Morgunblaðið - 02.02.2009, Blaðsíða 19
Minningar 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2009
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
ANDRÉS GUÐJÓNSSON
fyrrv. skólameistari
Vélskóla Íslands,
Mánatúni 2,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 22. janúar, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju
þriðjudaginn 3. febrúar kl. 15.00.
Ellen M. Guðjónsson,
Jens Andrésson, Kristín Þorsteinsdóttir,
Grímur Andrésson, María Friðriksdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Elskuleg dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og
systir okkar,
FRÍÐA HRÖNN SIGTRYGGSDÓTTIR,
Asparfelli 4,
sem lést þriðjudaginn 27. janúar, verður jarðsungin
frá Kálfatjarnarkirkju miðvikudaginn 4. febrúar
kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim vilja minnast
hennar er bent á Félag langveikra barna.
Guðbjörg Sigurpálsdóttir,
Edda Rut Hlín Waage, Andrés Róbertsson,
Garðar Guðlaugur Garðarsson, Guðleif Hallgrímsdóttir,
Sigurlinni Gísli Garðarsson, Guðný Karen Ólafsdóttir,
Þórunn Helga Garðarsdóttir,
barnabörn og systkini.
✝ Guðrún SigríðurBjörnsdóttir
fæddist á Auðkúlu í
Svínavatnshreppi í
Austur-Húnavatns-
sýslu 30. júlí 1930.
Hún lést á heimili
sínu laugardaginn
24. janúar síðastlið-
inn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Björn
Stefánsson, prestur á
Bergsstöðum í Svart-
árdal og síðar pró-
fastur á Auðkúlu í
Svínadal, f. 13. mars 1881, d. 9. nóv-
ember 1958, og Valgerður Jó-
hannsdóttir, f. 26. apríl 1902, d. 29.
apríl 1980.
Systir Guðrúnar er Ólöf Birna, f.
2. apríl 1934, gift Jóni Ólafssyni,
hrl., f. 19. september 1932. Hálf-
systkini Guðrúnar samfeðra eru:
Ólafur, f. 2. febrúar 1912, d. 22.
febrúar 1999, Ingibjörg, f. 20. sept-
ember 1914, d. 1977, Þorbjörg, f.
18. nóvember 1915, d. 11. desember
2007, og Ásthildur Kristín, f. 4. júní
Gíslasyni, húsasmið, f. 11. febrúar
1956. Börn þeirra: Guðrún Birna,
f. 10. september 1981, gift Pétri
Ragnarssyni, f. 15. maí 1978, og
eiga þau einn son, Daníel Helga, f.
14. október 2008. Katrín Þor-
björg, f. 5. júní 1982, gift Ólafi
Gunnari Long, f. 19. júní 1982. 3)
Sigrún Dóra, kennari og hönn-
uður, f. 22. júlí 1966, gift Jóhanni
Gunnari Stefánssyni, fram-
kvæmdastjóra, f. 21. apríl 1964.
Börn þeirra: Stefán Gunnar, f. 21.
desember 1990, Birna Sísí, f. 4.
maí 1998, og Inga Rannveig, f. 20.
desember 2000. Jóhann Gunnar á
úr fyrra sambandi Davíð, f. 17.
desember 1983, í sambúð með
Þóru Kristínu Hauksdóttur, f. 24.
júlí 1985.
Guðrún nam heimspeki við Há-
skóla Íslands 1951-1952 og lauk
þaðan cand. phil. 6. júní 1952. Hún
vann hjá Innkaupastofnun ríkisins
á árunum 1952-1954. Guðrún bjó
ásamt manni sínum í Bandaríkj-
unum árin 1955-1958 í New York
og Iowa og aftur 1969-1970 í
Maryland en þess á milli og eftir
það bjó hún í Reykjavík, lengst af í
Grundarlandi 4 í Fossvogsdal en
síðar á Þorragötu 5.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Fossvogskirkju mánudaginn 2.
febrúar og hefst athöfnin klukkan
15.00.
1917, d. 18. júlí 1998.
Guðrún giftist 11.
júní 1955 Jóni Reyni
Magnússyni, verk-
fræðingi og fyrrver-
andi framkvæmda-
stjóra
Síldarverksmiðja rík-
isins, f. 19. júní 1931.
Foreldrar hans voru
Magnús Jónsson, f.
18. febrúar 1893, d.
8. apríl 1971, og Hall-
dóra Ásmundsdóttir,
f. 8. apríl 1896, d. 26.
apríl 1993.
Börn Guðrúnar og Jóns eru:
1) Magnús Reynir, ljósmyndari,
f. 22. október 1956, í sambúð með
Bjarnveigu Sigríði Guðjónsdóttur,
kerfisfræðingi, f. 25. nóvember
1966. Börn þeirra: Vala Rún, f. 27.
nóvember 1996, og Davíð Steinn, f.
10. október 2005. Magnús átti úr
fyrra sambandi með Maríu Jóns-
dóttur, f. 9. ágúst 1966, Jón Reyni,
f. 2. maí 1990. 2) Birna Gerður,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir,
f. 16. október 1958, gift Guðlaugi
Stór hluti daglegs lífs okkar systra
var að „kíkja til mömmu“ og tómlegt
að hugsa til þess að nú sé þeim kafla
lokið. Í eldhúsinu var spjallað, hlegið
og slúðrað og þar var ristaða brauðið
og kaffið best. Mamma lá ekki á skoð-
unum sínum, orðbragðið ekki alltaf
pent, gat hneykslað suma, stundum
dómhörð en húmorinn aldrei langt
undan, örlát og mátti ekkert aumt sjá.
Hún var vanaföst og ekki vel við nýj-
ungar. Tæki sem pabbi kom með á
heimilið var hún lengi að taka í sátt.
Hún var sparsöm og nýtin, sérfræð-
ingur að ná blettum úr fötum og gera
við. Saumavélin var alltaf uppi og
saumaði hún á okkur systurnar,
barnabörnin og dúkkurnar. Það sem
brotnaði var vel límt saman.
Mamma var heimakær, alltaf að og
hver hlutur átti sinn stað, allt vel
flokkað í poka, skúffur og skápa.
Henni var það mikilvægt að líta vel út
og á yngri árum horfðum við með að-
dáun þegar hún puntaði sig. Hún
stundaði jóga í mörg ár enda einstak-
lega létt á fæti og liðug. Þannig var
hún fram á síðasta dag og hefur það
eflaust átt þátt í að sjúkdómurinn
lagði hana ekki í rúmið.
Hún fylgdi pabba í vinnuferðir um
allan heim, var góð málamanneskja
og naut þessara ferða. Þá var hún
lengi að pakka í töskurnar og allt vel
raðað og skipulagt; kremin, spari-
kjóllinn, ferðastraujárnið og krullu-
járnið. Síðustu ár fóru þau pabbi ár-
lega til Flórída og þá var keypt
eitthvað nytsamlegt eins og föt á börn
og barnabörn; hún þekkti stærðirnar
á öllum. Í síðustu ferðinni fyrir tæpu
ári keypti hún tösku fulla af fötum á
langömmubarnið.
Fyrstu barnabörnin hennar, Guð-
rún og Katrín, komu 1982 frá erlendu
landi og hún elskaði þær frá fyrsta
degi. Hún var ómetanlegur stuðning-
ur við að passa og hjálpa til. Eiga þær
góðar minningar úr Fossvoginum;
næturgisting í rúmfataskúffunni,
snuddan í ísskápnum, rófubitar og
rúsínur í stað sælgætis, leikur í garð-
inum á meðan amma hreinsaði arfa og
lúr hjá afa. Stebbi var í sérstöku
uppáhaldi og þreyttist hún ekki á að
tala um hvað hann væri duglegur að
hugsa um systur sínar. Veikindi
Birnu Sísíar voru henni áhyggjuefni,
spurði oft hvernig gengi. Þá varð
henni tíðrætt um hárið hennar Ingu
Rannveigar: Það er svona strawberry
blonde eins og mitt var!
Umhyggja fyrir okkur var henni
ofarlega í huga, alltaf, fram á síðustu
stund. Hvað er að frétta af þeim
systrum? Hvernig gengur með litla
Daníel? Hvernig hefur hann Stebbi
minn það? Hún hafði daglega sam-
band og voru það ein fyrstu merkin
um versnandi sjúkdóm þegar hún
hætti að hringja.
Sjúkdómur markaði líf hennar
mömmu í yfir tuttugu ár þótt hún
fengi inn á milli góð tímabil. Undan-
farnar vikur hefur verið sárt að horfa
á hana verða sífellt veikari en aðspurð
um líðan sína sagði hún: Það er ekk-
ert að mér, er eitthvað að ykkur?!
Hún neitaði allri aðstoð en pabbi var
óþreytandi að styðja hana í einu og
öllu. Kallið kom snöggt fyrir okkur
sem eftir stöndum. Við hefðum svo
gjarnan viljað geta hlúð betur að
henni eins og hún gerði við okkur alla
tíð. Hafi hún þökk fyrir allt sem hún
var okkur. Guð blessi minninguna
hennar mömmu.
Birna Gerður og Sigrún Dóra
(Bidda og Diddú).
Já, vegir Guðs eru órannsakanlegir
og á stundum er erfitt að skilja af
hverju hlutirnir þurfa að vera svo
sársaukafullir. En samt er ég viss um
að Hann veit hvað okkur er fyrir
bestu.
Ég kynntist tengdamömmu minni
árið 1978 þegar við Birna, dóttir
þeirra, fórum að vera saman, og strax
fann ég mig velkominn hjá fjölskyld-
unni í Grundarlandi í Fossvogi. Þar
áttu tengdaforeldrar mínir fallegt
heimili með stórum garði, sem bæði
höfðu yndi af að rækta. Oft var glatt á
hjalla og tengdamamma tók manni
opnum örmum, brosmild og hlý.
Guðrún var falleg kona sem lét lítið
fara fyrir sér, en ávallt var stutt í
stríðnina og húmorinn. Alltaf var hún
tilbúin til að aðstoða, hvort sem það
var að sauma bót á uppáhaldsgalla-
buxurnar eða kaupa nýjar í einhverri
Ameríkuferðinni. Ég er henni sér-
staklega þakklát fyrir þann hlýhug og
stuðning sem hún sýndi mér í alvar-
legum veikindum fyrir nær þrjátíu
árum. Þá stóð hún vaktina ásamt
fleirum og sat hjá mér þegar á þurfti
að halda.
Mér er minnisstætt eitt sinn þegar
ég kom til þeirra og hringdi bjöllunni
án þess að nokkur svaraði. Samt sá ég
bíl tengdamömmu fyrir utan og tók
því í hurðina. Það var ólæst og ég
gekk inn og kallaði, en fékk engin við-
brögð. Ég furðaði mig á þessu, en
heyrði svo smákall frá ganginum að
svefnherbergisálmunni. Jú, þar stóð
tengdamamma á haus í jóga-stellingu
upp við vegg og bað mig að bíða fáein-
ar mínútur meðan hún kláraði „pró-
grammið“ sitt. Hún var ótrúlega liðug
og höfum við oft hlegið saman að
þessari minningu.
Það ríkti mikil gestrisni hjá hjón-
unum og ævinlega var hugsað vel um
mann þegar maður kom í heimsókn.
Eftir að við Birna eignuðumst eigið
heimili og Guðrún og Katrín, dætur
okkar, komu til sögunnar var tengda-
mamma meira en fús til að liðsinna.
Og stelpunum fannst alltaf jafn gam-
an að koma til ömmu og afa í Grund-
arlandinu. Þær héldu mikið upp á
ömmu sína og hún átti auðvelt með að
kalla fram hlátur hjá þeim.
Síðast áttu Guðrún og Jón heimili
að Þorragötu 5, og þar hitti ég mína
kæru tengdamömmu í síðasta sinn
tveimur dögum áður en hún lést. Guð-
rún var búin að berjast við krabba-
mein í mörg ár, en allan þann tíma
kvartaði hún aldrei. Hún var þvílík
hetja, og ævinlega gat hún brosað og
séð kátlegu hliðina á hlutum. Ég er
Guði þakklátur fyrir Guðrúnu,
tengdamömmu mína, og þakklátur
fyrir allt sem hún var mér og minni
fjölskyldu. „Guð er oss hæli og styrk-
ur, örugg hjálp í nauðum. (Sálm.
46,2.) Ég bið góðan Guð að blessa og
styrkja Jón, tengdaföður minn, og
fjölskylduna alla.
Guðlaugur Gíslason.
Guðrún Sigríður
Björnsdóttir
Fleiri minningargreinar um Guð-
rúnu Sigríði Björnsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
✝ Sigurður JónJónsson fæddist í
Álasundi í Noregi 9.
febrúar 1916. Hann
andaðist á Landspít-
alanum í Fossvogi 21.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Jón Bergþór
Jónsson, f. 23.2. 1889,
d. 22.8. 1981 og Elise
Sevrine Jónsson fædd
Eriksen, f. 12.7. 1884,
d. 20.5. 1969.
Jón faðir Sigurðar
ferðaðist til Noregs
þar sem hann kynntist Elise, sem þá
var ekkja með eina dóttur, Laur-
entze Johanne Helgason, f. 1908, d.
eignuðust tvö börn John Birger og
Sissel. 4) Jón Jónsson, f. 1924, maki
Hjördís Guðmundsdóttir, f. 1927,
þau eiga þrjú börn, Valdimar,
Sverri Helga og Hildi.
Sigurður gekk í barnaskóla í
Álasundi í Noregi. Árið 1929 flutti
fjölskyldan til Íslands, þegar Sig-
urður var 13 ára gamall. Hér á Ís-
landi gekk hann í Iðnskólann í
Reykjavík og lagði stund á klæð-
skeranám. Frá 15 ára aldri starfaði
hann hjá Álafossi. Fyrst sem send-
ill, síðar sem nemi í klæðskurði,
eftir það sem klæðskeri. Starfaði
hann þar allan sinn starfsaldur í
ein 60 ár. Að stríði loknu flutti Sig-
urður að Leifsgötu 28 í Reykjavík
þar sem hann bjó með foreldrum
sínum á meðan þau lifðu. Fyrir
tveimur árum flutti hann síðan í
Bláhamra 2 í Grafarvogi og bjó þar
til dauðadags.
Útför Sigurðar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
1993, maki Jóhann
Helgason, f. 1911, d.
1985. Sigurður átti
fjögur alsystkini, þau
eru: 1) Kristbjörg M.
O. Jónsdóttir, f. 1918,
maki Sigurður Páll
Jörundsson, f. 1918,
d. 1992, sonur þeirra
Gunnar Bergþór. 2)
Paula A. Jónsdóttir, f.
1920, maki Páll
Guðnason, f. 1920, d.
2000, þau eignuðust
fjögur börn, Guðna
Bergþór, Þór Elís,
Lísu og Rannveigu. 3) Elise K. Lar-
sen, f. 1922 búsett í Noregi, maki
Sverre Larsen, f. 1915, d. 1964, þau
Sigurður Jón Jónsson var á
margan hátt sérstakur einstakling-
ur, og einstaklingur var hann svo
sannarlega. Hann hleypti í rauninni
aldrei heimdraganum. Alla sína ævi
bjó hann í foreldrahúsum og virtist
sáttur við þau kjör. Hann var sann-
ur piparsveinn en starfsvettvangur
hans var skraddaraiðn. Hann eyddi
nánast öllum sínum starfsferli sem
aðalklæðskeri hjá Álafossi þar sem
hann bæði hannaði og sneið ein-
kennisbúninga á ýmsar starfsstétt-
ir.
Siggi frændi var hógvær maður
og lítillátur, hann var rólyndið upp-
málað og ekki gerði hann kröfurnar
þótt sérvitur væri. Ég minnist hans
sem hins mesta ljúfmennis sem gott
var að vera samvistum með. Siggi
var mikill hagleiksmaður enda voru
bæði afi og amma mikið hannyrða-
fólk. Amma heklaði og bróderaði og
afi smíðaði leikföng, einkum á sín-
um efri árum. Frændi minn, hann
Siggi, gekk þó enn lengra því hann
fór að stunda kvikmyndagerð og var
kannski einn af þeim fyrstu sem
lögðu fyrir sig „animation“ eða
teiknimyndagerð eins og hermt er á
íslenska tungu. Hann teiknaði ekki
myndir eins og orðið gæti gefið til
kynna heldur færði hann ýmis
þekkt ævintýri í leirfígúrur. Hann
tók fyrir ýmsar ævintýrasögur og
bjó til leikmynd úr pappír og gerði
persónur og leikendur úr leir. Síðan
hófst hann handa af sinni einskærri
þolinmæði að mynda þessa hag-
leikssmíði á 8mm filmu. Því næst
klippti hann þetta allt til og afrakst-
urinn sýndi hann okkur börnunum í
fjölskyldunni á sunnudögum þegar
allir komu í sunnudagskaffi til
ömmu og afa á Leifsgötuna. Það var
ávallt mikil tilhlökkun hjá okkur
krökkunum að fá að sjá nýjustu
framleiðsluna, svo skemmtilegt var
þetta. Ég var svo heillaður af þessu
öllu saman að ég fór sjálfur að búa
til slík hús, leirkarla og önnur dýr
sem komu fram í sögunum. Kannski
var þetta kveikjan að því að ég varð
síðar kvikmyndagerðarmaður sjálf-
ur.
Eitt sinn var ég svo lánsamur að
kynnast honum frænda mínum
nokkuð nánar þegar við fórum sam-
an í heimsókn til Noregs. Í Noregi
voru Siggi og systkini hans fædd og
bjó Siggi stóran hluta af sinni barn-
æsku í Álasundi. Noregsferðin með
Sigga frænda er mér ávallt mjög
eftirminnileg þar sem Siggi frændi
sagði mér margar sögur af æskuár-
um sínum og fjölskyldunnar. Það
var greinilegt af þessum sögum að
hann hafði tekið sér margt fyrir
hendur og fannst mér það t.d. mjög
tilkomumikið að eitt sinn smíðaði
hann sér, sem unglingur, kajak.
Líklega var hann einn af fáum sem á
þeim tíma stunduðu kajaksiglingar.
Útivistarmaður var hann mikill
sem sennilega má rekja til norska
blóðsins sem rann í æðum hans.
Eftir þessa samferð okkar til Nor-
egs urðu tengslin á milli okkar lengi
vel enn sterkari og settist ég oft inn
til hans á Leifsgötunni þar sem ég
fékk að sjá hvað hann var að sýsla
og heyra skemmtilegar sögur. Mig
langar að þakka þessum hógværa
manni fyrir góða samveru hér á
jarðríki og megi hann hvíla jafn
friðsæll og hann var í lifanda lífi.
Guð fylgi þér, Siggi frændi, eins og
ég held að hann hafi ávallt gert.
Þór Elís Pálsson.
Sigurður Jón
Jónsson
Fleiri minningargreinar um Sig-
urður Jón Jónsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.