Morgunblaðið - 07.02.2009, Page 18

Morgunblaðið - 07.02.2009, Page 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ÞAÐ var glatt á hjalla á Skólastíg 7 á Akureyri í gær þegar blaðamaður kom í heimsókn, en loft þó lævi blandið. Þetta var síðasti starfsdag- urinn á dagdeild geðdeildar Sjúkra- hússins á Akureyri (FSA) á þessum stað; henni hefur verið lokað í núver- andi mynd en sameinast göngudeild stofnunarinnar frá og með komandi hausti á nýjum stað. Tíu manns hafi notið leiðbeiningar starfsfólksins á Skólastíg síðustu fjóra mánuði en hópurinn var út- skrifaður í gær. Í tilefni dagsins var boðið upp á dýrindis lambakjöt í há- deginu og tertu með kaffinu á eftir. Allir mettir og glaðir en sorgbitnir engu að síður. Deildinni er lokað í sparnaðar- skyni. Ákvörðunin hefur verið harð- lega gagnrýnd og fólkið sem útskrif- ast nú af Skólastígnum tekur undir þá gagnrýni. „Á göngudeildinni er miklu meira um lyfjagjöf en hér er fólki kennt að takast á við sín vandamál,“ segir maður sem notað hefur geðlyf í mörg ár en segist að mestu hættur því eftir dagdeildarmeðferðina. Not- ar enn svefnlyf en batinn eftir fjóra mánuði á dagdeildinni sé ótrúlegur. Annar segir lækninn sinn á göngudeildinni frábæran og hann vilji ekki fyrir nokkra muni gagn- rýna starfsemina þar, en ólíku sé saman að jafna og læknarnir hafi einfaldlega ekki þann tíma sem þeir vilji fyrir hvern sjúkling. „Þar kom maður í 20 mínútna viðtal einu sinni í mánuði og var sendur heim með lyf í nesti. Það var veruleiki sem ég hélt ég þyrfti að búa við alla tíð. Að koma hingað gaf mér alveg nýja von.“ Á dagdeildinni er umhverfið allt annað, segir sami maður. Bæði sé gott að koma í „venjulegt hús úti í bæ“ í stað þess að fara inn á sjúkra- stofnun og svo sé starfið hér allt annars eðlis. „Þetta er eins og að koma bæði í skóla og vinnu – hér er mikil fræðsla og góður félagsskapur, auk þess sem maður er umvafinn hlýju og nýtur mikillar umhyggju.“ Hver og einn hefur skuldbundið sig til að mæta alla virka daga í fjóra mánuði á dagdeildina. Það er eins og vinna eða skóli; mæti einhver ekki þarf hann að láta vita. Fólkinu finnst einmitt gott að hafa svona fastan punkt í tilverunni; oft er erfitt fyrir þann sem þjáist af þunglyndi, depurð eða félagsfælni að koma sér af stað. Á Skólastígnum hefur verið skipu- lögð dagskrá frá morgni og fram á miðjan dag; fræðsla og verkefni af ýmsu tagi auk þess sem boðið hefur verið upp á einkaviðtöl. Einn maðurinn á Skólastígnum sagðist hafa minnkað lyfjaskammt- inn um helming síðan hann kom þangað og með sama áframhaldi sæi hann fram á að hætta alveg á lyfjum. „Síðast þegar ég leysti út lyfin mín borgaði ég 500 krónur fyrir mán- aðarskammtinn, en þau kostuðu á milli 20 og 30 þúsund. Það er því enginn smásparnaður fyrir sam- félagið ef hægt verður að draga úr lyfjakostnaði.“ Hann segist vel skilja að spara þurfi í þjóðfélaginu „en að skera svona deild alveg niður finnst mér ótrúlegt. Mér finnst það stórt skref til fortíðar að ýta þessu til hliðar.“ Rétt er að ítreka að dagdeildin verður sameinuð göngudeild geð- deildar FSA í haust og starfsemin hefst þá á ný annars staðar. Ekki er þó ljóst nákvæmlega með hvaða hætti hún verður. Fólkið sem átti að koma í Skóla- stíginn nú í febrúar verður í umsjá lækna sinna á göngudeildinni fram að því, en fólkið sem útskrifaðist í gær segir það ekki sambærilegt. „Mér finnst skelfilegt að vita af fólki úti í samfélaginu sem fær ekki sömu tækifæri og við. Það er skerðing á mannréttindum miðað við mína reynslu. Það er varla hægt að lýsa því með orðum hvað mér finnst þetta sorglegt,“ sagði ein konan. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Síðasti dagurinn Sitjandi, frá vinstri: Borghildur Dóra Hauksdóttir, Haraldur Hjartarson og Elva Ragnarsdóttir. Fyrir aftan stendur Kristján Jósteinsson, forstöðumaður deildarinnar, en við næsta borð situr einn starfsmanna. Frábært Einar Ingi Einarsson og Lára Þórðardóttir lofuðu starfsemina í há- stert og finnst slæmt að aðrir skuli ekki komast að í þeirra stað strax. Gleði og sorg á Skólastígnum Skiptir miklu máli að vera „í venju- legu húsi úti í bæ“ „AFTURKALLI sjávarútvegs- ráðherra áður útgefin leyfi til hrefnuveiða er alveg ljóst að við munum skoða réttarstöðu okkar og vafalítið fara dómstólaleiðina,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Hrefnuveiði- manna ehf. Spurður hvort hrefnu- veiðimenn gætu sætt sig við ein- hvers konar málamiðlun af hálfu ráðherra sem t.d. fæli í sér reglu- gerð til styttri tíma segir Gunnar, að ógerningur sé að svara því fyr- irfram. Málið verði einfaldlega metið þegar það liggi fyrir. Bendir hann á að sjávarútvegs- ráðuneytið hafi allt frá árinu 1986, þegar hvalveiðum var tíma- bundið hætt, viðurkennt og við- haldið atvinnurétti hrefnuveiði- manna. Að sögn Gunnars fengu hrefnuveiðimenn árið 2006 Sigurð Líndal til að vinna fyrir sig grein- argerð um atvinnurétt hrefnu- veiðimanna. Fundar sennilegast með ráðherra í næstu viku Líkt og fram kom á miklum hitafundi um hvalveiðar á Akra- nesi sl. fimmtudagskvöld ætlar Steingrímur J. Sigfússon sjávar- útvegsráðherra að hlusta á öll sjónarmið áður en hann tekur ákvörðun sína í málinu. Gunnar segist eiga von á því að funda með sjávarútvegsráðherra strax í næstu viku og fara þar yfir málið í heild sinni. Þar muni hann m.a. fara yfir það með ráðherra hvaða sölusamningar séu þegar í hendi, en ráðgert er að mikill meirihluti fyrirhugaðs hrefnuafla verði seld- ur til Japans. silja@mbl.is Útilokar ekki málaferli verði veiðileyfi afturkallað Í HNOTSKURN »Undir lok síðasta mánaðarsagði Rannveig Grétars- dóttir, formaður Hvalaskoð- unarsamtaka Íslands, að sam- tökin myndu skoða möguleika á að kæra ákvörðun fyrrver- andi sjávarútvegsráðherra og fá hana ógilta. Réttindum veiðimanna verði haldið við GERT er ráð fyrir að 6-7 milljónir króna sparist í rekstri geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri (FSA) á þessu ári og 17-18 milljónir á því næsta, í kjölfar þess að dagdeild geðdeildar er lögð niður í núver- andi mynd. „Lækkun á rekstr- arkostnaði geðdeildar er fyrst og fremst fólgin í fækkun stöðugilda og samnýtingu starfsmanna,“ segir í yfirlýsingu frá því í gær, frá fram- kvæmdastjórn FSA og stjórnendum í lækningum og hjúkrun á geðdeild sjúkrahússins. „Þeim sjúklingum sem fengið höfðu vilyrði um vist á dagdeildinni í febrúar 2009 var beint aftur til tilvísandi lækna, sem ber að veita þeim úrlausn á vanda þeirra í bið eftir meðferðarúrræði á nýrri deild,“ segir þar jafnframt. Starfsemi nýrrar dag- og göngu- deildar geðdeildar hefst í húsnæði Sels 1. október nk. Yfirlæknir deild- arinnar verður Árni Jóhannesson, yfirlæknir núverandi göngudeildar geðdeildar FSA. 6-7 milljónir króna sparast á þessu ári VÍSINDAMENN hjá Íslenskri erfðagreiningu (deCODE Gene- tics) tilkynntu í gær að þeir hefðu uppgötvað tvo breytileika í erfðamengi mannsins, sem ríflega fimmfalda líkurnar á því að fólk fái skjaldkirt- ilskrabbamein. Þessir breytileikar fundust, samkvæmt því sem segir í fréttatilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu, með greiningu á genamengjum meira en 40.000 manns á Íslandi, í Bandaríkjunum og á Spáni. Um það bil fjögur prósent fólks af evrópskum uppruna eru með báða þessa breytileika, sem set- ur þann hóp í 5,7 sinnum meiri hættu á því að fá skjaldkirt- ilskrabbamein heldur en aðra. Þeir eru sagðir stuðla að 57% allra tilfella af þessum sjúkdómi. „Ef skjaldkirtilskrabbamein upp- götvast nógu snemma er það al- mennt læknanlegur sjúkdómur. Leit að hinum áhættuaukandi breyti- leikum gæti þess vegna verið ný leið til þess að bera kennsl á þá sem eru í áhættuhópi, svo hægt væri að hafa nánara eftirlit með því fólki með áherslu á að minnka aðra áhættu- þætti og að bregðast snemma við ef krabbamein uppgötvaðist,“ er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra ÍE, í tilkynningunni. onundur@mbl.is Ný uppgötvun hjá deCODE Kári Stefánsson FINNSK stjórnvöld tilkynntu í gær að þau myndu veita Íslandi 350 millj- óna evra gjaldeyrislán, jafnvirði 51 milljarðs króna, í tengslum við sam- komulag Íslands og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Finnar ætla einnig að lána Lettum sömu upphæð. Þetta var ákveðið þegar gerðar voru tillögur um fjár- aukalög fyrir yfirstandandi ár, að sögn blaðsins Helsingin Sanomat. Að sögn blaðsins er lánið hluti af samtals 2,5 milljarða evra láni, sem Svíþjóð, Finnland, Danmörk og Nor- egur samþykktu að veita Íslandi og kæmi til viðbótar láni frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Svíar hafa þegar staðfest að þeir muni lána Íslandi allt að 6,5 milljarða sænskra króna, jafnvirði um 90 milljarða íslenskra króna. Norðurlöndin, Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn, Evrópusambandið og Alþjóðabankinn hafa einnig sam- þykkt að veita Lettlandi 1,8 millj- arða evra gjaldeyrislán vegna efna- hagserfiðleika þar í landi. Finnar lána Íslendingum NOTENDUR dagdeildar geð- deildar FSA sendu í vikunni nýjum heilbrigðisráðherra, Ög- mundi Jónassyni, bréf vegna breytinganna. Þar segir m.a. að það sé frábært við dagdeildina að hún er „ekki eins og sjúkra- stofnun heldur eins og hvert annað heimili og fjarri sjúkra- húsinu, sem gerir það að verk- um að við skynjum okkur ekki sem sjúklinga heldur fólk sem þarf að takast á við ákveðið verkefni“. Hópurinn segir það einlæga ósk sína að nýr ráðherra heil- brigðismála sé „það skyn- samur að stoppa þennan van- hugsaða gjörning sem lokun deildarinnar verður. Það er al- veg skelfileg tilhugsun að fleiri sem eiga um sárt að binda andlega fái ekki sömu tækifæri og við, það er að fá úrlausn sinna mála. Jafnframt finnst okkur synd að kasta á glæ því starfsfólki dagdeildar sem flestir búa yfir gríðarlegri þekkingu og vinna saman eins og einn maður.“ Fólkið segist vonast til þess að í ríkisstjórn þar sem Jó- hanna Sigurðardóttir sé fremst meðal jafningja verði almanna- heill höfð að leiðarljósi og gild- ismat fari að snúast um lifandi fólk en ekki steinsteypu. Bréf til Ögmundar ÁTJÁN ára piltur var í hér- aðsdómi Norð- urlands eystra í gær dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 60 þús. kr. sekt til ríkissjóðs fyrir hús- og umferð- arlagabrot. Fram kemur í dómn- um að pilturinn hafi tvívegis áður hlotið refsidóma m.a. fyrir þjófnað og ölvunarakstur. Hann hafi játað brot sín skilmerkilega strax við lögreglurannsókn og virðist hafa tekið sig á því hann hafi nýverið hafið framhaldsskólanám að nýju. Vegna þess og þar sem fyrri brot ákærða voru framin áður en hann náði 18 ára aldri fellur fullnusta refsingar niður haldi hann skilorð í tvö ár. Dæmdur fyrir húsbrot  Meira á netinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.