Morgunblaðið - 30.01.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.01.2009, Blaðsíða 32
32 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2009 Fólk Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA er sprottið af einhverjum misskilningi,“ segir Elísabet Linda Þórðardóttir, fram- kvæmdastjóri Söngvakeppni Sjónvarpsins, þegar hún er spurð út í þann orðróm að símakosningin á laugardögum sé ekki sýnd í beinni útsendingu, og sé þar með svindl. Á þetta minnist m.a. Jens Guð á bloggsíðu sinni, og vísar þar í annað blogg þar sem því er haldið fram að barn sem sást í símakosning- unni síðasta laugardag hafi í raun verið er- lendis þegar þátturinn var sendur út. „Einhverra hluta vegna var einhver kona úti í bæ sem hélt að annað barnið sem af- henti umslagið með úrslitunum síðast væri í út- löndum. En það var bara misskilningur og að sjálfsögðu er þetta í beinni útsendingu, það segir sig bara sjálft. Höfundarnir væru örugglega ekki til í að taka þátt í þessu ef þetta væri eitthvert stórt plat,“ segir Elísabet og bætir því við að þótt ekkert „beint“-merki sjáist undir merki Sjón- varpsins í útsendingu þurfi það alls ekki að þýða að þátturinn sé ekki í beinni. Hún vísar því öllum ásökunum um svindl á bug. „Það er líka einfaldasta mál í heimi að sann- reyna það, við erum náttúrulega með 150 manns í myndverinu hjá okkur á laugardags- kvöldum og það fólk getur allt staðfest þetta.“ Símakosningin er víst sýnd í beinni útsendingu  Sjónvarpsstöðin Skjár einn virð- ist vera í nokkurri sókn þessa dag- ana þrátt fyrir að hart sé í ári. Þannig hafa nýir íslenskir þættir þegar verið boðaðir, til dæmis Nýtt útlit og Fyndnar fjölskyldumyndir, auk þess sem þau Sölvi Tryggva- son og Gunnhildur Arna Gunn- arsdóttir hafa þegar hafið störf við nýjan umræðuþátt, Málefnið. Skjár einn ætlar ekki að láta þar við sitja heldur nýta krafta Sölva enn frekar, en eins og margir ef- laust muna var hann rekinn frá Stöð 2 um áramótin. Þannig mun Sölvi stýra nýjum spjallþætti sem hefur hlotið hið einfalda vinnuheiti Spjallið, en fyrsti þáttur fer vænt- anlega í loftið laugardagskvöldið 21. febrúar kl. 20. Þar verður á ferðinni sambland af skemmti- og þjóðmálaþætti og herma fregnir að þátturinn verði því eins konar blanda af Loga í beinni og Larry King Live. Ekki slæmt það! Sambland af Loga í beinni og Larry King  Eins og sagt var frá á þessum stað í síðustu viku stökk Erpur Ey- vindarson (Blazroca) heim til sín í miðjum þriðjudags-mótmælunum til að taka upp eitt stykki bylt- ingaróð sem mótmælin blésu hon- um í brjóst. Fjölmargir urðu þess heiðurs aðnjótandi að fá smávegis forsmekk að því frá höfundinum sjálfum þar sem hann stóð upp við styttuna af Jóni Sigurðssyni en þá var það strax ljóst að lagið yrði engin vögguvísa. Óðurinn var send- ur fjölmiðlum í gær ásamt texta lagsins og óhætt er að segja að Erp- ur reiði hátt til höggs í laginu og fá útrásarvíkingarnir heldur betur að finna fyrir hárbeittri þjóðfélags- gagnrýninni sem í laginu er að finna. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort hraði „byltingarinnar“ hafi gert blóðheitum listamönnum dálitla skráveifu því nú sýnist manni að Erpur og Bubbi verði að beina reiðinni í farveg fagnaðar og farsældar. Eða hvað? Byltingaróður að byltingu lokinni Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is SIGURÐUR Guðjónsson myndlist- armaður var mikilvirkur í upp- haflegu dauðarokkssenunni hér- lendis um og upp úr 1990 sem meðlimur í hljómsveitinni Cranium. Dauðarokkið hefur verið honum innblástur í myndlistarverkum en með nýjasta verki sínu, Svo auðs verði gætt, setur hann það í algeran forgrunn. „Það má segja að ég sé að rann- saka þessa tónlist í opnu ferli með þessari sýningu,“ útskýrir Sigurður. „Með áherslu á alla þá hliðarvinkla sem henni fylgja. Og þá er ég ekki bara að tala um ímyndirnar sem henni fylgja, heldur reyni ég að fara alla leið að kvikunni. Hvað eru þess- ir tónlistarmenn t.d. að hugsa þegar þeir semja lög, út frá hvaða kerfi eru þeir að vinna?“ Sigurður segist t.a.m. hafa byggt myndbandsverk sín upp á sama hátt og lagasmíðar sínar fyrir Cranium. Margir leggja hönd á plóg svo hægt sé að þokast nær þessum kjarna en Gísli Sigmundsson, fyrr- verandi leiðtogi Sororicide, mun DJ-a, Ingólfur Ólafsson, söngvari Severed Crotch, verður með gjörn- ing og ýmsir aðilar sem tengjast öfgarokki gömlu sem nýju koma að sýningunni. Verkið er þannig einslags tilraun og gestir ganga í raun inn í miðja framleiðslu þess og gerast hluti af því. Allt verður filmað og hljóðritað og svo verður unnið með það áfram en sýningin á morgun er fyrsti hluti af þremur. Aðrir hlutar munu eiga sér stað í Vogum á Vatnsleysu- strönd og Bergen í Noregi og verk- efnið verður svo sýnt í heild sinni í Reykjavík í lok árs 2010. „Ég lýk þessu með stórsýningu þar sem m.a. ný plata með Cranium verður kynnt til sögunnar en bandið er að koma saman aftur og þá verður heimildarmynd um íslenskt dauða- rokk frumsýnd.“ Sigurður segir þá miklu grósku sem er í íslensku dauðarokkssen- unni í dag hafa verið mikinn hvata að þessu. Aðspurður hvort gestir eigi von á mikilli grótesku segir Sig- urður að það sé ómögulegt að segja. „Ég árétta að það er mikil fegurð bundin í þessa annars skuggalegu list og eru dauði, draumar og heil- agleiki ákveðin minni sem ég er m.a. að slægjast eftir.“ Flutningur verksins hefst kl. 20 á morgun, laugardag, í Nýló. Safnið er á Laugavegi 26 (Grettisgötu- megin). Dauðadraumar  Sigurður Guðjónsson tekst á við dauðarokkið í Nýló á laugardagskvöldið  Tilraun til að komast að kjarna þess, segir listamaðurinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvað er dauðarokk? Sigurður Guðjónsson leggst í djúprannsókn á þessu öfgakennda tónlistarformi á morgun. Lýstu sjálfum þér (að Íslendingasagna sið). Stirfinn maður og fátalaður, enginn veifiskati við alþýðu; gerðist ölkær og varð málóði öls við pel. Eru þessar Íslendingasögur ekki bara hund- leiðinlegt torf? Hræðilegt, hræðilegt, þetta er eins og herða- kistill á þjóðinni. Hvernig líst þér á væntanlega vinstri stjórn? Ég vil bara fá Hannibal, eða Lúðvík Jós- efsson. Hver er hinn íslenski Obama (framtíð- arleiðtoginn) (spyr síðasti aðalsmaður, Anna Svava Knútsdóttir leikkona)? Ýmsir koma til greina. Þó ekki Ástþór. Bítlarnir eða Stones – eða kannski Small Fa- ces? Það er sami rassinn undir þeim öllum! Wham! eða Duran Duran? Báða. Beint á haugana. Hvaða persónu úr Sturlungu áttu mesta sam- leið með? Ég hefði gjarnan fylgt Aroni Hjörleifssyni til Rómar og Érúsalem. Hver er þinn helsti kostur sem knatt- spyrnumaður? Ef boltinn rúllar eftir línu andstæðinganna, þá er ég þar. Tekurðu afrit af skjölunum sem þú skrifar? Já, yfirleitt nokkur þúsund. Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálfan þig? Að ég er trúlega vonlaus „Aðalsmaður“. Eigum við (Íslendingar) von? Það vona ég. Hver er stórkostlegasta kvikmynd allra tíma? Another Fine Mess með Stanley Arthur Jef- ferson og Oliver Norwell Hardy. En hljómplata? Oft má saltkjöt liggja. En bók? Það er ekki búið að skrifa hana. Hvers viltu spyrja næsta viðmæl- anda? Af hverju ertu að láta etja þér á þetta forað? EINAR KÁRASON AÐALSMAÐUR VIKUNNAR ER EINN AF MIKILHÆFUSTU RITHÖFUNDUM ÞJÓÐARINNAR, SJÁLFUR EINAR KÁRASON, EN Í VIKUNNI VORU HONUM VEITT ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNIN FYRIR BÓK SÍNA OFSA. Sigurður stofnaði hljómsveitina Cranium árið 1990 ásamt Ófeigi Sigurðssyni (rithöfundi). Síðar áttu Egill Tómasson (tónleikahald- ari), Bjarni Grímsson, (ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður), og Árni Sveinsson, (kvikmyndagerð- armaður og plötusnúður), eftir að slást í hópinn. Þannig skipuð tók sveitin upp kassettuna Abduction (1993) sem inniheldur séríslenskt dauðarokk; kalt og grimmúðlegt. „Eitt af því sem ég er að rannsaka með sýningunni er einmitt íslenskt dauðarokk,“ segir Sigurður. Cranium Veturinn grimmi Cranium, 1993. Ekkert svindl Þær Ragnhildur Steinunn og Eva María eru alltaf í beinni útsendingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.