Morgunblaðið - 12.01.2009, Blaðsíða 8
8 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009
ÞAÐ var mikið líf og fjör á Ásvöllum
um helgina þegar körfuknattleiks-
deild Hauka hélt sitt árlega Actav-
ismót, en það er mót fyrir yngstu
krakkana sem iðka körfubolta, eða 11
ára og yngri. Leikgleðin er í fyr-
irrúmi og stigin því ekki talin (op-
inberlega) þó svo krakkarnir viti jafn-
an nokkurn veginn hvernig hver
leikur endar. Fjórir leikmenn eru
inná í hverju liði í einu og var leikið á
sex völlum og má með sanni segja að
það hafi verið handagangur í öskj-
unni. En eins og vera ber á svona
mótum voru allir vinir og allir luku
leik sem sigurvegarar.
Mótið var hið fjölmennasta sem
Haukar hafa haldið en alls tóku 85 lið
frá þrettán féelögum þátt og komu
þau víðs vegar að af landinu og
skemmtu allir sér mjög vel. Hátt í 140
leikir voru í mótinu og þegar því lauk
gátu keppendur skellt sér í sund í
hinni nýju og glæsilegu Ásvallalaug
sem er við hliðina á íþróttahúsinu.
Mikið fjör
hjá þeim
yngstu
Morgunblaðið/Kristinn
Pínu villa Úr leik Ármanns og Grindavíkur þar sem Grindvíkingar fengu ekki að komast upp með auðvelt skot, enda vörnin svo gott sem í lagi.
Morgunblaðið/Kristinn
Ekki lengra Grindvíkingurinn var ákveðin að láta Haukamanninn ekki skora og fór á háhest fyrir vikið.
Morgunblaðið/Íris Kristins
Erfitt Stjarnan er hér í sókn á móti Valsmönnum sem reyna að verjast.
Morgunblaðið/Kristinn
Sleppur Haukamaður er hér að sleppa í gegnum vörn Grindvíkinga