Morgunblaðið - 30.01.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.01.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2009   Áskrifendur Morgunblaðsins fá miðann á 700 kr frumsýningarhelgina gegn framvísun þessa miða. 5ÓSKARSVERÐLAUNA ©TILNEFNINGAR BESTI LEIKARI Í AUKAHLUTVERKI Philip Seymour Hoffman BESTA LEIKKONA Í AUKAHLUTVERKI Amy Adams BESTA LEIKKONA Í AUKAHLUTVERKI Viola Davis BESTA HANDRIT BESTA LEIKKONA Meryl Streep „EXPECT FIREWORKS! THE ACTORS COULD NOT BE BETTER“ „MERYL STREEP GIVES THE PERFORMANCE OF THE YEAR. A MAGNIFICENT FILM“ MIÐINN Á AÐEI NS 700 KR. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÞAÐ sem við kvörtuðum yfir var að við vor- um búin að reyna í marga mánuði að fá fráfar- andi ríkisstjórn til að taka ákvarðanir, sér- staklega í þeim málum sem við erum að tala um, og það var ekki gert. Okkar þolinmæði einfaldlega brast,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, spurður hvernig hann meti árangur fráfarandi stjórnar í glímunni við aukið atvinnuleysi og greiðslu- vanda heimilanna í landinu. Gylfi segir ASÍ tilbúið til að aðstoða næstu ríkis- stjórn við að bregðast við þessum alvarlega vanda. „Við teljum að það séu möguleikar til þess ef vilji er til þess á Alþingi að setja kraft í málin, þrátt fyrir þær aðstæður að það séu að fara í gang kosningar. Við munum þá vera tilbúin að setjast niður til viðræðna og leggja þá þunga áherslu á að það verði traustir menn sem geri það, vegna þess að málið er einfaldlega of brýnt til þess að hægt sé að bíða eftir niðurstöðum kosninganna.“ Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins (SA), segir að þótt „ótímabært sé að kveða upp dóma fyrir- fram“ um áherslur komandi stjórnar í efnahagsmálum fagni hann þeim áformum að endurskoða samningana við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF), enda hafi fráfarandi stjórn þar ekki haldið vel á málum. Vextir verði lækkaðir Samtök atvinnulífsins leggi nú einkum áherslu á að vextir verði lækkaðir, að gjald- eyrishöftin verði afnumin, að bankarnir verði endurreistir, svo þeir geti þjónað íslenskum viðskiptavinum, með því að „bakka úr núver- andi ríkisbankafyrirkomulagi“, auk aðgerða til að sporna gegn auknu atvinnuleysi. Hann vilji sjá að erlendir aðilar eignist bankana. Þolinmæði Alþýðusambandsins brast Gylfi Arnbjörnsson  Forseti ASÍ segir sambandið hafa beðið mánuðum saman eftir aðgerðum af hálfu fráfarandi stjórnar  Framkvæmdastjóri SA kveðst fagna því ef ný ríkisstjórn hyggst endurskoða samningana við IMF Vilhjálmur Egilsson „MAÐUR vonar að það verði tek- ið á þessum erf- iðustu málum. Þau hljóta að vera stjórn Seðlabankans og efnahagsmálin og að málefni al- mennings fái for- gang. Ég reikna með að það verði lögð áhersla á velferðarmál og mið- að við stefnuskrár flokkanna ætti það að vera,“ sagði Silja Bára Óm- arsdóttir, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands þegar hún var spurð álits á stjórnarmynd- unarviðræðum. Hún er stödd er- lendis en hefur fylgst með fréttum af viðræðunum. Silja Bára sagði að sér þætti raunar svolítið skondið að rík- isstjórn sem væri ætlað að sitja í um 90 daga skyldi taka sér fimm daga til að semja um samstarfið. Eðlileg kynjaskipting Silju Báru þótti eðlilegt að lögð væri áhersla á jafna kynjaskiptingu í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna í ljósi áherslna og bakgrunns þessara flokka. Í þess- um tveimur flokkum væri einnig stór hluti þeirra kvenna sem sitja á Alþingi. Því ætti ekki að vera erfitt að finna hæfar konur til ráðherra- starfa. gudni@mbl.is Áhersla á velferð- armálin Ætti ekki að vera erfitt að finna konur Silja Bára Ómarsdóttir „ÉG lýsti ekki stuðningi við áætlunina en sagði að almennt væri það skoðun mín að ef það væri markaður fyrir hvalkjötið þá ætti að nýta þá auðlind,“ sagði Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsókn- arflokksins, um afstöðu sína til þeirrar ákvörðunar Einars K. Guðfinnssonar, fráfarandi sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, að heimila veiðar á allt að 150 langreyðum og 100 hrefnum á ári næstu 5 árin. „Ég verð hins vegar að játa að í öllu þessu stappi sem maður hefur staðið í og þessum hugsanlegu stjórnarmyndunarviðræðum þá hef ég ekki náð að kynna mér al- mennilega þessa áætlun hans eða hvernig hún er metin útfrá selj- anleika hvalkjötsins og ráðgjöf í fiskveiðistjórnun,“ segir Sigmund- ur. baldura@mbl.is Vill veiðar ef kjötið selst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.