Morgunblaðið - 02.02.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.2009, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2009 RV U N IQ U E 01 09 03 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Lengri opnun artími í verslu n RV Opið m án. til fös. frá 8.00 til 19.00 Lauga rdaga frá 10.0 0 til 17. 00 Rekstrarvörur - fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili, sem vilja spara og hagræða! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Ný ríkisstjórn RAGNA Árnadóttir, nýr dómsmála- ráðherra, er ekki sú fyrsta í fjöl- skyldunni til að leggja fyrir sig stjórnmál. Það vill nefnilega svo til að langafi hennar, Jón Sigfússon, var bæjarstjóri í Neskaupstað. Á unglingsárunum dró ævintýra- þráin Rögnu norður til Akureyrar, þar sem hún bjó hjá afa sínum og ömmu, þeim Ragnari Jóhannessyni og Rögnu Jónsdóttur, á meðan hún stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri. Þaðan útskrifaðist hún 1986 og hélt svo í Há- skóla Íslands, þar sem hún lauk lögfræðiprófi árið 1991. Átta árum síðar, árið 1999, lauk hún svo meist- aranámi í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi. Ragna segist ekki hafa getað vikið sér undan starf- inu. „Náttúrlega fylgir þessu gífurleg ábyrgð. Þetta er óvenjulegt skref að taka fyrir embættismann í stjórn- arráðinu. Ég taldi mig ekki geta skorast undan þessu, enda er ég ráðin á grundvelli hæfni minnar,“ segir Ragna, og bætir því við að ekki hafi spillt fyrir að í dómsmálaráðuneytinu starfi ákaflega gott fólk. Ragna er gift Magnúsi Björnssyni og eiga þau tvær dætur, Brynhildi og Agnesi Guðrúnu. baldura@mbl.is Ævintýraþráin togaði í norður Langafinn var bæjarstjóri Ragna Árnadóttir ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir, nýr ráðherra félags- og trygginga- mála, hefur nú náð þeim áfanga með föðurafa sínum, Bjarna Ásgeirssyni, að verða ráðherra. Bjarni, faðir Jóhannesar, föður Ástu Ragnheiðar, var landbúnaðar- ráðherra í ráðuneyti Stefáns Jóhanns Stefánssonar frá 4. febrúar 1947 til 6. desember 1949. Fór Bjarni einnig með orkumál. Ásta Ragnheiður lauk stúdents- prófi frá MR árið 1969 og lagði svo stund á nám í félags- vísindum og ensku við Háskóla Íslands 1969-1973. Að því loknu lauk hún þýskunámskeiði í Lindau í Þýskalandi 1967 og leiðsögumannanámskeiði árið 1979 í Háskóla Ís- lands og á Spáni. Hún hefur líkt og Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra starfað sem flugfreyja, nánar til- tekið hjá Loftleiðum 1969-1972. Hún hefur síðan starfað sem kennari, dagskrárgerðarmaður og fararstjóri er- lendis. Hún hefur verið alþingiskona í Reykjavík frá 1995, tók fyrst sæti fyrir Þjóðvaka, svo Samfylkingu. „Ég bara nálgast öll þessi verkefni framundan af auð- mýkt. Ég hef verið á velferðarvaktinni í stjórnmálum alla tíð og þess vegna er það mjög ánægjulegt að geta unnið að þessum málum,“ segir hún.  Meira á mbl.is Fetar í fótspor föðurafa síns Mun fara með félagsmálin Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is RÁÐHERRAR fráfarandi ríkisstjórnar mættu brúnaþungir á síðasta ríkisráðsfund hennar á Bessastöðum klukkan 17 í gær. Fundurinn stóð yfir í rúmlega hálfa klukku- stund. Geir H. Haarde, fráfarandi forsætis- ráðherra, var fjarverandi. Hann flaug til Amsterdam í Hollandi í gær og mun leggjast þar inn á sjúkrahús í dag. Þar gengst hann undir aðgerð vegna krabbameins í vélinda. Að fundinum loknum sóttu bílstjórar ráð- herranna þá einn af öðrum upp að dyrum Bessastaða og keyrðu á brott. „Jæja, farin út í frelsið,“ sagði Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, fráfarandi menntamálaráðherra, þegar hún kom út af Bessastöðum og steig upp í ráðherrabifreið sína. Ný ríkisstjórn á fyrsta ríkisráðsfundi Andrúmsloftið var öllu léttara þegar ný ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kom á sinn fyrsta ríkisráðsfund á Bessastöðum klukkan 18. Ráðherrar mættu brosmildir til Bessastaða. Steingrímur J. Sigfússon, nýr fjármála-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, skar sig nokkuð úr við komuna að Bessastöðum. Hann kom sjálfur akandi á um 30 ára gam- alli grænblárri Volvo-bifreið. Þegar allir nýju ráðherrarnir höfðu ritað nöfn sín í gestabók Bessastaða, eins og að- stoðarmenn forseta Íslands lögðu mikla áherslu á, héldu þeir inn í fundarherbergi lokað fréttamönnum. Þar inni heyrðust hlátrasköll óma. Fundurinn stóð yfir í rúm- an hálftíma og eftir hann voru teknar ljós- myndir af nýbakaðri ríkisstjórn fyrir utan Bessastaði. Að því loknu héldu nýju ráðherrarnir yfir í ráðuneytin þar sem lyklaskipti fóru fram. Nýtt fólk tók við lyklum í öllum ráðuneytum nema utanríkisráðuneytinu. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir mun færa eftirmanni sínum, Össuri Skarphéðinssyni, lyklana að ráðu- neytinu í dag en Össur verður áfram iðn- aðarráðherra. Morgunblaðið/Árni Sæberg Menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir tók við lyklum úr hendi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjármálaráðherra Árni Mathiesen og Steingrímur J. Sigfús- son voru kátir við lyklaskiptin að fjármálaráðuneytinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjávarútvegsráðherra Þá lá leið Steingríms í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið á fund Einars K. Guðfinnssonar. Ljósmynd/Helgi Már Arthursson Heilbrigðisráðherra Ögmundur Jónasson þáði lykla sína frá forvera sínum Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Ljósmynd/Guðmundur H. Guðmundsson Umhverfisráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir færði Kol- brúnu Halldórsdóttur lykla að umhverfisráðuneytinu. Morgunblaðið/Ómar Félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir færði Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur lykla að sínu gamla ráðuneyti. Hlátrasköll á Bessastöðum  Þungt var yfir fráfarandi ráðherrum en léttara yfir þeim nýju „Farin út í frelsið,“ sagði Þorgerð- ur Katrín á tröppunum  Lyklaskipti voru í ráðuneytunum í gærkvöld að loknum ríkisráðsfundi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.