Morgunblaðið - 07.02.2009, Síða 28

Morgunblaðið - 07.02.2009, Síða 28
28 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 Þriggja daga ferð fyrir tvo til Búdapest 23. apríl til 26. apríl. Gisting með morgunverði á Hotel Mercure Korona, sem er ákaflega glæsilegt 4 stjörnu hótel með góðum veitingastað og kaffihúsi. Hótelið er staðsett við Kalvin-torgið í miðborg Búdapest og þar er einnig sundlaug, gufubað og sólbaðsstofa. Öll herbergin eru fallega innréttuð með sjónvarpi, síma, minibar, hárþurrku og loftkælingu. Febrúarvinningur: 3ja daga ferð fyrir tvo til Búdapest að verðmæti 180.000 kr. Innifalið í verði ferðar: • Flug og flugvallaskattar til Búdapest og aftur til Keflavíkur • Gisting í tvíbýli með morgunmat á Hotel Mercure Korona • Akstur til og frá flugvelli erlendis Ekki innifalið: • Skoðunarferðir Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 mbl.is/moggaklubburinn 1.vinningurregið . ebrúar Með Moggaklúbbnum til Búdapest SVO lengi sem Ís- land hefur verið byggt hafa Íslendingar veitt hval. Fram á miðjan 8. áratug síðustu aldar þóttu þetta sjálfsögð réttindi þjóðarinnar og sátt ríkti um veiðarnar. Nú er svo komið að lít- ill hópur umhverf- issinna telur þessar veiðar ómannúðlegri en aðrar veiðar sem menn stunda. Peningamaskínur sérhagsmunahópa víða um heim hafa barist fyrir friðun hvals og haft í hótunum við stjórnvöld og almenn- ing í þeim löndum sem stunda hval- veiðar. Sorgleg staðreynd er að þessi „fals“samtök hafa náð að festa rætur á Íslandi og jafnvel náð svo langt að komast inn á þing með falsaðar eða rangar niðurstöður rannsókna og kannana. Félagsskapur sem hefur það að markmiði að standa vörð um náttúru heimsins á rétt á sér í lýð- ræðisríkjum en vald slíkra samtaka er vandmeðfarið þegar áróður þeirra byggist á óvísindalegum könnunum, rannsóknum og jafnvel fölsuðum heimildamyndum á borð við það sem Greenpeace hefur orðið uppvíst að. Nú síðast er hópur fólks að skrifa um þann álitshnekki sem Ísland muni hljóta af því að hefja hvalveiðar aftur. Vil ég benda á að það er ekki hægt að færa nein sannfærandi rök fyrir því að álit umheimsins á Íslandi verði miklu verra en það er nú. Það er vart hægt að beita þjóðina harðari viðskiptahöftum en nú er vegna bankahrunsins. Það er fráleitt að halda því fram, eins og margir hafa gert, að útlendingar komi aðallega til Íslands í leit að hvölum. Þvert á móti hafa kannanir sýnt að flestir sem koma til Íslands koma af allt öðrum ástæðum. Margir erlendir ferða- menn hafa spurt mig hvar hægt sé að fá vel matreitt hvalkjöt. Það er einnig fráleitt að gefa í skyn að hvala- skoðunarskip eigi meiri rétt á auðlindum en hvalveiðimenn, réttur þeirra er jafn og skal virða rétt hvorra tveggja. Það er réttur okkar að veiða hval. Álit útlendinga á þjóð- inni á ekki eftir að minnka þó að við nýtum þann rétt okkar. Baráttan fyrir bættum lífskjörum barna okkar er í dag, ekki á morgun. Hvalveiðar geta skilað miklum tekjum til þjóð- arbúsins eða allt að 1 til 5% af verð- mæti fiskafurða þjóðarinnar og skapað atvinnu fyrir hundruð manna. Við höfum ekki efni á því að snobba fyrir örfáum einstaklingum sem vilja persónugera hvali og jafn- vel ættleiða þá þegar þjóðin stendur frammi fyrir öðrum eins efnahags- hörmungum sem að stórum hluta er „grænum“ fjármálafyrirtækjum að kenna. Þegar umræða um hvalveiðar er tekin vil ég biðja þjóðina að hafa það í huga að skrif erlendra fjölmiðla um hvali eru gúrkufréttir og leyfi ég mér að efast um að fréttir af hval- veiðum Íslendinga rati á forsíður fjölmiðla þegar heimurinn er eins og hann er í dag. Bandaríkin eru í tveimur stríðum, efnahagur heims- ins er hruninn, deilur í Mið- Austurlöndum hafa aldrei verið harðari og börn deyja úr hungri um allan heim. Áttum okkur á aðalatrið- inu áður en við klúðrum framtíð barna okkar endanlega. Íslendingar eru veiðimannaþjóð og verða það alltaf Ólafur William Hand skrifar um hvalveiðar » Baráttan fyrir bætt- um lífskjörum barna okkar er í dag, ekki á morgun. Ólafur William Hand Höfundur er fyrrverandi markaðs- stjóri Ferðamálastofu í New York. Í UMRÆÐUM um orkufrekan iðnað hér á landi á undanförnum árum hefur oft mátt sjá því haldið fram að við eigum ekki að efla hann meir en orðið er en vinna heldur að því að efla ýmiss konar annars konar atvinnu- starfsemi sem byggist á þekkingu. Í þessu felst sú hugsun að hér sé um val að ræða þar sem annað útilokar hitt. Þessi hugsun er röng. Orkufrekur iðnaður á Íslandi, eða í hvaða landi sem er, útilokar á engan hátt at- vinnustarfsemi sem byggist á þekk- ingu. Raunar byggist hann sjálfur í æ vaxandi mæli á þekkingu, eins og allar atvinnugreinar núorðið. Í öllum þróuðum iðnríkjum nútímans þrífst margvísleg atvinnustarfsemi hlið við hlið. Margbreytni í atvinnuháttum er í senn auðkenni slíkra ríkja og efnahagslegur styrkur þeirra. Efna- hagslegar sveiflur verða í flestum at- vinnugreinum en sjaldgæft er að þær verði á sama tíma í mörgum þeirra, hvað þá í þeim öllum. Því fjöl- breyttari sem atvinnuhættir ein- hvers lands eru því meiri stöðugleiki er að jafnaði í efnahag þess. Hér á landi höfum við til þessa talað um „aðalatvinnuvegi“, sem lengi vel voru aðeins landbúnaður og sjávar- útvegur. Síðar meir bættist almennur iðn- aður við og loks orku- frekur iðnaður. Við þurfum að auka fjöl- breytnina í atvinnuveg- um okkar. Ekki með því að bremsa vöxt atvinnugreina sem hafa tilhneigingu til að vaxa hratt heldur með því að ýta undir vöxt annarra sem vaxa hægar en hafa samt forsendur til að geta þrif- ist á Íslandi. Náttúrulegar og landfræðilegar aðstæður, og svo fámenni landsins, setja þessari viðleitni takmörk. Þannig mun landbúnaður á Íslandi aldrei geta orðið jafn fjölbreyttur og í fjölmennari löndum með hagstæð- ara loftslag. Ekki er heldur líklegt að hagkvæmt verði að framleiða bíla á Íslandi vegna fámennisins og legu landsins langt frá stórum mörkuðum fyrir bíla. Nútímaatvinnuvegir byggjast í sí- auknum mæli á menntun og kunn- áttu. Það á við um alla atvinnuvegi: sjávarútveg, landbúnað og hvers konar iðnað undantekningarlaust. Áliðnaður er þar engin undantekn- ing. Íslendingar eru almennt með góða menntun miðað við flestar aðr- ar þjóðir. Við erum því vel undir það búin að mæta menntunarkröfum at- vinnuvega. Í umræðum hér á landi má stund- um sjá orkufrekum iðnaði stillt upp sem einskonar andstæðu við at- vinnuvegi sem byggjast á þekkingu. Fyrir því eru engin rök. Allur iðn- aður nú á dögum byggist á þekk- ingu. Bandaríkin eru mesta álfram- leiðsluland í heimi samtímis því að vera það land heims þar sem tækniþróun í hvers konar atvinnu- vegum er lengst komin. Fyrir okkur Íslendinga er ekki um að ræða val milli orkufreks iðn- aðar og annarra atvinnuvega. Við þurfum á hvorutveggja að halda og höfum menntunarforsendur til að nýta okkur hvorttveggja. Spurn- ingin er ekki þetta eða hitt. Við velj- um þetta og hitt. Ekki eða heldur og Jakob Björnsson skrifar um orku- frekan iðnað og aðra atvinnuvegi » Orkufrekur iðnaður á Íslandi, eða í hvaða landi sem er, útilokar á engan hátt atvinnu- starfsemi sem byggist á þekkingu. Jakob Björnsson Höfundur er fyrrverandi orkumálastjóri. „Sjálfstæðisflokkurinn mun styðja ríkisstjórnina til góðra verka“ – sagði Þorgerður Katrín, starfandi leiðtogi sjálfstæðismanna á Alþingi, um stefnu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sl. mið- vikudag. Loforðið þynntist þegar leið á ræðuna. Undir lok hennar lýsti Þorgerður efasemdum um stuðning flokksins við þær þrjár breytingar, sem nýja ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyrir á stjórn- arskránni. Það kom mér á óvart. Breyting- arnar geta vart annað en fallið und- ir skilgreiningu Þorgerðar sjálfrar á „góðum verkum“. Ástæðan er ein- föld. Sjálfstæðisflokkurinn hefur áður lýst fullum stuðningi við allar þeirra. Breytingarnar þrjár fela í sér, að stjórnarskrá mæli fyrir um hvernig samþykkja beri breytingar á stjórnarskránni sjálfri í framtíð- inni, um þjóðareign á auðlindum, og loks að borgararnir geti krafist þjóðaratkvæðis. Um hina fyrstu þarf engin orð. Í síðustu stjórnarskrárnefnd, þar sem Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi gerður Katrín hefur sjálf marglýst stuðningi við það. Síðast gerði hún það á Alþingi sl. miðvikudag. Fjöl- margir forystumenn, hugmynda- fræðingar og leiðtogaefni Sjálf- stæðisflokksins hafa gert hið sama. Ein merkasta arfleifð Styrmis Gunnarssonar, fyrrv. ritstjóra, var einlæg og þróttmikil barátta fyrir beinu lýðræði og heimild til þjóð- aratkvæðis. Í Styrmi hef ég sjálfur sótt flest raka minna um þjóð- aratkvæði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því þegar átt hlut að og tekið þátt í vönduðu samráði allra flokka um tvær af þeim þremur breyt- ingum á stjórnarskrá sem ný rík- isstjórn áformar, og marglýst stuðningi við hina þriðju. Flokkur sem hleypur frá stuðningi við grundvallarbreytingar um aukin lýðréttindi er ekki stjórntækur. Leiðtogi sem leiðir flokk sinn út í slíkt fen verður aldrei raunveruleg- ur leiðtogi. Einu gildir, hvort menn eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. formaður og forsætisráðherra sjálf- stæðismanna, sat ásamt alþing- ismönnunum Bjarna Benediktssyni og Birgi Ármannssyni, varð full- komin samstaða um að stjórn- arskrá skyldi breytt með þeim hætti sem ný ríkisstjórn leggur nú til. Nefndin skilaði af sér fullbúnu frumvarpi, sem ríkisstjórnin mun leggja fram. Stuðningur sjálfstæð- ismanna liggur því fyrir um þessa breytingu. Sama gildir um þjóðareign á auð- lindum. Bjarni Benediktsson, for- mannsefni, leiddi sérstakan und- irhóp stjórnarskrárnefndar, sem fjallaði um auðlindir. Starfsmaður hópsins var Björg Thorarensen, prófessor og núverandi forseti laga- deildar HÍ. Undir formlegri forystu Bjarna varð niðurstaða, sem fól í sér öflugan rökstuðning fyrir sér- stöku ákvæði um þjóðareign á auð- lindum. Stuðningur Sjálfstæð- isflokksins við ákvæði um þjóðareign, og virk þátttaka í nið- urstöðunni, liggur því einnig fyrir. Mörg orð þarf ekki að hafa um heimild til þjóðaratkvæðis. Þor- Össur Skarphéðinsson Stjórnarskráin og „góð verk“ Þorgerðar Höfundur er utanríkis- og iðnaðarráðherra. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.