Morgunblaðið - 12.01.2009, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.01.2009, Blaðsíða 3
Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009 www.isi.is Þjálfarastyrkir ÍSÍ vor 2009 Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki vegna menntunar erlendis. Upplýsingar gefur sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ í síma 460-1467 og á vidar@isi.is. Umsóknir berist á þar til gerðum eyðublöðum fyrir 1. feb. nk Helena Sverr-isdóttir og félagar hennar hjá TCU- háskólanum í Bandaríkjunum unnu UNLV- skólann 66:61 þegar körfubol- talið skólanna mættust í fyrrinótt. Helena var sem fyrr í byrjunarliði TCU og lék í 38 mínútur. Á þeim tíma gerði hún 8 stig, tók 6 fráköst og átti 8 stoðsend- ingar á félaga sína. Hún gerði tvö síðustu stig liðsins af vítalínunni en þaðan hitti hún úr öllum fjórum vítaskotum sínum. Hún tók eitt þriggja stiga skot í leiknum en hitti ekki úr því og úr tveggja stiga skot- um sínum hitti hún úr tveimur af sjö.    Úrvalsdeildarlið Snæfells í körfu-knattleik karla ætlar að fá sér liðsstyrk á næstu dögum samkvæmt því sem fram kemur í Stykkishólms- póstinum. Ætlunin mun vera að fá erlendan leikstjórnanda í Hólminn og mun ákveðinn maður vera talinn líklegastur, leikmaður sem þjálf- ararnir Hlynur Bæringsson og Sig- urður Þorvaldsson þekkja vel til.    Jóhann Árni Ólafsson og félagarhjá Proveo Merlins unnu fimmta leikinn í röð um helgina þeg- ar þeir lögðu BIS Baskets Speyer 88:64. Jóhann Árni var í byrjunarliði Merlins og lék í 27 mínútur og gerði á þeim tíma 18 stig, tók 6 fráköst og stal boltanum tvívegis auk þess að gefa eina stoðsendingu.    Boston réttiúr kútnum eftir fjóra ósigra í röð í NBA- deildinni banda- rísku í körfu- knattleik. Liðið lagði Toronto í Kanada 94:88. Ray Allen átti frábæran leik en hann gerði 36 stig og hitti rosalega vel, skoraði úr átta þriggja stiga skotum af tíu sem hann tók.    Danski kylfingurinn AndersHansen sigraði á Joshug- golfmótinu í Suður-Afríku í gær. Hann lék lokahringinn á fimm högg- um undir pari og var alls á 15 högg- um undir pari. Hansen fékk fugl (-1) á lokaholunni og það dugði til þess að hann fagnaði þriðja sigri sínum á Evrópumótaröðinni. Fólk sport@mbl.is ,,ÞAÐ koma allir rosalega vel gír- aðir á móti okkur vegna þess að við erum taplausir. Við erum hins vegar alveg rólegir yfir því þó við séum að strögla í byrjun leikja. Við þurfum að vera mjög einbeitt- ir og höfum verið það. Í kvöld lentum við tíu stigum undir en héldum bara áfram að renna okk- ar áherslum í gegn. Þeir voru með nokkra nýja þætti í sóknarleik sín- um og það tók okkur smá tíma að átta okkur á því. En eftir að okk- ur tókst að bregðast við því þá hafði ég ekki mjög miklar áhyggj- ur af þessu,“ sagði Fannar Ólafs- son, fyrirliði KR og fyrrv. leik- maður Keflvíkinga, í samtali við Morgunblaðið þegar sigurinn var í höfn. Fannar segir leikmenn KR vera mjög samstillta í öllum verkefnum hvort sem er í bikar- eða deild- arkeppni. „Þessi leikur sýnir kannski reynsluna og ákveðnina sem býr í þessu liði. Það eru allir á sömu blaðsíðu hvort sem þeir spila í eina eða fjörutíu mínútur. Þegar við erum komnir á sporið þá er erfitt að ýta okkur út af því,“ bætti Fannar við. Ellefu stig Jóns sneru leiknum Eins og áður segir voru gest- irnir betri í fyrsta leikhluta og komust þá í 16:5. Þrátt fyrir að Keflvíkingar væru komnir á bragðið þá voru KR-ingar ótrú- lega fljótir að snúa leiknum sér í vil. Þar var framlag Jóns Arnórs Stefánssonar mikilvægt. Hann skoraði ellefu stig á þriggja mín- útna kafla og sýndi heldur betur úr hverju hann er gerður. Skoraði þriggja stiga körfu á lokasekúndu fyrsta leikhluta og tvær til við- bótar í upphafi annars leikhluta. Bætti svo við myndarlegri troðslu úr hraðaupphlaupi. Skyndilega voru KR-ingar komnir yfir 31:26 og tókst að slökkva þann neista sem Keflvíkingar höfðu kveikt á upphafsmínútum leiksins. ,,Brotnuðum allt of fljótt“ Ísfirski miðherjinn, Sigurður Þorsteinsson, var stigahæstur Keflvíkinga í leiknum. Honum tókst að spila allan seinni hálfleik- inn með fjórar villur á bakinu og hann leyndi ekki vonbrigðum sín- um eftir leikinn: ,,Þeir fóru að ýta okkur út úr okkar eigin leik- kerfum. Við hættum þá að leita að þeim lausnum sem við áttum að leita að. Fórum að skjóta úr erf- iðum færum í stað þess að skjóta eftir leikkerfi eða hraðaupphlaup. Þetta er kannski einhvers konar einbeitingarleysi,“ sagði Sigurður sem finnst Keflvíkingar hafa brotnað of fljótt við mótlætið. „Við brotnuðum allt of fljótt. Um leið og þeir fóru að henda okkur til og frá þá fórum við að væla í dóm- urum.“ Þetta er athyglisverður punktur hjá Sigurði því þegar Keflvíkingar hafa fundið blóðbragð í gegnum tíðina þá hafa þeir gengið á lagið. Keflvíkingar eru stoltir menn og þá sérstaklega þegar kemur að körfuboltaliðum sínum. Þeir hafa ,,Allir á sömu síðu“  KR-ingar fóru illa með Keflavík í bikarnum  Sigruðu með 31 stigs mun KR-INGAR halda ótrauðir áfram sig- urgöngu sinni í körfuknattleik karla. Í gærkvöldi slógu þeir Keflvíkinga út í 8 liða úrslitum Subwaybikarkeppn- inni 95:64 í DHL-höllinni í Frosta- skjóli. Er þetta í annað sinn í vetur sem KR-ingar skella Keflvíkingum með sannfærandi hætti í Vest- urbænum. Keflavík byrjaði leikinn mun betur og var yfir eftir fyrsta fjórðung. Þrátt fyrir það tókst KR- ingum að ná öruggu forskoti í þriðja leikhluta og spennan datt úr leikn- um. Morgunblaðið/Kristinn Hjálp Það er örvænting í svip Sverris Þórs Sverrissonar, hins öfluga varnarmanns Keflvíkinga, þegar hann horfir á Jón Arnór Stefánsson geysast framhjá sér í bikarslagnum gegn KR í Vesturbænum í gærkvöld. Jón Arnór og fé- lagar hans léku Suðurnesjaliðið grátt og eru komnir í undanúrslit bikarkeppninnar. Eftir Kristján Jónsson sport@mbl.is STARNARN úr Garðabæ átti ekki í neinum vandræðum með að komast í und- anúrslitin í Subway- bikarnum í körfu- knattleik karla í gærkvöldi. Teitur Örlygsson og læri- sveinar hans tóku þá á móti 1. deildarliði Vals og unnu 116:70 eftir að hafa verið 62:36 yfir í leikhléi. Leikstjórnandinn Justin Shouse fór mikinn í leiknum við Val og gerði 28 stig auk þess sem hann átti 8 stoðsendingar. Hann hitti úr 6 af 11 tveggja stiga skotum og úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Kjartan Kjartansson var einnig sjóðandi heitur hjá Stjörn- unni, og hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum, 2 af þremur tveggja stiga og úr báðum vítaskotunum. Þá var Fannar Helgason einnig sterkur með 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Hjá Val voru Hjalti Frið- geirsson og Gylfi Geirsson atvkæðamestir með 16 stig hvor og Jason Harden með 14 stig. Stjarnan hitti úr 19 af 27 þriggja stiga skotum og er það 70,4% nýting sem er gríð- arlega gott en Valsmenn hittu aðeins úr tveimur af 11 sem er 18,2% nýting. skuli@mbl.is Vandræðalaust hjá Stjörnunni Justin Shouse „MENN uppskera eins og þeir sá og stelp- urnar hafa tekið vel á því á æfingum að und- anförnu og frammistaðan í þessum leik var rökrétt framhald af því,“ sagði Jóhannes Árna- son, þjálfari kvennaliðs KR í körfuknattleik, eftir að liðið hafði slegið Hauka út úr Subway- bikarnum að Ásvöllum í gær. Lokatölurnar 65:93 eftir að staðan hafði verið 28:46 í leikhléi. „Við spiluðum mjög góða maður-á-mann all- an leikinn og við vorum skrefinu á undan Haukum að þessu sinni. Við erum að vinna okkur upp úr þeirri holu sem við vorum búnar að koma okkur í. Við höfum ekki leikið nógu vel í vetur en vonandi er þetta uppafið að ein- hverju betra,“ sagði Jóhannes. Kristrún Sigurjónsdóttir, sem hefur leikið mjög vel hjá Haukum í vetur lenti í villuvandræðum í fyrsta leikhluta og fékk síðan sína fimmt villu, ruðning, í upp- hafi þriðja leikhluta. Slavica Dimovska var sú eina sem lék vel hjá Haukum, gerði 37 stig. Sigrún Ámundadóttir átti flottan leik hjá KR sem og Margrét Kara Sturludóttir og einnig áttu Hild- ur Sigurðardóttir og Guðrún Gróa Þorsteins- dóttir fínan leik. skuli@mbl.is Ótrúlega stór sigur KR á Haukum Sigrún Ámundadóttir KR – Keflavík 95:64 DHL-deildin, bikarkeppni karla, Subway- bikarinn, 8-liða úrslit, sunnudaginn 11. jan- úar 2009. Gangur leiksins: 0:2, 3:2, 5:16, 14:22, 22:24, 31:26, 34:26, 41:32, 47:37, 55:39, 55:44, 67:49, 74:51, 78:53, 86:55, 95:64. Stig KR: Jón Arnór Stefánsson 20, Jason Dourisseau 20, Fannar Ólafsson 16, Jakob Örn Sigurðarson 11, Helgi Már Magnússon 10, Skarphéðinn Ingason 8, Darri Hilmars- son 7, Pálmi Freyri Sigurgeirsson 3. Fráköst: 11 í vörn – 32 í sókn. Stig Keflavíkur: Sigurður Þorsteinsson 17, Jón Norðdal Hafsteinsson 12, Hörður Axel Vilhjálmsson 11, Sverrir Sverrisson 7, Þröstur Leó Jóhannsson 7, Gunnar Ein- arsson 6, Gunnar Stefánsson 2, Axel Mar- geirsson 2. Fráköst: 9 í vörn – 22 í sókn. Villur: KR 22 – Keflavík 16. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson og Björgvin Rúnarsson. Ekki öfundsverðir af sínu hlutverki en stóðu sig ljómandi vel. Áhorfendur: Um 900. nú steinlegið fyrir KR-ingum í tví- gang á þessari leiktíð. Næstkom- andi föstudag mætast liðin í þriðja sinn og þá á heimavelli Keflvík- inga. Það mætti segja mér að það verði fróðlegur leikur. Keflvík- ingar munu ábyggilega berjast til síðasta manns en spurning hvort það nægi því gæðin virðast vera talsvert meiri í KR-liðinu eins og er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.