Morgunblaðið - 07.02.2009, Side 19

Morgunblaðið - 07.02.2009, Side 19
Fréttir 19ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is STJÓRNVÖLD í Kirgisistan segjast hafa ákveðið að loka bandarískri herstöð í landinu og tilkynnt að sú ákvörðun sé „endanleg“. Bandaríkjamenn segja hins vegar að viðræðum um framtíð herstöðvarinnar sé ekki lokið. Manas-herflugvöllurinn, ná- lægt kirgisku höfuðborginni Bishkek, er eina bandaríska herstöðin í Mið-Asíu og hefur verið mikilvægur viðkomustaður flugvéla sem flytja birgðir og hermenn Atlantshafsbandalags- ins og Bandaríkjanna til Afganistans. Ákvörðun Kirgisa kemur sér mjög illa fyrir stjórn Baracks Obama Bandaríkjaforseta sem hyggst fjölga mjög bandarísku hermönnunum í Afganistan. Tengt aðstoð Rússa? Lokun herstöðvarinnar er á hinn bóginn álitin mikill sigur fyrir rússnesk stjórnvöld sem hafa leitast við að auka áhrif sín í fyrrverandi lýðveld- um Sovétríkjanna. Stjórn Kurmanbeks Bakijevs, forseta Kirgisist- ans, tilkynnti ákvörðun sína skömmu eftir að rúss- nesk stjórnvöld lofuðu landinu aðstoð, að andvirði tveggja milljarða dollara, sem nemur tæpum 230 milljörðum króna. Stjórn Bakijevs neitar því að ákvörðunin um herstöðina tengist aðstoð Rússa. Margir töldu að Kirgisar hefðu aðeins í hyggju að knýja Bandaríkjastjórn til að greiða hærri leigu fyrir herstöðina, en stjórn Bakijevs sagði í gær að ákvörðunin væri endanleg. Hermt er að Bandarík- in hafi dælt 150 milljónum dollara á ári í hagkerfi Kirgisistans, þar af 63 milljónum í leigu fyrir her- flugvöllinn. Fengu hjálp og lokuðu herstöð Kurmanbek Bakijev Í HNOTSKURN » Lífskjörin í Kirgisistan hafa versnaðmjög vegna rafmagnsskorts, hækkandi matvælaverðs og mikils atvinnuleysis. » Stjórnarandstaðan hefur sótt í sig veðr-ið og hótað að efna til götumótmæla út um allt land gegn Bakijev forseta. SKIP hvalfriðunarsamtakanna Sea Shepherd, Steve Irwin (nær), og japanska hvalveiðiskipið Yushin Maru 2 lentu í árekstri í grennd við Suðurskautslandið í gær er verið var að flytja dauðan hval í verksmiðjuskip. Enginn slasaðist en einhverjar skemmdir urðu á japanska skip- inu. Japanar segja friðunarsinna standa fyrir „ófyrirgef- anlegu ofbeldi“ en talsmenn Sea Shepherd segja árekstra óhjákvæmilega í baráttunni gegn veiðunum. Reuters Árekstur á hvalamiðum Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is KÍNVERJAR kljást enn við afleið- ingar jarðskjálftanna miklu í Sichu- an-héraði í fyrra en um 80.000 manns létu lífið eða er enn saknað eftir hamfarirnar. Æ fleiri vís- indamenn í Kína og Bandaríkjunum hallast að því að það sem hleypt hafi hræringunum af stað hafi verið þrýstingur vegna Zipingpu- uppistöðulónsins sem gert var fyrir fjórum árum rétt við sprungu í jarð- lögum á svæðinu, að sögn The Int- ernational Herald Tribune. Um 320 milljónir tonna af vatni eru í lóninu sem er um 1,5 km frá umræddri sprungu. Leonardo See- ber, vísindamaður við Columbia- háskóla, komst í desember að þeirri niðurstöðu að þrýstingur frá vatninu hefði verið gikkurinn sem leysti und- irliggjandi spennu úr læðingi. Nýjar niðurstöður kínverskra vísinda- manna benda til þess að lónið hafi valdið umtalsverðum breytingum í jarðskorpunni fyrir hamfarirnar. Pólitískt sprengiefni Menn treysta sér þó ekki til að fullyrða að um orsakatengsl sé að ræða. Segja vísindamenn að jafnvel þótt lónið hafi virkað eins og gikkur hafi það einvörðungu flýtt fyrir skjálftum sem einhvern tíma hefðu hvort sem er orðið. Hart hefur verið deilt á stjórnvöld í Kína á undanförnum mánuðum vegna ýmissa vandamála. Nefna má að foreldrar barna sem dóu í jarð- skjálftunum hafa reynt að höfða mál gegn embættismönnum vegna þess að ljóst er að skólahús voru sums staðar svo illa byggð að þau hrundu þótt önnur mannvirki stæðust átök- in. Er spillingu kennt um, verktakar hafi komist upp með að byggja ótraust hús. Einnig hefur verið gagnrýnt að ekki skyldi takast að hindra ólöglega notkun varasams efnis, melamíns, í mat og tjón sem eiturefni í leik- föngum hafa valdið útflutningi Kín- verja. Fjölmiðlar hafa sumir verið óvenju opinskáir. Ljóst þykir að vakni grunsemdir um að aðgerðir á vegum stjórnvalda hafi átt þátt í hamförunum í Sichuan sé um póli- tískt sprengiefni að ræða. Skjálfti í kjölfar lóns? Talið að þrýstingur frá uppistöðulóni hafi ef til vill flýtt fyrir jarðhræringunum mannskæðu í Sichuan-héraði í Kína í fyrra CARLO Gonzalez í Ekvador varð í gær aðeins of seinn að skila inn fram- boði til forsetaembættis hjá yfirkjörstjórn en kosið er í apríl. Hann lét það ekki aftra sér og klifraði yfir múrinn við hús stofnunarinnar í Quito, ákaft hvattur af stuðningsmönnum sínum. Gonzalez fékk að skrá framboð sitt. Ég býð mig samt fram! Reuters STJÓRN Ítalíu samþykkti í gær neyðartilskipun til að reyna að koma í veg fyrir líknardauða 37 ára konu sem hefur verið í dái í 17 ár. Forseti landsins, Giorgio Napolitano, neitaði að staðfesta tilskipunina og taldi hana stangast á við stjórnarskrána. Silvio Berlusconi forsætisráð- herra sagði að stjórnin myndi kalla þingið saman innan tveggja daga til að samþykkja lög sem kæmu í veg fyrir að læknar og fjölskylda kon- unnar gætu hjálpað henni að deyja. Konan, Eluana Englaro, hefur verið í dái frá því í janúar 1992 þegar hún lenti í bílslysi. Mál hennar hefur vakið mikla athygli á Ítalíu og um- ræðu um líknardauða. Heimilaði líknardauðann Dómstóll samþykkti beiðni föður konunnar um að læknar mættu hætta að gefa henni næringu í æð og hjálpa henni þannig að deyja. Hann fékk þó enga lækna til að framfylgja dómsúrskurðin- um þar til sjúkra- hús í bænum Ud- ine á Norður-Ítalíu samþykkti það. Læknar sjúkra- hússins sögðust hafa byrjað í gær að minnka nær- ingargjöfina og henni yrði hætt alveg eftir þrjá daga. Samkvæmt stjórnarskránni geta neyðartilskipanir stjórnarinnar orð- ið að lögum ef þingið samþykkir þær innan tveggja mánaða. Stjórn Ber- lusconis nýtur meirihlutastuðnings í báðum deildum þingsins. Berlusconi kvaðst vera ósammála forsetanum um að tilskipunin stæðist ekki stjórnarskrána þar sem hún kvæði á um að stjórnin hefði „rétt til að úr- skurða hvað teldist neyðarástand“. bogi@mbl.is Reynt að hindra líknardauða á Ítalíu Eluana Englaro er í dauðadái. Upphaflega höfðu menn talsverðar áhyggjur af því að Hálslón við Kárahnjúka myndi virka eins og gikkur á hugsanlega jarð- skorpuspennu, að sögn Páls Ein- arssonar jarðeðlisfræðings. En enn þá hafi ekki komið neitt fram sem bendi til að lónið ýti undir skjálftavirkni. „Það hefur oft mælst aukin jarð- skjálftavirkni í kjölfar þess að lón hafa orðið til. Menn fóru því heldur varlegar í sakirnar við Hálslón en þeir hefðu ella gert, þetta virðist vera dálítið háð hraðanum á fyll- ingunni. Menn höfðu aðallega áhyggjur af því að aukinn vatns- þrýstingur í berginu gæti minnkað núning á misgengisflötum og þannig hleypt af stað skjálfta, ekki beinlínis valdið honum en hleypt honum af. En það hefur nánast engin aukn- ing mælst á skjálftavirkni undir Hálslóni. Um tíma var það spurn- ing hvort aukin virkni sem hefur mælst við Upptyppinga tengdist þessu eitthvað en mælingar sem síðan hafa verið gerðar renna ekki stoðum undir það.“ Hálslón hefur ekki valdið aukinni virkni AUÐKÝFINGURINN Bill Gates hefur beitt sér mjög í baráttunni gegn malaríu á síðustu árum. Hann kom þó mörgum á óvart er hann flutti erindi á ráðstefnu í Kali- forníu. „Það ættu ekki bara að vera fá- tækir sem verða fyrir þessu. Hvern- ig stöðvar maður lífshættulegan sjúkdóm sem mýflugur breiða út?“ spurði Gates og sleppti síðan all- mörgum mýflugum lausum, við- stöddum til skelfingar, að sögn BBC. Ekki er vitað hvort nokkur var stunginn en tekið var fram síð- ar að ekki hefði verið um mal- aríuflugur að ræða. kjon@mbl.is Hrist upp í áheyrendum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.