Morgunblaðið - 07.02.2009, Side 26

Morgunblaðið - 07.02.2009, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 Endalausarflækjurhafa verið höfuðeinkenni hins ógagnsæja við- skiptalífs á Íslandi. Taumar eignarhalds lágu úr einu félagi í annað rétt eins og tilgangurinn væri að hylja slóð forvitnum, óviðkomandi aug- um. Það vekur því í raun ekki furðu þegar Skúli Eggert Þórð- arson ríkisskattstjóri greinir frá því að athugun á eignarhaldi 300 stórra íslenskra félaga verði tímafrekari en upp- haflega var talið. „Þetta er margfalt meira mál en við átt- um von á,“ segir Skúli Eggert í viðtali við Morgunblaðið í gær. Þótt eignarhald margra fyr- irtækja hafi verið rakið liggur heildarniðurstaða ekki fyrir og mun væntanlega ekki gera það fyrr en í næsta mánuði. Skúli Eggert er meðal ann- ars að rannsaka hverjir séu raunverulegir eigendur út- lendra félaga, sem eru skráðir eigendur íslenskra félaga. Leiðin liggur í gegnum erlend skattaskjól og af orðum rík- isskattstjóra má ráða að ekki sé allt sem sýnist. Ríkisskattstjóri rannsakar nú einnig notkun greiðslukorta, sem gefin voru út erlendis og skuldfærð, en notuð á Íslandi. Grunsemdir hafa vaknað um að fjár- málaráðgjafar og starfsmenn bank- anna hafi í ákveðnum tilvikum bent viðskiptavinum sínum á að fara mætti þessa leið til að kom- ast hjá því að greiða skatta. „Það er bráðabirgðaniður- staða að korthafar hafi verið að koma sér undan skattgreiðslum í ákveðnum tilfellum,“ sagði Skúli Eggert í samtali við við- skiptablað Morgunblaðsins á fimmtudag. Hann bætir við að ýmislegt bendi til þess að fjár- málaráðgjafar, jafnvel starfs- menn bankanna, hafi bent við- skiptavinum á þessa leið, þótt ekki hafi það fengist staðfest. Á fagmáli er orðið skatta- skipulagning notað um aðferðir til að komast af með sem lægst- ar skattgreiðslur. Verkefni rík- isskattstjóra er að komast að því hvort skattaskipulagningin hafi gengið svo langt að teljast skattsvik. Til þess að geta fært sönnur á slíkt þarf að hafa skot- held gögn í höndum. Það hvílir því mikil ábyrgð á starfs- mönnum ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra í fram- haldinu að standast ýtrustu kröfur og gæta þess að rann- sókn falli ekki á tækniatriðum. Hraðinn skiptir máli, en vönduð vinnubrögð eru mikilvægari. Rannsókn ríkis- skattstjóra eykst að umfangi.} Margfalt meira mál Harðlega hefurverið gagn- rýnt, ekki sízt af hálfu sjálfstæð- ismanna, að ráðuneytisstjórar forsætisráðuneyt- isins og fjár- málaráðuneytisins hafi verið settir í leyfi út starfstíma nú- verandi ríkisstjórnar og aðrir settir í embættin. Sjálfstæð- ismenn tala um „pólitískar hreinsanir“. Samt er það nú svo að mörg dæmi eru um að ráðherrar hafi reynt að losa sig við ráðuneyt- isstjóra sem þeir vildu ekki vinna með. Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi heil- brigðisráðherra, skákaði ráðu- neytisstjóra heilbrigðisráðu- neytisins t.d. í annað starf. Voru það „pólitískar hreins- anir“? Af hverju er sjálfstæð- ismönnum allt í einu orðið svona mikið í mun að vernda atvinnuöryggi opinberra emb- ættismanna? Mörg dæmi eru til um ráðu- neytisstjóra sem hafa starfað áratugum saman með mörgum ráðherrum úr ólíkum flokkum. En sömuleiðis hefur verið bent á að ráðuneytisstjórar séu nán- ustu samstarfs- og trún- aðarmenn ráðherra hverju sinni og þeir vilji varla hafa í því embætti menn sem þeir ekki þekki. Ómar Krist- mundsson, lektor í opinberri stjórn- sýslu við Háskóla Íslands, varpaði fyrir nokkrum árum fram þeirri hugmynd í grein hér í blaðinu að reglan yrði sú að ráðherrar veldu ráðuneytis- stjóra og byggðu það val sitt á persónulegum eða pólitískum tengslum. Þá væri hins vegar rétt að ráðuneytisstjórinn yf- irgæfi ráðuneytið um leið og ráðherrann. Morgunblaðið hefur talið að skoða eigi þessa hugmynd vel. Það blasir við að ráðherra vinn- ur ekki með ráðuneytisstjóra sem er ekki náinn trún- aðarmaður hans. Ef fjögurra ára kjörtímabil er framundan er ekki óeðlilegt að ráðherra láti á það reyna á fyrstu mánuðunum í starfi hvort ráðuneytisstjóri sem fyr- ir er geti orðið slíkur trún- aðarmaður. Þegar stjórn á að sitja í innan við þrjá mánuði en þarf að koma miklu í verk er að sama skapi eðlilegt að ráð- herrar í lykilráðuneytum hafi sér við hlið fólk sem þeir þekkja og treysta til að hrinda stefnumálum sínum í fram- kvæmd. Ráðherra vinnur ekki með ráðuneyt- isstjóra sem er ekki náinn trúnaðarmað- ur hans.} Trúnaðarmenn ráðherra FRÉTTASKÝRING Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is T il þess að líf dafni í land- inu til framtíðar þarf svokölluð landsbyggð að lifa, að mati fólks sem Morgunblaðið ræddi við í vikunni. Þá er ekki átt við að hún skrimti, heldur lifi góðu lífi. Sterkt borgarsvæði sé vitaskuld mikilvægt, en ekki nóg. Meira að segja er tekið svo til orða að landsbyggðin sé að komast aftur í tísku – og þá ekki bara að því leyti að auðmenn eignist þar jarðir, heldur að „venjulegt“ fólk kjósi að búa þar og starfa, ekki síður en í eða við borgina, og jafnvel ennþá frekar. Matvælaframleiðsla Nokkrir viðmælenda eiga rætur að rekja til landsbyggðarinnar en svo virðist sem fólkinu af mölinni sé ekki síður hlýtt til þess hluta Íslands sem telst landsbyggð. „Við skynjum það mjög sterklega að fólk leitar í grunnatvinnuvegina núna; landbúnað og sjávarútveg,“ sagði Þórarinn Lárusson við blaða- mann. Hann er formaður samtak- anna Landsbyggðin lifi (LBL) en þau blása nú til fundaherferðar þar sem horfa á til framtíðar, einkum af sjónarhóli landsbyggðarinnar. Störf, sem ýmsum þóttu ekki sér- lega „fín“ fyrir fáeinum misserum, eru sem sagt að verða eftirsótt á ný. Landsbyggðarmaður tók svona til orða: „Eitt og aðeins eitt er öruggt í þessum heimi; ætli menn sér að lifa verða þeir að fá að borða!“ Nú, þegar kreppir að og lítið er til af gjaldeyri, nærist fólk í auknum mæli á íslenskri framleiðslu, hvort sem því líkar betur eða verr. Og framleiðslan fer að miklu leyti fram utan borgarhornsins. Á fundum LBL verður áhersla lögð á sjálfbærni, mannauð og tryggt matvælaöryggi, ásamt skil- virkara og beinna lýðræði, meiri samheldni og betra siðferði en áður. Formanni LBL finnst bráðnauð- synlegt að fjalla um framtíðina frá sjónarhóli landsbyggðarinnar sér- staklega. „Okkur fannst dálítill halli í umræðunni upp á síðkastið og þótti einfaldlega nauðsynlegt að lands- byggðin léti vel í sér heyra. Þar hef- ur verið mótmælt eins og annars staðar en þegar rykið er sest sitjum við öll í súpunni, og nú viljum við spyrja að því hvað við getum gert.“ Þórarinn áréttar að þegar hann segir „við“ eigi hann ekki bara við landsbyggðarfólk, þótt rýnt verði með þeirra gleraugum inn í framtíð- ina á fundunum. „Það má ekki gleymast að Ísland er eitt samfélag, hvort sem fólk býr í dreifbýli eða þéttbýli, og mikilvægt að fólk vinni saman, hvar sem það býr.“ Margir vilja „heim“ Þórarinn starfar sem ráðunautur í landbúnaði og segist aldrei hafa orð- ið var við jafn mikinn áhuga á grein- inni. „Það eru allir sammála um að landbúnaðurinn sé í góðu lagi, þó skuldsetning þar sé mikil, og eins er með sjávarútveginn.“ Viðmælandi sagði að lands- byggðin hefði verið „hálfdauð“ um tíma, en væri nú greinilega að lifna við. Fólk sem alið væri upp á lands- byggðinni færi gjarnan í borgina eða utan til náms og margir vildu snúa aftur, en gætu ekki ef þar væri ekki vinnu að hafa. Nú væri hins vegar lag að efla atvinnulíf „úti á landi“ því augljóst væri að margir vildu grípa tækifærið og flytja aftur „heim“ ef kostur væri. Og margir aðrir væru líka til í að freista gæfunnar og flytj- ast í fámennið, ef gott starf fengist. Mjög brýnt að lands- byggðin lifi góðu lífi Morgunblaðið/RAX Landsbyggðin... Flest gróin tún teljast „úti á landi“ þótt þó séu ekki langt frá höfuðborginni. Myndin er tekin í heyskapartíð á Suðurlandi. Fyrsti borgarafundur samtak- anna Landsbyggðin lifi, undir yfirskriftinni Horft til fram- tíðar, verður í Brekkuskóla á Akureyri í dag kl. 12.30 til 15. Framsöguerindi verða af ýmsum toga:  Framtíð lýðræðis; Páll Skúlason, prófessor í heim- speki við Háskóla Íslands.  Ný tækifæri í sjávarútvegi; Hjörleifur Einarsson, prófess- or við Háskólann á Akureyri.  Framtíð landbúnaðar – líf- rænn iðnaður?; Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands.  Ný sköpun – Ný framtíð; Þorsteinn Ingi Sigfússon, for- stjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.  Ferðaþjónusta til farsældar; Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamála við Háskólann á Hólum. Í pallborði í kjölfarið verða, auk frummælenda, George Hollanders, Hreiðar Þór Val- týsson, Björn Snæbjörnsson, Egill Eyjólfsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Sigurbjörg Árnadóttir og Guðrún Þórs- dóttir. Horft til framtíðar Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ U nga kynslóðin á Íslandi veit núna hvað þarf að gera til að eigna sér framtíðina: Ryðja lýð- ræðinu farveg. Síðustu vikur og mánuðir, tíminn þegar þjóðin fór á hausinn, hafa verið lærdómsríkir. En eitt finnst mér standa upp úr og það er hve ótrúlega margt öflugt, skel- eggt, ástríðufullt og flott fólk býr í þessu litla landi. Sjúkraliðinn sem hrópaði ræður sínar á Austurvelli líður seint úr minni – sem og reyndar margir aðrir – trommarar sem börðu bumbur dag og nótt og létu ekkert aftra sér, ömmur og frænkur og frændur sem aldrei hefðu getað ímyndað sér að vera „mótmæl- endur“ en fjölmenntu með potta og pönnur. Samstaðan um að læra í einum grænum hvernig ofbeldi skal víkja fyrir friði: Eitthvað hefur í alvöru breyst á Íslandi. Unga fólkið sem barði bumbur, ömmurnar og allir hin- ir sem mættu á Austurvöll voru ekki „sérfræðingar“ í lýðræðisfræðum. Þau voru líklega fæst með prófgráður í byltingarfræðum eða meistaragráður í stjórnskipan eða doktorspróf í almannahag. Nei, þetta var fólk alls staðar að sem krafðist réttar síns og raddar, valda sinna og áhrifa og sagði: „Þetta er líka mitt samfélag, mín fram- tíð, okkar mál.“ Samfélag er sameign, ekki einkamál. Að undanförnu hefur farið mikið fyrir tali um „sér- fræðinga“. Vissulega þurfum við á góðum og víðsýnum sérfræðingum að halda. En þarf kannski aðallega fólk með réttlætiskennd og skýra sýn á betra samfélag? Þarf kannski aðallega nýja stefnu? Er e.t.v. mikilvægasti eiginleikinn nú að geta hlustað eftir sjónarmiðum fjölmargra og fjöl- breyttra sérfræðinga, en hlusta þó umfram allt á þjóð sína og þjóðarhag og innri rödd sem vill byggja á kjarki og heilindum í takt við trumbur? Réttlæti í samfélagi verður aldrei afurð nýs embættismannabákns heldur lýðræðis og jafnræðis og þátttöku allra – og hugrekkis. Eða í hverju var presturinn Martin Luther King „sérfræðingur“? Rosa Parks, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Sigríður í Brattholti? Fjármálakerfi heimsins sem nú er að hrynja var hannað og mótað af „sérfræð- ingum“. Stjórnarráð Íslands og stjórnsýslan öll er yfirfull af fólki sem er titlað „sérfræð- ingar“. Viðskiptalífið var yfirfullt af „sérfræðingum“ þegar það féll. „Sérfræðingar“ háskólasamfélagsins þögðu flestir þunnu hljóði á meðan Íslandi var rænt. Hjarðhegðun og einsleitni, þöggun og hugleysi er okkar stærsti óvinur: Gagnrýnin, skapandi, sjálfstæð hugsun býr ekki bara í þröngu sérfræðisviði heldur fæðist um- fram allt í fjölbreyttum sjónarhornum. Lýðræði og betra samfélag sprettur hvorki frá vald- höfum né sérfræðingum heldur frá okkur öllum. Að sam- félagið sé okkar allra jafnt og framtíðin okkar sjálfra að ákvarða – það er hinn byltingarsinnaði boðskapur búsá- halda. liljagretars@gmail.com Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Pistill Lýðræðið þitt eða vald sérfræðinganna?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.