Morgunblaðið - 07.02.2009, Page 21

Morgunblaðið - 07.02.2009, Page 21
Fréttir 21VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 FRUMÚTGÁFA í kilju Sumum ódæðisverkum er ekki hægt að gleyma … Í Peking býr einkaspæjarinn Mei Wang sig undir að leysa nýtt mál þar sem draugar fortíðarinnar eru aldrei langt undan. Spennusaga af framandi slóðum eftir höfund Jaðiaugans. „Listavel skrifuð … frábær flétta …“ THE SUN-HERALD, SIDNEY, um Jaðiaugað Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is STAÐAN hér á landi fyrir banka- hrunið í byrjun októbermánaðar á síðasta ári var á vissum sviðum svip- uð og á Írlandi. Þó verður að segjast að hún hafi verið nokkuð uggvæn- legri hér, enda hefur komið á daginn að Írar hafa ekki komið eins illa út úr þeim hremmingum sem riðið hafa yf- ir og Íslendingar, þó vandi þeirra sé vissulega einnig mikill. Stærstur hluti fjármálakerfisins á Írlandi er þó ekki hruninn. Ætla má að sú stað- reynd að Írar höfðu seðlabanka Evr- ópu sem bakhjarl hafi breytt miklu fyrir þá. Mikil þensla Það sem Ísland og Írland áttu sameiginlegt fyrir hrunið í október var í fyrsta lagi hið augljósa, bæði löndin eru eyjar í Evrópu. Þó Írland sé minna að flatarmáli búa þar tölu- vert fleiri en hér, eða rúmlega fjórar milljónir manna. Í báðum löndunum hefur hagvöxtur verið mikill á um- liðnum árum. Þá hækkaði fasteigna- verð mikið á Írlandi eins og á Íslandi allt fram á síðustu misseri, svo mikið reyndar að í báðum tilvikum var um bólu að ræða. Fjármálakerfi beggja landanna hafa einnig vaxið mikið og voru orðin hlutfallslega mjög stór með tilliti til landsframleiðslunnar í samanburði við önnur lönd. Annað sem nefna má er að í báðum lönd- unum var uppgangurinn það mikill að flytja þurfti inn vinnuafl frá út- löndum í stórum stíl til að anna eft- irspurninni á vinnumarkaðinum. Lánveitandi til þrautavara En ekki var allt eins á Íslandi og Írlandi. Þó írska fjármálakerfið hafi vaxið mikið eins og það íslenska þá varð það þó aldrei stærra en helm- ingurinn af því íslenska, sem hlutfall af landsframleiðslunni í hvoru landi fyrir sig, sem þó þótti engu að síður nóg. Þá skiptir einnig máli að Írar eru í Evrópusambandinu og í evr- ópska myntsamstarfinu. Þeir höfðu því aðgang að evrópska seðlabank- anum sem svonefndum lánveitanda til þrautavara í sinni heimamynt, evrunni. Íslendingar eru hins vegar með sína krónu. Þetta gerði að verk- um að lausafjárvandi írskra banka varð ekki eins stórt vandamál og þeirra íslensku, sem varð þeim með- al annars að falli. Írsk heimili og fyr- irtæki hafa því ekki þurft að takast á við gjaldeyriskreppu, háa vexti og mikla verðbólgu. Vandinn hjá Írum birtist hins vegar með öðrum hætti. Þannig hefur það til að mynda valdið írskum útflytjendum erfiðleikum hvað evran er sterk gagnvart breska pundinu, en stór hluti af útflutningi þeirra fer einmitt til Bretlands. Vandinn ekki yfirstaðinn Eftir fall bandaríska fjárfesting- arbankans Lehman Brothers í sept- embermánuði síðastliðnum var ljóst að mikil fjármálakreppa var í upp- siglingu í heiminum, þó svo að ýmis merki þar um hefðu komið fram tölu- vert fyrr. Írsk stjórnvöld brugðust við með því að lýsa því yfir að þau myndu tryggja innistæður í sex þar- lendum bönkum. Síðar bætti írska ríkisstjórnin erlendum bönkum við, sem eru með umtalsverða starfsemi í landinu. Írar riðu þarna á vaðið í við- brögðum við kreppunni og hafa fleiri farið sömu leið og þeir. Í desembermánuði síðastliðnum kynntu írsk stjórnvöld svo að þau myndu verja allt að 10 milljörðum evra í neyðaraðstoð við innlendu bankana, sem innspýtingu á eigin fé. Þessar aðgerðir írskra stjórnvalda dugðu ekki til þess að forða einum af stóru írsku bönkunum frá falli. Í síð- asta mánuði var þriðji stærsti banki Írlands, Anglo Irish bankinn, þjóð- nýttur. Var talið að nýtt eigið fé frá stjórnvöldum upp á 1,5 milljarða evra myndi ekki duga til að endur- vekja traust á bankanum, en það hafði dvínað mjög vegna spillingar og óstjórnar ýmiss konar í starfsemi bankans. Skuldatryggingarálag á írska rík- ið er með því hæsta á evrusvæðinu og hefur hækkað mikið að undan- förnu. Það hefur aukið á vandann í landinu. Mikill þrýstingur er á írsku ríkisstjórnina að grípa til harðra að- gerða til að taka á miklum halla í rík- isfjármálum og hefur ýmislegt kom- ið þar til skoðunar og reyndar framkvæmda einnig. Að sögn írskra vefmiðla óttast ýmsir að verði ekki snúið af þeirri braut sem efnahags- lífið er á sé hætta á því að lánshæf- ismatsfyrirtækin lækki lánshæfis- einkunnir ríkisins, sem myndi auka vandann enn frekar og gera lántökur enn dýrari en þær eru. Írsk stjórnvöld eru því enn að kljást við mikinn vanda en fjármála- kerfið í landinu er engu að síður fullu starfhæft og hefur verið það allar götur frá því fjármálakreppan hófst. Engin stjórn á atburðarás Íslensk stjórnvöld brugðust öðru- vísi við þeim vanda sem kom upp síð- astliðið haust en þau írsku. Rétt er auðvitað að hafa í huga að vandinn var engan veginn sá sami í löndunum tveimur, auk þess sem aðstæður stjórnvalda voru gjörólíkar. Íslensk stjórnvöld áttu ekki mögu- leika á því að bregðast við lausafjár- vanda fjármálakerfisins með þeim hætti sem írsk stjórnvöld gerðu. Þau höfðu seðlabanka Evrópu en Íslend- ingar höfðu allt of lítinn gjaldeyris- forða. Seðlabanki Íslands tilkynnti þann 29. september síðastliðinn að ríkið myndi taka yfir 75% hlut í Glitni gegn 600 milljóna evra láni. Þar með hófst atburðarás sem íslensk stjórn- völd réðu ekki við. Lánshæfisein- kunnir ríkisins og bankanna lækk- uðu mikið hjá öllum helstu lánshæfismatsfyrirtækjunum. Neyðarlög voru samþykkt á Alþingi. Landsbankinn og Kaupþing hrundu og Glitnir einnig. Ofan á þetta allt bættust svo deilur vegna innláns- reikninga bankanna í útlöndum eins og þekkt er. Útkoman er skuldir rík- isins sem ekki sér fyrir endann á hvernig þjóðin ætlar að greiða. Ísland og Írland eru gjarnan borin saman í umfjöllun um fjármálakreppuna, enda margt líkt með þeim Svipaður að- dragandi en ólíkt framhald                                                 !         !"       #  $% !         !         & % #         ! ' (      )     *      $ "(   +     , !   -       . #$  -    !"  $  *,       /00    1"    $                       "(  !    " 20  "    !   $!   ,             ,  $       "(  ! ,          3-3  "    !   $    "(  ,"( 4 & $%   -,"      5  "(  !     637     $ " $ ,   2-3  "    8   , ,   ,                $9 ,   - !"     ,  :  !      !"   ;"      4    ! "# :  !            $%&    .               !"        :  !       $  "        (  !"    "    1$       "(              ! " " ! $  '  (     $    #  "(:     !    !637    <00  "(     ()#*+% :    "(  $ "( $    1$      ,        "(   ,+% 1            "(  "    ,! & , +% "+ )#1"     !   .     +% "%-.#1"       !       +% 1"     !   9 ,     ) .        $     "    !  "   » Írsk heimili og fyrirtæki hafa því ekki þurft að takast á við gjaldeyriskreppu, háa vexti og mikla verðbólgu. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) tók til skoðunar gjaldeyrisviðskipti Kaupþings og Exista á tímabilinu nóvember 2007 til marsloka 2008. Þá var gengishagnaður Exista skoðaður og útgáfa á víkjandi skuldabréfi. Var niðurstaða FME sú að ekki hefðu komið fram vísbendingar um brot á þeirri löggjöf sem FME hefur eftirlit með. Lauk eftirlitið því rannsókn sinni. Hinn 2. apríl 2008 sendi Seðla- banki Íslands FME bréf, þar sem eftirlitið er beðið að rannsaka gjald- eyrisviðskipti Kaupþings, en í bréfi Seðlabankans segir að óstaðfestar upplýsingar séu um að Kaupþing banki og stærsti eigandi hans, Ex- ista, kunni að hafa nýtt stöðu sína á gjaldeyrismarkaði til að stuðla að og hagnast á gengislækkun krónunnar. Umsvif í samræmi við stærð Í bréfi Seðlabankans segir að sam- kvæmt gögnum bankans hafi Kaup- þing verið nettó kaupandi að tveimur milljörðum evra á innlendum gjald- eyrismarkaði á áðurnefndu tímabili. Langstærsti eigandi bankans sé Exista, en staða þess félags hafi veikst umtalsvert. „Ein kenning er sú að til sé félag í eigu eigenda Kaup- þings og Exista sem hafi tekið stórar stöður á móti krónunni, keypt gjald- eyri í stórum stíl og þurrkað upp hið takmarkaða framboð. Að því loknu hafi Kaupþing notað afl sitt til að loka gjaldmiðlaskiptamarkaðnum og stuðlað þannig að falli krónunnar. Aðgerðin gangi út á að bjarga Ex- ista, en staða þeirra sé nú nánast vonlaus.“ Eins og áður segir í svari FME að eftir skoðun upplýsinga um gjald- eyrisviðskipti Kaupþings og við- skiptavina bankans – þ.á m. Exista – telji eftirlitið að ekki komi fram vís- bendingar um óeðlileg viðskipti í þeim gögnum. Umsvif Kaupþings á gjaldeyrismarkaði hafi verið í sam- ræmi við stærð bankans. Viðskipti Kaup- þings ekki brotleg Kaup FME fann ekkert að viðskiptunum. FME skoðaði gjaldeyriskaup Kaupþings

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.