Morgunblaðið - 02.02.2009, Page 15
Daglegt líf 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2009
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
E
ina tóbaksverksmiðja
landsins lætur lítið
yfir sér. Hún er í
tveimur herbergjum í
lágreistri byggingu á
lóð Áfengis- og tóbaksverslunar
ríkisins við Stuðlaháls í Reykjavík.
Þar er framleitt neftóbak sam-
kvæmt áratuga gamalli uppskrift.
Eggert Ó. Bogason, vöru-
hússtjóri ÁTVR, sýndi okkur lag-
erinn þar sem númeraðar tunnur
standa hátt í hillum og bíða þess
að tóbakið verkist. Elstu tunn-
urnar hafa verið notaðar frá því
neftóbaksgerðin hófst eftir stríð.
Þangað til var það innflutt. Sala
neftóbaks hefur tvöfaldast á ára-
tug og á tímabili vantaði fleiri
tunnur. Þess vegna var tóbakið
ekki geymt eins lengi og venjulega
um tíma. Það fór ekki vel í nasir
neftóbaksmanna og kvörtuðu sum-
ir yfir því að neftóbakið væri orðið
eitthvað öðruvísi en það var. Þá
voru keyptar vandaðar víntunnur
úr eik frá Kanada til viðbótar og
nú er nóg til af tunnum. Útbúa
verður tunnurnar sérstaklega til
þessarar notkunar og sér Ásgrím-
ur Stefánsson, framleiðslustjóri
neftóbaks, um breytingarnar. Sett
er þétting með lokinu og hespur
til að spenna það aftur.
Sömu lögmál og með súrhey
Uppskrift og verkunaraðferð
neftóbaksins hefur haldist nær
óbreytt frá því framleiðsla þess
hófst hér á landi. Hráefnið kemur
nú malað í 200 kg kössum frá tób-
aksfyrirtæki í Svíþjóð en var mal-
að hér á árum áður. Sýni af tób-
akinu fara reglulega til
Iðntæknistofnunar til að fylgjast
með því að kornastærðin sé rétt.
Eggert segir að á árum áður hafi
laufin verið reykþurrkuð en nú
séu þau vindþurrkuð.
Ásgrímur hefur unnið við nef-
tóbaksgerðina í tíu ár. Hann tók
við af manni sem var í þessu ára-
tugum saman og kenndi Ásgrími
leyndarmálið við framleiðsluna.
Eggert segir að sama gildi um þá
báða. Þeim hafi aldrei orðið mis-
dægurt og þeir fái aldrei kvef!
Hvorugur þeirra hefur þó notað
neftóbak.
Hrátóbakið er blandað með
vatni, pottösku og salti í
ákveðnum hlutföllum í gamalli
hrærivél. Eftir að blandan hefur
velkst þar drjúga stund fer hún í
eikartunnu. Lokað er vel yfir með
plasti og síðan er eikarlokið
spennt á. Tunnan fer svo á lag-
erinn þar sem hún er geymd í 7-8
mánuði.
Ásgrímur, sem var bóndi í
Miklaholtshreppi, sagði að í nef-
tóbakinu giltu sömu lögmál og við
verkun góðs súrheys. „Það verður
að hafa góða loftþéttingu,“ sagði
Ásgrímur og opnaði tunnu úr val-
inni eik með fullgerjuðu tóbaki.
Eftir gerjunina er innihaldið í
tunnunni orðið að þéttum köggli.
Ásgrímur mokar því upp með mal-
arskóflu í vél sem sigtar innihaldið
og losar um kornin. Því næst er
það sett á dósir eða horn. Áfyll-
ingin er gerð í höndunum og van-
ur starfsmaður fyllir á um þúsund
50 gramma dósir á dag. Ásgrímur
brá dós í duftið og svo á vigtina.
Þyngdin var upp á gramm.
Í herberginu inn af sat Vera Al-
meida við vél sem var sérstaklega
smíðuð hér á landi til að fylla á
tóbakshornin. Hún hristir í hvert
horn á nákvæmlega 22 sekúndum.
Dósirnar og hornin eru steypt úr
plasti í Mosfellsbæ og starfsmenn
Vinnustofunnar Áss líma merki-
miða og viðvörunarmerkingar á
umbúðirnar. Framleiðslan er því
mikið til innlend.
Óbreytt innihald
Á dögunum birti Morgunblaðið
fréttir um mjög aukna sölu neftób-
aks. Í framhaldi af því barst fyr-
irspurn til blaðsins um efnainni-
hald neftóbaks, en það er ekki
tilgreint á umbúðunum. Þegar
spurst var fyrir um innihaldið hjá
framleiðandanum kom einfaldlega
fram að það væri óbreytt! Engum
hafði dottið í hug að spyrja um
það áður og í raun lá ekki fyrir
greining á nikótínmagni í neftób-
akinu. Blaðamanni var hins vegar
boðið að koma í heimsókn og
skoða þessa þjóðlegu framleiðslu.
Í reglugerð um viðvörunarmerk-
ingar á tóbaki og mælingar og há-
mark skaðlegra tóbaksefna er
kveðið á um viðvörunarmerkingar.
Upplýsinga um nikótínmagn er
einungis krafist á sígarettupakkn-
ingum. Ekki gilda sömu reglur um
reyktóbak og reyklaust, en þó skal
hvort tveggja bera viðvör-
unarmerkingu. Á neftóbakinu
stendur:
„Það getur valdið slímhúð-
arbólgum að taka í nefið eða vör-
ina.“ Undir það skrifar landlæknir.
Þjóðleg framleiðsla og óbreytt
Morgunblaðið/RAX
Tilbúið Hrátóbak er blandað með vatni, pottösku og salti í ákveðnum hlutföllum. Eftir sjö mánaða verkun í loftþétt-
um tunnum er neftóbakið orðið harður köggull. Ásgrímur mokar því í sigtivél sem losar um tóbakið fyrir pökkun.
Hornin hrist Vera Almeida við vélina sem var smíðuð til að hrista í tóbakshornin. Vélin hristir í
hvert horn á 22 sekúndum. Ásgrímur Stefánsson og Eggert Ó. Bogason fylgjast með.
Handavinna Fyllt er á neftóbaksdósirnar í höndunum og vanur maður fyllir um þúsund dósir á
dag. Verksmiðjan er í tveimur herbergjum í lágreistri byggingu á lóð ÁTVR við Stuðlaháls.
Íslenska neftóbakið er framleitt eftir
áratugagamalli uppskrift og aðferðum
í einu tóbaksverksmiðju landsins