Morgunblaðið - 02.02.2009, Side 32
MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 33. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SKOÐANIR»
Staksteinar: Ábyrg efnahagsstjórn
Forystugrein: Mikið verk, lítill tími
Pistill: Ný ríkisstjórn
Ljósvaki: Gleði hæfileikafólksins
Heitast 1°C | Kaldast -6°C
Hæg austlæg eða
breytileg átt, en aust-
an 5-10 m/s við suður-
ströndina. Léttskýjað
fyrir norðan. »10
Myndlistarunn-
endur geta farið að
hlakka til: Í haust
kemur út víðfeðm ís-
lensk listasaga í
fimm bindum. »24
MYNDLIST»
Tryggir
breiða sýn
FÓLK»
Flugan flögrar milli
frumsýningargesta. » 28
Framleiðendur
Slumdog Millionaire
bregðast við gagn-
rýni og stofna sjóð
fyrir fátæk börn í
Mumbai. »29
KVIKMYNDIR»
Styrkja
fátæka
VEFSÍÐA»
Íslenskt tískuland fyrir
tískuunnendur. »29
FÓLK»
Lagahöfundurinn
skellti á Jackson. »30
Menning
VEÐUR»
1.Ragna Árnadóttir …ráðherra
2. Martröð varð að veruleika
3. Fylgja áætlun AGS
4. „Jökullinn að rifna í tvennt“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Á MÖRGUM
vinnustöðum
kjósa menn að
kaupa G-mjólk
frekar en ný-
mjólk. Heimilin
kaupa einnig
þessa vöru í tals-
verðum mæli.
Það getur hins
vegar borgað sig
að gera verðsam-
anburð. Hjá Rekstrarvörum kostar
bakki með 12 lítrum af G-mjólk
2719 kr. eða 226,5 kr. stykkið.
Þetta fannst viðmælanda blaðsins
mikið og lagði því leið sína niður í
Krónu, en þar kostaði lítrinn 145
kr. Mismunurinn er 81,5 kr. á lítr-
anum. Til samanburðar fékkst þessi
sama vara á 189 kr. lítrinn í 10-11,
sem er talsvert ódýrara en í
Rekstrarvörum. 10-11 hefur samt
ekki fengið orð fyrir að selja ódýrt.
egol@mbl.is
Auratal
ÞETTA er eins
og kammer-
tónlist; þú getur
ímyndað þér pí-
anó með
strengjatríói,
nema strengirnir
hafa verið leystir
af hólmi af mis-
munandi rafræn-
um hljóðum.“
Franska tónskáldið Philipe Man-
oury er að lýsa einu tónverka sinna,
en hann er kunnur sem frum-
kvöðull í raftónlist. Manoury, sem
kennir við Kaliforníuháskóla, kynn-
ir eina óperu sína, K …, í Íslensku
óperunni á morgun. Þá verður
hann með masterklassa í vikunni og
tekur þátt í flutningi á einu verka
sinna um næstu helgi. | 24
Frumkvöðull
í raftónlist
Philippe Manoury
Á SJÓNUM geta himinn og haf tekið á sig ýmsar mynd-
ir. Blíðskaparveður hefur verið við Snæfellsnes, nær
sléttur sjór og fallegt skýjafar. Vöggur Ingvarsson,
skipstjóri á Kóna SH, naut veðurblíðunnar og útsýn-
isins til hins ýtrasta en mjög góð aflabrögð hafa verið
hjá bátum sem róa frá Snæfellsnesi frá áramótum.
Á skaki undir rauðum skýjum
Góð aflabrögð við Snæfellsnes og nóg að gera
Morgunblaðið/Alfons
„ÞAÐ verður að hafa góða loftþétt-
ingu,“ segir Ásgrímur Stefánsson,
en hann er framleiðslustjóri einu
tóbaksverksmiðju landsins. Hann
mælir svo um framleiðslu neftóbaks,
um hana gildi sömu lögmál og um
verkun súrheys.
Þessi eina tóbaksverksmiðja á Ís-
landi er rekin í tveimur herbergjum í
lágreistri byggingu á lóð Áfengis- og
tóbaksverslunar ríkisins við Stuðla-
háls í Reykjavík. Þar er neftóbak
unnið eftir gamalli uppskrift.
Kryddað og hrært
Uppskrift og verkunaraðferð nef-
tóbaksins hefur haldist nær óbreytt
frá því framleiðslan hófst hér á landi.
Hráefnið kemur til landsins malað í
200 kílóa kössum frá tóbaksfyrirtæki
í Svíþjóð. Hrátóbakið er blandað
með vatni, pottösku og salti í
ákveðnum hlutföllum í gamalli
hrærivél og eftir góða hræringu er
blandan sett í eikartunnu. Lokað er
vel yfir með plasti og síðan er eik-
arlokið spennt á áður en tunnurnar
eru færðar til geymslu á lagernum.
Þar standa númeraðar tunnurnar
í röðum í allt að átta mánuði á meðan
þess er beðið að tóbakið verkist. | 15
Í tóbaksfylltu herbergi
Í einu tóbaksverksmiðju landsins er framleitt neftóbak
Framleiðslan fer fram í tveimur herbergjum í lágri byggingu
Morgunblaðið/RAX
Hrátt Ásgrímur Stefánsson og Egg-
ert Ó. Bogason við óunnið tóbakið.
Í HNOTSKURN
»Fyllt er í hverja dós í hönd-unum, vanur maður fyllir
um þúsund 50 gramma dósir á
dag.
»Sérsmíðuð vél fyllir á tób-akshornin og hún hristir í
hvert horn á 22 sekúndum.
»Dósirnar og hornin eru úrplasti og steypt í Mos-
fellsbæ.
Skagamaðurinn
Stefán Þór Þórð-
arson er hættur
við að leggja
knattspyrnus-
kóna á hilluna
og mun að öllum
líkindum skrifa
undir fimm mán-
aða atvinnu-
mannasamning
við lið FC Vaduz
frá Liechtenstein í dag. Fyrir er
hjá félaginu markakóngurinn
Guðmundur Steinarsson og því
ljóst að Vaduz mun geta teflt fram
íslensku sóknarpari í svissnesku
úrvalsdeildinni, þar sem liðið leik-
ur. | Íþróttir
Verður aftur
atvinnumaður
Stefán Þór
Þórðarson
ÞETTA HELST»
Ný ríkisstjórn tekur við
Ný ríkisstjórn undir forystu Jó-
hönnu Sigurðardóttur tók við í gær.
Hún verður fyrsta konan til að
gegna embætti forsætisráðherra.
Fyrsti ríkisráðsfundurinn var á
Bessastöðum og lyklaskipti fóru
fram í ráðuneytunum. »Forsíða
Bjarni býður sig fram
Bjarni Benediktsson ætlar að
bjóða sig fram til formanns á lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins sem fram
fer dagana 26.-29. mars. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins eru
a.m.k. þrír aðrir að kanna hljóm-
grunn fyrir framboði til formanns
eða varaformanns. »6
Félög á Tortola-eyju
Fjögur félög sem skráð eru á
Tortola-eyju voru stórir eigendur í
Landsbanka Íslands. Félögin eru
Porteus Global Holding S.A., Kar-
gile Portfolio Inc, Peko Investment
Company Ltd. og Marcus Capital
Ltd og deila öll sama heimilisfangi á
eyjunni. Eignarhaldsfélög sem þar
eru skráð þurfa ekki að greiða neinn
skatt af eignum sínum. »13
Mannvit sækir út
fyrir landsteinana
Vegna stöðunnar í efnahagslífinu
hér á landi sækir verkfræði- og ráð-
gjafarfyrirtækið Mannvit nú frekar
um erlend verkefni. Áhersla er lögð
á verkfræðiráðgjöf og hönnun við
jarðhita- og vatnsaflsvirkjanir í Mið-
Evrópu, Bandaríkjunum, Indlandi
og Suður-Ameríku. »11
Brown verst gagnrýni
Gordon Brown, forsætisráðherra
Bretlands, hefur vísað á bug um-
mælum þess efnis að London sé
„Reykjavík á bökkum Thames“ og
að Bretland sé að komast í þrot. »14
Oft var þörf en nú er nauðsyn
Gegn atvinnuleysinu
Auðlindina heim
Eru þetta réttar áherslur?
UMRÆÐAN»