Morgunblaðið - 05.01.2009, Blaðsíða 5
Íþróttir 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009
Uli Höness yf-irmaður
knattspyrnumála
hjá Bayern
München til-
kynnti um
helgina að króat-
íski framherjinn
Ivica Olic muni
ganga í raðir
Bayern frá Hamburger í sumar.
Þær stöllur Sandra Pétursdóttir(1989) og María Ósk Felixdóttir
(1992) náðu á gamlársdag frábærum
árangri í sleggjukasti á 3. jólamóti
ÍR sem fram fór á kastvellinum í
Laugardal.
Sandra kastaði 50,83m og rauf þarmeð hinn fræga 50 metra múr
sem hún hefur stefnt að undanfarna
mánuði. Þetta er Íslandsmet í flokki
19-20 ára og 20-22 ára en Sandra átti
sjálf fyrri metin, 49,97 metra. Ís-
landsmetið í kvennaflokki er hins
vegar 51,86 m, sett í júlí 2008. Ár-
angurinn er lágmark inn í Afrekshóp
ungmenna FRÍ en lágmarkið þar er
50 metrar sléttir.
María Ósk bætti sig einnig mikiðþegar hún kastaði 39,75 metra
en hún átti best 37,77 metra.
Þetta var einnig Íslandsmet hjá
Maríu Ósk, en hún átti sjálf fyrra
metið, 37,77 metra, sett á sama móti
og Íslandsmetið í kvennaflokki var
sett í sumar.
Arjen Robbentryggði
Spánar-
meisturum Real
Madrid sigur
gegn Villareal í
spænsku 1. deild-
inni í knattspyrnu
í gærkvöld. Hol-
lendingurinn
skoraði eina mark leiksins á 32. mín-
útu með fallegu bogaskoti eftir að
hafa leikið á þrjá varnarmenn Villa-
real. Klaas-Jan Huntelaar og Lass-
ana Diarra léku í fyrsta sinn með
Spánarmeisturunum en þeir gengu í
raðir liðsins um áramótin.
Hugo Sanchez, fyrrum landsliðs-maður Mexíkó sem gerði garð-
inn frægan með Real Madrid, stýrði
liði Almeria í fyrsta sinn en hann var
ráðinn þjálfari liðsins fyrir skömmu.
Almeria vann sinn fyrsta leik í sex
leikjum þegar það hafði betur gegn
Real Betis, 1:0, og skoraði Miguel
Angel Garcia sigurmarkið.
Serbinn há-vaxni Nikola
Zigic byrjaði vel
með Santander
en þar er hann í
láni hjá Valencia.
Hann skoraði
eina mark leiks-
ins þegar Sant-
ander bar sigur-
orð af Valladolid.
Sevilla mistókst að minnka for-skot Barcelona niður í 10 stig
þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við
Osasuna í gærkvöld. Walter Pandi-
ani jafnaði metin á lokamínútunni
eftir að Jesus Nevas hafði náð for-
ystu fyrir Sevilla.
Jermain Defoe framherji Ports-mouth upplýsti í gær að honum
hafi borist líflátshótanir í síma en allt
stefnir í að hann yfirgefi bikarmeist-
arana í janúar. Manchester City og
Tottenham hafa sýnt áhuga á að fá
Deofe og þá er ítalska liðið Juventus
spennt fyrir því að fá leikmanninn í
sínar raðir. Deofe spilaði ekki með
Portsmouth gegn Bristol City í bik-
arnum um helgina þar sem hann lá
heima með flensu.
Fólk sport@mbl.is
lengi liðsfélagi Ólafs hjá Magde-
burg, og Volker Zerbe.
Heimsúrvalið er skipað eftir-
töldum leikmönnum:
Markus Baur, Frank von
Behren, Lars Christiansen,
Mirza Dzomba, Henning Fritz,
Michael Hegemann, Rolf Her-
mann, Filip Jicha, Florian Kehr-
mann, Andrei Klimowets, Stef-
an Kretzschmar, Daniel Kubes,
Carlos Lima, Christian Ramota,
Christian Schwarzer, Vlado Zola, Ólafur Stef-
ánsson, Daniel Stephan, Steffen Weber og Volker
Zerbe.
gummih@mbl.is
gegn Þjóðverjum
Ólafur
Stefánsson
HINN 37 ára gamli knattspyrnumaður Svía, Hen-
rik Larsson, sem leikið hefur með Ólafi Inga Skúla-
syni í Helsingborg undangengin þrjú ár, hefur feng-
ið tilboð um að spila með franska liðinu Marseille
næsta árið. Er þjálfara franska liðsins, Erik Gerets,
mikið í mun að fá þennan reynda sóknarmann í sín-
ar raðir og staðfesti tilboðið við AFP-fréttastofuna.
„Við höfum gert Henrik Larsson tilboð. Ég þekki
hann ágætlega síðan hann lék í Hollandi með
Feyenoord og hef mikinn áhuga á að fá hann til liðs
við okkur í Marseille. Ég geri mér grein fyrir því að
það sé ekki auðvelt að telja 37 ára gömlum leik-
manni trú um að flytja burt með fjölskyldu sína enn
eina ferðina og það frá heimalandinu en við erum að
reyna að lokka hann til okkar með gylliboðum og á
borðinu er samningur til eins árs,“ sagði hinn belg-
íski Gerets, þjálfari Marseille.
Sagt er að samningurinn hljóði
upp á árslaun sem samsvari rúm-
lega 280 milljónum íslenskra
króna, auk glæsilegs drauma-
húss, skólagöngu í fransk-
sænskum skóla fyrir börn hans
og fleiri gylliboða til handa konu
Henriks, Magdalenu Larsson.
Aðeins eru tvö ár síðan hann
hafnaði Manchester United að
ganga varanlega til liðsins eftir
stuttan lánssamning og því ljóst að ekki er auðvelt
að krækja í hann svona á gamals aldri. Hefur hann
að undanförnu leikið sér og spilað með innibandý-
liði Helsingborgar. thorkell@mbl.is
Góður samningur fyrir 37 ára leikmann
Henrik
Larsson
aradeildar Evrópu, lékum til úrslita
um danska meistaratitilinn og kom-
umst einnig í úrslit í bikarkeppninni.
Ég tel mig hafa tekið skref fram á við
og orðið betri handknattleiksmaður,“
segir Snorri sem hefur fengið að taka
meira þátt í skipulagningu sókn-
arleiksins hjá GOG en hjá þeim liðum
sem hann var í áður.
Í sumar tekur Guðmundur Þórður
Guðmundsson landsliðsþjálfari við
stjórnvelinum hjá GOG. Snorri segist
hlakka til samstarfsins við Guðmund
þótt hann hafi átt afar gott samstarf
við núverandi þjálfara GOG, Svíann
Ulf Schvert.
Snorri lék stórt hlutverk í íslenska
landsliðinu sem vann silfrið á Ólymp-
íuleikunum í sumar. Hann var leik-
stjórnandi liðsins, var auk þess
markahæsti leikmaður þess og næst-
markahæstur í keppninni. Þá skoraði
hann mikilvæg mörk undir lok leikja,
m.a. gegn Egyptum og Dönum. Þá
var Snorri Steinn einn þriggja Ís-
lendinga sem valdir voru í úrvalsliðið
í mótslok.
Snorri segir Ólympíuleikana hafa
verið mikið ævintýri. „Við megum
hins vegar ekki gleyma okkur og
reyna að lifa á fornri frægð. Oft hefur
verið sagt um þá sem lenda í öðru
sæti að þeir gleymist fljótt. Burt séð
frá því er ljóst að það sem einu sinni
hefur gerst getur átt sér stað aftur.
Við verðum líka að átta okkur á því.
Allir leikmenn landsliðsins núna eru
á góðum aldri sem handknattleiks-
menn. Þá langar Óla [Ólafur Stef-
ánsson] að halda áfram. Nú er hann á
leið til Þýskalands sem þýðir að hann
verður í meira formi næstu tvö árin
en ef hann hefði farið í dönsku 3.
deildina.“
Silfrið upphafið að meiru?
„Við vitum að Óli getur verið besti
handknattleiksmaður í heimi þar til
hann hættir. Auk þessa eru frábærir
strákar að koma inn í hópinn. Má þar
nefna Aron [Pálmarsson] og Rúnar
[Kárason]. Með þeim eykst breiddin í
hópnum og möguleikarnir.
Ég held að við eigum að halda
áfram að stefna hátt í landsliðinu en
lífsspursmál er að komast inn á
næsta stórmót eftir ár, EM í Aust-
urríki, úr því að við erum ekki með á
HM í Króatíu. Ef við getum komist
hjá stórvægilegum meiðslum og verð-
um að spila fast með okkar liðum
held ég að ólympíusilfur sem við unn-
um í sumar geti orðið byrjun á ein-
hverju stærra. Þannig eigum við að
hugsa án þess þó að fara fram úr
okkur. Til þess að ná langt á stórmóti
þarf allt að ganga upp eins og það
gerði á Ólympíuleikunum.
Andinn innan landsliðshópsins er
og hefur verið frábær, svo góður
meira að segja að Óli saknar okkar
og ætlar að taka upp þráðinn á nýjan
leik. Þetta eigum við nýta okkur til
hins ýtrasta,“ segir Snorri Steinn
Guðjónsson, landsliðsmaður í hand-
knattleik.
óvart þegar hann söðlaði um og flutt-
ist til Danmerkur og gerði samning
við dönsku meistarana í GOG frá
Svendborg. Ýmsir sögðu þetta vera
skref aftur á bak. Snorri segist hafa
heyrt þetta en látið allt slíkt tal sem
vind um eyru þjóta. Danska deildin
hafi eflst mjög mikið síðustu ár.
Bestu liðin í Danmörku séu örugg-
lega í efri hluta þýsku 1. deildarinnar,
þá hafi launakjör batnað til muna í
Danmörku, margir leikmenn hafi
snúið heim frá útlöndum auk þess
sem nokkrir hafi það svo gott að þeir
líti ekki við tilboðum frá Þýskalandi.
Framfaraskref
að fara til Danmerkur
„Þegar ég gerði upp hug minn fór
ég eftir sannfæringu minni,“ segir
Snorri sem skrifaði undir þriggja ára
samning við GOG. „Eftir hálft annað
ár sé ég ekki eftir neinu og mér og
Marín líkar mjög vel við lífið í Dan-
mörku.
Þegar ég fór frá Minden vildi ég
komast í lið sem var í toppbaráttu og
tæki helst þátt í Evrópukeppni. Hjá
GOG var allt fyrir hendi. Við lékum á
síðasta vetri úrslitaleik við Barcelona
um sæti í undanúrslitum meist-
raun meira áfall en að fá ekki nýjan
samning við Grosswallstadt því
landsliðið skiptir mann miklu máli.
Ég nýtti hins vegar mótlætið á já-
kvæðan hátt. Á þessum tíma hringdi
Dagur Sigurðsson, þáverandi fyrirliði
landsliðsins, í mig og blés mér bar-
áttuanda í brjóst. Sagði mér meðal
annars að ef til vill yrði þetta mér til
góðs þegar til lengri tíma væri litið að
vera ekki valinn í landsliðið að þessu
sinni. Ég gæti nýtt tímann í annað.
Ég hafði það á bak við eyrað og æfði
vel. Eftir að keppni hófst á ný í
þýsklu 1. deildinni eftir HM lék ég
sennilega nokkra af mínum bestu
leikjum í deildinni og var verðlaunað-
ur fyrir vikið. Hins vegar fékk ég
ekki þau tilboð sem ég vonaðist eft-
ir.“
Það var komið talsvert fram á sum-
arið 2005 þegar Snorri ákvað að gera
tveggja ára samning við GWD Mind-
en í þýsku 1. deildinni. Hann uppfyllti
sinn samning en liðið var í fallbaráttu
bæði árin og að dvölinni lokinni hafði
Snorri fengið nóg af því að spila með
slakari liðum í Þýskalandi. Um tíma
var hann orðaður við Barcelona en
ekkert varð úr.
Vorið 2007 kom Snorri mörgum á
kærustunni minni, Marín Sørens
Madsen. Nýtt tungumál, nýtt land,
allt var breytt,“ segir Snorri sem er
þakklátur fyrir að hafa haft kær-
ustuna með sér frá fyrsta degi. „Guði
sé lof, þá var hún með. Ég er ekki svo
hugrakkur að ég hefði getað staðið
einn í þessu öllu saman.“
Snorri segir fyrra keppnistímabilið
af tveimur hjá Grosswallstadt hafa
verið gott. Hann hafi spilað mikið og
notið trausts þjálfarans.
Sárt að vera ekki valinn
fyrir HM 2005
Síðara tímabilið hjá Grosswallstadt
var mun erfiðara hjá Snorra en það
fyrra, einkum fyrri hluti þess. „Sama
ár hafði ég tekið þátt í tveimur stór-
mótum með landsliðinu, EM í Slóven-
íu 2004 og síðan Ólympíuleikunum
um sumarið. Miklar breytingar urðu
á högum mínum við flutninginn út og
fleira varð þess valdandi að ég náði
mér ekki á strik haustið 2004. Við
bættist að ákveðið var að skipta um
þjálfara. Sá ætlaði að stokka upp í
hópnum og ég var einn þeirra sem
var ekki inni í myndinni hjá honum.
Þá var ég ekki valinn í íslenska lands-
liðið fyrir HM í Túnis 2005. Það var í
r gerst getur gerst aftur
Morgunblaðið/Ómar
Madsen ásamt syninum Bjarka sem er níu og hálfs mánaðar gamall á heimili ömmu og afa þess stutta í Eskihlíðinni.
ðgerð hefur orðið að stórmáli Dreymdi um atvinnumennsku frá barnæsku
mörku Silfrið í Peking getur verið upphaf að miklu ævintýri hjá landsliðinu næstu árin