Morgunblaðið - 02.02.2009, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2009
Golfveisla
5. apríl. - 10 nætur (páskaferð)
15. apríl - 8 nætur
23. apríl - 3 nætur (4 golfdagar)
26. apríl - 7 nætur
frá kr.
109.900
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001
Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
Ný ríkisstjórn
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
„Í DAG yfirgefur nýfrjálshyggjan
stjórnarráðið,“ sagði Steingrímur J.
Sigfússon, formaður Vinstri grænna
og nýr fjármálaráðherra, þegar ný
ríkisstjórn var kynnt. Við háborð
sátu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar, Jó-
hanna Sigurðardóttir, nýr forsætis-
ráðherra, Steingrímur og Katrín
Jakobsdóttir, nýr menntamálaráð-
herra.
Þau sögðu öll að nýir tímar væru
framundan í íslenskum stjórnmálum.
Þau voru öll sammála um að miklir
erfiðleikar væru framundan og nauð-
synlegt væri að takast á við þá fljótt
og vel. „Við tökum við gríðarmiklum
erfiðleikum, við erfum þá frá þeirri
hugmyndafræði sem leikið hefur Ís-
land grátt. Ísland er í sárum eftir ný-
frjálshyggjuna,“ sagði Steingrímur
J.
Ingibjörg Sólrún sagðist ekki ætla
að verða ráðherra í nýrri ríkisstjórn.
Hún sagðist jafnframt ætla að taka
sér frí en snúa síðan til baka þegar
hún hefði hvílst.
Hún hefur undanfarna mánuði
verið í lyfjameðferð vegna heilaæxlis
og fór nýlega í aðgerð vegna þess í
Svíþjóð.
Hún sagði það hafa verið ljóst
strax, eftir að Framsóknarflokk-
urinn kom fram með tilboð um að
verja ríkisstjórn Vinstri grænna og
Samfylkingarinnar falli, að nýja rík-
isstjórn væri hægt að mynda. „Ég
leit svo á þegar Framsóknarflokk-
urinn tilkynnti að hann væri tilbúinn
að verja ríkisstjórn Vinstri grænna
og Samfylkingarinnar vantrausti, að
þá væri í sjálfu sér ekki eftir neinu
að bíða. Þá var ekkert annað að gera
en að athuga hvort þessir flokkar
gætu komist að niðurstöðu sem allir
gætu vel við unað. Ég tel að sú nið-
urstaða sé fengin og hún sé ásætt-
anleg fyrir þjóðina alla,“ sagði Ingi-
björg Sólrún.
Jóhanna Sigurðardóttir sagðist
ætla að sjá til þess að allir ráðherr-
arnir myndu vinna hratt og vel að því
að slá skjaldborg utan um heimilin og
atvinnulífið í landinu. „Það þarf að
tryggja betur öryggisnetið í kringum
heimilin í landinu. Þessi ríkisstjórn
mun fyrst og fremst beita sér fyrir
ábyrgri efnahagsstjórn. Þó þessi rík-
isstjórn muni starfa í skamman tíma
þá mun hún koma mörgum brýnum
verkum áleiðis sem okkur í Samfylk-
ingunni tókst ekki að koma í höfn í
samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.“
Nýfrjálshyggjan yfirgefin
Forystumenn nýrra stjórnarflokka sögðu tímabili nýfrjálshyggjunnar vera lokið Miklir erfiðleikar
framundan sem þarf að takast á við fljótt Steingrímur J. sagði þjóðina „í sárum“ eftir nýfrjálshyggju
Morgunblaðið/Ómar
Forystufólk Forystufólk vinstri grænna og Samfylkingar sést hér á blaðamannafundi sem haldinn var á Hótel Borg
í gær. Farið var yfir stefnumál stjórnarinnar næstu vikur fram að kosningum 25. apríl næstkomandi.
„ÉG HEF verið
að skoða verk-
efnaáætlunina og
mér sýnist sem
að það sé ýmis-
legt, eins og
lækkun vaxta og
eitthvert undan-
hald í gjaldeyr-
ishöftum, sem sé
til bóta,“ segir
Vilhjálmur Egils-
son, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, um nýju stjórnina.
„Mér finnst sem það hefði mátt
kveða skýrar að orði um afnám
gjaldeyrishaftanna. Síðan er það al-
gjörlega nauðsynlegt að það verði
ábyrg ríkisfjármálastefna og að
framkvæmd verði þau fjárlög sem
við búum við. Það er ekki vikið frá
því í yfirlýsingunni [...] Síðan sakna
ég þess að það sé ekki ákveðin
stefna út úr ríkisbankaleiðinni. Ég
tel að ríkisbankarnir verði aldrei
nógu burðugir fyrir atvinnulífið.“
baldura@mbl.is
Ýmislegt
til bóta
Vilhjálmur
Egilsson
„VIÐ HÖFUM
ekki náð að setj-
ast yfir það ná-
kvæmlega, þetta
er auðvitað langt
plagg, og ég var
bara rétt að sjá
þetta, en almennt
vil ég segja að
það er fagnaðar-
efni að það hafi
tekist að koma
saman ríkisstjórn,“ segir Gylfi Arn-
björnsson, forseti Alþýðusambands
Íslands, um verkefnaáætlunina.
„Þær yfirskriftir sem stjórnin er
að nefna eru allt atriði sem við og
reyndar Samtök atvinnulífsins höf-
um verið að leggja áherslu á. Miðað
við þann skamma tíma sem er til
stefnu þá er þetta metnaðarfullt, en
eigum við ekki bara að vera jákvæð
yfir því? Það er alveg ljóst að Al-
þýðusambandið mun verða
reiðubúið til samstarfs um að
hrinda þessum verkefnum í fram-
kvæmd.“ baldura@mbl.is
Reiðubúnir til
samstarfs
Gylfi
Arnbjörnsson
LÆKKUN vaxta
er brýnasta verk-
efni nýrrar ríkis-
stjórnar, að mati
Andrésar Magn-
ússonar, fram-
kvæmdastjóra
Samtaka versl-
unar og þjónustu
(SVÞ). „Mjög
mikilvægt“ sé að
staðið verði við
samninga við Alþjóðagjaldeyr-
issjóðinn, það hafi komið fram í
samskiptum SVÞ og fráfarandi
stjórnar að dagsetningin 12. febr-
úar, þegar fram á að fara úttekt
sjóðsins á þeim aðgerðum sem grip-
ið hefur verið til eftir að lánið var
veitt, hafi vofað yfir henni „eins og
snara“. Skapa þurfi forsendu fyrir
eðlilegu jafnvægisgengi, jafnframt
því sem búa þurfi til bankakerfi
sem „hafi burði til að þjóna atvinnu-
lífinu“. Þá þurfi að semja við eig-
endur jöklabréfa og annarra
krafna vegna innistæðu bréfa, upp
á 450 milljarða króna.
baldura@mbl.is
Vaxtalækkun
er brýnust
Andrés
Magnússon
GUÐJÓN Arnar
Kristjánsson,
formaður Frjáls-
lynda flokksins,
hefði viljað sjá
skýrari stefnu í
verkefnaskránni
um sjávarút-
vegsmálin og
hvernig menn
hugsi sér að
liðka fyrir þeim.
Einnig hefði hann viljað sjá við-
brögð við áliti mannréttinda-
nefndar Sameinuðu þjóðanna varð-
andi úthlutun aflaheimilda þannig
að aðgangur að kerfinu verði
rýmkaður.
„Við hefðum viljað fara í það á
fullri ferð að opna það með ein-
hverjum hætti hvernig ætti að
leigja aflaheimildir til þeirra sem
vilja gera út. Ekki bara að marka
þeim forgang sem hafa fengið þetta
á liðnum árum. Þar hefðum við vilj-
að sjá virkilegar áherslur.“
gudni@mbl.is
Mættu vera
skýrari
Guðjón Arnar
Kristjánsson
Katrín Jakobsdóttir, nýr mennta-
málaráðherra, er yngsti ráð-
herrann í ríkisstjórninni, 33 ára
gömul.
Jóhanna Sigurðardóttir kynnti
það sérstaklega á blaðamanna-
fundinum að Katrín ætti afmæli í
gær.
Katrín sagði nýja ríkisstjórn
standa fyrir hugsjónir sem tími
væri kominn til að gera hærra und-
ir höfði. „Ég nefni kvenfrelsi, fé-
lagshyggju, jöfnuð og réttlæti. Það
er alveg ljóst að svigrúmið sem við
höfum er þröngt, staða heimila og
fyrirtækja í landinu er erfið. Ég hef
fulla trú á því að verkefnaskrá VG
og Samfylkingar muni hjálpa at-
vinnulífinu að ná sér á strik. Ég hef
fulla trú á því að lýðræðisumbætur
sem þessi ríkisstjórn mun koma í
verk muni hafa áhrif til langrar
framtíðar til hagsmuna fyrir land
og þjóð,“ sagði Katrín.
Katrín Jakobsdóttir 33 ára ráðherra
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ÁRNI Mathiesen, fráfarandi fjár-
málaráðherra, telur möguleika á að
erlendir aðilar eignist einn ríkisbank-
anna á næstu þremur mánuðum.
Hann telur verkaefnaáætlun nýju rík-
isstjórnarinnar óljósa og innihalda
fátt nýtt frá stefnu fráfarandi stjórn-
ar í efnahagsmálum.
„Það má eiginlega segja það að
verkefnaáætlunin, það sem snýr að
efnahagsmálunum, er eiginlega þau
verkefni sem liggja fyrir og þegar er
verið að vinna það. Það er ekki hægt
að sjá að það séu mörg nýmæli þar.
Ég eiginlega sé nú ekki að það hafi
þurft að mynda nýja ríkisstjórn til að
taka á þessum málum, sem eru í efna-
hagsáætluninni allavega,“ segir Árni.
„Það er nátt-
úrulega augljóst
að Samfylkingin
hefur látið af öllu
því sem snýr að
Evrópumálunum
og látið vinstri
grænum eftir að
ráða þeim kafla.“
Árni telur að
með líku lagi hafi
VG látið undan Samfylkingunni í mál-
um Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Hann telur efnahagsmarkmið áætl-
unarinnar ekki vel skilgreind.
Sér ekki afgerandi markmið
„Ég sé ekki nein afgerandi mark-
mið. Þetta er mjög óljóst sem er sagt
þarna og mjög erfitt að vera á móti
einhverju sérstöku [...] Það eru engin
föst markmið. Það á að gera hlutinn
svona eða hinsegin.“
– Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, vill sjá erlenda aðila eignast bank-
ana þrjá. Hversu raunhæft telurðu að
þetta verði að veruleika á næstu mán-
uðum, að erlendir aðilar eignist bank-
ana?
„Ég held að það sé nú frekar ólík-
legt að erlendir aðilar eignist alla
bankana á næstu þremur mánuðum.
Hins vegar er hugsanlegt að erlendir
aðilar mundu á þessum tíma vera til-
búnir til þess að taka einn þeirra yfir
[...] Ég er alveg sammála Vilhjálmi
um það að ef erlendir aðilar kæmu, þó
ekki væri nema inn í einn bankann, þá
væru örugglega meiri möguleikar á
því að fá erlent fjármagn inn í banka-
kerfið á ný í gegnum þá aðila.“
Loðið orðalag nýrrar
stjórnar í efnahagsmálum
Líkur á að útlendingar eignist einn bankann á næstu þremur mánuðum
Árni Mathiesen
Meira á mbl.is