Morgunblaðið - 30.01.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.01.2009, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2009 Stórkostlegt meistaraverk frá leikstjóra Moulin Rouge! SÝND Í SMÁRABÍÓI Sími 564 0000 Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is - S.V., MBL Bráðskemmtileg mynd þar sem heimur galdra og ævintýra lifnar við Sýnd kl. 4 SÝND Í SMÁRABÍÓI 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! HEIMILDAMYND EFTIR FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON - DÓRI DNA, DV - K.G., FBL - Ó.T.H., RÁS 2 - S.V., MBL BORGARBÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, MEÐAN AÐRIR FYLGDU SKIPUNUM... FYLGDI HANN SAMVISKU SINNI MEÐ STÓRLEIKURUNUM KENNETH BRANAGH, BILL NIGHY, TOM WILKINSON,TERENCE STAMP OG EDDIE IZZARD. METNAÐARFULLT STÓRVIRKI FRÁ LEIKSTJÓRA THE USUSAL SUSPECTS UM MORÐTILRÆÐI Á HITLER MEÐ TOM CRUISE Í AÐALHLUTVERKI. - S.V., MBL - L.I.L.,TOPP5.-FBL.IS -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:20 3 - S.V. Mbl. - K.H.G., DV Sý d kl. 5:45, 8 og 10:20 Sýnd kl. 4 Sýnd kl. 4 Valkyrie kl. 5:30 - 8 - 10:30 DIGITAL B.i. 12 ára Valkyrie kl. 5:30 - 8 - 10:30 DIGITAL LÚXUS Skógarstríð 2 kl. 3:45 550 kr. f. börn, 650 kr. f. fullorðna LEYFÐ Underworld 3 kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára Villtu vinna milljarð kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Australia kl. 8 B.i. 12 ára Sólskinsdrengurinn kl. 5:30 LEYFÐ Skoppa og Skrýtla í bíó kl. 4 DIGITAL LEYFÐ SÝND Í SMÁRABÍÓI, BORGARBÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI BÚI OG ELLI ERU KOMNIR AFTUR Í BRJÁLÆÐUM ÆVINTÝRUM OG NÚ ERU ÞAÐ HÚSDÝRIN GEGN VILLTU DÝRUNUM! Sýnd kl. 6, 8 og 10 POWERSÝNING POWERSÝNING KL. 10 Á STÆRSTA TJALDI LANDSINS MEÐ DIGITAL MYND OG HLJÓÐI Mér þykir alltaf gaman þeg-ar fólk deilir ánægjulegriupplifun með öðrum. Því hef ég ákveðið að rita hér um sjón- varpsþættina Flight of The Conchords. Upplifun mín af því að horfa á fyrstu þáttaseríu af þeim var nefnilega einkar ánægjuleg, svo ánægjuleg að ég grenjaði af hlátri í orðsins fyllstu merkingu.    Í þáttunum segir frá Nýsjálend-ingunum Jemaine Clement og Bret McKenzie (þeir leika útgáfu af sér sjálfum) sem skipa bandið Flight of the Conchords. Þeir eru að reyna að koma sér á framfæri í New York með aðstoð umboðs- mannsins misheppnaða Murray og með ráðum kvennagullsins Dave. Þrátt fyrir að allt gangi sveitinni í óhag eiga þeir þegar orðið einn aðdáanda, hina óþolandi Mel sem situr um þá á hverju götuhorni. Hver dagur hjá Bret og Jemaine líður í óttalegum slæpingi þar sem þeir fara á hljómsveitarfund til Murray, sem vinnur í sendiráði Nýja-Sjálands í Bandaríkjunum, leitast við að bæta ímynd sína og heilla stelpur. Uppátæki þeirra eiga engan sinn líka, t.d. þegar Bret tekur upp á því að gera hjálm sem lítur út eins og hár eða þegar Murray gerir tónlistarmyndband í anda Lord of the Rings. Sakleysi þeirra og aulaskapur kemur þeim samt yfirleitt í vandræði og lítið þokast í átt til frægðar og frama hjá bandinu. Inn í hvern þátt er svo fléttað lögum með „fönkí“ mynd- böndum sem eiga oft fyrirmyndir í ódýrum myndböndum níunda ára- tugarins. Þættirnir eru meira en lít- ið súrir eins og sagt er og fengu mig til að hlæja hærra, meira og lengur en t.d. Little Britain, Office, Extras, Klovn, Family Guy og South park, en ef þú fílar ekki ofan- greinda þætti mun Flight of the Conchords líklega ekki höfða til þín.    Dúóið Flight of the Conchordshóf feril sinn árið 1998 þegar Bret og Jemaine voru herberg- isfélagar í Victoria-háskólanum í Wellington. Þeir urðu fljótt vinsæl- ir innan ákveðins hóps í sínu heima- landi og er raunveruleg velgengni Flight of the Conchords ekki eins slæm og í sjónvarpsþáttunum. Bret og Jemaine hafa frá upphafi verið eftirsóttir sem uppistandarar þar sem þeir flytja grínlög með sögu- stund inni á milli. Árið 2004 fengu þeir útvarpsþátt á BBC sem snerist um leit bandsins að frægð og frama í London. Sú þáttasería vann til Bronze Sony-útvarpsverðlaunanna.    Sjónvarpsganga Flight of theConchords hófst svo 2007 í Bandaríkjunum þegar HBO bauð þeim sinn eigin þátt. Þá höfðu þeir bæði komið fram hjá David Let- terman í Late Show og í Late Night with Conan O’Brien. Sjónvarpsþátturinn náði strax flugi og voru þeir tilnefndir til tvennra Emmy-verðlauna fyrir fyrstu þáttaseríuna auk þess sem Entertainment Weekly nefndi Flight of the Conchords sjöunda besta sjónvarpsþáttinn 2007. Í október það ár sendu þeir frá sér sína fyrstu plötu The Distant Future og hlutu fyrir hana Grammy-verðlaun fyrir bestu grín- plötuna. Áætlað er að 14. apríl 2009 komi út önnur plata dúósins í fullri lengd. Önnur þáttaröð Flight of the Conchords fór í loftið í Bandaríkj- unum 19. janúar og býð ég spennt eftir að komast yfir hana. Fyrir þá sem grafa þættina ekki upp á net- inu skora ég á hérlendar sjónvarps- stöðvar að sýna þá því fátt yrði betra fyrir landann en að fá harð- sperrur í magann af hlátri. ingveldur @mbl.is Fyndnir og furðulegir Nýsjálendingar Ingveldur Geirsdóttir » Þrátt fyrir að alltgangi sveitinni í óhag eiga þeir þegar orðið einn aðdáanda, hina óþolandi Mel sem situr um þá á hverju götu- horni. Flight of the Conchords Bret og Jemaine með Murray umboðsmanni. Þarna ákveður Bret að fá sér vinnu við að halda uppi skiltum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.