Morgunblaðið - 07.02.2009, Page 25

Morgunblaðið - 07.02.2009, Page 25
aðstæðum og slíkt gerist á Facebook alveg eins og í raunveruleikanum. Hún segir ljóst að það sé mun auð- veldara að gefa fólki ákveðna mynd af sér í netheimum en ætli fólk að ganga svo langt að blekkja annað fólk sé það erfiðara í litlu samfélagi eins og á Ís- landi miðað við það þegar fólk er í milljóna manna samfélagi þar sem erfitt getur reynst að fá upplýsingar til að sannreyna það sem stendur á síðu viðkomandi. Hvernig mynd fólk vilji gefa af sér fari alfarið eftir ein- staklingnum. „Tilgangurinn er mjög mismunandi hjá fólki sem er að setja upp prófíl á svona síðum,“ segir hún. Lífið gengur hraðar Spurð um kosti og galla Facebook nefna Zuilma og Guðberg að síðan geri fólki kleift að halda úti stóru og aðgengilegu félagsneti og sé upplýs- ingaöflun afar auðveld. „Það gengur miklu hraðar að ná sambandi við fólk og þú áorkar meiru og afgreiðir fleiri mál. Lífið gengur hraðar,“ segir Zu- ilma. Hún nefnir að þegar hún var yngri skrifaðist hún á við pennavini erlendis og eftir að hún hafði sent bréf tók það margar vikur að fá svar til baka. Nú geti fólk spjallað saman gegnum Facebook og safnað upplýs- ingum á einum degi sem hefði tekið hana tvö ár að fá með bréfaskrift- unum. Gallarnir snerta helst tímaeyðsl- una, eins og áður hefur verið nefnt, og mögulega misnotkun. „Við þekkjum íslensk dæmi um að krakkar hafi ver- ið að búa til síður skólafélaga og hlaða inn á þær myndum með óviðeigandi efni eða setja inn upplýsingar til að hrekkja,“ segir Guðberg. Zuilma seg- ir samskiptin gegnum Facebook afar óeðlileg. „Þú heyrir ekkert í mann- eskjunni, horfir ekki á hana heldur á mynd af henni sem gæti hafa verið fegruð að einhverju leyti. Þú horfir ekki framan í hana þegar þú talar við hana svo þú missir af alls konar skila- boðum sem eru algeng með líkams- tjáningu, missir af tóninum, svip- brigðum, augnaráði, handa- hreyfingum o.fl. sem gefur þér upplýsingar um hvernig manneskj- unni líður eða hvað hún er að meina. Þetta verða eingöngu orðaleg sam- skipti sem þú annaðhvort kaupir eða kaupir ekki og það vantar svo mikið inn í til að samskiptin verði eðlileg.“ Daglegt líf 25ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 Facebook í fréttum  Áströlskum hjónum var birt stefna á Facebook eftir að aðrar leiðir reyndust árangurslausar.  Starfsmanni matvöruverslunar var veitt tiltal eftir að hafa hringt sig inn veikan en starfsmannahald- ið sá færslu frá starfsmanninum inn á Facebook þar sem hann var úti að skemmta sér kvöldið sem hann átti að vera að vinna.  Hópi breskra skólastúlkna var vikið tímabundið úr skóla fyrir að nota Facebook til að hrinda af stað ófrægingarherferð gegn einum kennaranna.  Maður drap eiginkonu sína sem hann var að skilja við eftir að hún breytti hjúskaparstöðu sinni á Fa- cebook í „á lausu“.  Síðan hét upprunalega The Fa- cebook en ákveðni greinirinn var látinn niður falla árið 2005?  Reglulega láta stjórnvöld nokk- urra landa, m.a. í Sýrlandi og Íran, loka fyrir aðgang landsmanna að síðunni af ótta við að þar séu skipu- lagðar árásir á yfirvöld?  Aaron Sorkin, höfundur þátt- anna The West Wing, hefur staðfest að hann sé að undirbúa gerð mynd- ar um stofnendur Facebook?  Mark Zuckerberg var í 321. sæti yfir ríkasta fólk í heimi á lista For- bes árið 2008? Hann er yngsti ein- staklingurinn sem komist hefur á listann. Vissir þú að… „Facebook er bóla“ VINSÆLDIR Fa- cebook meðal fólks á þrítugs- aldri eru afar miklar en þó eru til þeir sem eru ekki hrifnir af þessu félagsneti. Fyrir Einar Oddsson, 27 ára, er það prinsippmál að vera á móti Facebook. „Mér finnst þetta vera enn eitt skrefið í þeirri þróun að draga úr hefðbundnum, mannlegum samskiptum, augliti til auglitis,“ seg- ir hann en flestir vinir hans eru á Facebook. Hann segist vera undir nokkrum þrýstingi að láta undan og skrá sig sem notanda en hins vegar hefur einhver óþekktur ein- staklingur þegar stofnað reikning í hans nafni og í hans óþökk. „Facebook er bóla, alveg eins og MySpace,“ segir Einar og segir að þó sumir vilji kynnast fólki gegnum síðuna kunni hann betur við að kynnast fólki í persónu en ekki í gegnum tölvuskjá. „Ég held að þetta virki fyrir þá sem eiga vini erlendis sem þeir vilja ekki missa samband við en mér finnst voðalega skrýtið að vinir séu farnir að tala saman þarna sem gætu alveg eins hringt hver í annan eða farið og spjallað saman yfir kaffibolla.“ Spurður hvernig hann telji þró- unina verða svarar Einar: „Þetta á sennilega eftir að skiptast í tvo hópa. Þá sem fara enn lengra inn í sýnd- arheim tölvunnar og hins vegar þá sem segja: Stopp, nú er nóg komið.“ 24 ára milljarða- mæringur MARK Zuckerberg óraði eflaust aldrei fyrir að vefsíðan sem hann bjó til fyrir samnemendur sína í Harvard yrði jafnvinsæl og raun ber vitni. Hann var á öðru ári í tölv- unarfræði í skólanum og stuttu eft- ir að síðan var tilbúin var rúmur helmingur allra nemenda við skól- ann búinn að skrá sig. Smám saman var nemendum í fleiri skólum gert kleift að stofna aðgang og haustið 2006 var Facebook gert aðgengi- legt fyrir alla eldri en 13 ára. Fimm árum síðar hafa yfir 150 milljónir manna um gervallan heim stofnað reikning inn á Facebook og er Zuckerberg með u.þ.b. 700 starfs- menn í vinnu. Sakaður um hugmyndastuld Zuckerberg er aðeins 24 ára en hefur þegar verið valinn einn af áhrifamestu og ríkustu einstakling- unum heims. Frægðarförin hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Þrír skólafélagar hans úr Har- vard hafa höfðað mál gegn Zucker- berg en þeir segjast hafa ráðið hann til að hanna samskiptasíðuna ConnectU en hann hafi stolið hug- myndinni og sérstökum kóða sem skólafélagarnir segjast eiga, og í kjölfarið stofnað Facebook. Þá segist annar gamall skóla- félagi Zuckerberg hafa stofnað svipaða síðu, houseSYSTEM, árið 2003 og hafi Zuckerberg ætlað að taka þátt í því verkefni. Skólafélag- inn hafi m.a.s. sent út tölvupóst þar sem hann kynnti nýjan möguleika á síðunni sem kallaðist „the Face Bo- ok“ en hann átti að gera nemendum kleift að staðsetja aðra nemendur innan skólans. Fjórum mánuðum síðar stofnaði Zuckerberg sína síðu á slóðinni thefacebook.com. Reuters Eftirsóttur Mark Zuckerberg hélt fyrirlestur í janúar á heimsvið- skiptaráðstefnunni í Davos í Sviss. Fleiri upplýsingar er að finna á : www.vogue.is eða í síma: 533 3500 Fimm vikna saumanámskeið hjá Vogue í Mörkinni 4 hefst miðvikudaginn 11. febrúar. Kennt er frá kl: 19:00-22:00. Námskeið sem hentar bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir. Verð: 20.000 kr Langar þig að skapa þér þinn persónulega stíl? 20% afsláttur á efnum í verslun Vogue á meðan á námskeiðinu stendur Kristján Runólfsson í Hvera-gerði yrkir um nýjan forsætis- ráðherra: Auragræðgis afleiðing, okkur mun um framtíð plaga, en Jóhanna biður þjóð og þing að þrauka með sér næstu daga. Er Jóhanna æði svöl, ætíð vann án trega, hún sem kann að bæta böl ber sig mannalega. Rúnar Kristjánsson á Skaga- strönd orti eftir „kreppuumræður“ manna: Það er vandi að vera trúr og vígjast gildum sönnum. Og komast þeirri kreppu úr sem kyrkir dáð í mönnum. Hann missir ekki móðinn: Þetta land sem öll við eigum á sér gildisríkan mátt. Heiðrum það með sigursveigum seiglu og þors á allan hátt. Stefni að marki sóknar settu sérhver löngun hjörtum í. Blátt og hvítt og rautt með réttu rísi okkar flagg á ný. Umsjónarmaður Vísnahornsins fékk kveðju í leynivinaleik á Morg- unblaðinu og er forvitinn að heyra um höfund: Sætan pakka og seðjandi sendir jólaálfur. Jólalega, japlandi éttu hann sjálfur! VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af Jóhönnu og kreppu Það er fagnaðarefni þegar nýir bátar bætast í flotann á Ströndum. Drangsnesingar fengu nýjan bát á dögunum og heitir hann Simma ST 7. Um er að ræða 18,5 brúttótonna plastbát og verður hann gerður út á línu og netaveiðar. Eigandi og út- gerðaraðili bátsins er Borg ehf. Drangsnesi.    Þorrablót eru hafin á Ströndum og blótuðu íbúar Strandabyggðar þorra um síðustu helgi. Að venju var flutt- ur frumsaminn leikþáttur með frum- sömdum söngtextum. Veitingastað- urinn Café Riis sá um matinn og hin „hálfhólmvíska“ hljómsveit Kokkt- eill lék fyrir dansi. Því má segja að sjálfsbjargarviðleitnin hafi ráðið ríkjum á þessu heimatilbúna blóti. Næstu blót verða 14. febrúar, en þá verður þorrablót á Drangsnesi með rómantísku ívafi í tilefni Valentínus- ardagsins og þorrablót verður á Borðeyri sama kvöld.    Farið er að undirbúa sparnað í sveit- arfélaginu Strandabyggð eins og öðrum sveitarfélögum. Skólastarfið er meðal þeirra útgjaldaliða sem sparnaðartillögur ná til og á fundi í skólanefnd Strandabyggðar í síð- ustu viku voru teknar til umfjöllunar sparnaðartillögur. Nefndin sá sér þó ekki fært að taka afstöðu til þeirra tillagna sem fram höfðu komið um sparnað í rekstri grunn- og tónskóla, fyrr en að lokinni umfjöllun sveit- arstjórnar og taldi vanta til þess gögn og útreikninga, að því er segir í fundargerð nefndarinnar. Hvað varðar hugmyndir þær sem fram hafa komið í samræmi við heimild nýrra menntalaga um einn skóla- stjóra sem ráðinn yrði til að stjórna grunnskóla, tónskóla og leikskóla er skólanefnd Strandabyggðar hlynnt því að skoða það mál nánar. Hins vegar er ljóst að nefndin telur ekki fært að hefja formlega umræðu um þetta stóra mál án nauðsynlegra upplýsinga og kallar eftir því að formleg vinna hefjist sem allra fyrst við að skýra kosti/ókosti sem slík breyting hefði í för með sér.    Undanfarna fimmtudaga hefur Þró- unarsetrið á Hólmavík staðið fyrir svokölluðum súpufundum sem haldnir eru í hádeginu á veit- ingastaðnum Café Riis. Tilgangur fundanna er að kynna starfsemi fyr- irtækja og stofnana á svæðinu fyrir íbúum þess og öðrum gestum. Á fyrsta fundinum var þetta verkefni Þróunarsetursins kynnt, en ætlunin er að enda það með stórri atvinnu- vega- og menningarmálasýningu á vordögum. Í síðustu viku var það svo Heilbrigðisstofnunin á Hólmavík sem kynnti starfsemi sína en hún er meðal stærstu vinnustaða á Strönd- um. Fram kom meðal annars að nýt- ing er mjög góð á þeim sjúkrarým- um sem stofnunin hefur yfir að ráða. Í þessari viku var það svo Markaðs- stofa Vestfjarða sem kynnti starf- semi sína. Að sögn Jóns Páls Hreins- sonar, forstöðumanns hennar, hefur Markaðsstofan átt gott samstarf við Strandamenn og meðal annars kom- ið að útgáfustarfsemi með Arnkötlu 2008. Mæting á súpufundina hefur verið með miklum ágætum og gerð- ur góður rómur að þeim. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Einarsdóttir Ánægjuefni Hinn nýi bátur Simma, ásamt Sundhana. HÓLMAVÍK Kristín Sigurrós Einarsdóttir fréttaritari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.