Morgunblaðið - 02.02.2009, Qupperneq 13
!
"#
$
!%
&
!
'
!
"
&
!
!
#$
#$
%
&
'
"
&
!
() *( +
(
&
)
*
+
"#
$
!%
"#
$
!%
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
VIÐMIÐUNARVERKLAG við
fullnustu krafna gagnvart fyrir-
tækjum í rekstrarerfiðleikum, þeg-
ar rekstrargrundvöllur þeirra er
talinn vera neikvæður, liggja fyrir
hjá Nýja Glitni. Koma reglurnar í
framhaldi af verklagsreglum varð-
andi það hvaða úrræði koma til
skoðunar í tengslum við erfiðleika
fyrirtækja, sem kynntar voru um
áramótin, og gerð var grein fyrir í
Morgunblaðinu í byrjun janúar.
Þessar viðmiðunarverklagsreglur
Nýja Glitnis miðast við það að fyr-
irtæki hafi neikvætt sjóðstreymi,
þ.e. tekjur að frádregnum kostnaði
dugi ekki til að standa við skuld-
bindingar þess. Er þá leitast við að
kanna hvort rekstrargrundvöllur
viðkomandi fyrirtækis sé fyrir
hendi.
Lundúnaleið fyrir valinu
Samkvæmt hinum nýju verklags-
reglum er rekstrargrundvöllur fyr-
irtækis metinn neikvæður ef sér-
stakar aðgerðir eru ekki taldar
líklegar til að ráða bót á rekstr-
arvanda fyrirtækis, þannig að van-
skil og neikvætt sjóðstreymi líði hjá
innan skamms. Þá kemur tvennt til
greina; annars vegar formleg fulln-
ustuleið og hins vegar óformleg.
Með formlegri fullnustuleið er átt
við að bankinn leiti fullnustu krafna
sinna fyrir atbeina opinberra aðila
svo sem með nauðungarsölu eigna
og gjaldþrotaskiptum. Með óform-
legri fullnustuleið er hins vegar
miðað að því að hámarka verðmæti
eigna fyrirtækis með því að leita
fullnustu krafna með samningum
við fyrirtækið sjálft. Þá getur kom-
ið til greina svokölluð óformleg
fullnustuleið og óformlegir nauða-
samningar og/eða svonefnd Lund-
únaleið, en hún getur einnig átt við
ef rekstrargrundvöllur fyrirtækis
er talinn jákvæður.
Lundúnaleiðin er alþjóðleg við-
mið um úrlausn flókinna lánamála á
grundvelli frjálsra samninga kröfu-
hafa. Viðmiðin, sem eru ekki laga-
lega bindandi, fela í sér leiðir fyrir
kröfuhafa að vinna sameiginlega að
því markmiði að aðstoða lífvænleg
fyrirtæki sem eru í fjárhagsvand-
ræðum. Með þeim er þannig stefnt
að því að hámarka verðmæti eigna,
lágmarka útlánatap, vernda störf
og viðhalda framleiðslugetu hag-
kerfisins.
Samræmdar leiðir til að
meta rekstrargrundvöll
Nýi Glitnir kynnir
verklag við
fullnustu krafna
Fréttir 13VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2009
Nýi Glitnir og NBI (Nýi Landsbank-
inn) hafa kynnt verklagsreglur um
aðgerðir vegna greiðsluerfiðleika
fyrirtækja. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Finni Sveinbjörnssyni,
bankastjóra Nýja Kaupþings, er
gert ráð fyrir að stjórn bankans
afgreiði sínar reglur á fundi í dag.
Hinn 2. desember sl. kynnti rík-
isstjórnin 12 liða áætlun um
hvernig bæta skyldi rekstr-
arumhverfi fyrirtæka. Var þetta
gert vegna hinna sérstöku að-
stæðna sem voru og eru í íslensku
athafnalífi í kjölfar hruns bank-
anna í byrjun október. Markmiðið
er að reyna að stuðla að því að
fyrirtækin geti haldið áfram starf-
semi og tryggt starfsfólki áfram-
haldandi vinnu. Var bankaráðum
hinna nýju banka jafnframt gert
að setja sér skýrar viðmið-
unarreglur um fyrirgreiðslu við
fyrirtækin í landinu.
Tveir komnir og einn á leiðinni
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björgvin Guðmundsson
og Þórð Snæ Júlíusson
FJÖGUR félög sem skráð eru á
Tortola-eyju voru stórir eigendur í
Landsbanka Íslands.
Þau heita Proteus Global Hold-
ing S.A., Kargile Portfolio Inc,
Peko Investment Company Ltd. og
Marcus Capital Ltd og deila öll
sama heimilisfangi á eyjunni sam-
kvæmt skráningarvottorði fyr-
irtækjaskráar.
Greiða ekki skatta
Á vottorðum félaganna kemur
fram að umsjónaraðilar þeirra allra
hérlendis eru annað hvort Lands-
bankinn sjálfur eða Kristján Gunn-
ar Valdimarsson, fyrrum forstöðu-
maður skattasviðs bankans.
Kristján Gunnar var einnig
skráður íslenskur umboðsaðili
tveggja félaga frá Panama, Zimham
Corp. og Empennage Inc, sem áttu
stóra hluti í Landsbankanum. Öll
þessi félög keyptu hlutabréf í bank-
anum og geymdu fyrir hann þangað
til starfsmenn hans nýttu sér kaup-
rétti sem þeir áunnu sér samkvæmt
samningum. Þau voru öll á lista yfir
20 stærstu hluthafa í Landsbank-
anum á tímabili.
Eini kostnaðurinn sem fylgir
skráningu félags á Tortola er fyrir
árlega endurnýjun sem kostar 300
dali, eða rúmar 34 þúsund krónur.
Elsta félagið, Proteus Global
Holding S.A., fékk leyfi til að
stunda bankaviðskipti á Íslandi í
febrúar 2004 og keypti þá 200 millj-
ónir hluta í Landsbankanum, sem á
þeim tíma nam 2,67 prósent af
hlutafé bankans. Félagið varð þar
með fimmti stærsti eigandi bank-
ans. Það jók síðan tvívegis við eign-
arhlut sinn í Landsbankanum og
átti um 224 milljónir hluta í honum
þegar hann féll í byrjun október síð-
astliðins.
Þegar gengi Landsbankans stóð
sem hæst í október 2007 var mark-
aðsvirði eignarhlutar Proteusar í
bankanum rétt tæpir tíu milljarðar
króna.
Tvö félög skráð sama daginn
Kargile Portfolio Inc. fékk út-
gefna kennitölu og leyfi til að
stunda bankaviðskipti á Íslandi í
desember 2004 og keypti í þeim
mánuði um 39 milljón hluti í Lands-
bankanum.
Félagið bætti við sig 3,5 millj-
ónum hluta í apríl 2005 en seldi síð-
an alla hluti sína í lok júní. Á sama
tíma keypti Landsbankinn stóran
hlut í sjálfum sér. Umboðsaðili Kar-
gile er skráður Kristján Gunnar
Valdimarsson.
Í mars 2005 fengu tvö félög,
Marcus Capital og Peko Investment
Company Ltd, frá Tortola-eyju leyfi
til að stunda bankaviðskipti á Ís-
landi. Umsjónaraðili beggja félag-
anna er Landsbanki Íslands og þau
eignuðust bæði hlut í honum sama
daginn í lok apríl 2005.
Marcus Capital átti enn 0,83 pró-
sent hlut í bankanum þegar hann
féll en Peko seldi allt hlutafé sitt í
byrjun mars 2007 í tengslum við
nýtingu kauprétta starfsmanna
Landsbankans.
Fjögur félög á Tortola
Fjögur félög skráð á Tortola-eyju voru um tíma á meðal stærstu eigenda Landsbankans Lands-
bankinn og forstöðumaður hjá honum umsjónaraðilar félaganna Hluti af kaupréttarkerfi bankans
Höfuðborgin Félögin fjögur sem geymdu bréf́ í Landsbankanum eru öll
skráð til heimilis í Road Town, höfuðborg Tortola-eyju.
Í HNOTSKURN
»Tortola-eyja er ein hinnaBresku jómfrúareyja.
Eignarhaldsfélög sem eru
skráð þar þurfa ekki að greiða
neinn skatt af eignum sínum.
»Eini kostnaðurinn semfylgir skráningu félags á
eyjunni er fyrir árlega end-
urnýjun, sem kostar 300 dali,
eða rúmar 34 þúsund krónur.
»Einungis er hægt að nálg-ast upplýsingar um 20
stærstu eigendur skráðra fé-
laga á Íslandi. Verðbréfa-
skráning Íslands gefur ekki
upplýsingar um smærri hlut-
hafa.
Keflavík-
urflugvöllur ohf.
hefur sagt upp
25 starfsmönnum
með boði um
endurráðningu í
hálft starf. Ráð-
gerðum viðhalds-
verkefnum hefur
verið frestað og
er stefnt að meira en 10% lækkun
launakostnaðar. Því á að ná með
minni yfirvinnu, lækkun starfshlut-
falls, tilfærslu og uppsögn átta
starfsmanna.
Minni umsvif
á flugvellinum
NÝHERJI uppfyllir ekki ákvæði
lánasamninga við lánastofnanir þar
sem kveðið er á um að fari eig-
infjár- og rekstrarhagnaðarhlutfall
niður fyrir tiltekin viðmið sé lána-
stofnunum heimilt að gjaldfella lán-
in.
Samkvæmt ársskýrslu Nýherja
eru stjórnendur félagsins í við-
ræðum við lánastofnanir en þeim
viðræðum er ekki lokið.
„Verði lánin gjaldfelld og ekki
semst um endurfjármögnun þeirra
ríkir óvissa um áframhaldandi
rekstrarhæfi félagsins,“ segir í árs-
reikningnum.
Uppfyllir ekki
lánaskilyrðin
TÆPURþriðj-
ungur aðild-
arfélaga Við-
skiptaráðs
Íslands telur
bankaþjónustu
hafa versnað frá
því að bankarnir
voru rík-
isvæddir. Þetta
er ein af nið-
urstöðum við-
horfskönnunar sem Viðskiptaráð
hefur nýlokið við og sagt er frá í
fréttabréfi samtakanna. Heildar-
niðurstöður könnunarinnar verða
kynntar á næstu dögum og vikum.
Telja banka-
þjónustu verri
Finnur Oddsson
frkvstj. VÍ.