég komst á þótt ég væri
ekki hár í loftinu,“ segir Snorri sem
var alinn upp við mikinn íþrótta-
áhuga, ekki hvað síst á handknattleik
þar sem faðir hans, Guðjón Guð-
mundsson, var aðstoðarmaður Bog-
dans Kowalzcyk, þjálfara handknatt-
leiksliðs Víkings og síðar
landsliðsþjálfara á annan áratug. Það
var þó ekki sjálfgefið að Snorri veldi
handknattleikinn því hann æfði
knattspyrnu einnig af miklum móð
með Val og þótti bæði afar liðtækur
og markheppinn. Það var síðan þegar
komið var upp í 3. flokk sem hann
lagði knattspyrnuskóna á hilluna og
valdi handknattleikinn.
„Þá ákvörðun tók ég sjálfur.
Mamma, Karen Christiansen, og
pabbi studdu mig alveg eins í fótbolt-
anum og handboltanum. Pabbi átti
það meira að segja til að vera með
mig á aukaæfingum í fótbolta þótt
hann hafi kannski ekki haft mikið vit
á því sem hann var að gera,“ segir
Snorri sposkur á svip.
Pabbi valdi ekki fyrir mig
„Þegar kom að því að velja sagði
pabbi bara við mig að það væri mitt
mál hvora íþróttina ég kysi.
Atvinnumennskan var eitthvað sem
mig langaði til að fást við, var ein-
beittur við að ná því markmiði og
lagði mikið á mig við æfingar til þess
að draumurinn rættist. Það gerðist
og ég hef ekki orðið fyrir von-
brigðum. Það er gaman og í raun for-
réttindi að fá tækifæri til þess að
gera það sem maður hefur áhuga á.“
Snorri gerði samning við hið forn-
fræga handknattleikslið Grosswall-
stadt árið 2003. Hann segir að eftir á
að hyggja hafi hann tekið rétt skref
þá þótt liðið hafi ekki verið í fremstu
röð í Þýskalandi. Hann hafi fengið að
spila mikið og tekið um leið fram-
förum. „Veran hjá Grosswallstadt var
mikið stökk og góður skóli. Fram til
þess tíma hafði ég búið heima hjá for-
eldrum. Þetta var miklu meira en að
vera atvinnumaður í handknattleik.
Nú varð ég að standa á eigin fótum
um leið og ég byrjaði að búa með
Það sem einu sinni hefur
Hamingjusöm Snorri og Marín Sørens
Snorri Steinn vonast til að verða klár í slaginn með GOG eftir rúman mánuð Smáað
Hefur sótt einbeittur að settu marki Engin mistök að yfirgefa Þýskaland fyrir Danm
„TEKUR þú aldrei frí frá æfingum?“
spyr blaðamaður þegar hann mætir
handknattleiksmanninn Snorra Steini
Guðjónssyni þar sem hinn síðarnefndi
gengur út úr lyftingasalnum í Vals-
heimilinu um miðjan daginn í gær.
„Sjaldan, mér líður illa ef ég hreyfi mig
ekki flesta daga,“ svarar Snorri Steinn
af yfirvegun um leið og hann teygar
vatn úr stóru pappaglasi. Mánuður er
liðin síðan Snorri fór í aðra aðgerð á
hné eftir að hin fyrri, sem gerð var í
Danmörku í byrjun september mis-
tókst. Aðeins viku eftir aðgerðina í
desember var hann byrjaður af fullum
krafti í endurhæfingu.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Mark Snorri Steinn í skotstöðu á Ólympíuleikunum í Peking í sumar.