Morgunblaðið - 07.02.2009, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.02.2009, Qupperneq 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 Fullt tungl Tunglið naut sín í gærmorgun og kom snemma upp yfir Akrafjalli. Hér má sjá Breiðholtið og blokkirnar í Vesturbergi í forgrunni í frostinu. Kalt en fallegt veður í gær. Árni Sæberg Bjarni Harðarson | 6. febrúar 2009 Til varnar Davíð sem varði peningatanka þjóðarinnar Við erum stödd þar í sögu landsins að nú stendur til að bera Dav- íð Oddsson út úr Seðla- bankanum. Banka sem í hans tíð hélt uppi einni vitlausustu peninga- málastefnu í sögu lýðveldisins. ... EN ég er enn sannfærður um að Davíð fór rétt að þegar Glitnisdrengirnir komu til hans og báðu um að fá að fara eins og Bjarnaræningjar inn í hálftóma peningatanka þjóðarinnar. Meðan allir aðrir, sérfræðingar, stjórnmálamenn úr öllum fylkingum og allskonar múg- menn öskruðu á að það yrði að hjálpa bönkunum var Davíð kallinn sá eini sem þorði að segja nei. Það var mjög óvinsælt nei þá þó allir sjái betur nú. Nú þegar við sjáum æ betur ofan í ginnungagap taprekstrarins og lyg- innar hjá Baugi og öðrum útrásarvík- ingum verður stöðugt augljósara hversu mikilsverða hagsmuni þjóð- arinnar Davíð varði með því að taka völdin algerlega í sínar hendur helgina örlagaríku og þjóðin horfði á hvernig hann tók fjármálaráðherra og for- sætisráðherra þeirra daga sinn undir hvorn – og sagði líkt og Skarphéðinn, tekið hefi ég hvolpa tvo. ... Þetta var vissulega gerræðislegt allt saman en líka á gerræðislegum tímum og þó þetta sé engan veginn minningagrein um þennan fjarskylda frænda minn úr Fljótshlíðinni þá langar mig að þakka Davíð fyrir þessa nótt og er sann- færður um að þjóðin stendur hér í nokkurri þakkarskuld við karlinn. Hvað sem okkur svo finnst um eilífðarlanga stjórnartíð sama manns... Meira: bjarnihardar.blog.is Gunnar Waage | 6. febrúar 2009 Listamenn á framfæri hins opinbera ... eru ekki listamenn. Svo einfalt er það, allir alvöru listamenn firra sig því að taka við ölmusu af hendi hins opinbera þar sem að þeir einfaldlega þurfa ekki á slíku að halda. Fjárhagslegt sjálfstæði listamanna er algjör forsenda þess að möguleiki sé á einhverjum afrakstri af þeirra vinnu. ... Þannig skapast alvöru starfsvett- vangur fyrir listamenn en ekki eitthvert félagsmála-case sem síðan mergsýgur þjóðfélagið að innan og elur um leið af sér lélega listamenn. Það ætti virkilega að leggja þetta nið- ur og þótt fyrr hefði verið. Meira: gunnarwaage.blog.is HVERNIG getum við komið hjólum at- vinnulífsins aftur á fullt með 70% fyrirtækja tæknilega gjaldþrota, óstarfhæfa banka og vaxtastig lána um og yfir 25%, sem sogar til sín það litla sem eftir er af lausafé þeirra? Hvernig getum við afl- að gjaldeyris til að borga niður skuldir okkar þegar verð á útflutnings- afurðum (fiski og áli) fer hríðlækk- andi vegna áhrifa heimskrepp- unnar? Hvernig eigum við að stunda eðlileg utanríkisviðskipti með gjaldmiðil í gjörgæslu? Spurn- ingarnar lýsa kjarna þess vanda sem ný ríkisstjórn stendur frammi fyrir. Ný ríkisstjórn hefur verið gagn- rýnd fyrir að hún stingi höfðinu í sandinn varðandi Evrópumál og boði engar lausnir á gjaldmið- ilsvandanum. Þessi gagnrýni er réttmæt. Að óbreyttu verðum við að búa áfram við gjaldeyrishömlur. Það getur hins vegar ekki gengið til frambúðar því að það hamlar upp- byggingarstarfinu. Ríkisstjórn, sem getur hvorki leyst skuldavandann né gjaldmiðilsvandann til fram- búðar, fremur en sú fyrri, verður því miður ekki á vetur setjandi. Hér er komið að kjarna málsins. Forystumenn stjórnarflokkanna, þ.m.t. hinn ungi formaður Fram- sóknarflokksins, verða að horfast í augu við þessar staðreyndir og koma fram með trúverðugar og raunsæjar lausnir. Annars mun þeim mistakast björgunarstarfið rétt eins og fyrrverandi stjórn. Það er því miður á misskilningi byggt að spurningin um samninga við Evrópusambandið sé einhver framtíðarmúsík, sem megi huga að seinna, þegar bráðavandinn hefur verið leystur. Þetta er óskhyggja sem byggist á sjálfsblekkingu. Samningar við Evrópusambandið um aðild að því og myntsamstarfinu er lykillinn að lausnum á bráða- vanda íslensku þjóðarinnar nú þeg- ar. Ástæðan er einföld: Við getum hvorki leyst skuldavandann né gjaldmiðilsvandann ein og sér; við þurfum að semja um hvort tveggja. Samningsvettvangurinn er hjá Evr- ópusambandinu – allsherj- arsamtökum lýðræðisríkja í Evr- ópu. Lítum fyrst á gjaldmiðilsvandann. Fyrsti kostur er að notast áfram við krónuna í skjóli gjaldeyrishafta. Það kemur í veg fyrir yf- irvofandi fjárflótta en hindrar um leið er- lendar fjárfestingar til uppbyggingar í at- vinnulífinu. Það er því neyðarbrauð til skamms tíma. Annar kostur er að aflétta gjaldeyrishömlum og setja krónuna aftur á flot. Það væri óðs manns æði við óbreyttar að- stæður. Hún mundi sökkva eins og steinn á augabragði. Það mundi leiða nýja verðbólguholskeflu yfir þjóðina og þar með loka öllum út- gönguleiðum út úr skuldafangels- inu. Niðurstaða gagnlegrar um- ræðu um einhliða upptöku evru er sú að það er tæknilega gerlegt en pólitískt frágangssök. Þá er aðeins ein leið eftir: Að sækja um aðild að Evrópusambandinu og mynt- samstarfinu, með það fyrir augum að taka upp evru. Gjaldmiðilsvandinn: lausn í bráð og lengd Pólitísk ákvörðun um að óska eft- ir samningaviðræðum mun ein og sér hafa jákvæð áhrif í stöðunni. Ís- land hefði þar með markað sér framtíðarstefnu með afdrátt- arlausum hætti. Það eyðir óvissu og eflir traust. Í ljósi neyðarástands mundi Ísland óska eftir flýti- meðferð. Eftir að báðir aðilar hafa fengið samningsumboð er unnt að ljúka samningum við EES-ríkið Ís- land á hálfu ári. Fáeinum mánuðum síðar gæti Ísland verið komið inn í anddyri peningamálasamstarfsins (exchange rate mechanism –II). Þar með væri krónan orðin bundin evrunni á umsömdu gengi. Það er að vísu bara bráðabirgðalausn. Og það leysir ekki vandann í millibils- ástandinu frá því að við afléttum gjaldeyrishöftum og þar til við höf- um tekið upp evru. Þess vegna þurfum við á að halda sérlausn í millibilsástandinu. Hér kemur til kasta hins nýja fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Hann hefur áður boðað myntsamstarf við Norðmenn. For- maður Miðflokksins norska hefur þegar tekið hugmyndinni vel. Stein- grímur hefur tilkynnt að hann muni ræða hugsanlegt myntsamstarf við fjármálaráðherra Noregs, formann SV, systurflokks Vinstri grænna, þegar tilefni gefst til á 10 ára af- mæli VG um helgina. Dr. Willem Buiter mælti með því í ræðu sinni í hátíðarsal háskólans að Íslendingar leituðu til vinveittra Norð- urlandaþjóða um myntsamstarf á umræddum millibilstíma, uns upp- taka evru yrði raunhæfur kostur. Dr. Buiter sagði bæði norsku og dönsku krónuna koma til greina. Að vísu mundi danska krónan henta betur því að hún væri í reynd evra undir öðru nafni. Styrkur norsku olíukrónunnar og tiltölulega háir vextir teldust óhagræði í þessum samanburði. Hvort tveggja kæmi þó til greina. Hvor leiðin sem væri farin gæti tryggt íslenskum þjóð- arbúskap meiri stöðugleika og lægri vexti en við getum gert á eig- in spýtur. Þetta er það sem íslenskt atvinnulíf þarfnast til þess að ná sér aftur á strik. Með því að leysa þetta mál gæti hinn nýi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, unnið þjóð sinni ómetanlegt gagn. Ég leyfi mér að vona að Þistilfirðing- urinn röski láti nú hendur standa fram úr ermum og leysi þetta mál. Út úr skuldafangelsinu Hin meginástæðan fyrir því að við megum ekki draga það á lang- inn að ganga til samninga við Evr- ópusambandið er sú að greiðslu- byrði þeirra skulda sem fyrrverandi ríkisstjórn hefur lagt okkur á herðar, er þyngri en svo að þjóðin fái undir risið ein og óstudd. Við verðum að semja um skuldirnar, um greiðslutíma og greiðslukjör. Samningsaðilinn er Evrópusam- bandið og einstakar aðildaþjóðir þess. Þegar við hefjum samninga- viðræður við Evrópusambandið verður allt að vera uppi á borðinu: Sá þriðjungur af löggjöf Evrópu- sambandsins (acquis communau- taire) sem er umfram EES- löggjöfina, sem Ísland hefur þegar tekið yfir, tímaáætlun um mynt- samstarfið og óskir Íslendinga um sérstaka fyrirgreiðslu vegna þess neyðarástands sem skapast hefur vegna óbærilegrar skuldsetningar þjóðarbúsins. Það verður allt öðru vísi tekið á vandamálum Íslendinga sem verð- andi aðildarþjóðar Evrópusam- bandsins en sem utangarðsþjóðar. Vandamál verðandi aðildarþjóða eru vandamál Evrópusambandsins sem slíks. Evrópusambandið býr yfir ýmsum úrræðum til þess að leysa vanda aðildarríkja af þeim toga sem Íslendingum er nú ofviða að leysa á eigin spýtur. Smæð Ís- lands skiptir hér máli. Upphæð- irnar sem um er að ræða eru risa- vaxnar á mælikvarða 300.000 manna þjóðar en smámunir einir á mælikvarða ríkjabandalags sem tel- ur 500 milljónir manna. Við skulum líka hafa það hugfast að margar Evrópuþjóðir, þar á meðal banda- lagsþjóðir okkar í Norðurlanda- samstarfi, Svíar og Finnar, gengu í Evrópusambandið til þess að fá að- stoð þess við að leysa þungbær vandamál í kjölfar fjármálakreppu. Að því leyti eru Íslendingar ekki einir á báti. *** Um leið og ég sendi vinum og sálufélögum í röðum Vinstri grænna heillaóskir í tilefni af 10 ára afmælinu, bið ég þau að leiða hug- ann að atburðum sem urðu í að- draganda alþingiskosninganna árið 1991. Þá urðu þau ótíðindi að sam- starfsflokkar okkar jafnaðarmanna í bestmönnuðu ríkisstjórn lýðveld- istímans, vinstri stjórninni undir forystu Steingríms Hermannssonar (1988-1991), hlupust brott frá ábyrgð sinni á undirbúningi EES- samningsins. Þar með neyddu þá- verandi forystumenn Framsókn- arflokksins og Alþýðubandalagsins okkur jafnaðarmenn til þess að leita eftir samstarfi við Sjálfstæð- isflokkinn um ríkisstjórn til að tryggja EES-samningnum braut- argengi. Til þess eru mistökin að læra af þeim. Þessi mistök hafa dregið langan slóða á eftir sér. Heitum íslensku þjóðinni því á ára- tugarafmæli Vinstri grænna að þessi mistök verði ekki endurtekin, hvorki í aðdraganda né eftirmála komandi kosninga. Lengri gerð: Meira: mbl.is/greinar og www.jbh.is Eftir Jón Baldvin Hannibalsson »Ríkisstjórn, sem get- ur hvorki leyst skuldavandann né gjaldmiðilsvandann til frambúðar, fremur en sú fyrri, verður því mið- ur ekki á vetur setjandi. Jón Baldvin Hannibalsson Höfundur var formaður Alþýðu- flokksins 1984-96 og leiddi samn- ingana fyrir Íslands hönd við Evrópusambandið um myndun Evrópska efnahagssvæðisins á árunum 1989-93. Samningar við Evrópusambandið eru lykillinn að lausn vandans BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.