Morgunblaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 Eftir Andra Karl andri@mbl.is LENGI var karpað um einfalt frum- varp forsætisráðherra um breyt- ingar á lögum um Seðlabanka Ís- lands á Alþingi í gær. Þingmenn ríkisstjórnarinnar sögðu engar ann- arlegar hvatir liggja að baki frum- varpinu, líkt og sjálfstæðismenn héldu fram, og verið væri að svara kalli þjóðarinnar. Sjálfstæðismenn sögðu frumvarpið hins vegar flaust- urslega unnið, fagmennsku skorta og fara þyrfti nákvæmlega ofan í málið, enda væri verið að breyta skipulagi í Seðlabankanum í grundvallar- atriðum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að forsætisráðherra skipi einn seðla- bankastjóra til sjö ára að und- angenginni auglýsingu. Seðla- bankastjóri skal hafa lokið meistaraprófi í hagfræði og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu í pen- ingamálum. Nokkrir þingmenn gerðu athugasemd við hæfniskröf- urnar. Fannst það fullþröngt orðað. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði hæfniskröf- urnar vekja upp spurningar um hvort verið væri að sníða frumvarpið að einhverjum sérstökum. Nefnd tekur ákvarðanir Einnig er gert ráð fyrir að sett verði á fót peningastefnunefnd. Hún mun taka ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peninga- málum. Stjórntækin teljast vera vaxtaákvarðanir viðskipta við lána- stofnanir og ákvörðun bindiskyldu. Í nefndinni eiga að sitja seðla- bankastjóri, tveir af yfirmönnum bankans á sviði mótunar og fram- kvæmdar stefnu í peningamálum og tveir sérfræðingar á sviði peninga- mála. Seðlabankastjóri mun skipa sérfræðingana til þriggja ára í senn. Birgir sagðist sammála því að gera þurfi breytingar á skipulagi, stjórnsýslu og lögum um fjár- málamarkaðinn. En aðeins ef breyt- ingarnar byggðust á málefnalegu mati og rökum. Hann kallaði hins vegar eftir svörum um faglegan und- irbúning málsins, hvort hann byggð- ist á faglegu mati og hvað réði því að þessi leið var valin en ekki önnur. „Það verður að gera þá kröfu til þeirra sem leggja fram frumvarp hér á þingi um tilteknar leiðir að þeir rökstyðji þær, segi ekki bara: „Við þurfum að gera eitthvað, við þurfum að gera eitthvað“. Það er ekki mál- efnaleg meðferð mála. Það er bara fimbulfamb.“ Makalaust bréf ráðherra Fleiri þingmenn tóku undir með Birgi og gagnrýndu að greinargerðin væri ekki ítarlegri. Pétur H. Blöndal sagði frumkvarpið m.a. hroðvirkn- islega unnið og höfundalaust. Hann taldi einnig ljóst að peningastefnu- nefndin yrði pólitísk valin. Pétur velti hins vegar helst vöng- um yfir bréfi forsætisráðherra til seðlabankastjóra sem hann sagði makalaust og einsdæmi. Túlkaði Pétur bréfið sem hótun, og að banka- stjórunum hafi verið hótað með laga- setningu ef þeir segðu ekki starfi sínu lausu. Kallaði hann eftir við- horfum Ögmundar Jónassonar – sem er í leyfi frá störfum fyrir BSRB. Ögmundur sagðist engan greinar- mun gera á ræstitæknum og seðla- bankastjórum. Verið væri að breyta yfirstjórn bankans og fækka stöðum. Þá var gengið til samninga, og um það hafi bréfið snúist. Þá sagði hann þessar breytingar málefnalegar og beindi því til þingmanna að vísa því ekki í annarlegan farveg. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði að færustu lögfræð- ingar hefðu komið að málinu og fag- lega hefði verið staðið að öllu. Hún vildi hins vegar ekki greina frá því hvaða lögfræðingar það voru. Svar við kalli þjóðar Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlustað Fyrsta umræða um breytingar á yfirstjórn Seðlabanka Íslands stóð frá kl. 11 í gærmorgun og fram eftir öllum degi. Sturla Böðvarsson, Valgerður Sverrisdóttir, Sigurður Pétursson og Björn Bjarnason fylgdust með.  Forsætisráðherra flutti frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann  Sjálfstæðismenn sögðu frumvarpið flausturslegt og kölluðu eftir fagmennsku Forsætisnefnd samþykkti á fundi sínum 5. febrúar síðast- liðinn að fella úr gildi starfs- áætlun Alþingis fyrir vetrar- og vorþing 2009. Þingfundir verða fyrst um sinn í hverri viku frá mánudegi til fimmtu- dags en um aðra vinnudaga verður ákveðið síðar. Arnbjörg Sveinsdóttir, þing- flokksformaður Sjálfstæð- isflokksins, fór fram á það við forseta Alþingis að hann legði línu varðandi starfsáætlun, s.s. varðandi þinglok. Hún sagðist vilja fá betri skipu- lagningu svo hægt væri að klára sem flest mál og minnt- ist á að hún teldi hugsanlegt að þingið kláraðist í lok mán- aðarins. Ógild starfsáætlun Orðrétt á Alþingi ’Hæstvirtur heilbrigðisráðherrahefur sagt mjög skýrt að hann fariekki í neinar sparnaðaraðgerðir semeru umdeildar. Engar! Þannig að þessuer eðli málsins samkvæmt sjálfhætt. Hann hefur slegið af borðinu allar þær hugmyndir, sem eru sannarlega um- deildar, um skipulagsbreytingar í heil- brigðisþjónustunni. Og þær eru upp á 1,3 milljarða króna. […] Sömuleiðis, í því samhengi, hefur hann staðið vörð um það sérstaka afl sem er til dæmis á St. Jósefsspítala þegar kemur að sér- fræðingum og launakjörum þar. GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON. ’Við erum algjörlega á móti söluvirkjana, og það er ágætt að komaþví á framfæri við hæstvirtan iðn-aðarráðherra hér með. Við erum hinsvegar kannski tilbúin að skoða það að leigja þær. EYGLÓ HARÐARDÓTTIR ’Ég hef ekki hugmynd um hvaðaskoðun Framsókn hefur á þessumáli eftir að hafa hlustað á háttvirtanþingmann Eygló Harðardóttur [sic].GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON ’Það var greinilegt að þar var nokk-uð mikið vinarþel á ferð og þau[Jóhanna Sigurðardóttir og DavíðOddsson] rökræddu eitt og annað. Svofór maður niður á gömlu góðu kaffistof- una á þinginu og sá að það var greini- lega hlýr strengur á milli þeirra tveggja, þó greinilega að hlýjan sé horfin og strengurinn eitthvað trosnaður. ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is NÍTJÁN íslenskir kaupendur hótel- íbúða á Sommerstedgade 5-7 í Kaup- mannahöfn, bæði einstaklingar og lögaðilar, hafa stefnt fasteignasöl- unni Stórhúsum ehf., eigendum hennar og starfsmönnum vegna þess sem þeir telja ólögmætt gjald og lagt var á þá í fasteignaviðskiptum. Krefjast þeir endurgreiðslu gjalds- ins og tilheyrandi kostnaðar. Einnig hafa kaupendur 34 íbúða í sama húsi kært fasteignasöluna og fasteignasala sem þar starfa til eft- irlitsnefndar fasteignasala. Þess er krafist að þau verði beitt viðurlögum samkvæmt lögum um fasteignasölu og eftir atvikum leyfissviptingu. Þá hefur lögmaður kaupenda 36 íbúða í húsinu skrifað sparisjóðnum BYR og Agnari Agnarssyni, fast- eignasala hjá Stórhúsum ehf., og lýst því yfir fyrir hönd umbjóðenda sinna að þeir telji sig óbundna af gerðum samningum vegna íbúðanna. Vorið og sumarið 2007 auglýsti fasteignasalan Stórhús ehf. til sölu „Norrænar hótelíbúðir“ í miðbæ Kaupmannahafnar. Um var að ræða 57 hótelíbúðir í fyrrnefndu húsi. Þeim skyldi skilað fullbúnum með húsögnum. Í boði voru allt að 90% lán á hverja íbúð. Auglýsingunni lauk á orðunum „Arðbær fjárfesting sem þú mátt ekki missa af“. Þau sem kærðu til eftirlitsnefndar fasteignasala keyptu íbúðir í húsinu á fyrri hluta ársins 2007. Kaupverð var frá rúmlega 1,6 milljón DKR til ríflega 6 milljóna DKR. Íbúðirnar voru einungis seldar Íslendingum eða félögum í eigu Íslendinga. Við kynningu á íbúðunum kom m.a. fram að um væri að ræða sér- staka eignaríbúð fyrir hvern kaup- anda. Hver eigandi hefði sína íbúð til ráðstöfunar í 3-4 vikur á ári en hún yrði í útleigu á öðrum tímum. Reikn- að var með góðum arði af eigninni og að hver íbúð myndi skila 100.000 DKR á hverju ári eftir að búið yrði að greiða gjöld, afborganir af lánum og fleira. Eigandi fjölbýlishússins var danskt félag, Nordic Service Apart- ments A/S. Kaupendur voru síðar upplýstir um að félagið var að einum þriðja í eigu félags á vegum Agnars Agnarssonar fasteignasala, þriðj- unginn átti BYR sparisjóður og þriðjung átti danskur eigandi. Kaupendum var gert að borga 2% af kaupverðinu sem „finder’s fee“ (fundarlaun) til Stórhúsa ehf. og/eða Scanis ehf. sem tengist Agnari. Það var til að mæta útlögðum kostnaði vegna viðskiptanna og starfa lög- manna. Þess var ekki getið að við það bættist virðisaukaskattur. Kaupendurnir hafa nú stefnt fast- eignasölunum fyrir að taka þetta gjald, enda sé það óheimilt sam- kvæmt fasteignakaupalögum. Þau kveði á um að seljandi skuli bera all- an kostnað vegna undirbúnings sölu fasteignar. Í kærunni til eftirlitsnefndar fast- eignasala kemur einnig fram að for- sendur viðskiptanna hafi brostið ein af annarri. Þannig hafi engin lána- fyrirgreiðsla verið fyrir hendi eins og lofað var. Leigusamningur við hótelrekanda liggi ekki fyrir. Þá hafi Stórhús tilkynnt kaupendum að þeir eigi sjálfir að útvega lánsfé og rekstraraðila. Eftir að kaupin voru frágengin var kaupendum tilkynnt að þeir þyrftu hver um sig að stofna danskt einka- hlutafélag um sína íbúð. Eins hefði komið fram eftir að kaupin voru gerð að stofnuðu kaupendur ekki dönsk eignarhalds- eða einkahlutafélög um íbúðirnar þyrftu þeir að borga virð- isaukaskatt ofan á kaupverðið. Síðan hefðu Stórhús krafist þess að stofnað yrði eitt félag um fasteignina. Kaup- endur áttu þá að eiga tiltekinn hlut í þessu félagi í stað tiltekinna íbúða. Karpað um íbúðir í Köben  Hópur íslenskra kaupenda hótelíbúða í Kaupmannahöfn hefur kært og stefnt vegna sölunnar  Fast- eignasali segir gengishrunið hafa sett viðskiptin í uppnám  Búið er að semja um rekstur hótelsins Agnar Agnarsson fasteignasali segir að gengishrun krónunnar hafi valdið kaupendum erf- iðleikum auk þess sem margir hafi tapað miklu á bankahruninu. Hann telur það eiga stóran þátt í að margir vilji nú draga sig út úr kaupunum. Agnar sagði að fyrirtækið Bröndukvísl, sem hann á þriðjung í, hefði átt þriðjung í húsinu á móti BYR og danska félaginu Friis & Søborg. Hann sagði að leyft væri að taka fundarlaun (finder’s fee) við sölu á viðskiptaeignum. Búið er að selja 50 af 57 íbúðum. Agnar sagði viðræður standa yfir við danskan banka um að fjármagna dæmið. Bankinn vildi að stofnað yrði eitt hlutafélag um húsið. Skattalegar ástæður hefðu ráðið ráðleggingum um að láta félög eiga íbúðirnar. Agnar sagði unnið að því að losa þá kaupendur sem vildu losna út úr kaupsamningum í samvinnu við danska bankann og BYR sparisjóð. Tilbúinn er samningur við DGI-Byen um rekstur hótelíbúð- anna. Húsið á að vera tilbúið í apríl eða maí næstkomandi. Gengishrunið olli kaupendum erfiðleikum ’Ég vil byrja á að óska hæstvirtumforsætisráðherra til hamingju meðnýtt starf og vona að hún beiti kröftumsínum og afli til að bæta hag þjóð-arinnar, og treysti ekki eingöngu á heppni eins og hæstvirtur fjár- málaráðherra sagði í stefnuræðu sinni. PÉTUR H. BLÖNDAL. ’Hér standa menn síðan í ræðustóliá Alþingi og tala um það, að núþurfi að skoða, skoða, spá og spek-úlera, hugsa sig um, hugsa sig um. Ogég segi að tími spekúlasjóna, hug- mynda, hugsana er búinn. Sjálfstæð- ismenn misstu af því tækifæri. STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.