Morgunblaðið - 07.02.2009, Side 6

Morgunblaðið - 07.02.2009, Side 6
FARÞEGUM sem fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavík- urflugvelli í janúar fækkaði um rúmlega 28% miðað við sama mán- uð í fyrra. Farþegar í janúar sl. voru rúmlega 84 þúsund sam- anborið við tæplega 117 þúsund í janúar 2008. Farþegum til og frá Ís- landi fækkaði um tæplega 32% milli ára, en farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður- Atlantshafið fjölgaði um rúm 6%. Þetta er sama þróun og átt hefur sér stað allt frá apríl 2008. Þann mánuð varð samdráttur í farþega- földa eftir að fjölgun hafði verið í hverjum mánuði um langa hríð. Fækkun hefur verið alla mánuði síðan í apríl. Mest varð hún í nóv- ember eða 36%. sisi@mbl.is Farþegum fækkar enn FYRRVERANDI sjónvarpsmenn- irnir Sigmundur Ernir Rúnarsson og Róbert Marshall, sem starfaði sem aðstoðarmaður samgöngu- ráðherra, hafa báðir ákveðið að bjóða sig fram í komandi alþing- iskosningum fyrir Samfylkinguna. Sigmundur Ernir stefnir á 2. sætið í Norðausturkjördæmi, en Róbert stefnir á 2. sætið á Suðurlandi. Í fréttatilkynningu frá Sigmundi Erni kemur fram að hann hafi verið áhugamaður um stjórnmál og þjóð- mál frá unga aldri, en til þessa ekki verið flokksbundinn þótt jafn- aðarstefnan hafi staðið sér næst. Segir hann helstu pólitísku baráttu- mál sín snúast um hagsmuni fjöl- skyldunnar. „Gagnger tiltekt í störf- um þings og framkvæmdavalds er mér afar hugleikin svo og aukin lýð- ræðisvirkni í samfélaginu.“ Sjónvarps- stjörnur í framboð Sigmundur Ernir Rúnarsson Róbert Marshall SVO mikið hefur ásókn í aðstoð Mæðrastyrksnefndar aukist að búið er að fjölga úthlutunardögum úr einum í tvo. Líkt og fyrr er opið alla miðvikudaga kl. 14-17 en framvegis verður aðeins úthlutað mat á þeim dögum. Fatnaði og smávöru verður nú aðeins úthlutað annan hvern þriðjudag frá kl. 14-16. „Þörfin er greinilega mikil og hún fer vaxandi,“ segir Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Mæðrastyrksnefndar. Hún segir að þótt kreppan hafi valdið mikilli neyð og fjölgað hjálparbeiðnum hafi ekki dregið úr stuðningi og gjöfum frá al- menningi, verslunum og fé- lagasamtökum. „Verslanir hafa oft sent okkur skó, fatnað og snyrtivör- ur. Við tökum fagnandi öllu sem okkur berst og það hefur ekki dreg- ið úr gjöfum, heldur aukist ef eitt- hvað er,“ segir Ragnhildur. „Allir hugsa vel til okkar, eru gjafmildir og vilja láta gott af sér leiða. Íslend- ingar eru gott fólk.“ ylfa@mbl.is Úthlutunar- dögum fjölgað 6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 ÍMYNDAÐA fjölskyldan og ein- staklingurinn í dæminu hér að ofan byggist að stórum hluta á tölum frá Hagstofunni. Teknar eru tölur úr töflu um meðal- neyslu og stærð heimila á ári frá 2007, valdir úr þeir flokkar sem erfitt er að vera án í dag- legu lífi og tölurnar uppreikn- aðar. Tryggingaþátturinn í þessari töflu er efalaust lægri en flestir kannast við að greiða og er það tilkomið af því að inni í trygg- ingatölum Hagstofunnar er einnig það fé sem fólk fær greitt vegna trygginga. Heilsu- gæslukostnaður margra er þá væntanlega lægri og annarra mun hærri og það sama á efalít- ið við um rekstrarkostnað bílanna. Húsnæðislánin í dæminu hér að ofan gera ráð fyrir hefð- bundnu húsnæðisláni frá Íbúða- lánasjóði á 5,7% vöxtum og eru tölur um kostnað og stöðu lán- anna fengnar frá stofnuninni. Sömuleiðis voru myntkörfu- lánin sem hvíla bílunum tveim- ur valin þannig að meðalveg- urinn væri farinn og koma þær tölur frá SP-fjármögnun. Ímynduðu launþegarnir eru enn fremur allir með viðbót- arlífeyrissparnað sem hefur áhrif á þær tekjur sem eftir standa þegar skattar hafa verið greiddir. Hvaðan koma tölurnar? Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is LJÓST má vera að róðurinn hefur þyngst verulega hjá íslenskum fjöl- skyldum undanfarna mánuði og að mun erfiðara er nú að láta enda ná saman en í fyrra. Ímyndaða fjöl- skyldan og einstaklingarnir í töflunni hérna fyrir ofan eru ósköp venjulegt fólk, fjarri því að hafa verið með neinar ofurtekjur og eyðsla þeirra heldur ekki einkennst af neinni óráð- síu. Samt eru 80 þúsund krónurnar sem fjölskyldan átti eftir í janúar í fyrra, þegar búið var að borga nauð- synjar tengdar heimilishaldinu, nú horfnar. Mánaðartekjurnar duga einfaldlega ekki lengur fyrir útgjöld- unum. „Ég hugsa að þetta dæmi sé ekki óraunhæft,“ segir Henný Hinz, hag- fræðingur hjá hagdeild ASÍ. „Þó að alltaf megi deila um nauðsyn þess að eiga bíl eru þetta þessir þættir sem tilheyra venjulegu heimilishaldi og sem maður situr uppi með hvað sem á dynur.“ Hún bendir á að samt vanti inn í dæmið liði á borð við fatakaup og gæslu eða tómstundir barna sem margir þurfi að leggja út fyrir. „Það sem blasir við er að allir út- gjaldaliðir eru að hækka, bæði greiðslubyrði af lánum og neysluvör- ur, og á sama tíma eru tekjur margra að skerðast vegna launa- eða vinnu- skerðingar og enn aðrir eru að missa vinnuna sem skerðir tekjurnar ennþá meira. Þannig eru þetta tveir kraftar sem vinna hvor á móti öðrum.“ Hamlandi skuldbindingar Henný segir einhverja þurfa að fara vel yfir fjárhag heimilisins og setja sér nýjar forsendur. „Það eru margir sem sjá fram á breytingar og það er betra að taka á vandanum áð- ur en vanskil koma til því þá verður allt bæði dýrara og flóknara.“ Frosinn húsnæðismarkaður og takmörkuð bílasala auðvelda fólki þó ekki að finna lausnir. „Einn liður í vandanum núna er að fólk er kannski með skuldbindingar sem það vildi gjarnan losa sig við og sem myndi auðvelda fjárhagsstöðuna, t.d. eins og að minnka við sig húsnæði og selja bílinn. Núna hafa hins vegar fæstir tök á þessu vegna markaðsaðstæðna og þetta eru stórir þættirnir sem erf- itt er fyrir einstaklinginn að hafa áhrif á.“ Tölurnar sem að Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna fær inn á borð hjá sér eru enn hærri en þær sem gefnar eru upp í dæminu hér að ofan að sögn forstöðumannsins, Ástu S. Helgadóttur. En Ráðgjafarstofan vinnur eftir ákveðinni viðmið- unarneyslu sem sjá má á vefsíðu stof- unnar. Mikið hefur verið að gera hjá Ráð- gjafarstofunni síðan í október og Ásta segir fólk nú greinilega eiga erf- iðara með að láta enda ná saman. Sú biðstaða sem búin sé að vera í fjár- málum landans frá því í haust sé líka skrýtin. „Það er verið að veita greiðslufrest, lengja lánstíma og ým- islegt annað. Þetta kostar engu að síður allt sitt, en vonandi á eftir að finnast viðunandi lausn fyrir íslensk- ar fjölskyldur til framtíðar.“ Útgjöldin hækka en tekjurnar dragast saman Morgunblaðið/Golli Stór biti Matarreikningurinn er einn þeirra liða sem vega þungt í út- gjöldum fjölskyldunnar, enda nemur hækkunin sl. árið tæpum 30%. Matur og drykkur Húsnæðislán Rafmagn og hiti Tryggingar* Heilsugæsla Sími, nettenging og póstur Bílalán Rekstrarkostnaður vegna bíls Alls Launatekjur Afgangs Hvað kostar að lifa? Kostnaður á mánuði Einhleypingur Fjölskylda m/2 börn 2008 2009 2008 2009 25.552,- 33.167,- 53.515,- 62.081,- 10 milljóna króna lán. Staða láns í dag: 11.558.892,- 9.332,- 10.452,- 2.948,- 3.420,- 7.978,- 9.255,- 9.073,- 9.734,- 23.660,- 36.109,- 1,240 milljóna króna myntkörfulán. Eftirstöðvar í dag: 2.155.962,- 19.210,- 22.284,- 173.491,- 186.502,- 300.000,- 285.000,- Tekur á sig 5% launaskerðingu 41.813,- 23.945,- eftir skatt: 215.304,- eftir skatt: 210.447,- 66.396,- 86.182,- 106.955,- 124.088,- 20 milljóna króna lán. Staða láns í dag: 23.117.784,- 14.496,- 16.236,- 6.160,- 7.146,- 17.022,- 19.745,- 18.712,- 20.209,- 49.896,- 67.808,- 2,051 milljóna króna myntkörfulán. Eftirstöðvar í dag: 3.395.504,- 41.433,- 48.063,- 321.070,- 389.477,- 250.000 + 300.000 200.000 + 300.000 Einstaklingurinn með lægri launin tekur á sig 20% starfsskerðingu. Kjarasamningar eru lausir hjá hinum og engar hækkanir komið til. 79.326,- -13.904,- eftir skatt: 400.396,- eftir skatt: 375.573,- Margir þurfa að fara yfir fjárhag heimilisins og setja sér nýjar forsendur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.