Morgunblaðið - 02.02.2009, Síða 11

Morgunblaðið - 02.02.2009, Síða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2009 Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is VERKFRÆÐI- og ráðgjafarfyr- irtækið Mannvit hefur líkt og mörg önnur sambærileg fyrirtæki hér á landi þurft að draga saman seglin eftir að skórinn tók að kreppa í efna- hag þjóðarinnar og minna varð úr framkvæmdum í orku- og stóriðju- verkefnum. Fyrirtækið varð að fækka mannskapnum um 10% og nú starfa hjá Mannviti um 360 manns. Vegna stöðunnar hér á landi hefur sókn í erlend verkefni verið hert og eru fjölmörg slík í deiglunni. Að sögn Eyjólfs Árna Rafnssonar, forstjóra Mannvits, má reikna með að á þessu ári muni um 40 manns eingöngu starfa við erlend verkefni auk fjölda annarra starfsmanna hér á landi sem koma að þeim verkum með einum eða öðrum hætti. „Með því að sækja okkur aukin verkefni erlendis erum við að reyna að halda í störf okkar fólks og vonandi getum við fjölgað fólki aftur á næstu árum,“ segir Eyj- ólfur Árni. Áhersla er lögð á verkfræðiráð- gjöf og hönnun við jarðhita- og vatnsaflsvirkjanir í Mið-Evrópu, Bandaríkjunum, Indlandi og Suður- Ameríku en þeir Mannvitsmenn telja gríðarlega möguleika fram- undan í síðasttalda heimshlutanum. Nú þegar er fyrirtækið komið í verk- efni í Chile og Argentínu, bæði í vatnsafli og jarðhita. Þeir fá fyr- irspurnir nánast daglega víða að úr heiminum en áherslan verður eftir sem áður á fyrrnefnd svæði. „Þeir eru víða, lukkuriddararnir,“ segir Sigurður St. Arnalds stjórn- arformaður og kímir. Byrjaði í Ungverjalandi Útrásin hófst fyrir alvöru í Ung- verjalandi, ef svo má segja. Í bráðum tvö ár hefur verið unnið að jarðhit- anýtingu þar í landi í samvinnu við heimamenn og í október sl. var opn- uð skrifstofa í Búdapest, í eigu dótt- urfélags Mannvits. Þar eru nú 12 starfsmenn, þar af einn Íslendingur, og líkur á að þeim fjölgi á næstunni. Jarðboranir fara senn að hefjast á tveimur stöðum í suðvesturhluta Ungverjalands fyrir einkafyrirtækið PannErgy. Frá Ungverjalandi liggur leiðin til Slóvakíu. Þar er Mannvit að ganga frá samningum við fyrirtæki um hönnun á jarðhitavirkjun við borgina Kosice í austurhluta landsins. Fleiri verkefni gætu verið í burðarliðnum í Slóvakíu sem Mannvitsmenn vilja ekki upplýsa um að svo stöddu. Sigurður segir að hækkun á gas- verði hafi ýtt undir áhuga ríkjanna í Mið-Evrópu á að nýta eigin orku- lindir. Þó að byrjað verði á tveimur stöðum sé útlit fyrir að boraðar verði fleiri holur. Stefna heimamenn að því að hitaveituvæða allt að 30 bæi en þeir gætu orðið fleiri í framtíð- inni. Bendir Sigurður á að Ungverjar hafi líka lent í efnahagshremmingum en það hafi ekki valdið töfum á þessu verkefni. Undir það taka Eyjólfur Rafn og Runólfur Maack, aðstoð- arforstjóri Mannvits, sem heldur ut- an um erlendu starfsemina. „Græn orkuverkefni í heiminum, hvort sem það er vegna jarðhita eða vatnsafls, eru eftirsótt af fjárfestum og bönkum. Þeir sem eiga peninga hafa sett þetta framarlega í for- gangsröðina,“ segir Runólfur. Annars þarf Mannvit ekki að hugsa svo mikið um fjármögnun er- lendra verkefna. Fyrirtækið kemur fyrst og fremst með verkkunnáttuna og reynsluna í hönnun mannvirkja og rannsóknum á sviði jarðvísinda. Þó að starfsmenn Mannvits þurfi í einhverjum tilvikum að starfa er- lendis eru langflest verkefnin unnin héðan. Eyjólfur Árni segir það vel vera hægt í um 95% tilvika. Mannvit hefur unnið að jarð- hitaverkefnum í suðurhluta Þýska- lands, í Bæjaralandi, í samstarfi við Exorku, dótturfélag Geysis Green Energy, sem upphaflega varð til á Húsavík við þróun á svonefndri kal- ina-tækni. Gengur sú tækni út á nýt- ingu jarðhita til rafmagnsfram- leiðslu á lághitasvæðum. Mannvit hefur samið um hönnun og uppsetn- ingu á fjórum raforkustöðvum með kalina-tækni. Þetta er ekki eina starfsemin í Þýskalandi. Mannvit á þriðjungshlut í verkfræðistofunni GTN í Neu- brandenburg, skammt frá Berlín, sem sérhæfir sig í jarðhitavísindum. Þar starfa um 25 manns en að sögn Sigurðar stendur til að auka eign- arhlutinn. Tilgangurinn er augljós; að auka möguleika Mannvits á að fá verkefni í Evrópu og greiðari aðgang að styrkjakerfi ESB. Sunnar í Evrópu er Mannvit að störfum á grísku eyjunni Milos. Fyr- irtækið bauð lægst í að rannsaka og undirbúa þar háhitavirkjun. Starf- semin í Evrópu er ekki upptalin því í Bretlandi er starfandi lítið fyrirtæki í Cambrigde á vegum dótturfélags Mannvits, Vatnaskil LWRC, sem sérhæfir sig í vatnsforðavísindum og þjónustar breskar vatnsveitur og orkufyrirtæki. Indland og S-Ameríka Austar á jarðkringlunni er Mann- vit á tveimur stöðum á Indlandi við forkönnun á jarðhitavirkjunum, ann- ars vegar í Tatapani í miðhluta Ind- lands og hins vegar norðar í landinu, í héraðinu Puga, þar sem verið er að hanna 25-35 MW háhitavirkjun í samstarfi við indverska fyrirtækið LNJ Bilhwara. Bæði þessi verkefni urðu til að frumkvæði Glitnis á sín- um tíma en við hrun bankans í haust tók Mannvit verkið yfir og réð til sín starfsmenn sem áður voru á vegum bankans. Eyjólfur Árni bendir á að þýska samstarfsfyrirtækið hafi sterk tengsl við jarðhitaverkefni í S- Ameríku og þar sér Mannvit fram á aukin verkefni á næstu árum, ekki síst í Chile þar sem gríðarlegar vatns- og jarðhitaauðlindir eru óbeislaðar. Að sögn Runólfs hefur verið metið að Chile geti á næstu árum unnið um 18.000 MW úr jarðhita. Uppboð á vinnsluleyfum eru að hefjast en ótengt þessu samstarfi við Þjóðverj- ana kemur Mannvit einnig að gerð 25 MW vatnsaflsvirkjunar í Chile. Við hlið Chile liggur Argentína en þar var fyrirtækið að ganga frá samningi um hagkvæmniathugun á allt að 100MW jarðgufuvirkjun á Copahue-svæðinu við mið landa- mærin. Kárahnjúkar aðgöngumiði Ekki aðeins Suður-Ameríka heillar heldur einnig Bandaríkin. Þar er Mannvit í raforkuverkefni í Montana en til greina kemur að afla fleiri verka í miðvesturríkjunum, þar sem fyrir eru mikil jarð- hitasvæði. Verkefnin í Bandaríkj- unum voru einnig unnin í fyrstu hjá Glitni en fyrrverandi starfsmenn bankans hafa tekið þau verkefni yf- ir. „Við erum með fleiri verkefni í burðarliðnum sem við getum ekki sagt frá. Víða erum við í tengslum við stór alþjóðleg fyrirtæki í tilboðs- gerð og gjarnan í samvinnu við ís- lensk fyrirtæki í sama geira,“ segir Sigurður og nefnir þar einkum Verkís, ÍSOR og LV Power, dótt- urfélag Landsvirkjunar. Verkís varð til í nóvember sl. með samruna VST- Rafteikningar, Fjarhitunar, Fjöl- hönnunar og RT-Rafagnatækni. Sigurður segir að íslensk fyr- irtæki séu of lítil til að ráðast í stórar og meðalstórar vatnsaflsvirkjarnir erlendis, enda hafi samstarf verið haft uppi við flest verkefni af því tagi hér á landi, sbr. Kárahnjúkavirkjun. „Á erlendum samkeppnismarkaði þurfa íslensku fyrirtækin að taka höndum saman, í samstarfi við er- lenda aðila líkt og við höfum gert. Kárahnjúkavirkjun vakti verulega athygli þar sem hún er tæknilega flókin en vel unnin. Hún getur verið aðgöngumiði inn í verkefni erlendis, áður en fennir í þau spor,“ segir Sig- urður. Gott orðspor Þeir félagar eru að endingu sam- mála um að sókn Mannvits og ann- arra íslenskra verkfræðifyrirtækja á erlenda markaði væri ekki mögu- leg ef ekki hefði komið til sú orku- og iðnaðaruppbygging sem hefði verið á Íslandi á síðustu 15 árum. Reynsla af þeim verkefnum og þekking væri nú orðin að eftirsóttri söluvöru er- lendis. Orðspor íslenskra fyrirtækja á þessu sviði er því gott. Benda þeir á að þegar uppbygg- ingin var hvað mest hér á landi hafi á sama tíma lítil þróun átt sér stað annars staðar í heiminum í nýtingu jarðhita. Íslensk fyrirtæki njóti nú góðs af því. „Framsýni íslenskra stjórnvalda og orkufyrirtækja hefur svo sannarlega skilað sér,“ segir for- stjórinn og undir það taka aðstoð- arforstjórinn og stjórnarformað- urinn, útrásarvíkingar sem ekki hafa lagt árar í bát þótt aðrir hafi siglt annars konar fleyjum í strand. Mannvit hyggur á aukna útrás  Erlend verkefni á árinu skapa um 40 störf  Miklir möguleikar í jarðhitanýtingu í S-Ameríku og Bandaríkjunum  Tóku yfir verkefni Glitnis á Indlandi  Jarðboranir að hefjast í Ungverjalandi Útrás Sigurður St. Arnalds, stjórnarformaður Mannvits, Eyjólfur Árni Rafnsson forstjóri og Runólfur Maack að- stoðarforstjóri telja mikla möguleika vera á verkefnum erlendis í uppbyggingu jarðgufu- og vatnsaflsvirkjana. Morgunblaðið/RAX                                          Í HNOTSKURN »Mannvit byggir á grunniþriggja verkfræðistofa sem stofnaður voru á sjöunda áratug síðustu aldar: Hönn- unar (1963), Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns (1963) og Rafhönnunar (1969). »Tvö fyrstnefndu fyr-irtækin sameinuðust í VGK-Rafhönnun árið 2007. »Hjá Mannviti starfa um360 manns. Starfsstöðvar hér á landi eru níu talsins, ut- an Reykjavíkur. Nýjar höf- uðstöðvar eru í byggingu. ÚTSÖLULOK 50-80% afsláttur af öllum útsöluvörum Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 • www.belladonna.is Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 20% afsláttur af slæðum, treflum, undirfatnaði og sundfatnaði 20% afsláttur af öllu skarti Tilboðsslár 990-4990 kr. 30-50% afsláttur af völdum skóm og stígvélum SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæð- isins var í fyrrinótt kallað að Gylfa- flöt í Grafarvogi. Tilkynnt var um eld í myndbandaleigu sem þar er. Að auki eru í húsinu hjólbarðaverk- stæði og trésmíðaverkstæði. Mikill reykur var á annarri hæð hússins þegar slökkvilið kom á staðinn. Að sögn slökkviliðs var enginn í húsinu. Einhver reykur komst í nærliggjandi rými. Elds- upptök eru ókunn. Eldsvoði í Grafarvogi STRAX við upphaf skólagöngu barna í grunnskóla kemur fram lítill hópur nemenda, um 5-10% hvers ár- gangs, sem hefur lítinn áhuga á náminu. Drengir eru þar í meiri- hluta. Þetta er meðal niðurstaðna sem gerð er grein fyrir í nýútgefnu tíma- riti um menntarannsóknir þar sem nálgast má fjölda greina um fjöl- breytilegar rannsóknir á sviði menntamála allt frá leikskóla upp í háskóla. Má þar nefna grein um ráðgjöf leikskólakennara til foreldra, sem virðist vera vaxandi þáttur af starfi leikskólakennara. Þetta er 5. árgangur Tímarits um menntarannsóknir, en það fæst í bóksölu stúdenta og á bókasöfnum. Drengir síður áhuga- samir í grunnskóla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.