Morgunblaðið - 02.02.2009, Side 6

Morgunblaðið - 02.02.2009, Side 6
Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is „FYRIR mig var þetta mjög stór ákvörðun, en ekki erfið. Ég hef fengið mikla hvatningu til þess að bjóða mig fram sem formaður. En fyrst og fremst brennur með mér áhugi á því að láta til mín taka á þessum tímum,“ sagði Bjarni Bene- diktsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann hefur ákveðið að bjóða sig fram sem formaður Sjálfstæð- isflokksins á landsfundi flokksins sem fer fram 26.-29. mars. Ljóst er að endurnýjun verður á forystu flokksins þar sem nýr for- maður verður kosinn. Geir H. Haarde ætlar ekki að bjóða sig fram sem formaður flokksins áfram. Hann tilkynnti 23. janúar síðastliðinn að hann hefði greinst með illkynja æxli í vélinda og þyrfti að fara í aðgerð vegna þess. Af þeim sökum ætlaði hann ekki að bjóða sig fram til áframhaldandi for- mennsku. Bjarni segist ekki hafa verið bú- inn að ákveða að bjóða sig fram til formanns á landsfundinum sem átti að vera í lok janúar. „Ég var þeirrar skoðunar að sá fundur hefði fyrst og fremst átt að snúast um málefnin sem var verið að takast á við á þeim tíma. Svo breyttist staðan snögg- lega og að athuguðu máli ákvað ég að bjóða mig fram til forystustarfa fyrir flokkinn,“ sagði Bjarni. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru a.m.k. þrír aðrir sjálf- stæðismenn að kanna hljómgrunn fyrir framboði til formanns eða varaformanns. Það eru Guðlaugur Þór Þórðarson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Kristján Þór Júl- íusson. Kristján Þór sagðist í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi ekki vera búinn að ákveða hvort hann gæfi kost á sér í forystu flokksins. „Ég er að hugsa minn gang og kanna stöðu mína. Það eru miklir tímar í stjórnmálum núna og það er eðli- legt ef forystusveit allra flokka verður endurnýjuð.“ Þegar hefur verið tekin ákvörðun um að prófkjör skuli fara fram hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Ekki er enn ljóst hvernig málum verður háttað í öðrum kjördæmum en líklegt er, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að prófkjör verði sú leið sem valin verður til að raða á lista í flestum kjördæmum. Býður sig fram til formanns  Bjarni Benediktsson ætlar að bjóða sig fram til formanns á landsfundi Sjálfstæðisflokksins  Kristján Þór Júlíusson er að hugsa sinn gang  Fleiri íhuga framboð til forystuhlutverks í flokknum Hanna Birna Kristjánsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson Kristján Þór Júlíusson Geir H. Haarde Þorgerður K. Gunnarsdóttir Bjarni Benediktsson 6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2009 Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu hélt vel heppnaðan fjölskyldudag í lögreglustöðinni á Hverfisgötu á laugardag. Börnin fengu að kynn- ast tækjum og tólum lögreglunnar og boðið var upp á ráðgjöf frá sálfræðingi fyrir maka lög- reglumanna. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði embættið með þessu vilja þakka starfsmönnum sínum fyrir vel unnin störf. „Það hefur verið mikið álag að undanförnu á starfsmönnum embættisins og slíkt færist yfir á fjölskyldur; börnin og makana. Fjölskyldan er bakland hvers og eins og við vildum undirstrika gagnvart starfsmönnum okkar og þeirra nán- ustu hvað við metum framlag þeirra mikils.“ haa@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Fjörugur fjölskyldudagur hjá lögreglunni Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ÁFENGISGJALD hefur frá árinu 1995 hækkað fimm sinnum, nú síðast í desember sl. Á meðan neyslu- vísitalan hefur á sama tíma hækkað um 91% hefur áfengisgjald á bjór hækkað um 14%, um 2% á léttu víni og 37% á sterku víni. Þetta kemur fram í svari Árna M. Mathiesen, fráfarandi fjár- málaráðherra, við fyrirspurn Krist- ins H. Gunnarssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, á Alþingi. Viðmið á hækkun neysluvísitöl- unnar er frá september árið 1995 til desember 2008. Áfengisgjald er lagt á hvern sentilítra af vínanda umfram 2,25 sentilítra þegar um bjór eða létt vín er að ræða, en gjaldið leggst á all- an vínanda í sterku áfengi. Verðið hækkað um 58% Einnig kemur fram í svari ráð- herra að á umræddu tímabili hækk- aði verð á áfengi um 58%, eins og það er mælt af Hagstofunni í vísitölu neysluverðs. Sem fyrr segir hækkaði vísitalan um 91% á tímabilinu þannig að áfengi hefur lækkað töluvert að raungildi. Frá 1995 hefur geng- isvísitalan hækkað um 86%. „Verðþróun á áfengi hefur því ekki haldið í við þróun neysluverðs á um- ræddu tímabili og þar af leiðandi dregið úr hækkun vísitölu neyslu- verðs,“ segir í svari ráðherra. Í svarinu er birt útsöluverð áfengis eins og það hefur verið í árslok frá 1995. Samkvæmt því hefur léttvín hækkað um 57%, bjór um 69% og sterkt áfengi um 75%. Bent er á að óverulegt samband sé á milli út- söluverðs og gengisvísitölu þar sem skattar og vörugjöld séu töluvert hátt hlutfall af útsöluverðinu. Minnst eru áhrifin á sterkt áfengi en hlutfall skatta og vörugjalda á það er hærra en á aðrar tegundir áfengis. Samkvæmt tölum frá Hagstofu var hlutfall áfengiskaupa af útgjöldum heimila 1,66% árið 1997, fór hæst upp í 2,54% árið 2003 en lækkað síðan. Gjald ekki fylgt verðlagi Áfengisgjald af sterku víni hækkaði um 37% frá 1995 en neysluvísitalan um 91%                     HÓPUR fólks vill nú stofna almenn- ingshlutafélag um rekstur Morg- unblaðsins. Face- book-síða hefur verið stofnuð þessu til stuðn- ings og eru með- limir, þegar þetta er skrifað, rúm- lega 700 talsins. „Markmiðið er að blaðið verði í al- menningseign og enginn einn fjöl- miðlakonungur eignist blaðið. Þessi hópur hefur fyrst og fremst áhuga á lýðræðislegri umræðu,“ segir Vil- hjálmur Bjarnason, einn talsmanna hópsins. Ekki liggur fyrir hversu hárri fjárhæð þarf að safna en Vilhjálmur segist bjartsýnn á að fjármögnunin heppnist. Hópurinn sækist eftir framlögum sem ekki eru lægri en 100 þúsund og ekki hærri en ein milljón frá hverjum þátttakanda. Nýi-Glitnir hefur óskað eftir bind- andi tilboðum í nýtt hlutafé Árvak- urs, útgáfufélags Morgunblaðsins, fyrir 17. febrúar næstkomandi. haa@mbl.is Vilja Morgun- blaðið í eigu almennings Vilhjálmur Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.