Morgunblaðið - 02.02.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2009
Þessi ríkisstjórn mun hafa að leið-arljósi fyrst og fremst ábyrga
efnahagsstjórn,“ sagði Jóhanna
Sigurðardóttir þegar nýja rík-
isstjórnin var kynnt í gær.
Svigrúm til stórverka er lítið.Bæði er tíminn knappur og
fjárhagur ríkissjóðs bágborinn. Það
er því verðugt verkefni fyrir ráð-
herra vinstri
grænna, sem
venjulega hafa
gagnrýnt hvað
harðast allan nið-
urskurð, að ætla
sér að standa fyr-
ir ábyrgri efna-
hagsstjórn.
Það fyrsta semþingmenn
VG þurftu að kyngja var að fylgja
forskrift Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
í ríkisfjármálum. Það samstarf tak-
markar mjög hvað hægt er að auka
útgjöld ríkissjóðs þetta og næsta ár.
Í gær var kynnt samkomulag millistjórnarflokkanna um að leggja
fljótlega fram frumvarp um að fólk
sem á í miklum greiðsluerfiðleikum
geti tekið út hluta séreignarsparn-
aðar síns.
Það getur verið varasamt aðhvetja einstaklinga, sem
kannski eru á barmi gjaldþrots, til
að taka út séreignarsparnað sem
annars er ekki hægt að ganga að
við gjaldþrot. Gangi dæmið ekki
upp tapast þessi sparnaður til elli-
áranna.
284milljarðar eru í séreign-arsjóðum landsmanna.
Taki þriðjungur út þennan sparnað
fengi ríkið 34 milljarða króna í sinn
hlut í formi tekjuskatts.
Kannski er þetta leið ríkisstjórn-arinnar til að auka tekjurnar
og forðast niðurskurð. Ætli hin
ábyrga efnahagsstjórn felist í því?
Jóhanna
Sigurðardóttir
Ábyrg efnahagsstjórn
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!"
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!#
!"
!"
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
$
$
$
$
*$BC
!"
# !" $
#
%
"
&#
#
*!
$$B *!
% &!'
&
" ( # )(
<2
<! <2
<! <2
% '
* + , -*(.
C8-D
/
'
$ ( #
#)
! *
#
<7
#
%
%$
)
+ ($#
62
8
,#
$
-. /%
"
%#$
# 0#
&# 1
2
%
/0** (11
*( # 2" ( #( +
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
Eftir Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
ALÞINGISHÚSIÐ hefur átt undir
högg að sækja að undanförnu af
hendi mótmælenda sem hafa séð
sig knúna til að sýna hug sinn í
verki. Fjölmargar rúður eru enn
brotnar í húsinu eftir atburði síð-
ustu vikna.
„Það hafa verið brotnar rúður í
Alþingishúsinu á öllum hliðum
þess. Suma dagana voru rúður
brotnar í tugatali. Í mörgum rúðum
er glerið sérstaklega styrkt og erf-
itt og dýrt að skipta þeim út. Við
reynum að vinna þetta hægt og ró-
lega í þeirri trú að friðsamari tímar
séu í nánd,“ segir Helgi Bernód-
usson, skrifstofustjóri Alþingis.
Helgi reiknar með að heildar-
kostnaður Alþingis vegna skemmd-
arverkanna sé um 12 milljónir
króna. „Þetta er mikið tjón sem við
horfum upp á. Það hefur einnig
mikill kostnaður farið í þrif á hús-
inu enda hefur nánast þurft að
þrífa það dag hvern. Olíumálningu
hefur til að mynda verið slett á
húsið og hana þarf að þrífa af með
háþrýstidælu. Slík þrif fara mjög
illa með grágrýtið sem húsið er
hlaðið úr.“
Alþingishúsið enn laskað
Viðgerðir utan á húsinu taldar kosta um 12 milljónir króna
Morgunblaðið/Ómar
Rúðubrot Margar rúður brotnar.
MÍLA hefur gert samning við
Þyrlufélagið hf. um leigu á þyrlu
frá fyrirtækinu. Markmiðið er að
auka öryggi ljósleiðarakerfisins og
nota þyrluna í viðhaldsverkefnum
við erfið skilyrði, þannig að hægt sé
að bregðast hraðar við bilunum.
Í tilkynningu frá Mílu kemur
m.a. fram að ljósleiðarinn fari víða
um staði sem eru mjög illfærir og
seinlegt að ná til. Mikið hagræði sé
fólgið í því að komast á þessa staði
úr lofti.
Fyrsta þyrluflugið var nú á dög-
unum að tækjahúsum Neyðarlín-
unnar á Bláfelli, sunnan við Hvít-
árvatn. Flogið var með þyrlunni á
topp fjallsins þar sem aðstæður
voru erfiðar, vindasamt og mikill
snjór. Tók það fjóra menn eina tvo
tíma að komast gegnum snjóinn og
klakann inn í tækjahúsið, eftir lend-
ingu.
Þyrluflug Forsvarsmenn Mílu og Þyrlufélagsins handsala samning um leigu
á þyrlu til viðhaldsverkefna á ljósleiðarakerfinu hringinn í kringum landið.
Míla tekur þyrlu í sína
viðhaldsþjónustu
Í HNOTSKURN
»Fyrir hönd Mílu gerðusamninginn þeir Jóhann
St. Sophusson, Óskar Ingi-
mundarson og Ingvar Hjaltal-
ín Jóhannesson. Frá Þyrlu-
félaginu voru Reynir Þór
Guðmundsson og Karl Jóhann
Guðmundsson.