Morgunblaðið - 07.02.2009, Síða 2

Morgunblaðið - 07.02.2009, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur og Helga Bjarnason MAÐURINN sem handtekinn var í fyrrinótt vegna gruns um aðild að andláti sambýliskonu sinnar var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. febrúar. Hin látna fannst klæðlítil í dúfnahúsi í Kapelluhrauni á sjötta tím- anum í fyrrakvöld. Minniháttar áverkar voru á líkinu, að sögn lögreglu. Hinn handtekni hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. Í hrauninu er húsaklasi þar sem dúfur eru haldnar og var það eigandi eins dúfnahússins sem fann lík kon- unnar þegar hann kom til að fóðra dúfurnar sínar. Dúf- unum er gefið annan hvern dag og þess vegna er óljóst hversu lengi líkið hefur verið í húsinu. Að sögn Þorvaldar Rúnarssonar, formanns Skraut- dúfufélags Hafnarfjarðar, voru rúður í dúfnahúsinu þar sem líkið fannst brotnar. „Það skrýtna við þetta er að það var ekkert átt við útidyrahurðina sem var læst utan frá. Það virðist hafa verið farið inn um gluggann.“ Lögreglan kvaðst í gær ekki geta greint frá því hvern- ig þessu var háttað. Hún vildi heldur ekki greina frá því hvort hinn handtekni hefði við yfirheyrslu í gær játað aðild að andláti sambýliskonu sinnar. „Ég get ekkert gefið upp um það hvað kom fram við yfirheyrslu. Það er ekki hægt að gefa upp meira en það sem komið hefur fram á meðan rannsóknin er á þessu stigi,“ sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Friðriks Smára er vonast eftir bráðabirgða- niðurstöðu krufningar fljótlega eftir helgina. „En svo tekur alltaf lengri tíma að fá endanlega niðurstöðu. Það getur tekið einhverjar vikur.“ Fjölmennt lið rannsóknarlögreglumanna og tækni- manna auk réttarmeinafræðings var kvatt á vettvang í fyrrakvöld og unnu þeir að rannsókn málsins fram á nótt. Í fréttatilkynningu frá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu í gær sagði að rannsókn á vettvangi væri ekki lokið. Þess var jafnframt getið að um íslenskt sambýlis- fólk væri að ræða. Gæsluvarðhald í 2 vikur  Grunaður um aðild að andláti sambýliskonu sinnar  Lík konunnar fannst í dúfnahúsi í Kapelluhrauni  Bráðabirgðaniðurstaða krufningar eftir helgina                                  ÞESSI leikskólabörn í Kópavogi komu með vasa- ljós að heiman til þess að lýsa upp umhverfi sitt með þeim á Degi leikskólans í gær. Börn í öllum leikskólum bæjarins gerðu sér ýmislegt til há- tíðabrigða. Þau fóru í ljósagöngu, tóku á móti gestum, héldu leik- og myndasýningar, frömdu ljósgjörning, sungu saman og fyrir aðra, sýndu dans, heilsuðu upp á álfa og huldufólk og fóru í fjársjóðsleit. Leikskólabörn í Kópavogi í ljósaleiðangri Morgunblaðið/Heiddi HAUKUR Halldórsson, varaformaður bankaráðs Lands- bankans, segir að ákveðið hafi verið að fresta því að aug- lýsa stöðu bankastjóra þar sem efnahagsreikningur hafi ekki legið fyrir. „Það var ekki talið forsvaranlegt að aug- lýsa áður en hann lægi fyrir. Það var okkar mat að við þyrftum að sjá aðeins betur til lands.“ Haukur segir menn vona að efnahagsreikningurinn muni kannski liggja fyrir seint í apríl. „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að það verði auglýst fljótlega upp úr því. Það getur hins vegar dregist fram á haust að nýr maður komi inn.“ Í tilkynningu á vef Landsbankans hinn 13. janúar síð- astliðinn sagði að staðan yrði auglýst á næstu dögum. Haukur segir að endurmats hafi verið þörf. „Menn gerðu sér í fyrstu vonir um að efnahagsreikningurinn myndi liggja fyrir fyrr.“ Ásmundur Stefánsson, formaður bankaráðs Lands- bankans, er nú á mánaðarferðalagi um Indland en hann verður kominn heim áður en Elín Sigfúsdóttir bankastjóri lætur af störfum um næstu mánaðamót, að því er Haukur greinir frá. „Ásmundur varð við ósk bankaráðs um að brúa bilið þar til nýr aðili verður ráðinn,“ segir Haukur sem mun taka við formennsku bankaráðs af Ásmundi. ingibjorg@mbl.is Auglýst þegar efnahags- reikningur liggur fyrir Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsbankinn Bankaráðið ákvað að fresta því að aug- lýsa stöðu bankastjóra sem losnar hinn 1. mars. BANKAKREPPUNA á Íslandi má skýra með samspili ólíkra þátta. Þeirra á meðal eru óheft nýfrjáls- hyggja, einka- væðing allra rík- isbankanna á sama tíma og sú staðreynd að nýju eigendur bankanna voru ungir auðmenn sem voru uppfull- ir af testosteróni og viljugir til þess að taka áhættu. Þetta var meðal þess sem fram kom í viðtali við Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra í þættin- um Frost over the world sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni Al Jazeera í gær. Í viðtalinu ítrekaði Össur þá skoðun sína að besta leiðin fyrir Ís- lendinga til þess að vinna sig út úr kreppunni væri ef landið gerðist að- ili að Evrópusambandinu (ESB) og tæki upp evruna. Tók hann fram að hann væri þeirrar skoðunar að hefði Ísland gerst aðili að ESB fyrir ein- hverjum árum hefði mátt afstýra verstu afleiðingum fjármálakrepp- unnar hérlendis. Össur var afar bjartsýnn fyrir hönd Íslendinga í viðtalinu. Benti hann á að þrátt fyrir bankahrunið væru innviðir samfélagsins sterkir, s.s. heilbrigðis- og menntakerfið, fiskiðnaðurinn öflugur og að nýverið hefði verið gefið út leyfi til olíuleitar á Drekasvæðinu sem talið væri ein stærsta ónýtta olíuauðlind heims. ESB fram- tíðin fyrir Ísland Össur Skarphéðinsson Össur Skarphéð- insson á Al Jazeera HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs- dóms Reykjavíkur yfir grunuðum of- beldismanni. Hinn meinti ofbeldis- maður mun, á grundvelli rann- sóknarhagsmuna, verða í gæslu- varðhaldi til kl. 16 nk. þriðjudag. Maðurinn er grunaður um að hafa hinn 29. janúar sl. tekið þátt í meiri- háttar líkamsárás þar sem beitt var sérstaklega hættulegri aðferð, að kýla mann í andlit með hnúajárni og sparka í liggjandi mann með þeim af- leiðingum að fórnarlambið nef-, kinnbeins-, fingur- og tannbrotnaði. Úr umferð vegna árásar INGIMUNDUR Friðriksson, einn þriggja bankastjóra Seðlabanka Ís- lands, baðst í gær lausnar frá emb- ætti. Ingimundur og Eiríkur Guðnason svöruðu síðdegis bréfi Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra, en hún fór í vikunni fram á að allir þrír bankastjórar Seðlabankans bæðust lausnar og semdu um starfslok. Ráðherra fór fram á að bréfinu yrði svarað eigi síðar en 5. febrúar eða á fimmtudag en bankastjórarnir báðu um frest til föstudags, þar sem Davíð Oddsson, formaður banka- stjórnar, var væntanlegur til lands- ins á fimmtudagskvöld. Með bréfi sem Ingimundur Frið- riksson sendi forsætisráðherra síð- degis í gær, baðst hann lausnar úr embætti frá og með næstkomandi mánudegi og hef- ur ráðherra fallist á beiðnina. Ekki fengust upplýsingar um innihald bréfs Ei- ríks Guðnasonar, að öðru leyti en því að hann baðst ekki lausnar frá embætti. Ekkert svar hafði í gærkvöld borist frá Davíð Oddssyni, formanni bankastjórnar Seðlabankans. Þær upplýsingar fengust úr for- sætisráðuneytinu að ráðherra myndi nú íhuga stöðu málsins og hvernig brugðist yrði við gagnvart þeim Ei- ríki Guðnasyni og Davíð Oddssyni. the@mbl.is Ingimundur baðst lausnar Ingimundur Friðriksson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.