Morgunblaðið - 12.01.2009, Page 2

Morgunblaðið - 12.01.2009, Page 2
2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl. is , Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. BJÖRGVIN Björgvinsson, skíða- kappi frá Dalvík, varð í 42. sæti af 76 keppendum á heimsbikarmóti í svigi í Adelboden í Sviss í gær. Björgvin var með rásnúmer 71 og var því meðal þeirra síðustu til að fara í brautina. Hann kom í mark á 52,13 sekúndum, 2,99 sekúndum á eftir Manfred Pranger frá Aust- urríki, sem var með besta tímann eftir fyrri ferðina. Aðeins þrjátíu bestu komast áfram í síðari ferð- ina og var Björgvin ekki meðal þeirra í gær. Brautin var mjög erf- ið og 28 keppendur duttu í fyrri ferð, þar á meðal flestir þeirra sem voru í kringum Björgvin í rás- röðinni. Það var Reinfried Herbst frá Austurríki sem sigraði í sviginu á 1.42,95. Landi hans og jafnaldri, Manfred Pranger varð annar rúmri sekúndu á eftir og Þjóðverj- inn Felix Neureuther var þriðji 1,86 sekúndu á eftir. Benjamin Raich frá Austurríki sigraði í stór- svigi á sama stað á laugardaginn á 2.24,95. Annar varð Massimi- liano Blardone frá Ítalíu á 2.25,19 og Norð- maðurinn Kjetil Jansrud átti frá- bæra síðari ferð og skaust upp í þriðja sætið. Svisslendingurinn Sandro Viletta kom verulega á óvart með því að ná fjórða sætinu en hann var með rásnúmer 53. sku- li@mbl.is Björgvin Björgvinsson Björgvin varð í 42. sætinu í Adelboden ÍRIS Björk Símonardóttir, lands- liðsmarkvörður í handknattleik, er hugsanlega á leið í aðgerð vegna ristarbrots. Íris, sem leikur með Gróttu, brotnaði í nóvember og hef- ur verið í gipsi um tveggja mánaða skeið. Um er að ræða álagsbrot sem getur tekið allt að hálfu ári að gróa. Íris fer í myndatöku á morgun og þá skýrist endanlega hvort gripið verð- ur til aðgerðar. ,,Ég fer að öllum líkindum í að- gerð en mér skilst að það sé mjög umdeilt hvort maður eigi að fara í aðgerð vegna þessa. Brynjólfur Jónsson læknir er þeirrar skoðunar að það eigi að negla þetta saman. Ef það flýtir fyrir því að ég geti komist af stað á ný þá er ég sátt við það,“ sagði Ír- is þegar Morg- unblaðið sló á þráðinn til henn- ar í gær. Íris segist ekki gera sér miklar vonir um að ná fleiri leikjum með Gróttu á þessari leiktíð. Að aðgerðinni lokinni þarf hún að vera í gipsi í sex vikur í viðbót og þá tekur við endurhæfing. kris@mbl.is Íris Björk Símonardóttir Íris Björk úr leik í vetur? Stefán Gísla-son, fyrirliði Bröndby og landsliðsmaður Íslands, skoraði mark ársins í dönsku knatt- spyrnunni 2008, en það var nið- urstaðan í kjöri Danmarks Radio sem var kynnt á stórri hátíð á laugardagskvöldið. Stefán skoraði markið með ótrú- legu skoti af 25 metra færi í leik með Bröndby gegn Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í maímánuði.    Úrvalslið Asíu vann Evrópu-úrvalið í golfi þegar keppt var um Konungsbikarinn um helgina. Keppt var á Amata Spings Co- untry vellinum í Bangkok. Þetta er í fyrsta sinn sem Asía nær að sigra í keppninni. Fyrir tvímenninginn í gær þurfti Asía aðeins tvo vinninga en krækti sér í þrjá og hálfan og fagnaði sigri. Jose Maria Olazabal, fyrirliði Evrópu, sagði að því miður hefði ekki tekist að sigra fyrir Seve Ballesteros, sem átti að vera fyr- irliði en hefur verið mikið veikur og gat því ekki tekið það starf að sér.    Rúnar FreyrRúnarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í íshokkí, er flutt- ur heim til Ak- ureyrar frá Dan- mörku og mun leika með SA út keppnistímabilið. Rúnar ætti að styrkja lið Íslands- meistarana talsvert en hann hefur leikið fjölmarga landsleiki og raðaði inn mörkum fyrir SA á árum áður. Rúnar er þrítugur og hefur und- anfarin ár leikið með liði Vojens Lions í næst efstu deild í Dan- mörku, auk þess að gera það gott í poppinu þar ytra.    Breiðablik lagði Val að velli, 1:0,í æfingaleik úrvalsdeildarlið- anna í knattspyrnu í Fífunni á laugardaginn. Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Kópavogsliðsins. Bikarmeistarar arar KR gerðu jafntefli, 2:2, við 1. deildarlið HK í Kórnum. Guðmundur Pétursson og Brynjar Orri Bjarnason skoruðu fyrir KR en Rúnar Már Sig- urjónsson og Hörður Magnússon fyrir HK.    Daði F. Guðmundsson og Magn-ea Ólafs úr Víkingi sigruðu í meistaraflokkum karla og kvenna á stigamóti í borðtennis sem fram fór í íþróttahúsi TBR í gær. Daði vann Magnús K. Magnússon úr Víkingi, 3:0, í úrslitaleik karla og Magnea vann Sigrúnu Tómasdóttur úr KR, 3:0, í úrslitaleik kvenna. Magnea sigraði líka í 1. flokki kvenna, Hlöð- ver Hlöðversson úr KR sigraði í 1. flokki karla og Pétur Ó. Steph- ensen úr Víkingi sigraði í eldri flokki karla. Fólk sport@mbl.is Bæði liðin voru vængbrotin í leiknum á laugardagskvöldið. Í lið SR vantaði fjóra leikmenn: Þorsteinn Björnsson, Þórhallur Viðarsson og Guðmundur Björgvinsson eru allir meiddir en Guðmundur meiddist í leiknum á föstudagskvöldið auk þess sem Arn- þór Bjarnason hefur tekið sér hvíld. Jafnframt fór Egill Þormóðsson meiddur af leikvelli strax í fyrsta leikhluta í leiknum á laugardags- kvöldið og kom ekki meira við sögu. Skarð fyrir skildi hjá SR því Egill skoraði þrívegis í fyrri leiknum en hann fékk högg á mjöðmina. Ekki var síður mikið um forföll hjá SA sem söknuðu fyrirliða síns, Jóns Gíslasonar, sem meiddist í fyrri leiknum. SA-menn hafa verið mjög drjúgir í markaskorun þegar and- stæðingarnir missa mann af velli í tveggja mínútna kælingu. Jón hefur verið í lykilhlutverki þegar SA kemst í slíka stöðu og það sást glögglega að liðið saknaði hans í síðari leiknum. Þá var Andri Mikaelsson í leikbanni og Sigurður Árnason forfallaðist. ,,Vorum upp við vegg“ Leikmenn SR voru ávallt á undan að skora í leiknum á laugardags- kvöldið. Þeir komust yfir 1:0, 3:1, 4:3 og loks í 5:4 þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. Gauti Þormóðsson, bróðir Egils, skoraði sigurmarkið á laglegan hátt, eftir stoðsendingu markvarðarins Ævars Þórs Björns- sonar. ,,Þetta breytir alveg toppbar- áttunni. Við minntum alvarlega á okkur í deildakeppninni og gerðum Birninum mjög erfitt fyrir að ná okk- ur. Við höfum tapað fyrir Birninum en SA ekki. Eftir þessa leiki erum við hins vegar búnir að vinna þrjá í röð gegn SA. Þegar komið er í úr- slitakeppnina þá er jafnframt mjög sterkt sálfræðilega að hafa unnið innbyrðisleikina,“ sagði Gauti í sam- tali við Morgunblaðið að leiknum loknum. Spurður um muninn á liðunum í þessum leikjum sagði Gauti erfitt að útskýra hann. ,,Við höfðum kannski karakterinn fram yfir þá að þessu sinni en það hefur nú ekki verið raunin hingað til. Við vorum upp við vegg og urðum að vinna þessa leiki ef við ætluðum að vera í baráttunni. Við erum augljóslega í betra formi eftir jólafríið því við tókum þá í seinustu lotu í báðum leikjunum,“ bendir Gauti á en forföll í liðunum gerðu það að verkum að meira álag var á leik- mönnum en alla jafna. Gauti átti góð- ar rispur hjá SR og lagði upp mark auk þess að skora eina markið í síð- asta leikhlutanum. Tómas Tjörvi Ómarsson skoraði tvívegis fyrir SR í leiknum, Andri Þór Guðlaugsson gerði eitt og fyrirliðinn Steinar Páll Veigarsson eitt. ,,Stóðum okkur ekki í vörninni“ Sindri Björnsson var atkvæðamik- ill hjá SA að þessu sinni og skoraði tvö mörk. Í marki SR stendur Ævar bróðir hans og var þetta í fyrsta skipti sem Sindra tókst að koma pekkinum framhjá bróður sínum í meistaraflokksleik. ,,Já, það hefur reynst erfitt en nú er greinilega búið að opna markareikninginn. Það var alveg kominn tími á það. Mörkin hefðu svo sem mátt vera fleiri en ég fer heim og hrauna yfir greyið,“ sagði Sindri léttur þegar Morg- unblaðið bar þetta undir hann. Að mati Sindra var varnarleikur SA ekki nægilega góður í leiknum. ,,Þeir stóðu sig vel og börðust eins og ljón en við náðum ekki að standa okkur nægilega vel í vörninni. Við þurfum að bæta varnarleikinn hjá okkur. Slæm heildarvinna hjá liðinu og menn skiluðu sér ekki nægilega vel til baka í vörnina. Þetta voru því frekar ódýr mörk sem við fengum á okkur,“ sagði Sindri og hann segir muna mikið um Jón Gíslason. ,,Hann er náttúrlega einn sá besti á landinu og það munar rosalega um að missa svona mann.“ Orri Blöndal og Steinar Grettisson skoruðu hin mörkin fyrir SA. Mark Orra var glæsilegt þar sem hann sneri vörn í sókn á augabragði og þrumaði pekkinum í netið af löngu færi. Steinar fékk tvö upplögð tæki- færi til þess að bæta við mörkum en var of seinn að taka ákvörðun í bæði skiptin. Morgunblaðið/Eggert Sigurgleði Andri Þór Guðlaugsson, Helgi Páll Þórisson og Tómas Tjörvi Ómarsson fagna sigri SR á SA í seinni leik liðanna í fyrrakvöld. Gauti tryggði SR sigur á SA og galopnaði mótið STAÐAN á Íslandsmótinu í íshokkí karla breyttist mikið á einum sólar- hring. Íslandsmeistararnir í Skauta- félagi Akureyrar voru með gott for- skot þegar deildin fór í jólafrí. Þeir lágu hins vegar tvívegis fyrir SR í Laugardalnum um helgina og eru nú aðeins þremur stigum á undan SR en eiga reyndar leik til góða. Báðir leikir liðanna voru æsispennandi en í báð- um tilfellum sigraði SR með eins marks mun. 7:6 á föstudagskvöld og 5:4 á laugardagskvöld. Eftir Kristján Jónsson sport@mbl.is  Sindri skoraði tvívegis hjá Ævari bróður sínum  Það nægði SA ekki til sigurs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.