Morgunblaðið - 02.02.2009, Page 17

Morgunblaðið - 02.02.2009, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2009 Komin í kastljósið Ragna Árnadóttir, nýr dómsmálaráðherra, gengur upp tröppurnar á Bessastöðum í gær, umsetin tökuvélum fjölmiðlanna. Ómar Helgi Jóhann Hauksson | 1. feb. Af hverju koma bara innvígðir til greina í dómsmálaráðuneytið? Og þá kemst Steingrímur J. Sigfússon sem fær víst að ráða þessu ráðuneyti ekki út fyrir þennan þrengsta hring innvígðra og innmúraðra helstu ger- enda þessa málaflokks í langri misnotkunarsögu Sjálfstæðisflokks með málaflokknum. Fyrst bárust fréttir af því að fv. innvígður og innmúraður stjórn- andi lögreglumála Björg Thorarensen hefði verið beðin um að taka málaflokkinn að sér en nú er bætt um betur og settur innvígður og innmúraður sjálfur ráðu- neytisstjóri dómsmálaráðuneytis Björns Bjarnasonar, Ragna Árnadóttir. – Maður skilur nú bara ekkert í svona löguðu. Ekki að ég hafi neitt persónulega upp á þessar mætu konur að klaga, en þetta er óskiljanlegt að ekki sé hægt að fara út fyrir innsta hring Björns Bjarnasonar við val á dómsmálaráðherra. Meira: hehau.blog.is Halla Jökulsdóttir | 1. feb. Minn tími mun koma … Þessi fleygu orð Jóhönnu Sigurðardóttur urðu áhrínsorð, hennar tími er kominn. Fyrsta íslenska konan í stól forsætisráð- herra Íslands, að vísu bara til kosninga í apríl.... þann 25. En hver veit nema hún standi sig svo vel þessa 83 daga að hún haldi áfram að kosningum loknum. Allt um það, vonandi nær hún að snúa vörn í sókn, þó tíminn sé stuttur, brekkan brött..... og stórþýfð að auki........ Gangi þér vel, Jóhanna, ég er ekki frá því að ég fari á kjörstað 25. apríl ........ í fyrsta skipti á ævinni í alþingiskosningum. Meira: hallaj.blog.is/blog Anna Ólafsdóttir Björnsson | 1. feb. Tímamót – sjálfsagt mál – frétt – loksins Fréttamenn hafa óspart bent á þau tímamót að kona sé nú í fyrsta sinn orðin forsætisráðherra og að jöfn kynjaskipti séu í fyrsta sinn í ríkisstjórn. Jú, sannarlega eru þetta tímamót, og löngu tímabær tímamót. Mér fannst þetta sjálfsagt mál, hið minnsta, en fagna samt einlæglega. Það að þetta sé ,,frétt“ árið 2009 er skrýtið, og ekki hægt að segja annað en: Loksins! Meira: annabjo.blog.is VIÐ Íslendingar stöndum fram- arlega í mæðravernd og ung- og smábarnavernd. Um það eru flestir sammála. Því til sönnunar og stuðn- ings eru tölur m.a. um burðarmáls- dauða, mæðradauða og lífslíkur barna sem auðvelt er að bera saman milli þjóða. Þar erum við fremst með- al þjóða. Þetta er árangur sem við megum vera stolt af og á stundum hreykja okkur hóflega af. Staða þessa málaflokks er því góð, hvort heldur við lítum okkur nær eða horf- um til þeirra þjóða sem við viljum gjarnan vera samstiga. En þetta gerðist ekki sjáfkrafa og hefði aldrei gerst ef ekki væri fyrir vel menntað og áhugasamt starfsfólk í heilsugæslu og heilsuvernd. Fólk sem fylgist vel með nýjungum, breytir og bætir sitt starf eftir því sem reynsla og þekking eykst. Fólk sem hefur framtíðarsýn fyrir sitt sérsvið og vinnur með öðrum sérfræðingum með það að markmiði að gera betur, taka mið af breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu og laga þjónustuna að þörfum samfélags- ins hverju sinni. Hið opinbera ræður þessa sérfræðinga á sviði heilsugæslu, býr þeim starfsumhverfi og aðstæður, kaup og kjör. Hið sama verður ekki sagt um fjár- málageirann. Flestir eru sammála um það að á því sviði hefur okkur ekki tek- ist vel upp. Því til sönnunar er efna- hagsástandið eins og það blasir við þjóðinni í dag. Staða þessa málaflokks er ekki góð. Það fólk sem átti að vera leiðandi og hafa umsjón með þessum málaflokki á vegum hins opinbera virðist ekki hafa haft framtíð- arsýn og ekki aðlagað sitt starf, breytt því eða bætt eða tekið mið af aðstæðum í þjóðfélaginu hverju sinni. Hið opinbera ræður þessa sérfræðinga á sviði fjármála, býr þeim starfsumhverfi og aðstæður, kaup og kjör. Nú hefur hið opinbera valið að segja upp starfsfólki í ung- og smábarnavernd, leggja nið- ur Miðstöð mæðraverndar og Miðstöð heilsuvernd- ar barna, í þeirri mynd sem þær hafa starfað. Segja upp sérfræðingum sem hafa verið leiðandi á sínu sviði og byggt upp til framtíðar. Í fjármálageiranum hefur gengið treglega að finna réttan farveg fyrir uppsagnir fólks sem átti að vera leiðandi á sínu sviði og byggja upp til fram- tíðar. Um biðlaun og starfslokasamninga þarf ekki að fjölyrða. Eru þetta þær áherslur sem við viljum hafa í okkar samfélagi? Er þetta það gildismat sem við viljum? Eftir Ragnheiði Bachmann »Nú hefur hið opinbera valið að segja upp starfsfólki í ung- og smábarnavernd, leggja niður Miðstöð mæðraverndar og Mið- stöð heilsuverndar barna … Ragnheiður Bachmann Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Eru þetta réttar áherslur? UM LANGT árabil hef- ur umræða um fisk- veiðikvótann skyggt á aðra umræðu um málefni sjávarútvegsins. Fisk- veiðistjórn hefur margar hliðar, kvótinn er aðeins ein þeirra. Sjávarútvegs- fyrirtækin afla stærsta hluta gjaldeyristekna landsins og eru nú ein styrkasta stoðin undir sjálfstæði þess, ásamt lífeyrissjóð- unum. Fjalla verður af ábyrgð og skilningi um þennan atvinnuveg, ekki síst á erfiðum tímum. Fiski- byggðir landsins eru þegar byrj- aðar að skapa aukna atvinnu vegna gengislækkunar krónunnar, sem er dýrmætt á meðan SV-hornið jafnar sig á ofþenslu undangenginna ára. Þau gleðilegu tíðindi bárust nýlega að við misstum engan mann í hafið árið 2008, og er það ábyggilega í fyrsta sinn frá því að landið byggð- ist. Einhver slys verða varla umflú- in, en þetta er vitnisburður um al- mennar framfarir í öryggismálum, s.s. vegna framfara í veðurþjónustu, slysavarnaskólans og eins hafa öfl- ugri og fullkomnari smábátar sín áhrif. Breytingar Fiskveiðar okkar hafa að stórum hluta verið fjár- magns- og orku- frekar há- tækniveiðar. Á það jafnt við um veiðar á uppsjávarfiski með fjölveiðiskip- um og botnfiski með frystitogurum. Nú er orðið næsta víst að ekki munu fást erlend lán á allra næstu árum í sama mæli og áður. Fjármagn er skyndilega orðið takmarkandi þátt- ur í rekstrinum. Munu fram- leiðslutækin úreldast í kreppunni og lífskjör okkar skerðast enn frekar af þeirri ástæðu eða munum við ná að aðlaga okkur? Þá hefur olía verið dýr að undanförnu og hún verður það áfram til lengri tíma litið. Dýr- mætum gjaldeyri er og verður varið til hennar. Yfirgnæfandi hluti olíu- nnar er til fiskveiða. Olíunotkun á hvert kíló fisks sem veiddur er á kyrrstæð veiðarfæri er innan við fjórðungur þess sem er á fisk sem veiddur er á dregin veiðarfæri. Olíunotkun þýðir útblástur og bindur sjávarútvegurinn því dýr- mætan losunarkvóta, einkum með veiðum í botn- og flotvörpu. Áhersla á sjálfbæra þróun og vistvæn mat- væli fer vaxandi í veröldinni, auk þess sem aðgengi fólks að auðlindum sjávar er félagslegt réttlætismál og í samræmi við íslenskar hefðir. Þessi atriði skipta orðið máli við markaðs- setningu afurðanna. Við eigum frá- bæra smábátasmiði, erum leiðandi í veiðitækni og getum sjálf endurnýj- að framleiðslutækin á hagkvæman hátt, a.m.k. að hluta til. Svonefndir smábátar eru sífellt að verða stærri, öflugri og öruggari og aflanum er skilað ferskum á land, auk þess sem fjárfestingin er miklu minni m.v. afla en í hátækniskipunum. Á móti kem- ur að þessi högun kallar á meira vinnuafl. Í náinni framtíð verður at- vinnustigið einmitt helsta viðfangs- efnið í hagstjórn og atvinnan er að auki brýnt velferðarmál. Vegna þessa alls set ég fram hugmynd um breytingu á stjórn fiskveiða. Til- lagan snertir ekki kvótann. Strandhelgin færð út Lengi hefur verið í gildi regla um að gamla 12 mílna línan umhverfis landið loki strandsvæðum, flóum og fjörðum fyrir togveiðum. Þetta er „strandhelgi“ byggðanna. Frá þess- ari reglu eru ýmsar mikilvægar und- antekningar (snurvoð, minni tog- skip, ofl.). Tillagan gerir ekki ráð fyrir breytingu á þeim, enda hafa menn lengi getað gengið út frá þeim í sínum rekstri. Hugmyndin er sú að byggðir landsins fái smám saman aukna strandhelgi. Togveiðar þoki utar í fyrirfram þekktum og var- færnum skrefum á löngu tímabili. Fyrsta skrefið væri samt nógu stórt til að hafa jákvæð áhrif á atvinnu- stigið strax á þessu ári. Sjávarútveg- urinn fái að vita stefnuna og skrefin, svo hann geti smám saman aðlagað sig. Einhver hluti togaraútgerða mundi smám saman sjá sér hag í að breyta starfsemi sinni, eftir því sem skipin ganga úr sér, og hasla sér völl við ströndina. Flestar mundu þó væntanlega kjósa að vera áfram í út- gerð stærri togskipa sem stunda veiði utar. Um leið og smábátum yrði tryggð aukin strandhelgi ætti að takmarka sókn þeirra utan henn- ar í hliðstæðum skrefum, e.t.v. eftir árstíðum. Yrðu þá minni árekstrar milli veiða með mismunandi veið- arfærum. Ísland væri um leið að skapa venju, etv. lögbundna eða jafnvel stjórnarskrárbundna, um strandhelgi, sem ESB yrði að virða, ef við gerumst einhvern tíma aðilar. Þjóðerni hluthafa fyrirtækjanna við ströndina skiptir litlu máli, en at- vinna fólksins miklu. Kanna og ræða þarf hver strandhelgin á að vera til lengri tíma litið. Það þarf að útkljá og lögfesta í byrjun, en ráðherra að fá og nota heimild til að ákveða und- anþágur með árlegri reglugerð. Til greina kæmi að færa t.d. strax út í 16 eða 18 mílur, en yfirlýst stefna verði að bæta við t.d. einni eða tveimur mílum á ári eftir það, uns lögbundnu hámarki yrði náð, sem gæti hugsanlega verið á bilinu 25-35 sjómílur, eftir athugun og umræður. Þetta er mikilvægt og brýnt mál, bæði með hliðsjón af því atvinnu- ástandi sem hefur skapast í landinu og til að grundvalla reglu sem hald er í til lengri tíma litið gagnvart ESB, ef svo færi að við gerðumst einhvern tíma aðilar að því banda- lagi. Eftir Ragnar Önundarson »Hugmyndin er sú að byggðir landsins fái smám saman aukna strandhelgi. Togveiðar þoki utar í fyrirfram þekktum og varfærnum skrefum á löngu tíma- bili. Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur, bankamaður og áhugamaður um hagstjórn. Um fiskveiðar og aukna atvinnu BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.