Morgunblaðið - 12.01.2009, Page 5

Morgunblaðið - 12.01.2009, Page 5
Íþróttir 5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009 Grótta, undirstjórn Ágústs Jóhanns- sonar, er með tveggja stiga for- ystu á toppi 1. deildar karla í handknattleik eftir stórsigur á Þrótti úr Reykja- vík, 35:18, í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Grótta er með 20 stig en ÍR og Selfoss 18 stig hvort. Finn- ur Ingi Stefánsson og Arnar Freyr Theodórsson skoruðu 8 mörk hvor fyrir Gróttu og Þórir Jökull Finn- bogason 6. Hjá Þrótturum var Frið- geir Jónsson atkvæðamestur með 5 mörk og þeir Runólfur Jónsson og Sveinn Höskuldsson gerðu 4 hvor.    Veigar Páll Gunnarsson, lands-liðsmaður í knattspyrnu, er kominn til Nancy í Frakklandi þar sem hann skrifðai nýverið undir samning. Hann átti að vera meðal áhorfenda á leik Nancy og Nice í frönsku deildinni og þá átti að nota tækifærið og kynna til sögunnar. Ekkert varð hins vagar af leiknum þar sem dómarinn úrskurðaði völl- inn óleikfæran rétt um klukkutíma áður en hann átti að flauta til leiks.    Norðmenn sigruðu á sínu árlegaPosten-móti í handknattleik sem lauk í gær. Þeir lögðu Svía í hreinum úrslitaleik í gærkvöldi með 28 mörkum gegn 25. Eitthvað hefur líklegast gengið á í Håkonshöllinni í Lillehammer því Svíar voru 16:12 yfir í leikhléi. Í leik um þriðja sætið hafði Noregur B betur gegn Kuveit, einnig 28:25. Áhorfendur á úrslita- leiknum voru ekki nema 1.532, en höllin tekur 12.000 áhorfendur.    Kristian Kjelling var atkvæða-mestur í liði Norðmanna í sigri þeirra á Svíum, skoraði 11 mörk og Håvard Tvedten átti einnig fínan leik og gerði 7 mörk. Annars skor- uðu átta leikmenn fyrir Noreg í leiknum.    Hjá Svíumsáu tíu leik- menn um að skora og þeirra atkvæðamestur var Lukas Karls- son sem gerði 7 mörk. Næstir komu þeir Kim Andersson og Jonas Larholm, en hvor um sig gerði fjögur mörk. Fjórir sænskir leikmenn fóru útaf í tvær mínútur hver en hjá Norð- mönnum var það bara Erlend Ma- melund sem fékk að hvíla sig í tví- gang. Fólk sport@mbl.is GRÓTTA vann mikilvægan sigur gegn Fylki 25:22 í 1. deild kvenna í handknattleik á laugardaginn. Ís- landsmeistarar Stjörnunnar unnu HK 34:23 og Fram sigraði FH 28:23 á útivelli. Með sigrinum komst Fram í 4. sæti deildarinnar með tíu stig. Jafnmörg og FH en Fram á leik til góða. Grótta var í næst neðsta sæti deildarinnar fyrir leiki helgarinnar en komst upp að hlið HK með átta stig. Fylkir hafði yfir í hálfleik 14:11 en Grótta skellti í lás í vörn- inni í síðari hálfleik og uppskar mörg mörk úr hraðaupphlaupum: ,,Í byrjun síðari hálfleiks þá small vörnin hjá okkur og ég held að þær hafi ekki skorað nema fjögur mörk á fyrstu tuttugu mínútunum í síðari hálfleik. Sóley Halldórsdóttir varði mjög vel í markinu hjá okkur og við fengum mörg hraðaupphlaup á þessum leikkafla,“ sagði Magnús Jónsson, þjálfari Gróttu, í samtali við Morgunblaðið. Magnús neitar því ekki að þó svo Grótta hafi verið í næst neðsta sæti þá sé ekki svo fjarlægt markmið fyrir Gróttu að ná fjórða sætinu og komast í úr- slitakeppnina: ,,Við töluðum um það eftir jólafríið að það væri kannski ekki óraunhæft að stefna á fjórða sætið. En það er ekkert í hendi ennþá. Við ætlum bara að passa að missa liðin ekki of langt frá okkur sem eru fyr- ir ofan í töflunni.“ kris@mbl.is Mikilvægur sigur hjá Gróttu gegn Fylki meistara Þjóðverja ti í handknattleik. 7, en heimamenn fir í hálfleik. Garcia mörk og Romero um fína drætti en :21 þar sem Pascal verjar lögðu einnig jar einnig, 37:18. þeir mættu Portú- u og virðast til alls ginn. sar, Egyptar, Als- ína. Frakkar voru uðu á því að vinna lfleik. Áhorfendur, góðum handbolta- kuli@mbl.is ru illa na Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sigursæll Claude Onesta þjálfari Frakka náði að sigrast á Rússum á mótinu sem lauk í París í gær. Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is „Þetta var dálítið kaflaskiptur leikur hjá okkur á móti Bosníu. Við byrj- uðum ágætlega en síðan komast þeir einum fjórum mörkum yfir. Við náð- um að jafna og vorum 19:17 yfir í hálf- leik. Við héldum síðan forystunni all- an síðari hálfleikinn og sigurinn var tiltölulega öruggur þó svo við yrðum að sjálfsögðu að hafa fyrir hlutunum,“ sagði Guðmundur. Þreyttir eftir mikið álag Hann sagði mikla þreytu í mann- skapnum eftir sex leiki á átta dögum. „Það er gríðarleg þreyta í mann- skapnum enda búið að keyra þetta nokkuð stíft síðustu vikuna. Það sást greinilega á leik manna og svo urðum við að hvíla Ásgeir Örn [Hall- grímsson] og Loga Geirsson mikið auk þess sem Ingimundur Ingimund- arson var ekki alveg heill þannig að við ákváðum að hvíla hann. Megnið af síðari hálfleiknum vorum við með Sturlu [Ásgeirsson] og Þóri [Ólafsson] í hornunum og Sig- urbergur [Sveinsson] og Rúnar [Kárason] voru skyttur og Valdimar Þórsson leikstjórnandi en hann var nú með liðinu í fyrsta sinn. Þetta eru ekki menn sem hafa spilað mikið með íslenska landsliðinu en þeir stóðu sig vel þannig að ég er sáttur. Eins og ég segi þá var þetta ekki besti leikur sem íslenska landsliðið hefur spilað en við náðum þó að vinna og það skiptir öllu máli. Við gerðum það sem við þurftum og ég er ánægð- ur með það,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að leikin hefði verið flöt vörn lengst af. „Við lentum aðeins í vandræðum með þá í lokin og þá breyttum við í 5+1 og það riðlaði sókninni hjá þeim og gerði út um leik- inn,“ sagði Guðmundur. Á sama tíma og landsliðið lék í Danmörku var 2012-landsliðið að krækja sér í bronsverðlaun á móti í Frakklandi. „Með þessu erum við að stækka hópinn sem við höfum yfir að ráða. Með þessu breikkum við þann hóp sem við höfum úr að velja hverju sinni. Auðvitað hefði maður viljað hafa alla okkar sterkustu leikmenn með, en maður sér það ekki fyrir hálfu ári áður þegar svona lagað er ákveðið, að það vanti einhverja átta eða níu menn frá Ólympíuleikunum.“ Yngri og óreyndari fá tækifæri „Yngri og óreyndari leikmenn fá því tækifæri og það er auðvitað bara af hinu góða. Nú sér maður hvar þeir standa og eins reyndum við nýjar leikaðferðir og það er það sem við fáum fyrst og fremst út úr svona mót- um. Við Kristján [Halldórsson þjálfari 2012-liðsins] funduðum áður en við fórum í þessar ferðir þannig að við er- um með samræmingu á því sem verið er að gera, bæði í vörn og sókn. Mark- miðið með því er að þegar við tökum nýja menn inn í landsliðið þekki þeir til þess sem verið er að gera. Eins eru öll leikkerfin inni á „Sideline“ og að- gengileg þar fyrir strákana. Við erum að hugsa til framtíðar með þessu og vitum að það tekur tíma fyrir menn að komast í alþjóðlegan gæðaflokk,“ segir Guðmundur. „Sáttur við frammi- stöðuna í mótunum“  Íslenska landsliðið vann Bosníu og endaði í öðru sæti í Danmörku  Mikil þreyta í mannskapnum eftir sex leiki á átta dögum  Yngri menn fengu tækifæri „ÉG er ánægður með heildina í þessu hjá okkur og sáttur við frammistöðuna á þessum tveimur mótum,“ sagði Guð- mundur Guðmundsson, landsliðsþjálf- ari í handknattleik, eftir 33:31 sigur á Bosníu á Danmerkurmótinu í gær. Tveir sigrar og naumt tap gegn Dönum var niðurstaðan og annað sætið. Íslenska liðið lék ekkert sérstaklega vel í gær, enda talsverð þreyta komin í mannskap- inn, auk þess sem mikil forföll voru hjá liðinu. Þetta var fyrsti A-landsleikur Ís- lands gegn Bosníu frá upphafi Morgunblaðið/Golli Reyndur Róbert Gunnarsson var einn af fáum lykilmönnum úr íslenska landsliðinu frá Ólympíuleikunum í Peking sem léku með liðinu á mótunum tveimur í Svíþjóð og Danmörku. Róbert skoraði 6 mörk gegn Bosníumönnum í gær. Í HNOTSKURN »Samræmdar aðgerðireru hjá þjálfurum 2012 landsliðsins og A-landsliðs- ins, Kristjáni og Guðmundi. »Leikmenn þekkja þvíkerfin og annað þegar þeir eru kallaðir í lands- liðið. »Annað sætið í Danmörkuog brons í Frakklandi eftir tvo sigurleiki í gær er vel viðunandi árangur. Danmörk – Ísland 30:29 Silkeborg, Danmörku, alþjóðlegt hand- knattleiksmót karla, laugardaginn 10. jan- úar 2009. Gangur leiksins: 1:3, 4:7, 7:7, 12:9, 14:12, 16:15, 18:15, 22:19, 27:22, 29:25, 30:29. Mörk Danmerkur: Anders Eggert Jensen 9/2, Mads Ö. Nielsen 5, Michael V. Knud- sen 4, Torsten Laen 3, Jesper Jensen 3, Klavs H. Bruun Jörgensen 3, Bo Speller- berg 2, Hans Lindberg 1. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Íslands: Logi Geirsson 9/2, Þórir Ólafsson 5, Rúnar Kárason 5, Ásgeir Örn Hallgrímsson 4, Sturla Ásgeirsson 3, Ró- bert Gunnarsson 2, Ragnar Óskarsson 1. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 8, Magnús Gunnar Erlendsson 2. Utan vallar: 6 mínútur. Áhorfendur: 2.262. Bosnía – Ísland 33:31 Randers, Danmörku, alþjóðlegt handknatt- leiksmót karla, sunnudaginn 11. janúar 2009 Gangur leiksins: 19:17, 33:31 Mörk Íslands: Sturla Ásgeirsson 7, Róbert Gunnarsson 6, Valdimar Þórsson 5, Rúnar Kárason 5, Sigurbergur Sveinsson 4, Þórir Ólafsson 3, Logi Geirsson 2 og Vignir Svav- arsson 1. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.