Morgunblaðið - 02.02.2009, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 02.02.2009, Qupperneq 25
Fréttir í tölvupósti Leiklistarfólk Fulltrúar leikhópanna við afhendingu styrkja Leiklistarráðs, sem eru á bilinu 2,7 til 8 milljónir. LEIKLISTARRÁÐ úthlutaði fyrir helgi 70 milljónum króna í styrki til atvinnuleikhópa í landinu. Af þeirri upphæð fær Hafnarfjarðarleikhúsið 20 milljónir króna samkvæmt samningi. Til annarra atvinnuleikhópa renna samtals 45,2 milljónir króna. Þá fá sjálfstæðu leikhúsin fimm milljónir króna til reksturs skrifstofu. Alls sóttu 54 aðilar um styrki til 60 verkefna og barst ein umsókn um samstarfssamning. Í leiklistarráði eru Orri Hauksson, formaður, skipaður án tilnefningar, Jórunn Sigurðardóttir, tilnefnd af Leik- listarsambandi Íslands, og Magnús Þór Þorbergsson, til- nefndur af Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa. 70 milljónir til atvinnuleikhópa Menning 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2009 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið - Sýningum í vetur lýkur í febrúar) Lau 14/2 kl. 17:00 U ath sýn.atíma Sun 15/2 aukas. kl. 16:00 U Fös 20/2 kl. 20:00 U næst síðasta sýn. í vetur Sun 22/2 aukas. kl. 16:00 U Lau 28/2 kl. 17:00 U síðasta sýn. í vetur - ath sýningatíma Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið) Fös 13/2 kl. 20:00 Ö Lau 21/2 kl. 17:00 U Fös 27/2 kl. 20:00 U Lau 7/3 kl. 16:00 U Fös 13/3 kl. 20:00 Ö Lau 14/3 kl. 16:00 U Fim 19/3 kl. 20:00 Ö Lau 21/3 kl. 16:00 U Fim 26/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 16:00 Tvær Grímur 2007 - Besti leikari - Besta handritið Sturlunga Einars Kárasonar (Söguloftið) Fös 6/2 fors. kl. 18:30 Ö Forsýning Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Óperuperlur - Diddú, Bjarni Thor, Sigríður, Ágúst og Antonía Fös 13/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Iðnó 562 9700 | idno@xnet.is Systur Lau 7/2 kl. 20:00 Fös 13/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Dómur Morgunblaðsins Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Dubbeldusch (Hafnarfjarðarleikhúsið) Fös 6/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Velkomin heim - Febrúarsýning2009 (Stóra sviðið) Fim 5/2 frums. kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Sun 15/2 kl. 20:00 Sun 22/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Sun 8/3 kl. 20:00 Fös 6/2 kl. 19:00 Fim 12/2 kl. 20:00 aukas. Lau 14/2 kl. 19:00 Lau 7/3 kl. 19:00 Fös 13/3 kl. 19.00 Lau 14/3 kl. 19.00 Lau 21/3 kl. 19.00 Sun 22/3 kl. 19.00 Yfir 130 uppseldar sýningar. Áhorfendasýning ársins 2008. Fló á skinni (Stóra sviðið) Miðasölusími 568 8000 – midasala@borgarleikhus.is Rústað eftir Söru Kane – sýningar hafnar. Fös 30/1 kl. 20:00 frums. Lau 31/1 kl. 20:00 2. kort Sun 1/2 kl. 20:00 3. kort Fim 5/2 kl. 20:00 4. kort Fös 6/2 kl. 20:00 5. kort Lau 7/2 kl. 20:00 6. kort Fim 12/2 kl. 20:00 Fim 12/2 kl. 20:00 Lau 14/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Ath! Bannað innan 16 ára. Ekki er hleypt inn í sal eftir að sýning hefst. Rústað, eftir Söru Kane (Nýja sviðið) Fös 6/2 kl. 20:00 frums. Lau 7/2 kl. 19:00 2. kort Lau 7/2 kl. 22:00 aukas. Sun 8/2 kl. 20:00 3. kort Mið 11/2 kl. 20:00 4. kort Fim 12/2 kl. 20:00 5. kort Fös 13/2 kl. 19:00 6. kort Fös 13/2 kl. 22:00 aukas. Lau 14/2. kl. 19:00 aukas. Lau 14/2 kl. 22:00 aukas. Sun 15/2 kl. 20:00 aukas. Fös 20/2 kl. 19:00 7. kort Fös 20/2 kl. 22:00 Lau 21.2 kl. 19:00 8. kort Lau 21/2 kl. 22:00 aukas. Sun 22/2 kl. 20:00 9. kort Mið 25/2 kl. 20:00 10. kort Fim 26/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 19:00 Fös 27/2 kl. 22:00 Leiklestrar á verkum Söru Kane. Ást Fedru - 10. febrúar. Hreinsun - 17. febrúar. Þrá - 24. febrúar. 4:48 geðtruflun - 3. mars Sannleikurinn, einleikur Péturs Jóhanns (Litla sviðið) Sýningum lýkur í febrúar á vinsælasta söngleik leikársins. Fólkið í blokkinni (Stóra sviðið) Lau 31/1 kl. 19:00 Sun 1/2 kl. 16:00 aukas. Sun 1/2 kl. 19:00 Lau 7/2 kl. 19:00 Lau 7/2 kl. 22:00 Fös 13/2 kl. 19:00 aukas. Fös 13/2 kl. 22:00 Lau 21/2 kl. 19:00 Lau 21/2 kl. 22:00 síð. sýn. Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F , ,ímorgungjöf? ÉG er ekki einn þeirra sem skrifa undir málsháttinn „Öllu gamni fylgir nokkur alvara“. En þegar kemur að myndlist Ásmundar Ásmundssonar á máltækið vel við. Ásmundur er lista- maður sem gerir blákalt grín en er að sama skapi pólitískur og gagnrýninn. Sem þriðji listamaðurinn í sýning- arröð Listasafns Reykjavíkur í A sal Hafnarhússins sem miðast við að tengja listina út fyrir safnið hefur Ás- mundur kosið samstarf við krakka úr Hlíðarskóla. Sýningin nefnist Hola og byggist á gjörningi barnanna, er þau grófu heljarinnar holu í Klambratúnið. Hol- an var svo uppfyllt með grófri steypu, hún færð í föstu formi yfir í sýning- arsal Hafnarhússins og staðsett í hann miðjan sem formrænn skúlptúr. Á veggnum má sjá myndskeið með börnunum að moka í leik og lík- amlegri erfiðisvinnu og á Klambrat- úni í námunda við Kjarvalsstaði geymist holan tóm. Þannig fram- lengir listamaðurinn sýninguna á milli tveggja staða Listasafns Reykjavíkur. Sýningin er sérkennileg að því leyti að hún er aðallega góð fyrir það hve slæm hún er. Skúlptúrinn smell- passar í salinn í heldur klisjukenndri mynd. En listamaðurinn sýður gjörn- inginn, objektið og rýmið saman eftir hárréttri uppskrift svo verkið gengur óþægilega vel upp. Þ.e. að maður þekkir strax klisjuna og sér hve auð- velt er að falla fyrir henni ef maður gætir ekki að sér. Það eina sem afvegaleiðir mann sjónrænt frá klisjunni er plakat á vegg sem auglýsir sýninguna. Ég læt því spurningarmerki við plakatið því að klisjan kann að hafa verið enn sterkari án plakatsins. Hins vegar gegnir plakatið samskonar hlutverki og undirskrift listamannsins. Þ.e. að þetta er klisjan hans Ásmundar lista- manns og einskis annars Verk Ásmundar hafa ætíð sam- félagslega skírskotun og er auðvelt að sjá skúlptúrinn sem enn einn steyp- uminnisvarðann eins og þá sem standa óhreyfðir eftir efnahags- hrunið. Ásmundur ýjaði reyndar að þessari tengingu með kómískri hóg- værð í ræðu sem hann hélt við opnun og hangir nú á vegg til aflestrar. Ræða þessi er ómissandi partur af sýningunni, enda alger steypa út af fyrir sig. Er óhætt að mæla með þess- ari æðislega vondu sýningu fyrir alla sem elska og hata íslenska sam- tímalist. MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsið Opið daglega frá 10.00-17.00. Sýningu lýkur 8. mars. Aðgangur ókeypis. Ásmundur Ásmundsson bbbbn Steypan „Sýningin er sérkennileg að því leyti að hún er aðallega góð fyrir það hve slæm hún er.“ Klisjan í steypunni Jón B. K. Ransu HINN kunni breski danshöfundur Rosemary Butcher og útskrift- arnemar Laban-listdansskólans í London bjóða á danssýningu í Reykjavík í kvöld. Dansararnir eru á lokaári BA-náms og sýna út- skriftarverk sitt í húsakynnum Klassíska listdansskólans, Grens- ásvegi 14, bakatil, klukkan 20.30. Um er að ræða nýtt verk eftir einn þekktasta danshöfund Bret- lands, Rosemary Butcher, og er samið að beiðni Laban. Verkið heitir Stories In the Rocks og er unnið í samvinnu við dansarana. Það byggist á spunavinnu og brennidepillinn er samspil dans- aranna og mynda sem þeir gera með myndvarpa. Rosemary Butcher hefur í meira en þrjá áratugi verið einn róttækasti og frumlegasti danshöf- undur Bretlands. Hún varð fyrir miklum áhrifum þegar hún dvaldi í New York 1970-72 og kynntist þar brautryðjendunum í The Jud- son Group þegar velgengni þeirra var sem mest. Þær hugmyndir kynnti hún síðan í Bretlandi og sýning hennar í Serpentine Gall- ery í London árið 1976 er fræg fyrir nýsköpun og ferska nálgun við danslistina. Rosemary Butcher hefur allar götur síðan þróað eigin tjáningarmáta og dansform. Laban er víðkunnur listdans- skóli og í fararbroddi í þróun kennslu á háskólastigi og þjálfun atvinnulistdansara. Skólinn starfar í byggingu í London þar sem eru m.a. 13 dansstúdíó, heilsustöð, kaffihús og 300 sæta leikhús. Sýningin er um 30 mínútna löng. Aðgangur er ókeypis en fólk þarf að skrá sig á arna@ballet.is eða hringja í síma 616 2120. Kunnur breskur dans- hópur býður á sýningu www.rosemarybutcher.com www.laban.org www.ballet.is Styrkir til atvinnuleikhópa í ár:  Steinunn Knútsdóttir og fleiri 3 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Herbergi 408.  Pars Pro Toto / Lára Stef- ánsdóttir og fleiri 5,5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Bræður.  Hið lifandi leikhús / Þorleifur Örn Arnarsson og fleiri 5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Eilíf óhamingja.  Opið út / Charlotte Böving og fleiri 5 millj. kr. vegna uppsetn- ingar á verkinu Vatnið.  Sjónlist / Pálína Jónsdóttir og fleiri 5,5 millj. kr. vegna uppsetn- ingar á verkinu Völva.  Lab Loki / Rúnar Guðbrands- son og fleiri 6,5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Ufsagrýlu.  Sögusvuntan / Hallveig Thorla- cius og fleiri 2,7 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Laxdæla.  GRAL / Grindvíska atvinnuleik- húsið / Guðmundur Brynjólfsson og fleiri 4 millj. kr. vegna uppsetn- ingar á verkinu Horn á höfði.  Evrópa kvikmyndir – Vest- urport / Gísli Örn Garðarsson og fleiri 8 millj. kr. vegna uppsetn- ingar á verkinu Faust.  Hafnarfjarðarleikhúsið Her- móður og Háðvör, 20 millj. kr. skv. samstarfssamningi. Fást Vesturports styrktur um átta milljónir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.