Morgunblaðið - 07.02.2009, Page 29

Morgunblaðið - 07.02.2009, Page 29
Umræðan 29 BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 Reykjavík Sími 588 9090 • Síðumúla 21 108 Reykjavík www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali Tjarnarbraut 7 - Hafnarfirði Vorum að fá í sölu Tjarnarbraut 7, sem er eitt af þessum glæsilegu og virðulegu einbýlishúsum í Hafnarfirði. Húsið stendur á frábærum stað við lækinn. Húsið er tvær hæðir, ris og kjallari, samtals um 258 fm. Skipulag hússins er gott; á aðalhæð eru m.a. samliggjandi stofur og borðstofa, eldhús o.fl. Í húsinu eru auk þess m.a. 5 herbergi. Húsið er reisulegt og með fallegum gluggum. Fallegur garður með hellulagði verönd. Glæsileg eign á frábærum stað. V. 74,0 m. 4463 Allar nánari uppl. veita Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali s. 861-8514 og Þorleifur Guðmundsson lögg. fasteignasali s. 824-9094. HVAÐ gengur eig- inlega að ykkur, land- ar mínir góðir? Þið virðist vera alveg steinhissa, já, undr- andi og bálreiðir! Vit- ið þið ekki, að það er nokkurn veginn við- tekin regla, að naut- vitlaus og siðlaus braskarastétt taki heilt þjóðfélag með sér í fallinu, um leið og hún tortímist sjálf. Um slíkt eru næg dæmi í sögu mann- kynsins. Hvernig fór með auðstétt Sturlungaaldar? Það kostaði þjóð- ina sjö alda áþján. Og núna! Vitið þið ekki, að stór – og háskalega valdamikill – hópur Íslendinga hefur lengi viljað eyði- leggja þetta fremur kurteislega velferðarsamfélag sem þjóð okkar hefur verið að koma sér upp síð- ustu sextíu árin eða svo. Þetta þokkalega lið vill búa hér til eitt- hvert sálarlaust peningahelvíti, þar sem allir reyna að græða á öllum, allir reyna að snuða alla, og þar sem maðurinn er mannsins óvinur. Þessi söfnuður hefur farið ránshendi um þjóðfélagið um há- bjartan daginn og fyrir allra aug- um. Lögmætum eignum almenn- ings hefur ýmist verið rænt eða stolið og þær gefnar bröskurum. Sama hvort um hefur verið að ræða óveiddan fisk í sjó eða banka á þurru landi. Þetta hefur þjóðin mátt horfa upp á, ár eftir ár. Og það er ekki komið að neinum skuldadögum, því miður. Brask- ararnir munu sleppa fyrir horn með sitt, nokkurn veginn á þurru landi. Og þeir munu halda áfram að ræna þjóðina. Jú jú, auðvitað eru margir reið- ir. En er einhver hissa? Ekki ég. Ein svívirðilegasta aðför að fjár- hag íslenzkra heimila var reynar gerð fyrir mörgum árum. Það var þegar menn leyfðu sér að klippa verðtrygginguna af launum manna en láta hana haldast á skuldunum. Þarna var fundin auðveldasta og fljótvirkasta leiðin til þess að svipta menn eignum sínum og stela arðinum af vinnu þeirra. Enda hoppaði nú þjófah- irðin hæð sína af kát- ínu. En nú sjá menn hvert þetta er að leiða þjóðina. Við blasir fjöldagjaldþrot þús- unda heimila í land- inu. Og menn standa og gapa, röfla um að „vinda ofan af þessu“, eða annað álíka kjaftæði. En mér er spurn: Ef þessi svokallaða „verðtrygging“ er orðin slíkt ríki í ríkinu, að enginn hafi kjark eða dug til rísa gegn henni í alvöru, hvers vegna má þá ekki verð- tryggja ALLT, launin okkar, eft- irlaunin, ellilífeyrinn, bankainni- stæðuna (ef ekki er búið að stela henni!) Allt. Alveg eins og ráð var fyrir gert í hinum upphaflegu „Ólafslögum“. Hvers vegna krefst stjórn Alþýðusambands Íslands ekki slíkra breytinga? Á stjórn ASÍ sér ekki neina aðra „hugsjón“ en að troða okkur inn í fangelsi Mið-Evrópuþjóða, þar sem við munum glata þessum tætlum sem enn eru eftir af sjálfsákvörð- unarrétti okkar? – og svo að við- halda þeirri glæpsamlegu fram- kvæmd verðtryggingar sem er og verður þessari þjóð til háborinnar skammar um ókomna tíð. II. „Fer nú óðum fækkandi/ framhjátökum mínum“, orti góður maður eitt sinn. „Vér eigum að- eins hina líðandi stund“. Það á við um okkur öll. Þess vegna vildi ég koma þessum athugasemdum á framfæri, á meðan tími er til. Kannski á ég þó enn eftir að skrifa grein í Morgunblaðið – eða greinar! Hver veit? En þótt ég sé reyndar ekki að spá neinu um framtíðina í þessu greinarkorni, þá finnst mér samt vissara – svona til öryggis! – að nota nú tækifærið og þakka Morg- unblaðinu löng og góð kynni. Sú var tíð, að ég var í hartnær áratug blaðamaður á einu af svokölluðum „andstæðingablöðum“ Moggans, á dögum flokksblaðanna sálugu. Þá eignaðist ég ýmsa góða kunningja þar í stað, sem sumir héldu tryggð og vinfengi við mig, löngu eftir að ég var hættur í blaðamennskunni og kominn niður í háttvirt Alþingi. En í Alþingi var ég í 18 – átján – ár, og þar heyrði ég miklu fleiri röksemdir með og móti verðtrygg- ingu en allir snobbfuglar íslenzkra fílabeinsturna saman lagt. Þeir geta ekki sagt mér neitt um þá hluti, sem ég hef ekki heyrt marg- oft áður, – og frá miklu betri mönnum. Umfram allt: Hlífið heimilunum í landinu og gerið allt sem í mann- legu valdi stendur til að koma í veg fyrir að þau fari á vonarvöl. Þau eru nú einu sinni undirstöður þjóðfélagsins. Og verndið menn- ingarstofnanir þjóðarinnar, m.a. Ríkisútvarpið, Þjóðleikhúsið, Þjóð- minjasafnið. Þessar stofnanir mega aldrei lenda í höndum braskara, hvorki að hluta til né í heild. Þá er voðinn vís. Við erum nú búin að sjá, hvernig þeir fara með völd sín. Afnemum hina þjóðhættulegu verðtryggingu, eins og hún er og hefur verið framkvæmd. Sýnum nú að við séum menn til þess að kveða niður einn hættulegasta drauginn sem alltof lengi hefur riðið húsum í okkar litla sam- félagi. Hvers vegna eruð þið svona hissa? Valgeir Sigurðsson deilir á framkvæmd verðtrygging- arinnar » Afnemum hina þjóð- hættulegu verð- tryggingu, eins og hún er og hefur verið fram- kvæmd. Valgeir Sigurðsson Höfundur er rithöfundur og fyrrv. blaðamaður. HEIMSPEKI- KENNARAR mínir í Háskóla Íslands héldu því forðum fram, að í mannlífinu stæði valið um skyn- semi og ofbeldi. Skynsemin var sögð felast í frjálsri rann- sókn og rökræðu, virðingu fyrir réttindum ein- staklinga og hlýðni við lögin. Of- beldið var hins vegar talið, þegar hnefum væri beitt í stað raka og níðst á fólki. Í janúar 2009 sáu Ís- lendingar, hversu stutt getur verið í ofbeldið. Æstur múgur réðst á Alþingishúsið, braut rúður, kveikti elda og veittist að lögregluþjónum. Kunnur Baugspenni sat ásamt öðrum óeirðaseggjum fyrir Geir H. Haarde, þá forsætisráðherra, barði bíl hans utan og ógnaði hon- um, afmyndaður af bræði. Er menningin aðeins þunn skán ofan á villimanninum, sem hverfur, þegar honum er klórað? Samfylkingin hafði ekki siðferði- legt þrek til að rísa gegn ofbeld- inu, heldur lét undan og rauf stjórnarsamstarf við Sjálfstæð- isflokkinn, þótt hún kostaði því raunar til, að helsta baráttumálið, umsókn um Evrópusambandsaðild, væri tekið af dagskrá. Það kemur þó ekki eins á óvart og hitt, að of- an úr Háskóla Íslands skuli fáir sem engir verða til að gagnrýna ástandið. Öðru nær. Há- skólamenn virðast sumir fagna því, að ríkisstjórn skuli hrak- in frá völdum með of- beldi, og hefur einn þeirra jafnvel tekið sæti í minni- hlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Hefndarþorsti fremur en umbótavilji virðist vera leiðarljós nýju stjórnarinnar. Fyrsta verkið á að vera að reka Davíð Oddsson seðlabankastjóra fyrir engar sak- ir. Vissulega hefur verið deilt um peningastefnuna. En hún var mörkuð í samráði við ríkisstjórn hverju sinni, þar á meðal þá, sem Jóhanna Sigurðardóttir sat í. Kaup ríkisins í Glitni í október 2008 hafa einnig verið gagnrýnd. En þau voru gerð með samþykki þáverandi ríkisstjórnar, þar sem Jóhanna var ráðherra. Á meðan Jóhanna Sigurð- ardóttir steinþagði, varaði Davíð Oddsson oft við örum vexti bank- anna, jafnt í einkasamtölum við ráðamenn og opinberlega. Hann sagði til dæmis á fundi Við- skiptaráðs 6. nóvember 2007: „Ís- land er að verða óþægilega skuld- sett erlendis. Á sama tíma og íslenska ríkið hefur greitt skuldir sínar hratt niður og innlendar og erlendar eignir Seðlabankans hafa aukist verulega, þá hafa aðrar er- lendar skuldbindingar þjóðarbús- ins aukist svo mikið, að þetta tvennt sem ég áðan nefndi er smá- ræði í samanburði við það. Allt getur þetta farið vel, en við erum örugglega við ytri mörk þess sem fært er að búa við til lengri tíma.“ Davíð fékk hins vegar lítt að gert, vegna þess að með laga- breytingu 1998 var Fjármálaeft- irlitið fært undan Seðlabankanum. Heimildir og skyldur til að fylgj- ast með viðskiptabönkunum hurfu nær allar. Eftir urðu smáverkefni eins og lausafjárskýrslur og geng- isjafnaðarreglur. Lýðskrumarar reyna að nýta sér, að þjóðin er ráðvillt eftir bankahrunið. Þeir eiga volduga bandamenn í þeim auðjöfrum, sem ráða flestum fjölmiðlum á Íslandi og hafa ásamt leigupennum sínum haldið uppi rógsherferð gegn Dav- íð í mörg ár, af því að hann vildi setja þeim eðlilegar skorður. En brottrekstur Davíðs væri full- komin valdníðsla. Hugmyndin með sjálfstæðum seðlabanka er, að seðlabankastjórar fylgi rökstuddri sannfæringu fremur en geðþótta valdsmanna. Skynsemin á að ráða, ekki ofbeldið. Ofbeldi og valdníðsla Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar um störf nýrrar rík- isstjórnar »Hefndarþorsti frem- ur en umbótavilji virðist vera leiðarljós nýju stjórnarinnar. prófessor Höfundur er prófessor í stjórn- málafræði í Háskóla Íslands. SÁ SEM hefur blandað sér í mannþröngina á Austurvelli á laugardögum hlýtur að finna þann feiknakraft sem býr í sam- stöðunni. Hún hefur lýst and- styggð sinni á fylgifiskum auð- hyggjunnar, velt ríkisstjórn og flutt til valdið í samfélaginu. Sam- staðan hefur gert friðsama bylt- ingu. Í dag boða Raddir fólksins til fundar á Austurvelli. Ég þekki að sjálfsögðu ekki ræðurnar sem fluttar verða. Hins vegar sá ég frétt um fund- inn í Morgunblaðinu. Þar segir í tilkynningu frá Röddunum: „Búsáhaldabyltingin hefur því náð að hreyfa við gamla flokks- ræðinu en betur má ef duga skal. Nú er nauðsynlegt að taka upp virkt lýðræði og losa þjóðina við útsendara flokkseigenda í fjár- málafyrirtækjum, stjórnsýslunni, háskólum og fjölmiðlum.“ Af tilefninu vil ég minna á að vald yfir fjármálafyrirtækjum, stjórnsýslunni, háskólum og fjöl- miðlum hverfur ekki með því að taka það frá flokkum; það flyst til, færist í annarra hendur, oftast til langtímaráðinna embættismanna. Það er það. Bankarnir hrundu, frjálshyggjan féll saman og sam- félagið riðaði til falls. Allt þetta varð vegna þess að stefnan, hugmyndin, hugsjónin, sem fylgt var reyndist röng. Þetta skapaði aðstæður fyrir byltingu. Hún var gerð. Reiðin og sársaukinn sem henni fylgdi beindist að hugmyndaglópum auðvaldsins. Þeim varð ekki bylt. Þeir hurfu inn í græðgi sína. Embættismenn þeirra sitja eftir, rassþungir í stólum sínum. Hins vegar tókst byltingunni að hrella svo kjörna valdsmenn, flokks- hestana, að þeir hrökkluðust frá völdum. Lærum af þessu! Það hefur því miður orðið reyndin að byltingar hafa dáið drottni sínum þegar fyrsti ávinningur var í höfn. Þær hafa verið drepnar eða sofnað sjálfar útaf. Í kjölfarið hefur sig- urinn oftar en ekki snúist upp í andhverfu sína, svo notað sé vin- sælt orðalag stundarinnar. Þess vegna vara ég við því að setja embættismenn til meiri valda en þeir þegar hafa. Það er hættulegt. Látum þá þjóðkjörnu, bæj- arfulltrúa, alþingismenn og for- seta, halda völdum sem þeir hafa og bætum frekar í en hitt. Verum hins vegar staðföst í vökunni og veltum þeim úr sessi þegar þeir svíkja loforð sín, brjóta reglurnar eða gleyma siðferðinu. Gerum þetta að okkar hlut. Það er ærið verk. Árangurinn ræðst af því að byltingin lifi, fólkið sé á verði gagnvart valdinu. Úlfar Þormóðsson Rödd mannsins Höfundur er rithöfundur. ÞESSA dagana, þegar margir eru áhyggjufullir af fjárhagsástæðum, er ekki úr vegi að rifja upp hvað Ás- geir Jakobsson hefur eftir Vestfirð- ingnum Einari Guðfinnssyni í Bol- ungarvík, um skuldir og greiðslufresti, í bók sinni Einars saga Guðfinnssonar, sem Skuggsjá gaf út árið 1985. Einar segir: „….Ég er marga áhyggjustundina búinn að eiga vegna skulda, sem ég sá ekki hvernig ég gæti greitt. Þá hef ég haft það fyrir reglu að fara til þess sem hjá mér átti fyrir gjalddaga til að vita hvað hann vildi fyrir mig gera. Það er ekki oft sem þessi að- ferð hefur brugðizt mér við að fá greiðslufrest eða nýjan samning. Oft var ég ergilegur yfir því, þegar fólk, sem hafði tekið út hjá mér í reikn- ing, kom ekki til mín, þegar það gat ekki borgað, heldur hætti að verzla við mig og fór jafnvel að forðast mig. Þetta er alröng aðferð, þegar fólk á erfitt með greiðslur. Það á ævinlega fyrst að fara til þess, sem það skuld- ar og vita, hvað hann getur hjálpað því og lofa þá ekki aftur meiru en það getur staðið við. Samt er betra að fara tvisvar og biðja um frest eða umlíðan en fela sig.“ Svo mörg voru þau orð og miklu fleiri hjá þeim félögunum fyrir vest- an í þá daga þegar menn þurftu oft að bíta á jaxlinn. Íslendingar hafa margsinnis áður þurft að þreyja bæði þorrann og góuna og það við mörgum sinnum verri skilyrði en allsnægtirnar sem þeir búa við í dag. HALLGRÍMUR SVEINSSON, Þingeyri. „Betra að fara tvisvar“ Frá Hallgrími Sveinssyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.