Morgunblaðið - 07.02.2009, Page 22

Morgunblaðið - 07.02.2009, Page 22
22 Daglegt lífVIÐTAL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is V ilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta og lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, hefur verið óþreytandi síðustu árin við að vekja athygli á slælegri upp- lýsingagjöf til minni hluthafa í rekstri almenningshlutafélaga á Ís- landi. Vilhjálmur hefur harðlega gagnrýnt marga þá sem voru í for- ystu útrásarinnar fyrir að fara ekki að viðurkenndum reglum í við- skiptum. Hann er í hópi sem vill kaupa Árvakur sem gefur út Morg- unblaðið. „Áhugi minn á íslensku samfélagi og atvinnulífi mótast mikið af veru minni úti á landi,“ segir Vilhjálmur. „Ég fór í sveit níu ára gamall aust- ur á Djúpavog, var síðan í sveit í Berufirði og á fullorðinsárum var ég í sjö ár útibússtjóri Útvegsbankans í Vestmannaeyjum. Atvinnulíf úti á landi hefur alltaf verið mér mjög hugstætt og þegar landsbyggð- armenn ræddu við mig um sýn sína á atvinnurekstur sögðu þeir iðulega: „Þorskurinn borgar fyrir mig … síldin borgar fyrir mig … loðnan borgar fyrir mig.“ Núna segja landsbyggðarmenn að þeir finni ekki fyrir kreppunni vegna þess að þeir „lentu ekki í þessu góðæri“, eins og þeir orða það. Þeirra veisla er þegar þorskkvóti er aukinn og þeirra vanmáttur vex þegar loðnan veiðist ekki. Lífssýn þessara manna hefur mótað lífsviðhorf mitt að mörgu leyti.“ Finnst ég alltaf vera hetja Lengi vel var ekki hlustað á viðvörunarorð þín. Má ekki segja að þú sért kominn inn úr kuldanum og orðinn alþýðu- hetja? „Alþýðuhetja? Mér finnst ég alltaf vera hetja. Ég mæli minn hetjuskap á því hvort ég get hlaupið hálft maraþon og ef ég get það þá hef ég unnið sigur á sjálfum mér. Ég held mér mikið við með hlaupum til að efla sigurviljann. Andstreymið hefur verið nokkuð og margir hafa ekki skilið sjón- armið mín. Það sem mér finnst al- varlegast er að aðilar á verð- bréfamarkaði hafa sjálfir viljað setja reglurnar. Við höfum lögleitt flestar tilskipanir Evrópusam- bandsins á sviði verðbréfaréttar og hlutafélagalaga en menn skauta í kringum þær. Það er nauðsynlegt að hafa traustan fjármálamarkað, ekki bara í stóru heldur líka í smáu, vegna þess að allir eru aðilar að líf- eyrissjóðum og lífeyrissjóðirnir eiga mikið undir því að verðbréfasjóð- irnir starfi með eðlilegum hætti. Við viljum ekki að all- ar eignir lífeyr- issjóðanna bygg- ist á ríkisskuldabréf- um. Við viljum hafa hér öflugt at- vinnulíf sem bæt- ir lífskjör þegn- anna en ekki að lífeyrissjóðir fjár- magni ríkishalla og þeim skuld- bindingum sé velt yfir á börnin okk- ar og barnabörn.“ Þú vannst ný- lega mál í héraðs- dómi sem þú höfðaðir gegn þá- verandi stjórn Glitnis sem keypti bréf sem Bjarni Ármannsson átti í bankanum á yfirverði. Málinu hefur verið áfrýjað. Heldurðu að þú vinnir það í Hæstarétti? „Að sjálfsögðu býst ég við að dómurinn verði staðfestur í Hæsta- rétti. Rökstuðningurinn fyrir dómn- um í héraðsdómi er sá sami og ég lagði upp með. Ég tel að ég muni vinna málið örugglega vegna þess að það er á margan hátt kennslu- bókardæmi. Það er til hugtak sem heitir áhættulaus hagnaður sem byggist á því að til er tvenns konar verð og þegar menn hafa aðgang að öðru verði en almenningur þá geta þeir skapað sér áhættulausan hagn- að eins og gerðist í þessu tilviki. Það á ekki að vera leyfilegt. Ef ég tapa málinu eru það skelfileg skila- boð frá Hæstarétti til samfélags- ins.“ Er eitthvað fleira í pípunum hjá þér varðandi málsóknir? „Ég er með mál gegn Straumi Burðarási sem snýst um sölu hluta- bréfa til óþekkts hluthafa á lægra verði en markaðsvirði. Þetta mál er hjá lögmanni og þegar mál er komið til lögmanns á hlutaðeigandi sem minnst að gera. Menn leita til lög- manns vegna þess að hann hefur meira vit á málinu en sá sem hefur hagsmuna að gæta.“ Sárgrætilegt dæmi Nú er sagt að tiltölulega fáir menn hafi komið landinu á hausinn, hvert er versta dæmið að þínu mati? „Versta dæmið var fjandsamleg yfirtaka Björgólfs Guðmundssonar og Landsbankans á Eimskipafélag- inu. Með því var gamalt félag með mikið traust eyðilagt. Þarna voru brotin hlutafélagalög og lög um fjármálafyrirtæki. Eftirlitsaðilum var bent á þetta en þeir gerðu ekki neitt.“ Af hverju heldurðu að þeir hafi ekki gert neitt? Heldurðu að virð- ingin fyrir þeim mönnum sem hlut áttu að máli hafi verið of mikil? „Ég get ekki ímyndað mér að það hafi verið virðing vegna þess að eft- irlitsaðilar eiga ekki að bera virð- ingu fyrir einhverjum hópi manna eða einstaklingum heldur horfa blá- kalt á málið. Ég finn enga skýringu á þessu aðra en hugsanlegan van- mátt eftirlitsstofnana. Þessi atburð- ur, 17. september 2003, var upphaf- ið að ýmsu sem á eftir fylgdi. Afsprengi þessa var FL Group og svo vitanlega Eimskip sjálft þar sem öllum reynslumiklum mönnum var ýtt út og teknir inn ein- staklingar sem fyrst og fremst höfðu áhuga á braski og réðust í rekstur sem þeir höfðu ekki vit á. Þeir skuldsettu fyrirtækið og allir sjóðir voru notaðir. Þetta er eitt sárgrætilegasta dæmið vegna þess að þarna átti í hlut fyrirtæki sem var í mjög góðum rekstri og naut virðingar víða um heim.“ Hvað segirðu um þau rök að það sé alheimskreppa og vandi okkar Íslendinga sé að litlu leyti heima- tilbúinn? V i l h j á l m u r B j a r n a s o n Við vorum plötuð Morgunblaðið/Kristinn » „Sjálfur væri égauðvitað fegnastur ef hægt væri að finna einn blóraböggul en málið er bara ekki svo einfalt. Sú blórabögg- ulsleit sem farið hefur hér fram og beinist að einum manni, Davíð Oddssyni, finnst mér samfélaginu ekki sam- boðin.“ Brekkumaður Þegar ég hleyp kem ég allt- af að brekkum og þá stilli ég hug minn inn á að sigra brekkuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.