Morgunblaðið - 12.01.2009, Page 4

Morgunblaðið - 12.01.2009, Page 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009 Ísland B – Tékkland B 34:28 Marrana mótið í Frakklandi, alþjóðlegt mót í handknattleik karla, sunnudaginn 11. janúar 2009. Gangur leiksins: 0:1, 6:6, 6:9, 7:11, 10:12, 10:15, 11:16, 14:17, 15:20, 21:21, 24:24, 28:25, 30:27, 34:28. Mörk Íslands: Bjarni Fritzson 7, Ólafur Guðmundsson 5, Hannes Jón Jónsson 4, Sigurður Ari Stefánsson 3, Oddur Grétars- son 3, Arnór Þór Gunnarsson 2, Freyr Bjarnason 2, Elvar Friðriksson 2, Ingvar Árnason 2, Kári Kristján Kristjánsson 2, Fannar Friðgeirsson 1, Sigurgeir Árni Ægisson 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 24, Ólafur H. Gíslason 8. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Tékklands: Horak 7, Cip 6, Hrstka 5, Kotrc 2, Sira 1, Becvar 1, Prachar 1. Varin skot: Krupa 22. Utan vallar: 14 mínútur. HVÖT frá Blönduósi og HK/ Víkingur urðu um helgina Íslands- meistarar í innanhússknattspyrnu, futsal, en leikið var til úrslita í íþróttahúsinu Austurbergi. Hvatarmenn lögðu lið Víðis úr Garði 6:2 í úrslitaleik í gær en á laugardaginn vann Víðir lið Víkings frá Ólafsvík og Hvöt lagði ÍBV þar sem Eyjamenn mættu ekki til leiks. Sigurður R. Pálsson gerði þrjú mörk fyrir Hvöt í úrslitaleiknum og þeir Halldór Halldórsson, Aron Bjarnason og Gissur Jónasson eitt mark hver. Bæði mörk Víðis gerði Björn Ingvar Björnsson. Hvöt fær Evrópusæti Með sigrinum fær Hvöt sæti í Evrópukeppni meistaraliða í futsal, en Víðir keppti í þeirri keppni í fyrra. HK/Víkingur varð Íslandsmeist- ari í kvennaflokki þegar liðið lagði Sindra frá Hornafirði 6:1. Rut Bjarnadóttir og Karen Sturludóttir gerðu tvö mörk hvor fyrir HK/ Víking og þær Ellen Bjarnadóttir og Lára Hafliðadóttir sitt markið hvor. HK/Víkingur vann Selfoss 13:2 í undanúrslitum á laugardaginn og Sindri lagði Þrótt R 4:3. skuli@mbl.is Hvöt og HK/Víking- ur unnu Sigur Tinna Óðinsdóttir fyrirliði HK/Víkings með Íslandsbikarinn. ZLATKO Krickic, drengjalandsliðs- maður í knattspyrnu úr HK, er á förum til ítalska A-deildarfélagsins Atalanta sem hefur boðið honum til æfinga hjá sér í eina viku. For- ráðamenn Atalanta sáu Zlatko spila með drengjalandsliði Íslands á Norðurlandamótinu í Svíþjóð í sum- ar og mættu aftur til að sjá hann í undanriðli Evrópukeppninnar sem var leikinn hér á landi í haust. Zlatko, sem verður 17 ára síðar í þessum mánuði, er fæddur og uppal- inn á Íslandi en er með tvöfalt rík- isfang. Serbar vilja líka fá hann í sín- ar raðir og Zlatko lék síðasta vor tvo vináttuleiki með U16 ára landsliði Serbíu. Honum hefur áður verið boðið til æfinga með Rauðu stjörn- unni í Serbíu og enska úrvalsdeild- arliðinu Everton. Zlatko var í hópi meistaraflokks HK í einum leik í úr- valsdeildinni síðasta sumar og lék síðan með varaliði félagsins, Ými, í 3. deildinni. vs@mbl.is Zlatko æfir hjá Atalanta „ÞETTA var alveg ferlega svekkjandi og ég er hund- svekktur með að ná ekki að jafna því við fengum færi til þess, ekki eitt heldur fjögur en okkur tókst ekki að skora,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálf- ari í handknattleik, eftir naumt tap, 30:29, fyrir Dönum í Randers á laugardaginn. Það var úrslitaleikur mótsins þegar upp var staðið. „Þetta var hörkuleikur og ferlega svekkjandi að hafa ekki náð að jafna. Við fengum tækifærin til þess en reynsluleysi hjá okkur varð til þess að okkur tókst ekki að skora í lokin. En strákarnir mega eiga það að þeir gáfust aldrei upp þó svo við lentum talsvert undir í leiknum. Við hefðum alveg átt skilið annað stigið í þessum leik,“ sagði Guð- mundur. Íslenska liðið byrjaði betur í leiknum og komst í 3:1 og síðan 7:4 en þá kom fínn kafli hjá Dönum sem náðu að jafna 7:7 og voru síðan skrefinu á undan. Staðan í hálf- leik var 14:12 fyrir Dani. Heimamenn héldu síðan áfram að auka forystu sína í síðari hálfleik og komst þá meðal annars í 27:22 þegar þrettán mínútur voru eftir. „Strákarnir neituðu að gef- ast upp og baráttan var gríðarleg hjá þeim og þeir hefðu alveg verðskuldað að jafna í lokin og ná í eitt stig. Við fengum fjögur færi til þess en því miður þá tókst okkur ekki að krækja í eitt stig,“ sagði Guðmundur. Hann tók sérstaklega fram að enginn leikmanna sinna hefði meiðst í leiknum, en meiðsli hafa hrjáð liðið í þess- um tveimur mótum. „Nei, nú meiddist sem betur fer eng- inn, en þetta hefur reynt verulega á liðið og ákveðna lyk- ilmenn í liðinu. Við erum mjög þunnskipaðir vegna þessara meiðsla og í rauninni þá er það bara flott að tapa bara með einu marki fyrir Dönum, sem eru að leggja lokahönd á undirbúning sinn fyrir HM. Á meðan þeir eru með fullskipað lið vantar fjölmarga leikmenn hjá okkur auk þess sem mikið álag hefur verið á strákunum. En menn eru samt hundsvekktir,“ sagði landsliðsþjálfarinn. skuli@mbl.is Sársvekktir landsliðsmenn eftir eins marks tap fyrir Dönum SPÁNVERJAR fóru heldur illa með heimsm er landslið þjóðanna mættust á æfingamót Spánverjar unnu með 28 mörkum gegn 1 höfðu undirtökin allan leikinn og voru 15:8 yfi var markahæstur hjá Spánverjum með 7/4 var með sex mörk. Hjá Þjóðverjum var fátt markahæstur var Jansen með 4 mörk. Þjóðverjar lögðu Portúgali á sama móti 26 Hens var atkvæðamestur með 6 mörk. Þjóðv Argentínu, 25:22, en það gerðu Spánverj Heimamenn voru einnig í essinu sínu þegar þ gölum og unnu 34:20 og urðu efstir í mótinu líklegir á HM í Króatíu, sem hefst á föstudag Í Frakklandi var sterkt mót þar sem Rús írmenn og Frakkar leiddu saman hesta sí sterkastir þar, lögðu sína mótherja og endu Rússa 32:30 eftir að hafa verið 16:13 yfir í hál sem voru 14.000, skemmtu sér hið besta yfir leik en áður höfðu Egyptar lagt Alsír 28:25. sk Spánverjar fór með meistaran Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is „Ég veit eiginlega ekki hvaða íþrótt við vorum að leika í fyrri hálf- leiknum, það var í það minnsta ein- hver allt önnur en við lékum í þeim síðari,“ sagði Kristján um fyrri hálf- leikinn á móti Tékkum í gærmorgun. Svo virtist í það minnsta sem ís- lensku leikmönnunum hefði gengið verr en Tékkunum að vakna því eftir að jafnt hafði verið á öllum tölum upp í 6:6 fór allt í baklás hjá íslenska liðinu. Tékkar gerðu þrjú mörk í röð, 9:6, en íslenska liðinu tókst að hanga í Tékkum og minnka muninn í eitt mark, 10:11. Þá kom aftur slæmur kafli þar sem Tékkar komust í 15:10 og 16:11 en á lokakafla fyrri hálfleiks tókst liðinu að gera þrjú mörk gegn einu marki Tékka og staðan í leikhléi var 17:14 fyrir Tékkana. Seinni hálfleikur byrjaði ekki vel Byrjunin á síðari hálfleik var ekki góð hjá íslenska liðinu því eftir rúm- lega fimm mínútna leik var staðan orðin 20:15 fyrir Tékka. En íslensku strákarnir voru ekki búnir að játa sig sigraða heldur tóku sig á og á næstu fimm mínútum náðu þeir að jafna, 21:21 og gerði Sigurður Ari Stefánsson þrjú mörk í röð eftir að hann kom í stöðu skyttunnar hægra megin. Eftir þetta var eftirleikurinn þeim tiltölulega auðveldur og þegar flautað var til leiksloka var sex stiga sigur staðreynd, 34:28. „Við vorum einum þremur mörk- um undir í hálfleiknum, enda vorum við alls ekki tilbúnir í þessum fyrri hálfleik. Síðan byrjuðum við skelfi- lega í síðari hálfleik en svo tóku strákarnir sig á og við jörðuðum Tékkana í síðari hálfleik,“ sagði Kristján þjálfari í samtali við Morg- unblaðið eftir leikinn í gær. „Vörnin small saman hjá okkur og í kjölfarið komu hraðaupphlaupin og nú var leikið með gamla góða ís- lenska hjartanu. Ég veit satt best að segja ekki hvað við vorum að gera í fyrri hálfleiknum, en sem betur fer tókum við okkur á og spiluðum vel í þeim seinni og náðum að sigra. Það er kosturinn við þetta að það er alltaf hægt að bæta sig. Þriðja sætið í þessu sterka móti er meira en maður hefði getað vonað.“ Ungir strákar fá reynslu „Við fórum í þetta mót til að gefa ungum strákum reynslu og ég held að það hafi tekist því við lékum erf- iðan leik við Serba, sem voru með sitt sterkasta lið enda á leið á HM. Síðan kom mikill baráttuleikur við Ivry, sem við unnum og síðan þessi leikur við Tékka í dag. Tékkarnir eru með blandað lið líkt og við. Um leið og við gáfum aðeins í og sýndum að við höfðum vilja til að vinna, þá brotnaði þetta hjá þeim. Tékkar eru með stóran og efnilegan markmann, Krupa, sem varði mikið frá okkur í fyrri hálfleik en svo lærðu strákarnir að skjóta á hann. Við breyttum líka vörninni í seinni hálfleik, Bjarni Fritzson fór út hægra megin og truflaði sóknarleik þeirra. Þá breyttist þetta okkur í hag. Við erum nefnilega ansi hreint erfiðir ef við höfum baráttuna og viljann til að vinna,“ sagði Kristján. Horfðu á Rússa og Frakka Eftir leikinn fór liðið og horfði á síðari hálfleikinn í úrslitaleik móts- ins, leik Túnisa og Serba. „Síðan ætlum við að fara í kvöld og horfa á leik Frakka og Rússa sem leika til úrslita í öðru móti hér í Frakklandi. Svo er flogið heim á morgun og von- andi koma strákarnir brosandi og fullir sjálfstrausts heim,“ sagði Kristján. Pálmar Pétursson stóð sig vel í markinu, hann varði 24 skot í leikn- um og Ólafur Haukur Gíslason, sem byrjaði í markinu, varði 8 skot. Morgunblaðið/Golli Sterkir Ólafur Guðmundsson, hinn 18 ára gamli FH-ingur, og Sigurgeir Árni Ægisson, varnarjaxl úr HK, vöktu athygli fyrir frammistöðu sína með B-landsliðinu í Frakklandi. Hér reynir Ólafur að skjóta framhjá Sigurgeir í deildaleik en Ólafur var skoraði fimm mörk gegn Tékkum í leiknum um bronsið í gær. „Betra en ég bjóst við“  B-landslið Íslands varð í þriðja sæti í Frakklandi  Ungir og efnilegir strákar koma heim reynslunni ríkari  Kristján þjálfari segist mjög ánægður með árangurinn ÍSLENSKA B-landsliðið í handknattleik gerði sér lítið fyrir og lagði B-lið Tékka í leik um þriðja sætið á sex liða móti í Frakklandi í gær. Hið unga og óreynda lið kemur því heim með bros á vör og bronspening að auki eftir frækna frammistöðu í Frakklandi. „Ég er mjög ánægður með þriðja sætið í þessu móti og það er eiginlega betri árangur en maður hafði þorað að vona svona fyr- irfram,“ sagði Kristján Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, eftir brons- leikinn, sem var snemma í gærmorgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.