Morgunblaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 ✝ Sólveig SigrúnOddsdóttir fædd- ist í Móhúsum í Garði, 11.október 1916. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi 30. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Oddur Jóns- son, f. 25.10. 1886, d. 31.8. 1977 og Kristín Hreið- arsdóttir, f. 19.8. 1888, d. 1.10. 1989 frá Presthúsum í Garði. Sigrún giftist 15. maí 1937 Hjálmari Óskari Magnússyni, f. 11.10. 1913, d. 31.7. 1984. For- eldrar hans voru Magnús Sigurðs- son, f. 3.10. 1889, d. 10.8. 1962 og Magnea Guðrún Ísaksdóttir, f. 24.6. 1877, d. 28.8. 1951. Þau bjuggu lengst af á Nýjalandi í Garði. Börn Sigrúnar og Hjálmars eru: 1) Kristmann, fv. stór- kaupmaður í Reykjavík, f. 2.9. 1937. Maki Guðríður Hafsteins- dóttir móttökuritari, f. 18.9. 1955. Börn þeirra eru fimm, barnabörn sjö og eitt barnabarnabarn. 2) Magnea, kaupmaður Seltjarn- arnesi, f. 18.7. 1939. Maki Ólafur Ágústsson kaupmaður, f. 26.2. 1935. Þau eiga fimm börn, 12 húsum en fluttist svo með for- eldrum sínum að Presthúsum þar sem hún bjó þar til þau Hjálmar hófu búskap á Nýjalandi. Þar bjó hún öll sín æviár að und- anskildum síðustu rúmum sjö ár- um sem hún dvaldi á hjúkr- unarheimilinu Garðvangi. Sigrún var fyrst og fremst mikil hús- móðir og hélt með mikilli natni og reglusemi utan um heimili sitt og fjölskyldu. En hún lét sig mál- efni sveitarfélagsins mikið varða og sat í hreppsnefnd í tólf ár, oftast sem ritari. Einnig var hún formaður fegrunar- og umhverf- isnefndar um árabil og hafði mikil áhrif á fegrun byggð- arlagsins. Sigrún var gerð að heiðursborgara Gerðahrepps ár- ið 2001. Félags-, menningar- og forvarnarmál voru henni mjög hugleikin. Hún var gæslumaður barnastúkunnar Siðsemdar í þrjátíu ár og starfaði innan Stór- stúku Íslands, formaður Kven- félagsins Gefnar í tuttugu og eitt ár, starfaði í Slysavarnadeild kvenna í Garði, hún söng með kirkjukór Útskálakirkju í 40 ár og starfaði í sóknarnefnd um árabil auk þess sem hún sá um þrif og búnað kirkjunnar. Sigrún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2002 fyr- ir störf sín að bindindis- og fé- lagsmálum. Útför Sigrúnar verður gerð frá Útskálakirkju í dag kl. 14. Aðstaða og útsending frá at- höfninni verður í íþróttahúsinu fyrir þá sem ekki rúmast í kirkj- unni. barnabörn og fjögur barnabarnabörn. 3) Ásgeir Magnús, for- stöðumaður í Garði, f. 12.1. 1943. Maki Sigurjóna Guðna- dóttir skólaliði, f. 6.8. 1945.Þau eiga sex börn, 22 barna- börn og sex barna- barnabörn. 4) Hjálm- ar Rúnar, vélstjóri í Garði, f. 26.1. 1946, d. 19.5. 2005. Maki Guðrún Eyvinds- dóttir skrif- stofustjóri, f. 11.12. 1946. Þau eiga þrjú börn og fimm barna- börn. 5) Ragnheiður, kennari á Akranesi, f. 30.5. 1948. Maki Rögnvaldur Einarsson kennari, f. 27.2. 1947. Þau eiga 3 börn og 12 barnabörn. 6) Jón, forstöðumaður í Garði, f. 13.9. 1951. Maki Sigríð- ur Björg Halldórsdóttir, hún á tvö börn frá fyrra hjónabandi og Jón á fimm börn frá fyrri hjóna- böndum og tvö stjúpbörn, saman eiga þau tuttugu og sjö barna- börn og eitt barnabarnabarn. Systkini Sigrúnar eru: Júlíus Guðjón, f .1915, d. 2001, Jónína Sóley, f. 1920, Ingimar, f. 1922 og uppeldisbróðir Eyjólfur Gíslason, f. 1934. Sigrún bjó fyrstu æviárin í Mó- Elsku besta amma. Þá er komið að kveðjustund. Mikið erum við þakklátar fyrir að hafa fengið að alast upp í næsta húsi við þig. Það voru tíðar ferðir á milli húsanna, svo tíðar að það myndaðist göngustígur í túninu þar sem við gengum. Ósjaldan komst þú heim til okkar yfir túnið, oft færandi hendi með nýbakaðar skonsur eða pönnukökur eða á náttsloppnum síðla kvölds bara svona rétt að kíkja í heimsókn. Við systurnar fórum nær dag- lega yfir til ykkar afa og var þá notalegt að fá nýbakað bakkelsi og skemmtilegan félagsskap því að mikið var spilað og sungið saman. Einnig fórum við oft í göngu- eða hjólatúr og þá var alltaf tekinn poki með ef við skyldum nú finna eitthvert rusl á leiðinni, því að þér var svo annt um umhverfið þitt og þú kenndir okkur að ganga vel um það og bæinn okkar. Ófá voru líka öll þau ferðalög sem við fórum í með ykkur afa og foreldrum okkar ásamt móðurömmu okkar, henni Halldóru. Eigum við góðar minn- ingar úr þeim þar sem mikið var hlegið, sungið og farið í leiki á leiðinni, m.a. frúna í Hamborg, hugsa hlut og fleira og fleira. Þú varst líka mjög dugleg að fræða okkur um landið. Við fórum einnig í mörg stúku- ferðalög með þér til Galtalækjar. Í barnastúkunni Siðsemd, þar sem þú varst gæslumaður, lærðum við margt af þér um fundarstörf. Allir fengu tækifæri til að spreyta sig í embættisstörfum. Þú lagðir mikið upp úr því að allir tækju þátt og varst svo hvetjandi. Þú kenndir okkur að bera virðingu fyrir öðr- um og hafa hljótt þegar aðrir töl- uðu. Eftir að við urðum fullorðnar urðum við varar við hvað fólk í bæjarfélaginu okkar bar mikla virðingu fyrir þér. Einnig tala kvenfélagskonur um hvað þú varst þeim mikil fyrirmynd og kenndir þeim margt, eins og okkur systr- unum. Það er gott veganesti fyrir okkur út í lífið. Þú varst líka höfuð fjölskyldunnar, sú sem hélst fjöl- skyldunni saman og passaðir upp á að við hittumst á hverju sumri á fjölskyldumóti. Undanfarin ár höf- um við ekki verið dugleg að halda þessu við en vonandi munum við afkomendur þínir heiðra minningu þína með því að taka upp þráðinn aftur. Þú varst í kirkjukórnum í fjölda ára og sást einnig um þrif á Út- skálakirkju og þangað fórum við oft með þér. Því viljum við enda þessi minningarorð með einu er- indi úr sálmi eftir Pétur Þórarins- son: Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Við kveðjum þig með miklum söknuði. Minningin um góða ömmu mun lifa í hjörtum okkar. Helga, Herborg og Dóra Sig- rún Hjálmarsdætur. Elsku besta amma á Nýjó, mikið var það sárt þegar mamma hringdi og tilkynnti mér það að þú værir farin. Allar minningarnar streymdu upp í höfuð mér, allt frá því ég man fyrst eftir mér. Þú varst kraftmikil, ákveðin kona sem ég leit mjög upp til og bar virð- ingu fyrir, og ég var svo stolt af því að eiga þig sem ömmu. Þú gerðir svo margt gott í lífinu og varst í öllu, fyrsta konan sem valin var í hreppsnefnd, gerðir margt gott fyrir Garðinn. Þú varst mikið fyrir söng, varst í kirkjukórnum og ég gleymi því aldrei þegar þú tókst upp munn- hörpuna og spilaðir og söngst þess á milli. Þú varst dugnaðarforkur, heklaðir og saumaðir mikið og það var svo gaman að fá frá þér jóla- kort, öll útsaumuð og ég geymi þau öll en. Þú varst í kvenfélaginu, slysavarnafélaginu og fleiru, einn- ig sást þú um stúkuna og auðvitað var ég í henni því það var svo spennandi að starfa með þér. Við fórum á fjölda staði þar sem stúk- ur landsins komu saman og það var mjög skemmtilegt, sérstaklega þegar þú tókst upp munnhörpuna og fórst að spila, ég var svo yfir mig montin hvað amma mín var klár. Öll fjölskyldumótin sem við fór- um á varst þú alltaf með einhver skemmtiatriði og alltaf komstu með eitthvað nýtt og frumsamið, endalaus orka í þér. Svo fyrir um 8 árum var ferð þinni heitið á Garðv- ang þar sem þú ætlaðir að vera í smá tíma eftir aðgerð en því miður fórstu aldrei heim aftur, veikindi fóru að segja til sín og fannst mér sorglegt að sjá hvað heilsu þinni hrakaði með árunum. En ég mun alltaf minnast þess hversu kröftug þú varst og það er alltaf eitt lag eða textinn sem þú samdir þegar Garðurinn varð 80 ára sem poppar upp í huga mér þegar ég hugsa til þín: „Garðurinn hann er byggða bestur, Garðurinn hann er alltaf mestur, Garðurinn.“ Elsku amma mín, ég gleðst yfir því að þú sért loksins búin að fá hvíldina og komin upp til afa og Hjalla, ég vil þakka þér fyrir allt og ég mun aldrei gleyma þér. Ég elska þig. Guð geymi þig. Þín Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir. Skörungum af öllum bar, ávallt fín til fara. Dugnaðarforkur mikill var, þannig var hún bara. Garð- inum hún unni heitt og góða hluti gerði. Fögrum orðum oftast beitt með pennann sinn að sverði. Las hún oft og orti ljóð. Gjörn á að stuðla og ríma. Tímum saman sat hún móð og blés í munnhörpu sína. Ákveðin og klár var hún, stóð ávallt fast á sínu. Dugleg alltaf var Sigrún og er í minni mínu. Nú hvílir hún, í friði og ró. Vertu sæl, elsku langamma Nýjó. Eva Berglind Magnúsdóttir. Elsku amma Nýjalandi. Þú varst mér alltaf svo góð og átt svo stórt pláss í hjarta mínu. Á hverjum föstudegi í mörg ár komum við í heimsókn, Tjarnar- stígsfjölskyldan, og dvöldum fram á kvöld. Þú svo glæsileg í fínum kjól og nýkomin, úr „lagningu“ því það var fastur liður á föstudögum hjá þér að fara til Keflavíkur og láta laga á þér hárið. Það var sest í eldhúsið og við fengum nýbakað brauð og kökur sem þú tíndir fram úr búrinu. Allt ilmaði af hreinlæti, oft nýheklaðar gardínur, allt svo hreint og fínt. Þú sagðir mér einu sinni að þig hefði langað svo mikið til að verða kennari en sá draumur hefði ekki ræst. Elsku amma, ég held að kennslustofan og það sem stóð í kennslubókum hafi verið alltof lítið svigrúm fyrir þig, því það sem þú hafðir að geyma og miðla til ann- arra þurfti miklu meira pláss. Kennslustofan þín var kvenfélagið Gefn, Stórstúka Íslands, kirkju- kórinn og allir þeir staðir sem þú komst á og starfaðir. Þú varst okk- ur hinum til fyrirmyndar með glaðværð þinni, visku, heiðarleika, staðfestu og virðingu. Trú á sjálfa þig, aðra og lífið. Þú átt þannig ansi stóran nemendahóp og öll bú- um við ríkulega að því sem þú kenndir okkur. Þau eru ófá ljóðin sem þú samd- ir, í mörg ár fékk ég ljóð með af- mælisgjöfinni. Stundum söngstu fyrir mig ljóðið í símann þegar þú hringdir, en alltaf varst þú fyrst til að hringja og óska mér til ham- ingju með afmælisdaginn. Í mörg ár varstu svo önnum kaf- in, og ég fylgdist stolt með öllu því sem þú afrekaðir, svo áköf í að leggja þitt af mörkum til betra samfélags, þannig að eftir því var tekið og þú heiðruð af forseta Ís- lands með riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu í þágu bindindis- og félagsmála. En þrátt fyrir það var fjölskyldan alltaf höfð í fyr- irrúmi og þú lagðir ríka áherslu á að alltaf væri haldið ættarmót á hverju ári, þar sem þú undirbjóst grín og gleði. Þú varst svo stolt af okkur öllum. Alltaf fjölgar í hópn- um og erum við vel á annað hundr- að afkomendur sem allir fengu jólagjafir eins lengi og þú hafðir krafta til. Það var þín gleði að gefa. Þú hlakkaðir mikið til að fara í sumarbústaðinn á hverju ári með vinkonunum og þú varst sannur vinur. Garðurinn er bestur, það þótti þér svo sannarlega elsku amma og þar tókstu vel til hendinni með stolti og gleði sem lýsti til allra Garðsbúa og á eftir að gera um ókomin ár. Ég felldi mörg gleðitár bæði þegar þú varst gerð að heið- ursborgara og brjóstmynd þín af- hjúpuð á bæjarskrifstofunni, þú ert einfaldlega „algjör snilld“ eins og krakkarnir myndu segja. Rætur mínar liggja djúpt í Garðinum og þú kenndir mér að elska þennan stað og sjá alla feg- urðina sem þar er. Ég á því marg- ar góðar minningar til að ylja mér við. Þú átt ríkulegan þátt í að ég á Sólveig Sigrún Oddsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma okkar. Við söknum þín svo að tár hrynja, í kistunni sefur þú svo vært og rótt. Passaðu okkur barna- barnabörnin þín alla tíð. Þín Regína, Þórunn Ósk, Magnús Árni, Amalía Sigurrós og Freyja Kolbrá. HINSTA KVEÐJA Elsku amma. Kærar þakkir fyrir allar góð- ar stundir. Allar skemmtilegu stúkuferðirnar og föstudags- innkaupin til Keflavíkur með þér og mömmu. Nú veit ég að þér líður vel. Guð geymi þig, amma mín. Sólrún Jóna og fjölskylda. Elsku langamma, það var svo gaman að heimsækja þig en svo leiðinlegt þegar þú varst orðin veik. Nú ertu komin á betri stað, líður vel og ert hjá langafa og Hjalla. Við söknum þín og biðjum þig að vaka yfir okkur öllum. Við elskum þig. Guð geymi þig. Kveðja, Amalía Sigurrós Stef- ánsdóttir og Freyja Kolbrá Stefánsdóttir. ✝ Steindóra Sig-urðardóttir fæddist á Miðhúsum í Eiðaþinghá 13. mars 1932. Hún lést 30. janúar síðastlið- inn á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Foreldrar hennar voru Guðný Sigurveig Jónsdóttir frá Finnstöðum í Eiðaþinghá f. 18. nóvember 1893, d. 6. desember 1963 og Sigurður Stein- dórsson frá Mið- húsum í Eiðaþinghá f. 3. ágúst 1884 d. 11. júlí 1957. Systkini Steindóru voru Anna Björg f. 11. janúar 1915, d. 10. september 1979, Magnús f. 14. nóvember 1917, d. 17. apríl 1983, Jón f. 28. júlí 1920, d. 14. mars 1990, Ingunn f. 13. maí 1923, d. 24. apríl 1985, og Guðný Sveinbjörg f. 12. febr- úar 1930, d. 4. október 2008. Steindóra giftist árið 1955 Sveini Sigurðssyni f. 12. júní 1925, f. 22. október 1959, þau eiga tvær dætur. Ingólfur f. 3. desem- ber 1958, maki Kristbjörg Hilm- arsdóttir f. 27. janúar 1961, þau eiga fjögur börn. Erla f. 29. mars 1962, maki Gunnlaugur Ein- arsson f. 16. desember 1960, þau eiga þrjú börn. Sveinn f. 14. júní 1964, maki Rattana Chinnabut f. 17. febrúar 1976, þau eiga tvö börn. Harpa f. 8. desember 1970, maki Sigmundur Kristberg Magnússon f. 7. mars 1969, þau eiga þrjú börn. Barnabarnabörn Steindóru og Sveins eru 12. Skólaganga Steindóru var ekki löng. Hún var í farskóla í þrjá mánuði og seinna fór hún í Hús- mæðraskólann á Laugum í Reykjadal. Á yngri árum starfaði Steindóra sem vinnukona og einnig sem ráðskona í verbúð þar sem hún kynntist manni sínum og fluttist til Vopnafjarðar með honum. Þar byggðu þau sitt bú og áttu þar heima allt til dauða- dags. Á Vopnafirði vann Stein- dóra ýmis verkakvennastörf. Söng í kirkjukór, var í slysa- varnadeildinni Sjöfn og hafði mjög gaman af garðyrkju og trjárækt. Steindóra verður jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju í dag kl. 14. d. 24. nóvember 1997. Foreldrar hans voru Katrín Ingi- björg Pálsdóttir f. í Víðidal á Fjöllum 2. júní 1891, d. 28. apr- íl 1978 og Sigurður Þorbjörn Sveinsson f. á Hákonarstöðum á Jökuldal 16. júlí 1892, d. 2. sept- ember 1978. Dóttir Steindóru af fyrra sambandi er Steinunn Gunn- arsdóttir f. 26. des- ember 1949, maki Helgi Jörg- ensson f. 24. febrúar 1947, þau eiga fjórar dætur og barnabörnin eru átta. Börn Steindóru og Sveins eru Guðný f. 1. janúar 1955, maki Hjálmar Björgólfsson f. 28. apríl 1953, þau eiga þrjú börn og barnabörnin eru fjögur. Sigurður f. 8. apríl 1956, maki Karin Bach f. 30. apríl 1962, þau eiga tvö börn. Steindór f. 21. maí 1957, maki Emma Tryggvadóttir Hún amma okkar var okkur mjög kær, alltaf þegar við komum í heim- sókn gaf hún okkur kleinur og eitt- hvert góðgæti. Á hverju sumri komum við til hennar og hjálpuðum henni í garðinum og við fengum alltaf eitthvað gott fyrir að hjálpa henni. Amma var mikil berjakerling og fór oft í berjamó með barna- börnin sín. Steindóra amma var mjög örlát og gaf okkur stundum nammipen- ing og eitthvert góðgæti þegar við komum til hennar. Nú þegar hún er farin þá munum við sakna þess að geta ekki heimsótt ömmu Steind. Amma prjónaði oft á okkur vett- linga, við vildum fá fingravettlinga en amma var orðinn leið á því að prjóna fingravettlinga en hún gerði það samt. Við söknum þín amma. Anna Dóra, Hugrún, Steindóra Huld og Einar. Steindóra Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.